Fréttablaðið - 15.04.2002, Síða 6

Fréttablaðið - 15.04.2002, Síða 6
 SPURNING DAGSINS FRÉTTABLAÐIÐ 15. apríl 2002 MÁNUDAGUR Hvenær kemur sumarið? Það kemur örugglega ekki fyrr en einhvern tíma í lok júní. Það á líka til að hausta hér á sumrin. Heimir Þór Steindórsson, nemi í Tækniskólanum. GERHARD SCRHÖDER Þýskir stjórnmálamenn hafa gefið í skyn að skopskyn hans hafi farið 1 frí í hárlitun- armálinu. Háralitur Schröders: Litað eða náttúrulegt? ÞÝ5KALANP Háralitur Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er deiluefni fyrir dómstólum í Þýskalandi. Deilurnar eiga rætur sínar að rekja til þess að frétta- stofan DDP hafði eftir ímyndar- ráðgjafa að Schröder ætti að við- urkenna það að hann litaði á sér hárið, það væri betra fyrir trú- verðugleika hans. Andstæðingar hans í stjórnmálum hentu þessu á lofti. Schröder hefur hins vegar neitað ásökunum um hárlitun harðlega. Þegar DDP neitaði að játa á sig mistök var höfðað mál á hendur fyrirtækinu. Þess má geta að hárgreiðslumaður Schröder styður hann, segir hann hafa sagt allan sannleika í málinu. ■ Ilögreglufréttir Um klukkan sex á laugardags- kvöldið var farið inn í hús í Vesturbænum í Reykjavík og stolið þaðan þvottavél. Þá var að- faranótt sunnudags spenntur upp gluggi á íbúð í Austurbænum og brotist inn, en engu stolið. Þjófur- inn eða þjófarnir skemmdu þó einnig hurð inni í íbúðinni sem þeir spenntu upp. Málin eru í rannsókn. Fjölveiðiskip arðbær fjárfesting sjávarútvegur Greiningardeild Kaupþings spáir að frekari fjár- festingar muni eiga sér stað í stærri og afkastameiri fjölveiði- skipum á næstu árum. Með því að færa vinnslu uppsjávartegunda út á sjó í auknum mæli eykst virði framleiðslunnar. Þetta sé meiri breyting en þegar bolfiskvinnsja hófst á frystitogurunum. í kjöl- farið hverfa væntanlega fleiri smærri og óhagkvæmari skip úr flotanum. Ný fjölveiðiskip búa yfir þeirri getu að geta unnið og fryst afla um borð og þannig komið með mun verðmætari afla að landi. Rekstur þessara skipa hefur að Sjóvinnsla uppsjávarfisks: .tr FJÖLVEIÐISKIP VINNA AFLANN ÚT1 Á SJÓ Ný vinnsluaðferð uppsjávartegunda eykur verðmæti aflans á Islandsmiðum. öllu jöfnu gengið nokkuð vel og hafa þau til að mynda landað um- talsverðu magni af síld á síðustu mánuðum. Von er á fleiri slíkum skipum í íslenska flotann þegar á þessu ári. Uppsjávarveiðar og vinnsla hafa gefist íslendingum vel til þessa en með tilkomu fjölveiði- skipanna aukast möguleikar á frekari verðmætasköpun sem ella hefði ekki verið möguleg. í því sambandi má nefna vinnslu á kol- munna til manneldis. ■ Arcadia: Baugshlutur tæpir 20 milljarðar fyrirtæki Lokaverð á hlutabréfum Arcadia var 364 pens fyrir helgi. Bréfin hækkuðu um 4,3 prósent. Arcadia hefur hækkað töluvert síðustu vikur og er virði eignar- hlutar Baugs í félaginu nú tæpir 19,6 milljarðar króna samkvæmt fréttum Kaupþings. Félagið á rúm 20 prósent í Arcadia og er stærsti einstaki hluthafinn. Á verðbréfaþingi í gær var markaðsvirði Baugs 21,7 milljarðar. Því er verðmæti Arcadia að nálgast markaðsverð- mæti Baugs. ■ Ekki verið að rétta okkur gjöf Félagslega kerfið endanlega lagt niður. Munar milljónum fyrir suma íbúðareigendur. HERDlS PÁLSDÓTTIR Segir að hjá mörgum fylgi því ákveðinn stimpill að eiga íbúð í félagslega kerfinu. Ekki sé á það bætandi með orðalagi um að breytingin sé búhnykkur fyrir efnaminna fólk. Erlendir markaðir: Verð sjávar- afurða lækk- aði í febrúar sjÁvarÚtvegur Samanlögð verð- vísitala sjávarafurða í íslenskum krónum lækkaði um 2,1 prósent í febrúar. Greiningardeild íslands- banka segir að lækkunin skýrist aðallega af styrkingu krónunnar milli mánaða. Tölur fyrir febrúar gefa til kynna að verð sjávaraf- urða á mörkuðum sé hagstætt um þessar mundir. Vísitalan hefur hækkað um 17,3 prósent á síðustu 12 mánuði. Teikn eru þó á lofti um að verð, t.d. á saltfiskmörkuðum muni gefa eftir með vorinu og sömu- leiðis gæti mikið framboð í kjöl- far vertíðar leitt til einhverrar lækkunar á fiskimjöli og lýsi. ■ HEILSA húsnæðismál „Ef frumvarpið um breytingar á lögum um húsnæðis- mál verður samþykkt þá má ég selja á frjálsum markaði og það munar einhverjum milljónum fyrir mig,“ segir Herdís Pála Pálsdóttir. Hún keypti íbúð í fé- lagslega eignaríbúðakerfinu árið 1996. „En ég er ósátt við þann frétta- flutning sem hefur verið af þessu máli þess efnis að þetta sé svo mikill búhnykkur fyrir efna- minna fólk. Það er ekki verið að rétta okkur neina gjöf heldur leiðrétta rangfærslur sem hafa verið til staðar. Það er nógu mik- ill stimpill sem fylgir þessu kerfi og ekki á það bætandi með orða- lagi um að verið sé að færa okkur gjöf-“ Herdís bendir á að þegar hún hafi keypt í félagslega eignar- íbúðakerfinu hafi hún líka verið að kaupa sér aðgang að ýmsum réttindum, eins og þeim að flytj- ast á milli hverfa og breyta um stærð á húsnæði. Þau réttindi hafi verið felld niður þegar kerf- ið var lagt niður árið 1998.Ýmsum kvöðum hafi hins vegar enn verið haldið til streitu, eins og þeirri að einungis væri hægt að selja þess- ar íbúðir til sveitarfélags, en ekki á frjálsum markaði. Það hafi heldur ekki mátt leigja íbúðirnar. Þetta hafi fært fólk í ákveðna fjötra. „Það var í raun út £ hött að leggja kerfið niður til hálfs, það er ekki að leggja kerfi niður nema leggja það alveg niður al- veg. Með fyrirhugaðri lagabreyt- ingu er í raun verið að stíga skrefið til fulls og leggja kerfið algerlega niður.“ Það er hið besta mál segir Her- dís. Hún bendir á að áður en fólk geti selt eignir sínar á frjálsum markaði, þurfi það að borga upp þau lán sem hvíla á þeim. Þau lán séu á þeim kjörum sem tíðkuðust í kerfinu. Þau lán megi ekki fylg- ja íbúðinni. Að því loknu geti fólk selt eignir sínar á frjálsum mark- aði. sigridur@frettabladid.is ala á svonefndum nikótín- sleikipinnum er ólögleg í Banda- ríkjunum eftir að þarlend lyfjayfir- völd ákváðu að frekari rannsókna væri þörf. Uppátækið hefur á skömmum tíma náð miklum vin- sældum og apótek víða vart annað eftirspurn. Gagnrýnisraddir hafa þó heyrst vegna þess að þeir geta gert börn háð nikótíni. 17% fleiri Kínverjar eru nú smit- aðir af eyðniveirunni en um mitt síðasta ár. Samkvæmt opinberum tölum eru 31.736 manns með veiruna, en óttast er að fjöldinn sé í raun allt að 850.000. Illa reknum blóðbönkum er kennt um að hafa sýkt fólk á stórum svæðum. Vísindamenn við Texas-háskóla hafa færst skrefi nær því að búa til æfingapillu. Með efnafræði- legum hætti hefur þeim tekist að framkalla ástand í vöðvum músa sem svipar til þess að þær hafi erf- iðað dágóða stund. Vonast er til að hægt verði að þróa lyf fyrir fólk sem þarf á æfingu að halda en skortir líkamlega getu, m.a. vegna fötlunar. ■ ÞúTfærð rétta mynstrið fvrir. sumariðThjájikkur, www.f g a 11 a s p o r t. i s Málflrhöfða 2ð * 110 RoykjðVik * Slmf: 577 4444 • Fíix: 567 7445 • fjallo8p0f1@fjollnsporf.is Aðeins tvær vikur í fyrri umferð forsetakosninuanna: Daufleg kosningabarátta í Frakklandi sem af er parís, ap Sextán frambjóðendur eru í kjöri í forsetakosningunum í Frakk- landi. Þeim hefur þó ekki tekist að halda uppi nógu spennandi kosninga- baráttu til að vekja frönsku þjóðina af doða. Hún geis- par bara, þrátt fyrir að ekki séu nema innan við tvær vikur þangað til fyrri umferð kosninganna fer fram. Sérfræðingar spá því að kosn- ingaþátttakan verði óvenju lítil að þessu sinni. Sömuleiðis komi óvenju mikið af auðum kjörseðlum upp úr kjörkössunum. Einungis tveir frambjóðendur virðast eiga möguleika á kosningu, báðir á sjötugsaldri. Nefnilega þeir Jacques Chirac forseti, sem er í for- ystu hægri íhaldsmanna, og Lionel Jospin forsætisráðherra, sem er leiðtogi sósíalista. Þeir báðir eru taldir eiga enn betri möguleika vegna þess hve frambjóðendurnir eru margir. Fjöldi frambjóðenda þykir hins veg- ar um leið bera þess vott, að kjós- endur hafi lítinn áhuga á úrvalinu. „Hvenær ætla þeir að vekja okk- ur?“ spyr franska dagblaðið France Soir í flennifyrirsögn, jafnvel þótt enginn skortur hafi verið á hneyksl- ismálum. ■ ÞRIÐJI MAÐURINN Jean-Pierre Chevenement er sá sem helst hefði átt möguleika á að keppa við þá Chirac og Jospin. Fátt bendir þó til annars en að hann nái litlum árangri. Stjórnmála- skýrendur kenna tíðum spillingarmálum um doða franskra kjósenda. 1

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.