Fréttablaðið - 15.04.2002, Side 1

Fréttablaðið - 15.04.2002, Side 1
bls 1 TÓNLIST Ur rokkinu í klassíkina HÚSNÆÐISMAL Ekki verið að rétta okkur gjöf bls 6 LIFEYRISSJOÐUR Gagnrýnir tap Einingar bls 4 FRETTABLAÐIÐ 1 71. tölublað - 2. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Mánudagurinn 15. apríl 2002 MANUDAGUR NATÓ fundir NATO Halldór Ás- grímsson, utanrík- isráðherra, gerir grein fyrir vor- fundum utanríkis- ráðherra Atlants- hafsbandalagsins og samstarfsríkja þess á blaðamannafundi í utanríkis- ráðuneytinu í dag. Fundirnir verða haldnir í Reykjavík 14. og 15. maí næstkomandi. Er rauða strikið í hættu? vísitala Hagstofa íslands gefur út verðbólguvísitöluna í dag miðað við • aprílbyrjun. Skýrist þá hvort þjóð- in færist nær því eða fjær að rauða strikið haldi í maí og hvort aðgerð- ir til að draga úr verðbólgu undan- farin misseri eru að skiia sér. ÍVEÐRIÐ f DAGl REYKJAVÍK Austan 8-13 m/s seint í nótt á morgun og dálítil rigníng eða súld öðru hverju. Hægt hiýnandi veður. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður Q 5-10 Slydda Qo Akureyri (J8-13 Skýjað Q5 Egilsstaðir Ö 10-15 Rigning Q5 Vestmannaeyjar 8-15 Rigning Q4 Norrænt lýðræði rætt ráðstefna Tveggja daga þemaráð- stefna Norðurlandaráðs hefst í dag. 350 manns sækja hana, meðal ann- ars þingmenn Norðurlandanna, Eystrasaltsríkja og fulltrúar Rúss- lands. Yfirskrift ráðstefnunnar er Norrænt lýðræði 2020. Fernuflug uerðlaun í dag klukkan 14.00 fer fram verðlaunaafhending vegna Fernuflugs, örsagna- og ljóðasam- keppni Mjólkursamsölunnar. Efnt var til keppninnar á meðal ungl- inga og bárust alls 1.200 textar. Guðlaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, og frú Vigdís Finnbogadóttir, formaður dóm- nefndar og sérstakur verndari keppninnar, afhenda verðlaunin og viðurkenningar. jKVÖLPIÐ í KVÖLD Tónlist 16 Bíó 14 Leikhús 16 íþróttir 12 Myndlist 16 Sjónvarp 20 Skemmtanir 16 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ 61,9% Hvaða blöð lesa 25 til 39 ára íbúar höfuð- borgarsvæð- inu á virkum dögum? Meðallestur 25 til 39 ára á virkum dögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá mars 2002 70.000 eintök 65% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÖLKS A ALDRINUM 12 TIL 80 ARA A HÖFUÐBORGARSVÆÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I MARS 2002. Fimm sprautufíklar hafa látist áárinu Tveir létust sama daginn. Fengu töflur úr sömu átt. Sá þriðji veiktist um leið en lést nokkrum vikum síðar. Lögreglan rannsakar málin í hvert sínu lagi. oauðsföll Að minnsta kosti fimm íslenskir sprautufíklar hafa látist frá áramótum, þrír karlar og __+ tvær konur. Fjórir voru á þrítugs- aldri, einn á fimmtugsaldri. Tveir þeirra létust 14. janúar. Sam- kvæmt upplýsing- um Fréttaþlaðsins höfðu þeir fengið Kom upp ótti meðal sprautu- fíkla á höfuð- borgarsvæðinu um að óhreint efni, eða efni sem búið væri að spilla, væri í kontagen-töflur til umferð. Sprauta sig með frá öðrum fíkli fyrr um daginn. Þriðji maðurinn er sagður hafa fengið efni úr sömu átt um svipað leyti og mennirnir tveir. Hann veiktist þá heiftarlega og var lagður á sjúkrahús um tíma vegna eitrun- ar. Hann hafði verið útskrifaður og var erlendis þegar hann lést í mars. Konurnar tvær létust með 10 daga millibili í mars og apríl. Eins og við á um öll dauðsföll, sem verða utan sjúkrastofnana, hefur lögregla efnt til rannsókna á dauðsföllum fimmmenning- anna en ekki tengt saman dauðs- föllin tvö, sem urðu sama dag, enda voru mennirnir staddir hvor í sínu lögsagnarumdæminu á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir létust. Lögreglan í Kópavogi hefur rannsakað annað málið en lögreglan í Reykjavík hitt og hef- ur ekki verið unnið að rannsókn- inni eins og um eitt mál væri að ræða. í kjölfar dauðsfallanna tveggja og frétta um veikindi annarra fíkla um sama leyti, kom upp ótti meðal sprautufíkla á höf- uðborgarsvæðinu um að óhreint efni, eða efni sem búið væri að spilla, væri í umferð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er þó flest talið benda til að morfín- efni, sem kemst á markaðinn hér- lendis, sé nær eingöngu fengið út á lyfseðla frá læknum. Heróín er óþekkt að kalla á markaði hér. Kontagen-töflur eru eftirsóttast- ar meðal fíklanna. Þeir mylja töflurnar, leysa þær upp og sprauta sig með morfínupplausn- inni. Algengt er að virkur fíkill, sem er langt genginn í neyslu sinni og hefur myndað mikið þol gegn efninu, noti 4-6 kontagen- töflur á dag. Tvær töflur eru lífs- hættulegar venjulegum manni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu á fimmtudag eru dæmi um að fík- ill hafi fengið 920 morfíntöflur frá lækni á 95 dögum, eða um 9,6 töflur á dag. Það sem hann notaði ekki sjálfur seldi hann öðrum fíklum á um 2.000 kr. hverja töflu. petur@frettabladid.is SNJÓR í BLÁFJÖLLUM Það var margt um manninn og líf og fjör í brekkum Bláfjalla um miðjan dag í gær. Ef marka má veðurhorfurnar eru allar líkur á að síðustu skíðahelgi vetrarins hafi verið að Ijúka í gær. Vorið að koma með vætutíð: Síðasti snjórinn í Bláíjöllum veðurfar Allar líkur eru á að síð- asta skíðafæri vetrarins í Bláfjöll- um hafi verið nú um helgina. Hjá Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að vætusamt yrði næstu daga sunnanlands og nokk- uð hlýtt, hiti víða milli 5 og 11 stig. Hrafn Guðmundsson, veðurfræð- ingur hjá Veðurstofu íslands, tel- ur að í stað þess að vonast eftir frekara skíðafæri geti fólk nú frekar farið að huga að því að taka vetrardekkin undan bílum sínum. „Samkvæmt spánni held ég að lít- ið verði um snjó á landinu næstu daga. Það hlánar austantil á land- inu en það verður kannski minni úrkoma og kannski einhver snjór áfram á jörðu vestanlands eitt- hvað lengur,“ sagði hann en taldi hæpið að hægt yrði að skíða mikið meira í Bláfjöllum. „Það gæti hlánað svolítið í nótt og á morgun. Spurningin er hversu mikið og hvað verður þá eftir af snjó eftir morgundaginn. Það lítur alla vega ekki vel út fyrir skíðafólk því það verður rigning hér suðvestantil og hætta á að skíðafæri verði ekki sérlega skemmtilegt." ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.