Fréttablaðið - 05.11.2001, Síða 2

Fréttablaðið - 05.11.2001, Síða 2
5. til 11. nóvember 2001 ?______________________________Heimilisblaðið Straujárnið þykir mér allra tækja leiðinlegast „Ég býst við að mitt uppáhalds heimilistæki sé eldavélin á heim- ilinu. Við hjónin völdum hana úr mörgum fallegum gripum fyrir níu árum og hún hefur sannarlega staðið fyrir sínu,“ segir Guð- mundur Ólafsson leikari um það tæki heimilisins sem er í mestum metum hjá honum. Hann segist nota hana talsvert og það hafi æxlast þannig á sínum tíma að eldamennskan kemur ekki í síður í hans hlut en eiginkonunnar Olgu Guðrúnar Árnadóttur. „Ekki það að Olga læðist ekki í eldhúsið því það gerir hún ekki ósjaldan. Verkaskiptingin hjá okkur hefur einfaldlega orðið á þann veg að ég þarf oftar að nota eldavélina en hún. Ef þú spyrðir mig hins vegar hvað væri það heimilistæki sem mér þætti hvimleitt væri ég ekki í vafa um það. Straujárnið þykir mér allra tækja leiðinlegast en Olga forðar mér frá að þurfa nokkru sinni að handleika það því hún sér um að strauja það sem til fellur." Guðmundur segir eldamepnsk- una alls ekki leiðinlega. „Ég er sjaldnast lengi að sulla einhverju saman í kvöldmatinn en jóla- kalkúnninn sem ég sé um að elda fyrir hver jól þarfnast á hinn bóg- inn meiri yfirlegu. Ég undirbý Eldavélin er mér hins vegar að skapi. mig sérstaklega fyrir þá elda- mennsku með því að afstressa mig og vera í góðu formi þegar kemur að þessu mikilvæga verki. Kalkúnninn elda ég alltaf með sömu fyllingu og henni má ekki breyta því þá verða allir daprir á jólunum." Guðmundur segist ekki vera neinn snillingur í eldhúsinu en hafi þó gaman af að láta gamminn geisa annað slagið. Yfirleitt held ég að heimilisfólkið sé nokkuð GUÐMUNDUR ÓLAFSSON LEIKARI Við eldavélina sem þau Olga völdu saman fyrir nokkrum árum. ánægt með matinn þegar ég elda. Enginn hefur í það minnsta lagst í mótmælasvelti ennþá.“ ■ Notalegt að hafa kertaljós Fyrir kertaglaða er það eins og fyrir barn í sælgætisverslun að koma í Tiger á Laugaveginum. Þar er ótrúlegt úrval kerta af öll- um stærðum og gerðum. Kertin á myndinni eru þaðan en tíkin Birta sem sefur svona vært í keraljós- inu er hins vegar dekraður heimil- ishundur í Hafnarfirði. Fallegur baðfontur Hún hefur talið púltið í jgóðum höndum hjá okkur SIGRÚN BENEDIKTSDÓTTIR Skrifpúltið á sér langa sögu og var smíðað í Kaupmanna- höfn á nítjándu öld. Fonturinn með skálinni og könn- unni er úr kopar. Eigandinn hafði mikið fyrir því að koma hlutunum heim en stóðst ekki mátið eftir að hafa fundið þá í litlu þorpi í Þýskalandi. Eins og sjá má hefur það verið fyrir- hafnarinnar virði. ■ Notum það undir ýmislegt persónulegt Sigrún Benediktsdóttir lögfræð- ingur og eiginmaður hennar Ingólfur Friðjónsson fengu fyrir nokkrum árum að gjöf gamalt skatthol sem Sigrúnu þykir afar vænt um. „Ólöf Pálsdóttir mynd- höggvari og Sigurður Bjarnason fyrrum sendiherra eru miklir vinir tengdaforeldra minna. Ein- hverra hluta vegna hefur Ólöf talið að skattholið myndi vera í góðum höndum hjá mér og manni mínum og því gefið okkur það. Mér þykir sérstaklega vænt um það fyrir þær sakir að það er gamalt og hefur gengið manna á milli; oftast sem gjöf en ekki gengið kaupum og sölum. Ekki síður er skattholið fallegt og það fylgir því ákveðinn „karakter. Einkum hef ég ánægju af að eiga það í þessari „mammonsdýrkun" sem ríkir hér en ný húsgögn búa ekki yfir sögu og skortir því þennan „karakter." Sigrún segir að innan á hurð- inni séu rituð nöfn eiganda þess frá upphafi auk smiðsins sem smíðaði það á sínum tíma. „í skattholinu geymum við ýmislegt persónulegt sem okkur er annt um og viljum ekki að glatist. Sig- rún býst ekki við að þau Ingólfur láti gera það upp í bráð þó á því sjáist. „Þetta skrifpúlt er svo fal- legt eins og það er og á því má sjá að það hefur verið notað af eig- endum sínum. Við viljum því eiga það nákvæmlega eins og það er og leyfa því að njóta sín þannig. TILBOÐSDAGAR HANDKLÆÐAOFNAR HANDLAUGAR HITASTILLITÆKI HVÍTIR 0G KRÓMAÐIR IFÖ-IDO-SPHINX HUGER - MORA - GROHE Handl.tæki frá kr. 6.058 VATNSV9RKÍNN Bhf. Ármúla 21 - sími 533 2020 Hæð 76.5 -120 - 181 Breidd 50 og 60 cm Tilboð frá kr. 10.896 EINNARHANDATÆKI NEVE - FELIU- M0RA- GR0HE WC IFÖ-ID0 Baðkör frá kr. 10.973 Sturtubotnar frá kr. 4.385,- Stálvastkar frá kr. 4.777,- WC IFÖ án setu frá kr. 19.752,- WC setur frá kr. 1.527 til 7.563,- WC IDO Gólfstútur með setu Kr. 24.929 Sturtutæki frá kr. 9.206 Baðtæki frá kr. 10.510 Á vegg tilboð frá kr 4.446,- í borði tilboð frá kr: 8.359,- Einnig tilboó á öórum klefum og hreinlætis- tækjum. MARGIR KJARNAR Miklar breytingar hafa orðið á vinsældum bæjarhluta, því í stað eins, er nú um að ræða marga kjarna, sem allir eru jafn eftirsóttir. Hverfaskipting: Fleiri staðsetningar njóta vinsælda Ekki er um að ræða mikinn verð- mun á fasteignum, sem eingöngu má rekja til vinsælda eins hverf- is á höfuðborgarsvæðinu, um- fram aðrar staðsetningar. „Mikl- ar breytingar hafa orðið á þessu, að því leiti, að áður fyrr var ákveðið miðjusvæði, sem mark- aðist af vesturbæ, miðbæ, Laug- arásnum og út á Seltjarnarnes. Þessi bæjarhluti var mun vin- sælli og dýrari en aðrir hlutar höfuðborgarsvæðisins," segir Sverrir Sædal Kristjánsson hjá Fasteignamiðlun. „Nú er um að ræða marga nýja kjarna, sem all- ir eru jafneftirsóttir. Sem dæmi eru ákveðnar staðsetningar í Hólahverfi, Grafarvogi og Kópa- vogi, mjög vinsælar, þannig að ekki er lengur um að ræða eina ákveðna staðsetningu." Að sögn Sverris má segja, að byggðin sé að breytast að því leiti, að um fleiri miðsvæði, og af þeim sök- um, fleiri vinsæl hverfi sé að ræða en áður. Erfitt virðist að sjá fyrir um hvaða hverfi á höfuð- borgarsvæðinu, séu líkleg til vin- sælda, og má nefna Grafarholtið í því sambandi, en þær spár virð- ast ekki ætla að ganga eftir. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.