Fréttablaðið - 05.11.2001, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 05.11.2001, Qupperneq 14
14 5. til 11. nóvember 2001 EINAR OC ÓLÖF MEÐ BÖRNUM SfNUM. „Þennan skáp keyptum við einhvern tíma þegar við þurftum meira geymslupláss fyrir það sem safnast hafði að okkur með tímanum eins og gengur. Það var ein- göngu notagildið sem réði þeim kaupum en ekki eitthvað annað. Það samræmist ekki okkar lífsskoðun að leggja of mikla áherslu á að eignast alla skapaða hluti og teljum að hægt sé að fylgja meðalhraða í þessu kapphlaupi." Rauði þráðurkm er samvera fjölskyldunnar Við Löngufit í Garðabæ búa hjónin Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og Ólöf Sigurðar- dóttir kennari ásamt þremur börnum sínum. Á heimilinu býr einnig Sigurður Ólafsson fyrrver- andi bifreiðastjóri, faðir Ólafar. Hann byggði húsið fyrir tæpum fjörutíu árum og þar ólst Ólöf upp. Eftir að hún kynntist Einari héldu þau til náms í Noregi og bjuggu þar í nokkur ár. Þegar heim var komið vantaði þau hús- næði með tvö börn sín og þar sem Sigurður hafði misst konu sína bjó hann einn í Löngufit. Það lá því beinast við að þar fengi fjölskyld- an húsaskjól í byrjun. Síðan eru liðin tíu ár og enn búa þau í sátt og samlyndi kynslóðirnar þjár. „Fljótlega eftir að við komum heim varð ljóst að þetta fyrir- komulag gekk vel og við vorum öll meira en sátt við það. Þegar þriðja barnið fæddist var þörf á að stæk- ka við sig og í stað þess að við færum, byggðum við lítillega við húsið,“ segir Einar og Ólöf bætir við að hún finni verulega fyrir breytingunni sem verði þegar börnin eldist. „Þá þurfa þau meira rými og nú er svo komið að við lnnil verðum að stækka við okkur. Ég hef reyndar alltaf haldið því fram að það sem börn þarfnist sé ekki að hafa stórt umleikis heldur nægt hjartarými en ég held að ég hafi skipt um skoðun. Þau þurfa líka að hafa nægt svigrúm heima hjá sér ef öllum á að líða vel,“ segir hún. Þau sóttu því um lóð í nýja Ása- hverfinu í Garðabæ og hófu að byggja nýtt hús núna í sumar. Húsið ætla þau að byggja með þarfir stórfjölskyldunnar í huga. Þau eru sammála um að kostir þess að vera í sambýli með Sigurði séu mun fleiri en hitt og þeim öll- um í hag. „Börnin koma sjaldnast heim að tómum kofanum og það hefur gefið þeim aðra sýn á lífið og þroskað þau á annan hátt en ella. Faðir minn hefur jafnframt kunnað því vel að hafa félagsskap barnabarna sinna,“ segir Ólöf. Heimili þeirra Ólafar og Ein- ars er látlaust. Þau eru ekki að velta mikið fyrir sé veraldlegum gæðum en setja börnin og þarfir fjölskyldunnar í forgang. „Það samræmist ekki okkar lífsskoðun að leggja of mikla áherslu á að eignast alla skapaða hluti og telj- um að hægt sé að fylgja meðal- hraða í þessu kapphlaupi. Ekki síður er mikilvægt að gera sér grein fyrir að við sjálf getum stýrt ferðinni. Rauði þráðurinn er samvera fjölskyldunnar og við forðumst að vera alltaf að skipu- leggja tímann um of,“ segir Einar og Olöf tekur undir þau orð. Hún segir jafnframt að tíminn með börnunum gefi þeim hjónum ekki síður ánægju og þau njóti þess að gera hlutina saman. „Skemmtileg- ast af öllu finnst okkur að fara í útilegur og í sumarbústaðinn. Það er þroskandi fyrir krakkana og þau læra að hafa ofan af fyrir sér og láta ekki mata sig. Við höfum líka lagt áherslu á að fylgja þeim á íþróttaæfingar og styðja við bakið á þeim. Stundum borðum við snemma og förum í sund og erum ekki endilega að velta fyrir okkur að setjast nákvæmlega klukkan sjö að borðum.“ Þau eru sammála um að það sé ekki fórn að eyða tíma með börnunum, þau fái ekki síður ánægju og gleði út úr þeirri samveru. Einar hefur verið í fríi á Veður- stofunni til að gegna starfi aðstoð- armanns umhverfisráðherra. Hann er auk þess í bæjarstjórn Garðarbæjar og hefur í nægu að snúast. Nú bætist vinnan við hús- bygginguna við. “Já, við reynum að vinna saman að þessu. Tengda- faðir minn er fullur áhuga og svo er um að gera að fá krakkana í lið með sér og hafa gaman af þessu í stað þess að vera að velta því fyrir sér hve mikil vinna þetta sé.“ seg- Ekki fórn að eyða tímanum með börnunum ir hann og Ólöf bætir við að krakk- arnir séu ekki síður spenntir. í ár er yngsta barn þeirra hjóna að byrja í skóla og fjöl- skyldan fer öll út úr húsi fyrir átta á morgnana. Einar segist hafa áttað sig á því þessa fyrstu morgna síðan skólinn hófst hvað gaman væri að sitja saman við morgunverðarborðið áður en hver héldi til sinna verka. „Ég vann alltaf á vöktum hjá Veðurstofunni og strákarnir tveir voru að fara á misjöfnum tíma í skólann. En það kann að vera að allir séu svona ferskir rétt í byrjun skólaárs og síðan breytist þetta. En engu að síður er skemmtilegt að reyna að eiga góða stund saman yfir morg- unverðarborðinu áður en hver heldur til sinna starfa." ■ í eldhúsið og þvottahúsið Kæli- og frystiskápar, frystikistur Allt frá brauðristum til blásturofna TURBO Háfar og eldhúsviftur NILFISK Heimilisryksugur - Hreint loft fyrir alla «► # «► Fyrsta flokks vörur Verið velkomin Næg bílastæði ^onix RAFTÆKI HÁTÚNI 6A S: 552 4420 HLUTI FJOLSKYLDUNNAR VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ HEIMA í LONGUFIT. ,Ég var lengi þeirrar skoðunar að ef hjartarýmið væri nægt þá skipti herbergjafjöldinn ekki máli. Ég hef skipt um skoðun því reynslan hefur sýnt að eftir því sem börnin stækka þurfa þau meira rými. Við hlökkum því sannarlega til að flytja í nýtt hús."

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.