Fréttablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 15.04.2002, Blaðsíða 11
jyiÁNti'PAGUR Í5. aprll 2002 FRÉTTABLAÐIÐ Sjálfstæðismenn í Eyjum: Arnar Sigurmundsson skipar annað sætið FRAMBOÐSMÁL Mikil endurnýjun er á framboðslista sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum sem verður í kjöri í komandi kosn- ingum til bæjarstjórnar. Athygli vekur að Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslu- stöðva og fyrrverandi bæjarfull- trúi, skipar annað sæti listans. í fyrsta sæti er Guðjón Hjörleifs- son, fráfarandi bæjarstjóri, Selma Ragnarsdóttir fatahönn- uður skipar þriðja sætið, Elliði Vignisson framhaldsskólakenn- ari er í fjórða sæti og Elsa Val- geirsdóttir bæjarfulltrúi í því fimmta. Sjálfstæðismenn fengu fjóra fulltrúa við síðustu kosn- ingar af sjö manna bæjarstjórn. Arnar Sigurmundsson segir að hann hafi þurft að hugsa sig mikið um enda hefði það ekki verið auðveld ákvörðun fyrir sig að taka sæti á listanum. Að vel athuguðu máli hefði hann þó gert það vegna óska um að fá reyndan einstakling í baráttuna með þeim yngri. Arnar var bæj- arfulltrúi 1978-1986 og aftur 1995 til 1998, eða í tæp 11 ár. ■ Ný lög um áramót: Ársfjórðungsuppgjör í erlendri mynt fyrirtæki Mögulegt er fyrir fyr- irtæki að gera fyrsta ársfjórð- ung á þessu ári upp í erlendum gjaldeyri eftir að ný lög þar um tóku gildi um síðustu áramót. Þó þurfa fyrirtækin að uppfylla viss skilyrði og sækja um skrán- ingu bókhalds. Greiningardeild Kaupþings fagnar þessum breytingum og segja þær vel til þess fallnar að stórauka áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfum. Fyrirtækin þurfa að uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna skil- yrða. Þau þurfa að hafa megin- starfsemi erlendis, eða vera hluti erlendrar félagasamstæðu þar sem starfrækslugjaldmiðill- inn er annar en króna. Ennfrem- ur á þetta við um félög sem eiga erlend dótturfélög eða hlutdeild í erlendum félögum og megin- viðskipti eru við þessi félög. Þá nær þetta til félaga sem hafa meginstarfsemi sína hér á landi en eru með starfrækslu- gjaldmiðil í erlendri mynt. Jafn- framt á þetta við félög sem hafa verulegan hluta fjárfestinga sinna og skulda þeim tengdum skráðan í erlendum gjaldmiðl- um. ■ NÝJAR BÓKHALDSAÐFERÐIR Uppgjör í erlendri mynt mun hafa jákvæð áhríf á íslenska hlutabréfamarkaðinn að mati Kaupþings. ARNAR SIGURMUNDSSON Segir að það hafi ekki verið auðvelt að taka þessa ákvörðun Amerískar fulninga-og franskar innihuróir Fulningainnihurðir Stærðir 81,5 x 203 cm 91,5x203 cm Rauð eik Kirsuber og hlynur VIGTARMENN Vornámskeið 2002 til löggildingar vigtarmanna verða haldin sem hér segir; ef næg þátttaka fæst!!! Á Sauðárkróki 6., 7. og 8. maí. Endurmenntun 6. og 7. maí. Skráningu þátttakenda lýkur 26. apríl. í Reykjavík 13., 14. og 15. maí. Endurmenntun 16. maí. Skráningu þátttakenda lýkur 3. maí. Námskeiðunum lýkur með prófi. Skráning þáttakenda og allar nánari upplýsingar á Löggildingastofu í síma 510-1100. Námskeiðsgjald kr 24.000,- Endurmenntunarnámskeið kr 10.000,- Löggildingarstofa. Heima er best Philips Cool Skin rakvél. Eina vatnshelda rakvélin á markaðnum. PHILIPS Philips skeggsnyrtir sem ekki þarf að smyrja. 2xAA rafhlöður gefa 130 mín. notkun. 4 stillingar. Philips mínútugrill, lausar, viðloðunarfríar plötur sem má þvo í uppþvottavél, hitaeinangrað handfang, stillanlegur hiti, 1600w. Philips hárklippur. Þráðlaus með 50 mín. hleðslu. 7 stillingar. Þarf ekki að smyrja. Kennslumyndband fyigir. Philips handryksuga með skapti. Tekur bæði blautt og purrt. 15 mín. hleðsla. Hleðsluljós. Mjög hljóðlát. Veggfesting fylgir. oertirasias. FVRSTfl HFBORGUn IÁGÚST! Þú kaupir núna en borgar ekki fyrstu afborgun fyrr en eftir 4 mánuði, vaxtalaust. Og þá er möguleiki á allt að 32 mánaða raðgreiðslum. <ií Heimilistæki hf rakvélar irá 5.995 kr. - hárklippur frá 4.395 kr. - kaffivélar frá 2.495 kr. - straujárn frá 3.495 kr. SÆTÚNI 8 • SÍMI 569 1500 www.ht.is 11.995 Philips gufustraujárn 2200 W. Rispufrír botn. Gufuskot. Dropastoppari. Slekkur á sér sjálft ef það er ekki í notkun. 3m snúra. Mjúkt handfa'ng. Nú fyrst er gaman að strauja. 7.595 Philips kaffivél meö tveimur hitaelementum. Sér stilling fyrir mokkakaffi Eins sú fljótasta á markaðnum. 12.995 Philips Impact 1300W. Stálrör. S-Bag pokar. Öflugt slukerfi. Inndraganleg 6m snúra. Hægt að kaupa aukalega parkethaus með míkrópúðum sem taka smæstu agniraf gólfinu og gefa því meiri gljáa. m*

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.