Fréttablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ
KIÖRKASSINN
15. apríl 2002 MÁNUDAGUR
Landsmenn eru greini-
lega á því að ferðast
um landið sitt í sumar.
Mikill meirihluti svar-
enda hyggst ferðast
innanlands í sumar.
Ætlarðu að ferðast innan-
lands í sumar?
Niðurstöður gærdagsins
á www.visir.is
Spurning dagsins í dag:
Er rétt af hljómplötuútgefendum að rit-
verja geisladiska sína?
Farðu inn á vfsi.is og segðu
þína skoðun
XANANA GUSMAO
Sat árum saman í fangelsi en verður fyrsti
forseti Austur-Tímors.
Forseti kosinn á
Austur-Tímor:
Gusmao tal-
inn öruggur
AUSTUR-TÍMOR Næsta öruggt var
talið að frelsishetjan Xanana
Gusmao bæri sigur úr býtum í
forsetakosningunum á Austur-
Tímor, sem haldnar voru í gær.
Hinn frambjóðandinn, Francisco
Xavier de Armaral, var talinn
eiga litla möguleika.
Kosningaþátttakan var rúm-
lega 86 prósent. Kosningarnar
fóru friðsamlega fram.
Sameinuðu þjóðirnar hafa far-
ið með bráðabirgðastjórn á Aust-
ur-Tímor frá því 1999. Sú bráða-
birgðastjórn lætur af völdum 20.
maí næstkomandi. Sama dag tek-
ur nýi forsetinn við embætti. ■
—-♦—
Kosningar í Reykjavík:
Baráttan
formlega
hafin
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR Formleg
kosningabarátta í Reykjavík er
hafin. Sjálfstæðismenn opnuðu
kosningamiðstöð í Skaftahlíð á
laugardag. Reykjavíkurlistinn
opnaði svo sína miðstöð í Grjóta-
þorpinu í gær. Við opnun kosn-
ingamiðstöðvar Sjálfstæðis-
flokksins var kynnt skoðanakönn-
un sem Gallup gerði fyrir flokk-
inn. Þar kemur fram að dregur
saman með fylkingunum. Við opn-
un kosningamiðstöðvar Reykja-
víkurlistans var tilkynnt að
stefnuskrá framboðsins verði
kynnt á Sumardaginn fyrsta. ■
Ilögreglufréttir
Skemmdarverk voru unnin á
Lundarskóla á Akureyri aðfar-
anótt sunnudags. Átta rúður voru
brotnar í skólanum og er tjónið
mikið að sögn lögreglunnar á Ak-
ureyri. Ekki er vitað hver eða
hverjir voru að verki, en lögregla
var vongóð um að það myndi
koma í ljós á næstu dögum, því
venju samkvæmt eru gerendur
slíkra verka gjarnir á að grobba
sig af þeim.
Deila ráðuneytis við heimilislækna:
Agreiningur um stofurekstur
heilbrigðismál Heilsugæslulækn-
ar eru farnir að segja upp. Rætur
uppsagnanna má rekja til þess að
heilbrigðisráðuneytið gaf út
reglugerð sem afnam greiðslur
til heimilislækna fyrir tiltekin
vottorð. „Það var kornið sem
fyllti mælinn,“ segir Þórir B.
Kolbeinsson, formaður Félags
heimilislækna. Hann segir að
mikilvægt sé að þeir sem sagt
hafa upp hafi kost á að nýta
áfram sérþekkingu sína. Hann
leggur á það áherslu að heimilis-
læknar séu sérfræðistétt, en búi
ekki við sömu skilyrði og aðrir
sérfræðingar. „Við erum eina
stétt sérfræðinga sem er skyldug
til að vinna hjá heilbrigðisstofn-
unum. Aðrir sérfræðingar geta
valið milli sjúkrahússtarfa og
stofurekstrar.“
Jón Kristjánsson, heilbrigðis-
ráðherra, segir að málefni heilsu-
gæslulækna séu til skoðunar í
ráðuneytinu. „Ég hef viljað skoða
möguleika á að bjóða út þætti í
starfi heilsugæslulækna." Þetta
telur Þórir ganga of skammt. Jón
segir hins vegar að stofurekstur
heimilislækna sé kúvending í
heilbrigðisþjónustu. „Aðalatriðið
er að slík þjónusta sé aðgengileg
öllum á sama verði.“ ■
VILL EKKI STOFUREKSTUR
Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra segist
vera til viðtals um að bjóða út heimilis-
lækningar. Það sé hins vegar kúvending I
heilbrigðisþjónustu að leyfa stofurekstur
líkt og tíðkast hjá öðrum sérfræðingum.
Rifta samningi
við SkjáEinn
Norðurljós ætla ekki að endurvarpa dagskrá SkjásEins í dreifikerfi sínu.
Hafa rift samningum þar sem ekki hefur verið staðið við greiðslur.
fyrirtæki Norðurljós hafa rift
samningi við íslenska sjónvarps-
félagið um endurvarp á dagskrá
SkjásEins. „Við riftum samningn-
um. Þeir borga
4 aldrei,“ sagði Sig-
I því felast af- urður G. Guðjóns-
notafl8 son, forstjóri
sendum Norð- Norðurljósa.
urljósa og loft- Sigurður sagði
netum. að Norðurljós hafi
---4~ ,< byggt upp ör-
bylgjukerfi undan-
farinn áratug fyrir um 200 millj-
ónir króna. SkjárEinn hefur feng-
ið aðgang að þessu kerfi til að
dreifa sinni sjónvarpsdagskrá
samkvæmt samningi við Norður-
ljós. í því felast afnot af 18 send-
um Norðurljósa og loftnetum.
Sigurður sagði að SkjárEinn
hefði ekki borgað fyrir þessi afnot
síðan í apríl á síðasta ári. Samn-
ingnum sé rift sökum vanefnda.
Ef SkjárEinn vilji halda áfram út-
sendingum sínum í örbylgjukerf-
inu verði að semja upp á nýtt.
„Menn verða annaðhvort að
byggja upp kerfi eða fara yfir á
kerfið okkar," segir Sigurður.
Gunnar Jóhann Birgisson,
stjórnarformaður íslenska sjón-
varpsfélagsins, sagði dagskrá
SkjásEins dreift með ýmsum leið-
um. Örbylgjusendingar væru ein
af þeim. „Við erum einnig á breið-
bandinu," sagði Gunnar. Auk þess
sendi stöðin á hefðbundinni tfðni
þar sem það næst.
SkjárEinn hefur notað sendi
Skjávarps á Akureyri til að endur-
varpa dagskrá sinni. Óskað hefur
verið eftir að félagið verði tekið
GUNNAR J. SIGURÐUR G.
BIRGISSON GUÐJÓNSSON
Höfum aðrar leiðir. Þeir borga ekki.
til gjaldþrotaskipta. Ef það verður
gert leggjast útsendingar Skjás
Eins á landsbyggðinni af.
NORÐURLJÓS
SkjárEinn þarf að hugsa dreifingu stöðvar-
innar upp á nýtt eftir að Norðurljós sögðu
upp samningi við þá.
Norðurljós hefur verið úthlut-
að 16 örbylgjurásum til að senda
sína dagskrá út. SkjárEinn ræður
yfir einni. Til að nota þessar rásir
þarf sérstakan búnað sem endur-
varpar sjónvarpsdagskrá inn á
heimilin. Þessum búnaði ræður
SkjárEinn ekki yfir.
bjorgvin@frettabladid.is
Fundur Powells og Arafats í gær:
,,Skiptust á hugmyndum"
mið-austurlönd Colin Powell sagði
fund sinn með Jasser Arafat í
gærmorgun hafa verið „gagnleg-
an og uppbyggilegan". Þeir rædd-
ust við í þrjár klukkustundir í
húsakynnum Arafats í Ramallah,
þar sem hann hefur verið einangr-
aður í herkví undanfarnar vikur.
Arafat kom ekki fram til að
spjalla við fréttamenn að fundin-
um loknum. Engin sameiginleg
yfirlýsing var heldur gefin út.
Powell sagði að þeir hefðu „skipst
á ýmsum hugmyndum og rætt
hvernig við gætum þokast
áfrarn".
Síðar í gær hélt Powell á fund
með Ariel Sharon, forsætisráð-
herra ísraels, og skýrði honum
frá því sem þeim Arafat fór á
milli. Ariel Sharon hefur ekki far-
ið dult með þá skoðun sína, að
ekkert samkomulag geti orðið
meðan Jasser Arafat er leiðtogi
Palestínumanna.
Saeb Erekat, samningafulltrúi
Palestínumanna, sagði að þeir
Powell og Arafat myndu hittast
aftur á þriðjudaginn.
Powell ætlar einnig að ræða
við ráðamenn í Líbanon og Sýr-
landi, þótt upphaflega væri ekki
gert ráð fyrir að hann færi til
þeirra í ferð sinni. ■
COLIN POWELL
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna
reynir hvað hann getur að fá Isra-
ela og Palestínumenn til að ná
samkomulagi um vopnahlé.
Sjúkraflug gæsluþyrlu:
Okklabrotin
kona á Kili
SLYSFARIR Þyrla Landhelgisgæsl-
unnar, TF-SIF, sótti ökklabrotna
konu um sextugt upp á Kjöl um
miðjan dag á sunnudag. Þyrlan
fór í loftið um klukkan tólf á há-
degi og var svo lent við slysadeild
Landspítala-háskólasjúkrahúss í
Fossvogi fjórtán mínútum fyrir
klukkan eitt. Að sögn Landhelgis-
gæslunnar tafðist flug þyrlunnar
nokkuð vegna éljagangs.
Konan var í skemmtiferð með
hópi fólks þegar óhappið varð.
Læknir var með í hópnum og bjó
hann um brot konunnar. Að sögn
vakthafandi læknis á slysadeild
voru batahorfur góðar. ■
Islenskukunnátta og
búseturéttur:
Mismunað
efitir uppruna
útlendingar „Það er sanngjarnara
og eðlilegra að gera kröfur um ís-
lenskukunnáttu tengda ríkisborg-
ararétti, en ekki búseturétti," seg-
ir Guðrún Ögmundsdóttir, þing-
kona Samfylkingarinnar, um álit
allsherjarnefndar Alþingis á
breytingum á lögum um íslenskan
ríkisborgararétt. Guðrún telur
frumvarpið ekki nægjanlega vel
unnið.“Það er grundvallarmunur
á ríkisborgararétti og búseturétti.
Þeir sem búa á EES-svæðinu eru
sjálfkrafa með búseturétt, þannig
að með kröfu um íslenskunám-
skeið fyrir þá sem sækja um bú-
seturétt er verið að mismuna út-
lendingum hér á landi.“ ■
-■ ---4—
Smærri jarðhræringar:
Lítið hlaup
í Skeiðará
JARÐHRÆRINGAR Lítið hlaup kom í
Skeiðará um helgina og náði há-
marki í gær. Hlaupið kom úr
Grímsvötnum og sagði Ragnar
Stefánsson, jarðskjálftafræðing-
ur að búast mætti við að drægi úr
því í gærkvöldi og nótt. Ragnar
sagði þó að áfram yrði fylgst með
hlaupinu og menn hefðu á sér all-
an vara, en að sinni væri engin
ástæða til að óttast um brýr eða
vegi. „Vatnshækkunin í ánni er
svona einn og hálfur til tveir
metrar og það er langt fyrir neð-
an allar brýr,“ sagði hann. ■
LÖGREGLUFRÉTTIRl
AAkranesi kom tíðarfarið í
bakið á einum ökumanni sem
sökum hálkunnar rann út á aðal-
braut í veg fyrir annan sem kom
aðvífandi. Að sögn lögreglunnar
á Akranesi urðu engin slys á fólki
en bílarnir skemmdust nokkuð.
Atvikið átti sér stað upp úr
klukkan tíu í gærmorgun og hafði
þá kyngt niður snjó um nóttina.
INNLENT
Atvinnuleysið á landsbyggðinni
minnkaði um 6,9% milli mán-
aða en er um 25,5% meira en í
mars í fyrra, samkvæmt mars-
skýrslu Vinnumálastofnunar. At-
vinnuleysið eykst á sama tíma á
höfuðborgarsvæðinu. í marsmán-
uði síðastliðnum voru skráðir
77.445 atvinnuleysisdagar á land-
inu öllu sem jafngilda því að 3.692
manns hafi að meðaltali verið á at-
vinnuleysisskrá í mánuðinum.
Skífan hefur ákveðið að allar
geislaplötur fyrirtækisins verði
ritvarðar. Þetta er gert til að tor-
velda afritun tónlistar í tölvum.
Ekki verður hægt að spila geisla-
diska fyrirtækisins í geisladrifi
tölva. Skífan hefur einnig ákveðið
að lækka verð á geisladiskum um
allt að 9%.