Fréttablaðið - 22.10.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.10.2001, Blaðsíða 12
12 22. til 28. október 2001 Heimilisblaðið Vinsælt að kúra saman og horfa á skemmtilegcin leik Einar Þór Daníelsson knattspyrnumaður úr KR og Guðrún Inga Sívertsen sótt heim. HEIMA f STOFU Guðrún, Bjarni og Einar Þór í sófanum góða. Að sjálfsögðu er boltinn nærri, en öll spila þau fótbolta, af gamni eða alvöru. Við Keilugrandann á móts við SÍF skemmurnar hafa ung hjón komið sér vel fyrir í sinni fyrstu ibúð. Þau Einar Þór Daní- elsson og Guðrún Inga Sívertsen hafa búið saman í rúm fimm ár. Einar leikur knattspyrnu með KR og Guðrún Inga með Þrótti. Son- ur þeirra Bjarni hefur hins vegar ekki enn gert fyllilega upp hug sinn enda aðeins þriggja ára. Hann skartaði KR búningnum og lék knattspyrnu í stofunni þegar blaðamann bar að garði. „Við keyptum þessa íbúð fyrir fimm árum en ég var þá í sjötta bekk í Verslunarskólanum en Einar er nokkrum árum eldri og hans knattspyrnuferill var þegar haf- inn. Það voru mikil viðbrigði fyr- ir mig að flytja úr foreldrahúsum og mér fannst ótrúlega gaman að koma mér hér fyrir“, segir Guð- rún Inga. „Hún byrjaði á að mála allt grænt og húsgögn fengum við héðan og þaðan. Sófasettið kom frá mömmu hennar og borðstofu- sett fengum við frá afa mínum og ömmu en við vorum ósköp ánægð með þetta,“ bætir Einar við. Guð- rún Inga segir að skömmu eftir að þau hófu búskap hafi Einar farið utan til að spila og hún ver- ið ein heima. „Ég ætlaði aldeilis að hafa það gott á meðan hann væri í burtu. Ekki síst fannst mér gott að vera laus við aðhaldið úr foreldrahúsum. Ég hlakkaði til að skemmta mér með vinum mínum og geta boðið þeim á mitt eigið heimili þar sem vökul augu móð- ur minnar náðu ekki lengur. En þá áttaði ég mig á því að ég var orðin ófrísk af Bjarna syni okkar. Það varð því ekkert af skemmt- unum með vinum heldur varð ég mjög ábyrgðarfull og notaði dag- ana í að undirbúa komu barnsins. Þegar hann síðan fæddist hafði ég mjög gaman af að annast heimilið og dundaði við að baka og gera fínnt hjá mér,“ segir Guð- rún Inga og brosir. Þau Einar og Guðrún Inga hafa talsvert verið utanlands í tengslum við knattspyrnuiðkun Einars. Áramótin 1999-2000 voru þau í Englandi og Einar segir þau áramót hafa verið ömurleg. Þau kunnu engan veginn við þá léttúð sem tíðkaðist hjá Bretum um jól og áramót. „Okkur þótti alveg furðulegt að menn skildu fara út að borða á gamlárskvöld í stað þess að vera með fjölskyldunni, Enn furðulegra fannst okkur að fara á hamborgarastað og borða á nýjársdag." segja þau. „Hún byrjaðí á að mála allt grænt og húsgögn fengum við héðan og þaðan. Sófa- settið kom frá mömmu hennar og borðstofusett fengum við frá afa mínum og ömmu en við vorum ósköp ánægð með þetta." ar sem þau Einar og Guðrún Inga æfa bæði knatttspyrnu eru þau sjaldnast komin heim af æfingum fyrr eftir kvöldmat. Guðrún Inga segist þó reyna að elda fyrir þau og ef þannig hittist á að hún sé á æfingu en Einar heima með Bjarna þá sé hún stundum búin að elda áður og þá borði þeir tveir saman. „Ég hef mjög gaman af að elda góðan mat og geri stundum tilraunir á vin- um Einars sem koma þá í mat. Við erum mjög heimakær og njótum þess að vera saman á kvöldin eða fá vinina í heimsókn. Ekki alls fyrir löngu keyptum við okkur annað sjónvarp og það er mjög vinsælt að kúsa sig í hjóna- rúminu á kvöldin og horfa saman á skemmtilegan leik eða góða mynd,“ segir Guðrún Inga. SÓFASETTIÐ ER ÚR LEÐRI Það kom ekkert annað til greina þegar þau voru á höttunum eftir nýjum húsgögnum. Myndina fyrir ofan sófann keyptu þau I Austur-Berlín. Hún sýnir frægar poppstjörnur og leikara í hlutverki Jesus og lærisveinanna yfir síðustu kvöldmáltíðinni. Þau heilluðust al- gjörlega af henni og höfðu mikið fyrir að koma henni heim Þau Einar og Guðrún Inga eru að mestu leyti alin upp í vest- urbænum og kynntust þar. Einar steig þó sín fyrstu skref í Þýska- landi og Svíþjóð en níu ára gam- all fluttist hann til {slands. Guð- rún Inga segist hafa fengið strangt uppeldi og mikið aðhald en Einar segist hins vegar hafa búið við mikið frjálsræði. Þau óttast ekki ágreining sín á milli um uppeldið á Bjarna og eru sammála um að heimilið eigi að vera þannig að öllum líði þar vel. Það eigi ekki síður við um Bjarna sem fái að leika sér frjáls um íbúðina og sparka bolt um stof- una. „Það er ekkert gaman að eiga heimili þar sem allt er svo fínnt að ekki megi koma við neitt. Við reynum að velja sterk hús- gögn sem þola að við þau sé kom- ið.“ Ekki alls fyrir Iöngu fóru þau í húsgagnaleiðangur því þau lang- aði í nýtt sófasett. Eftir að hafa STOFAN Séð yfir stofuna þeirra Einars Þórs og Guðrúnar. Skenkinn keyptu þau um leið og sófasettið ásamt sófaborðinu. leitað víða fundu þau rétta settið og það varð úr að þau keyptu einnig sófa- borð, skáp, skenk og hill- ur. Allt er í grófum spænskum sveitastíl sem þolir vel að lítill gutti reki í bolta annað kastið. „Við viljuni að heimili okkar sé opið vinum okkar og fjöl- skyldu og engin þurfi þar að tipla á tánum vegna þess að allt sé svo fágað og fínt,“ segja þau. ■ FORSTOFAN Þar hafa þau valið þessa skemmtilegu hillu undir spegilinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.