Fréttablaðið - 05.11.2001, Side 1

Fréttablaðið - 05.11.2001, Side 1
5. nóvember til 11. nóvember 2001 Vikulegt sérblað um heimíli, hús og fasteignamarkaðínn Vid sölu á fasteign: Borgar sig ekki að verja stórfé í innréttingar Við sölu á fasteign, hafa margir velt því fyrir sér hvort hærra verð fáist fyrir húsnæðið, sé það endurnýjað að einhverju leiti fyrir sölu. Að sögn Sverris Sædal Kristjánssonar, hjá Eignamiðlun, fá seljendur yfirleitt ekki hærra verð fyrir eignina þótt skipt sé um eldhúsinnréttingu. „Slíkt svarar ekki kostnaði nema í þeim til- fellum þar sem innréttingin er ónot- hæf. Ef ástand innréttingarinnar er eðlilegt, hún hrein og snyrtileg, þá borgar sig ekki fyrir þann sem selur að velja eldhúsinnréttingu fyrir næsta ELDHÚSINNRÉTTING Fasteignasali segir ekki borga sig að kosta nýjar innréttingar fyrir sölu íbúða. Seljendur fá aldrei verð þeirra (söluverði. mann,“ segir Sverrir. Þótt um sé að ræða vandað og dýrt gólfefni, þá er fólk í fæstum tilfellum að fá andvirði þess við sölu á eigninni. „í sumum tilfellum gæti verið um að ræða fljótari sölu,“ segir Sverrir. Reyna verði að hafa eignirnar sígildar og þannig, að hver sem er geti flutt inn. „Fólk á að leggja meira upp úr einföldum og góðum gólfefnum, en kaupa hugsanlega dýrari mottur og annað sem hægt er að taka með sér,“ segir Sverrir. ■ íslenskur ikon Ikonar hafa verið mjög vinsælir hin síðari ár. Flestir hafa verið fluttir inn og mjög margir eru ekki ekta. Þessi ikon er hins vegar íslenskur og sannarlega er hann frumgerð. Hann er málaður af Helgu Hreinsdóttur frá Reyðarfirði og fæst í Garðablóm við Garðatorg. ■ í REYKHÚSINU Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur er ánægður með vinnuaðstöðuna sína en hefur áhyggjur af að hún muni fyllast af dóti áður en yfir lýkur. Vinnuhornið I til taks á heimilinu Olafur Haukur Símonarson rithöfundur hefur unnið heima hjá sér í tvo áratugi. Vinnuaðstaða hans er í gömlu reykhúsi úti í garði. I Alltaf einhver Með tilkomu tölvutenginga má ætla að vinnu“staðir“ skipi stöðugt minni sess í lífi fólks. Einnig má gera ráð fyrir að hugtakið „skóli“ muni í minna mæli tengjast í hugum okkar stórum byggingum. Vinna heima við hefur alltaf tíðkast hjá ákveðnum hópi manna, líklega einkum lista- mönnum. Ólafur Haukur Símonarson seg- ist hafa unnið meira og minna innan veggja heimilisins í tvo áratugi. „Ég hef flutt nokkrum sinnum og hef þá þurft að koma mér fyrir upp á nýtt í einhverju horni eða herbergi," segir Ólafur Haukur og er á þeirri skoðun að vinnuaðstaða hans hafi heldur batnað með árunum. Ólafi Hauki finnst mikilvægt þegar fólk vinnur heima við að það geti lokað vinnuaðstöðuna af þannig að hægt sé að útiloka það sem fram fer á heimilinu. „Ég er með smá ann- exíu inn í garðinn hjá mér þannig að ég get skilið mig frá heimilislífinu ef ég vil.“ Vinnuaðstaða Ólafs er i gömlu reykhúsi í garðinum en inn- angengt er úr húsinu í það. „Það þarf að skilja sundur heimilislífió og vinnuaðstöðuna,11 segir Ólafur Haukur en viðurkennir að það hafi kannski ekki tekist alveg nógu vel hjá sér. Vinnuaðstaða Ólafs Hauks er mjög rúmgóð og hann segist einna ánægðastur með það. „Þó er hún smám saman að fyllast af dóti og ég veit að, að lokum verða þetta eins og göng í gegn,“ segir Ólafur Haukur og hlær. „Það er nú gangur lífsins að það sankast að manni meira og meira af einhverju sem maður tímir ekki að láta frá sér aftur eða hefur ekki hugrekki til að henda.“ Ólafur Haukur segist ekki vera sérstakur talsmaður þess að vinna inni á heimilinu. Honum finnst í raun eðlilegra að vinna annars stað- ar en heima og geta þá skilið vinn- una eftir þegar farið er heim. „Þetta helgast hjá mér sum part af heimil- isaðstæðum því ég hef verið með langveikt barn á heimilinu sem hef- ur nánast kallað á gjörgæslu." ■ Er svefn og heilsa á óskalistanum? Jóiayjöí hvcrri hcilsuclýnu REYKJ AVIK AKUREYRI Svefn & heilsa vd um

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.