Fréttablaðið - 05.11.2001, Side 10
10
Heimilisblaðið
5. til 11. nóvember 2001
Líður ðlls staðar vel
innan veggja heimilisins
Bára Sigurjónsdóttir fyrrver-
andi kaupmaður keypti sér
stóra og fallega íbúð í miðbæ
Hafnarfjarðar þegar hún lét af
störfum. Þaðan hefur hún útsýni
I svefnherberginu
get ég slakað á og
horft á sjónvarp
yfir mannlífið, höfnina og síðan
og ekki síst til hamarsins og
bernskuheimila hennar tveggja.
„Ég er svo ánægð með heimili
mitt að mér líður vel hvar sem er
innan veggja þess. En ef ég ætti
að velja einhvern einn stað þar
sem ég slaka vel á þá er það ekki
spurning að í svefnherberginu líð-
ur mér best“ Hún segist hafa tek-
ið tvö herbergi undir svefnher-
bergið þegar hún breytti eftir að
hafa fest kaup á húsnæðinu. „Ég
vildi geta haft í herberginu sófa
þar sem ég gæti slakað á og horft
á sjónvarpið og ég halla mér líka
oft í hann til að lesa eða líta í blöð-
in. Eftir hádegi þykir mér ósköp
gott að leggja mig smá stund og
úr svefnherberginu get ég líka
gengið út á svalirnar sem eru
glerjaðar og því er þar aldei ann-
að en logn.“ Bára segist alltaf hafa
verið ákveðin í flytjast aftur til
Hafnarfjarðar þegar hún væri
hætt störfum. „Hér hef ég líka allt
við höndina; þarf ekki annað en
fara niður í lyftunni og þá er ég
komin þangað sem ég fæ alla
þjónustu. Ég kann alveg sérstak-
lega vel við mig hérna og hef ekki
haft meira að gera um ævina en
einmitt núna. Loksins er nægur
tími til að sinna fjölskyldunni og
vinunum og ráða sínum tíma sjálf-
ur.“ ■
Amerískar
lúxusdýnur
King - Queen size 20-30% afsl.
Alþjóðasamtök chiropractora
mæla með King Koil-
heilsudýnunum
Skiþholti 35 • Sími: 588-1955
Getum bætt við okkur verkefnum
í vetur, öll almenn málningarvinna
innanhúss, nýbyggingar og
eldra húsnæði,
tilboð eða tímavinna
UPPLÝSINCAR í SÍMA
8923618 OG 8629424
Föndurfólk
Hjá okkur fáið þið Fönudurmálinguna frá decoArt
Notaðu einfaldlega það besta
Við erum alltaf ódýrust
Koffortið
Strandgata 21, Hafnarfirði, sími 555 0220
Ef ég er ekki að
horfa á sjónvarpið
þá sit ég við
tölvuna mína
HEIMIR PÉTURSSON VIÐ
TÖLVUNA SÍNA
sem tekur öllu öðru fram í
hans eigu.
Stefni að því að
eignast brauðrist
Tölvan er þó það tæki sem er í mestu uppáhaldi
Heimir Már Pétursson stjórn-
málfræðingur og upplýsinga-
fulltrúi Flugmálastjórnar hefur
miklar mætur á tölvunni sinni
sem hann segist taka fram yfir öll
önnur tæki á heimilinu, nema ef
vera skyldi sjónvarpið. Ég er
mjög heimakær og ef ég er ekki
að horfa á sjónvarpið þá sit ég við
tölvuna mína. Ég keypti hana fyr-
ir tveimur árum en fram að því
var ég tengdur við umheiminn í
vinnunni. Mest nota ég hana við
skriftir en ég hef gaman af að
semja ljóð og sögur." Heimir seg-
ir að út hafa komið eftir sig þrjár
ljóðaþækur og eitt ljóðablað en
ekki hafi hann ennþá ráðist í
skáldsögu. „Það finnst þó ýmis-
legt
í tölvunni sem ég hef unnið að í
gegnum tíðina og aldrei að vita
hvað verður."
Þegar Heimir situr ekki við
tölvuna freistar sjónvarpið. „Ég
er mikill sjónvarpsfíkill og hef
mest gaman af sakamálaþáttum
og sögulegum krimmum frá tíma-
bili síðari heimstyrjaldar en það
var mitt áhugasvið i stjórnmál-
fræðinni. Þess á milli horfi ég á
bíómyndir og fer minnst annan
hvern dag á videóleiguna eftir
mynd.“ Hann segist helst ekki
láta fréttir fram frá sér fara enda
gamall í hettunni og vann sjálfur
við að miðla landsmönnum frétt-
um á sínum tíma. Ég varla búinn
að opna augun þegar ég kveiki á
sjónvarpinu á morgnana og þess á
milli hlusta ég á Rás 1 í útvarp-
inu. Eldhúsið nota ég minnst af
öllu og þangað kem ég ekki inn
nema eiga brýnt erindi. Annars
stefni ég að því að eignast
brauðrist; ég held að þægilegt sé
að rista brauð á morgnana. En ég
hef ekki enn látið verða af því að
fara í verslun til þess. Mér leiðist
nefnilega fátt meira en verslanir
og vísast hef ég sparað vel í gegn-
um tíðina með að nenna ekki í
búð.“ ■
Skálar eru til
ýmissa hluta
nothæfar
Þessar liltu kellur eða dömur
virðast vera glaðar í bragði í
skálinni. Skemmtilegt er að nota
sætar skálar undir einhverja aðra
hluti en mat og það kemur ekki
síður vel út að raða saman dúkk-
um í skál eins og hverju öðru sem
mönnum gæti hugnast.. ■
ÞEIM LÍÐUR ÓSKÖP VEL ÞARNA f
SKÁLINNI ÞESSUM DÖMUM