Fréttablaðið - 05.11.2001, Síða 12
12
Heimilisblaðið
5, til 11. nóvember 2001
Afturhvarf
til fyrri tíma
Þeir sem muna aftur til sjöunda og
áttunda áratugarins sjá fyrir sér
sófasettin á þeim árum. Þennan
sófa má hins vegar fá í Ikea þessa
dagana. Það má segja að á nýrri
öld gæti nokkurs afturhvarfs til
fyrri tíma. Húsgögn eru stílhrein
og einföld og unga fólkið keppist
við að eignast húsgögn einfaldleik-
ans enda „naumhyggjan" sem
gildir. ■
AFTUR TIL FORTÍÐAR
Creinilega gætir afturhvarfs til
fyrri tíma á nýrri öld
Betra er að selja
snyrtilegar eignir
„Eignin verður að virka vel á kaup-
andann, þegar fyrst er komið að
henni, það er fyrsta snerting hans
við húsið,“ segir Sverrir Sædal
Kristjánsson, fasteignasali. Það
sem oft borgar sig að gera áður en
að fasteign er seld, er því að halda
húsunum snyrtilegum og hafa for-
stétt, útihurð og forstofu í lagi.
Sprungin stétt, flögnuð útihurð og
skítugt forstofuteppi hefur ekki
góð áhrif á kaupandann. „Það sem,
þó, hefur mest að segja, þegar ver-
ið er að sýna hús til sölu, er and-
rúmsloftið. Eignin þarf að vera
hrein og henni vel við haldið," seg-
ir Sverrir. Sérstaklega þurfa þeir
sem eru að byggja að hafa þetta í
huga, því það gerist ansi oft við
þær aðstæður, að gamla eignin er
vanrækt, sem sé slæmt þegar hún
er seld. „Þeir sem sýna hana verða
einnig að sýna sölumennsku. Taka
verður vel á móti þeim, sem koma
að skoða og, án þess að vera með of
mikla ýtni, vekja athygli á kostum
og bjóða vöruna rétt fram,“ segir
Sverrir. ■
tr.
Skemmtilegir
kertastjakar
Þessir litlu kertastjakar eru fáan-
legir í Ikea. Eigandi þeirra gyllti
hluta þeirra til að sjá hvernig það
kæmi út en mjög auðvelt er að
úða eða mála leirinn. Best er að
kaupa efnið í föndurbúð og fá rá-
leggingar um hvað henti hverju
sinni. ■
Uppþvottavélin vinnur
á meðan ég les góða bók
„Síst af öllu vildi ég vera án upp-
þvottavélarinnar á heimilinu. Hún
hefur ekki aðeins þann kost að
vinna það verk sem ég annars
þyrfti að eyða tíma í og á meðan
get ég lesið góða bók,“ segir Þor-
steinn Hilmarsson upplýsingafull-
trúi Landsvirkjunnar. Hann segir
að eftir að þau hjón hafi komið
heim úr námi hafi þeim hjónum
áskotnast auka peningar í ein-
hverri uppgripsvinnu og ákveðið
að verja þeim í uppþvottavél.
„Það kom nú líklega af því að í
íbúðinni sem við bjuggum í var
gert ráð fyrir vél og það fór í
taugarnar á okkur að hafa autt gat
þar sem hún átti að vera. Þeim
peningum var vel varið og ég hef
aldrei séð eftir þeim kaupum.
„Mér finnst uppþvottvavélin vera
einn sá mesti þarfagripur sem ég
hef eignast og hefur þann kost að
ég get gert eitthvað skemmtilegt
á meðan hún vinnur."
Hann segir þau hjón skiptast
á að setja í vélina og sú regla
hafi skapast að sá sem eldar get-
ur sest niður eftir matinn og
þarf ekki að ganga frá. „Það eru
engin lög en líklega óskráðar
reglur sem ég held að gildi víða
á heimilum. Síðan er hægt að
setjast niður í rólegheitum að
drekka kaffið. Ég hef hins vegar
heyrt marga tala um að upp-
þvottavélin hafi komið í veg fyr-
ir góða stund sem hjón áttu yfir
uppvaskinu á meðan annað þvoði
Þorsteinn Hilmarsson
segist ekki geta án
vélarinnar verið.
og hitt þurrkaði. Ég kann betur
við að eiga þá stund yfir kaffi-
bollanum þegar allt er orðið fínt
í eldhúsinu." ■
ÞORSTEINN VIÐ
UPPÞVOTTAVÉLINA
Hann og konan skiptast á að setja í vélina,
en það þeirra sem eldar þarf ekki að
ganga frá í eldhúsinu.
Fasteignaþjónustan
552-6600
Lovísa Kristjánsdoútir, lögglltur fasteignasali
Fastexgn.ai?;ónustaa Skúiagótu 30 101 Reykjavik Sisai 5526600
ÍBÚÐARHÚSNÆÐI
Birkigrund - Kóp
Gott raðhús, kjallari og 2 hæðir ásamt innréttuðu rými í risi.
7 herb. 205,2 fm, auk 26,6 fm bílskúr. Suðurgarður, hellu-
lögð verönd. Verð 23,0 millj.
Vesturbær - LAUST
Vandað 6 herb raðhús á 3 hæðum 230,7 fm auk 26,0 fm
innb bílskúrs. Suðurgarður. Sólpallur. Verð 27,9 millj.
Miðtún
Gott sérbýli, hæð og kjallari 134 fm auk 25 fm bílskúrs. Á
hæðinni eru saml. stofur, 2 herb, snyrting og eldhús. Ný
gólfefni. í kjallara eru 2 herb, baðherb., þv.hús og geymslur.
Verð 15,3 millj.
Hraunbær
Mjög rúmgóð 4 herb 128,7 fm íbúð á 3 hæð (efstu) í fjölbýli.
Nýstandsett baðherb. Stórt eldhús. Þv.hús og búr. Tvennar
svalir. Útsýni. Hús klætt utan að mestu. Verð 13,5 millj.
Kleppsvegur - LAUS
Snyrtileg 4ra herb kjallaraíbúð 102,2 fm. Góðar innréttingar.
Flísalagt baðherb. Góð sameign. Verð 9,5 millj.
Austurberg - LAUS
Endaíbúð 4ra herb 102,9 fm á jarðhæð í litlu fjölbýli. Þarfn-
ast standsetn. Verönd og lítill sér garður. Verð 10,5 millj.
Súluhólar
Björt og falleg 4 herb. 101,2 fm íbúð á 3 hæð (efstu) í litlu
fjölbýli auk 21,9 fm bilskúrs. Fallegar innréttingar. Parkett
og dúkur á gólfum. Nýstandsett flísalagt bað. Stórar vestur-
svalir. Fallegt útsýni. Verð 11,9 millj.
Austurberg
Ágætlega skipulögð 4ra herb 90,3 fm íbúð á 4 hæð (efstu) í
blokk. Rúmgóð stofa. Þv.hús og búr inn af eldhúsi. Parkett
og flísar á gólfum. Góð sameign. Verð 10,5 millj.
Blikahólar
Vel skipulögð 3ja herb 89 fm íbúð á 4 hæð í lyftublokk.
Parkett og flísar á gólfum, rúmgott eldhús. Norður svalir.
Mikið útsýni. Verð 10,3 millj.
Hátún
Falleg, mikið endurnýjuð 88,3 fm íbúð á 8 hæð í lyftublokk.
Suður svalir. Mikið útsýni. Verð 11,5 millj.
Hólavallagata
Rúmgóð, mikið endurnýjuð 3ja herb 88,2 fm kjallaraíbúð.
Sér inngangur. Nýl. eldhús, nýtt bað. Sér sól- & grillpallur.
Frábær staðsetning í grónu hverfi.
Skipasund
Mjög björt og snyrtileg mikið endurnýjuð 3ja herb lítið nið-
urgrafin 81,0 fm kjallaraíbúð í tvíbýli. Sér hiti. Stór garður.
Góð eign á góöum stað. Verð 9,9 millj.
Fífusel
Rúmgóð mikið endurnýjuð 3ja herb 87,2 fm íbúð á jarð-
hæð. Ný gólfefni, parkett og flísar. Verð 10,2 millj.
Langholtsvegur
Góð 4ra herb 78,2 fm miðhæð í þríbýii. Gott baðherb. nýjar
flísar. Ný raflögn. Hús nýlega viðgert að utan. 15 fm
geymsluskúr á lóð. Verð 10,5 millj.
Hverfisgata
Góð 2ja herb 60 fm íbúð á 1 hæð í snyrtilegu bakhúsi. Sér
inngangur og hiti. Parkett og flísar á gólfum. Nýl. eldhús.
Verð 7,8 millj.
Austurbrún
Einstaklingsibúð, 47,6 fm í lyftublokk. Tvær lyftur. Snyrtileg
sameign. Húsvörður.
Skeggjagata
Snyrtileg 2ja herb 46,4 fm íbúð í kjallara í þribýli.
Langholtsvegur
Ósamþykkt 40 fm kjallaraíbúð. Sameiginlegur inngangur.
Stakt eldhús. Tvö samliggjandi herb. Nýl. flísar á gólfum.
Verð 3,2 millj.
ATVINNUHÚSNÆÐI
Álfabakki - Mjódd
Leiga - Glæsileg skrifstofuhæð 286 fm. Fullkomnar töivu-
lagnir.
Álfabakki - Mjódd
Leiga - Mjög gott lager/geymslurými 353,7 fm. Mikil loft-
hæð. Góð aðkoma. Innkeyrsludyr.
Laugavegur
Leiga - Neðarlega við Laugaveg skrifstofuhæð 256 fm.
Hægt að leigja í tvennu lagi, 88 fm og 168 fm.
Skútuvogur
Sala - Leiga. Mjög gott lager og skrifst.húsn. á tveimur
hæðum alls 440 fm. Hægt að skipta upp. Innkeyrsludyr.
Góð lofthæð.
Skúlagata
Sala - Leiga. Skrifstofuhæð á góðum stað 225 fm. Leiga að
hluta kemur til greina.
Hamraborg
Sala - Góð skrifstofuhæð 268 fm.
Hamraborg
Sala - Gott verslunarpláss 168 fm. Einnig 17 fm verslunar-
pláss á sama stað.
Bakkabraut
Sala - Atvinnuhúsnæði I góðu standi, sem skiptist í 3 ein-
ingar samt um 2.450 fm. Vinnslusalur, skrifst. kæligeymslur.
Mikil lofthæð. Háar innkeyrsludyr. Umhverfi og lóð til fyrir-
myndar.
Konan er fljót
framúr þegar
hún flnnur ilminn
Sigurður Rúnar Jónsson hljóm-
listarmaður er mikill kaffimaður
og á þrjár kaffikönnur sem hann
notar til skiptis. „Gamla þrýsti-
kannan mín stendur alltaf fyrir
sínu þrátt fyrir að vera komin til
ára sinna og það sé brotinn af
henni stúturinn. Tvær á ég þó aðr-
ar sem ég nota við sérstök tilefni
en það er ein sem alltaf fer með
mér í Veiðivötn og er algjörlega
ómissandi þar. Hún þarf gas til að
vinna sitt verk og sopinn úr henni
er kærkominn enda ítölsk gæða-
framleiðsla." Sigurður segist nota
þá þriðju á sunnudögum og við há-
tíðleg tækifæri. Hún er ættuð frá
Þýskalandi og er stungið í sam-
band við rafmagn. Hún lagar bara
tvo bolla í einu og er því prýðileg
á sunnudögum þegar maður hefur
tíma til að slaka vel á.“
Kaffið segist hann drekka
svart og sykurlaust og gjarnan
vilja hafa það sterkt eins og al-
vöru kaffimanni sæmir. „Ég laga
alltaf fyrstu könnuna á morgnana
og dreg konuna þannig framúr.
Hún er fljót þegar hún finnur ilm-
inn. Þess á milli setur hún í könnu
og er ekki minni kaffimanneskja
en ég.“ Hann segir að gestir fái
kaffi úr gömlu þrýstikönnunni því
ómögulegt sé að standa í að laga
tvo bolla í einu þegar mikið sé
spjallað. ■
Áþrjár
kaffikönnur sem
hann notar til skiptis.