Fréttablaðið - 15.04.2002, Page 12
FRÉTTABLAÐIÐ
MARAÞON
12
\ r 1 mm ' « ... y
TIMEX TIMEX
W ~j nr
l~. 1 I I.
NÝTT HEIMSMET
Marokkóbúinn Khalid Khannouchi vann
eitt sterkasta maraþon, sem haldið hefur
verið í London, á nýju heimsmeti í gær.
Hann hljóp á tveimur tímum, 5,38 mínút-
um. Paula Raddiffe setti einnig nýtt met í
kvennaflokki á leiðinni. Khannouchi vann
Kenýubúann Paul Tergat og hlaupakóng-
inn Haile Gebrselassie frá Eþíópíu, sem
hefur nánast aldrei hlaupið maraþon.
Körfuknattleikur kvenna:
KR-stúlkur Islcmdsmeistarar
körfuknattleikur Stúdínur byrj-
uðu betur í oddaleiknum um ís-
landsmeistaratitil kvenna í
körfuknattleik við KR og voru
fimm stigum yfir eftir fyrsta leik-
hluta. KR-stúlkur sigu svo fram
úr í öðrum leikhluta eftir að hafa
náð 15 stigum í röð og þar með 6
stiga forystu.
Leikurinn endaði svo 68-64 KR
í vil.
Helga Þorvaldsdóttir var með
16 stig, Guðbjörg Norðfjörð 16 og
Hildur Sigurðardóttir 15 fyrir
KR-stúlkur. Hjá ÍS var Meadow
Overstreet með 23 stig, Lovísa
Guðmundsdóttir með 16 og Alda
Leif Jónsdóttir með 15 stig. ■
HART BARIST UM BOLTANN
KR-stúlkur höfðu betur en ÍS í baráttunni um íslandsmeistaratitil kvenna í körfuknattleik í
íþróttasal Kennaraháskólans í gærkvöldi.
ÍHróttir
áSýn
15.-21. apnl
mán- fim Heklusport kl. 22.30
þri Keflavik - NJarðvik Epson-deilUin kl. 19.30
mið England - Paragvæ Landsleikur í knattspyrnu kl. 18.30
lau Chelsea - Man. Utd. Enski boltinn kl. 10.40
1 sun ftalski boltinn kl. 12.45
Arsenal - Ipswich Enski boltinn kl. 14.55
Valencia - Deportivo Spænski boltlnn kl. 17.55
I 0BA P Urslitakeppni kl. 21.30 |j
Undanúrslit
í Meistararieild Evrópu
23/4 Sýli
kl. 18:30 Meístaradeildin
Bsrtfilons Real Madrlit
24/4 Syn
kl. 18:30 Meistaradeildin
Manehfisier Unitnd - B.iyttr leverkusen
Tryggðu þér áskrrft!
www.syn.is / 515 6100 / Verslunum Skífunnar
Afgeríindi sigur fyrir
Ferrari í San Marino
Ferrari liðid sýndi afgerandi yfirburði með 2002-keppnisbíl sinn á Imola
brautinni í San Marino um helgina. Ferrari átti 1. og 2. sætið, meðan
Williams liðið tók 3. og 4. sæti. McLaren fékk eitt stig eftir að Coulthard
var hringaður.
AKSTUR5ÍÞRÓTTIR Michael
Schumacher vann sinn 56. sigur í
Formúla 1 kappakstrinum og sinn
þriðja sigur á þessu ári á Imola
brautinni í San Marino í gær.
Strax í upphafi tók hann afger-
andi forystu og hélt henni allan
tímann. I öðru sæti varð samherji
Schumachers hjá Ferrari, Reu-
bens Barichello. Hann gladdist
mjög yfir öðru sætinu enda var
hann að fá sín fyrstu stig í keppni
á keppnistímabilinu. Greinilegt
var að Ferrari bílarnir höfðu
mikla yfirburði í keppninni og
þakkaði Michael Schumacher
hönnuði bílsins, Rory Berg, sér-
staklega á blaðamannafundinum
eftir keppnina.
í þriðja sæti var svo Ralph
Schumacher, yngri bróðir
Michaels, fyrir BMW-Williams. í
fjórða sæti var Juan Pablo
Montoya, einnig fyrir Williams.
Fimmti var Jenson Button fyrir
Renault og sjötti var McLaren,
ökumaðurinn David Coulthard.
Röð fyrstu fjögurra manna var
sú sama og í ræsingunni og sýnir
það e.t.v. í hnotskurn hversu erfið
brautin er með tilliti til framúr-
aksturs. Ralph Schumacher náði
reyndar fram úr Barichello í ræs-
ingunni, en Ferrari-bíllinn hafði
greinilega yfirburði og náði fram
úr eftir fyrsta þjónustuhlé. Þá var
FORMÚLA - EFSTU IVIEHN__________
Ökumenn Lið Stig
1 Schumacher M Ferrari 34
2 Schumacher R Willíams 20
3 Montoya Williams 17
4 Button Renault 8
5 Barrichello Ferrari 6
6 Coulthard McLaren 5
MICHAEL SCHUMACHER Á IMOLA BRAUTINNI.
Nýji bíllinn hjá Ferrari sýndi töluverða yfirburði á Imola brautinni um helgina. Á blaða-
mannafundi eftir keppnina þökkuðu báðir ökumenn liðsins liðsheildinni góðan árangur,
en nefndu sérstaklega aðalhönnuð bílsins Rory Berg.
gaman að fylgjast með ökumann-
inum unga, Jenson Button, sem
skilaði sér í 5. sætið fyrir Renault-
liðið, en það hefur verið að bæta
sinn árangur verulega undanfar-
ið. Button tókst að nota þjónustu-
hlén til að vinna sig fram úr Dav-
id Coulthard hjá McLaren. Þrátt
fyrir að komast í stigasæti var
kappaksturinn hálf skammarleg-
ur fyrir Coulthard og McLaren
liðið. Coulthard mátti bíta í það
Ufi___________________________
Lið Stig
1 Ferrari 40
2 Wiliiams 37
3 McLaren 9
4 Renault 8
5 Jaguar 3
6 Suber 3
súra epli að láta Michael
Schumacher hringa sig þegar enn
voru eftir sjö hringir í mark á
brautinni.
Reubens Barichello var, líkt og
Schumacher, ánægður með 2002-
keppnisbíl Ferrari og þakkaði
honum og hönnun hans góðan ár-
angur. „Það er dásamleg tilfinning
að ná fyrsta og öðru sætinu fyrir
framan aðdáendurna hér og ég
stoltur af því að hafa svona góðan
bíl,“ sagði hann eftir keppnina.
Ralph Schumacher sagði Williams
liðið sjá sæng sína upp reidda og
ljóst, eftir þessa keppni, að þeir
þyrftu að bæta sig og bílinn ef
þeir ætluðu að eiga von um fleiri
sigra á árinu.
oli@frettabladid.is
Enska úrvalsdeildin:
Liverpool á
hælum Arsenal
fótbolti Glæsilegt mark Michaels
Owen á 54 mínútu leiks Liverpool
gegn Sunderland á laugardag færði
Liverpool í annað sæti ensku úr-
valsdeildarinnar. Sigur Liverpool
jók spennuna í deildinni en liðið er
nú einungis einu stigi á eftir
Arsenal sem á þó einn leik til góða.
Vonir Derby um að forða sér úr
fallhættu urðu að engu í leik liðsins
gegn Newcastle. Derby höfðu bet-
ur framan af og var staðan tvö núll
þegar 72 mínútur voru liðnar af
leiknum. Laurent Robert, Nolberto
Solano og Lomana Tresor Lua-Lua
gerðu hins vegar út um sigurvon-
irnar á örfáum mínútum. Marka-
regnið hófst á 73 mínústu og korte-
ri síðar var sigur Newcastle í höfn.
MARKINU FAGNAÐ
Michael Owen var hetja Liverpool í
leiknum gegn Sunderland, skoraði eina
mark leiksins.
Fjórir aðrir leikir fóru fram í
úrvalsdeildinni um helgina.
Aston Villa vann Leeds 1-0. Mark
ENSKA-ÚRVALSPEILPIH
Lið Leikir U J T Stig
Arsenal 33 21 9 3 72
Liverpool 34 21 8 5 71
Man. Utd. 34 22 4 8 70
Newcastle 34 19 7 8 64
Chelsea 35 16 13 6 61
Leeds 35 16 12 7 60
West Ham 34 13 8 13 47
Tottenham 35 13 7 15 46
Middlesbro 34 12 9 13 45
Aston Villa 35 10 13 12 43
South. 35 11 9 15 42
Charlton 35 10 12 13 42
Everton 35 10 10 15 40
Bolton 34 9 12 13 39
Sunderland 35 10 8 17 38
Fulham 34 8 13 13 37
Blackburn 33 9 9 15 36
Ipswich 34 8 9 17 33
Derby 35 8 5 22 29
Leicester 35 4 li 20 23
Vikduka skoraði mark Aston
Villa. Leicester, sem er á botni
deildarinnar, krækti sér í lang-
þráð stig í leiknum gegn Everton,
liðin skildu jöfn 2-2. Leik
Charlton og Southampton og
Tottenham og West Ham lauk
báðum með einu marki gegn
einu. ■
15. april 2002 MÁNUPAGUR
ESSO-deild kvenna:
Haukar
og Stjarnan
í úrslit
hanpbolti íslandsmeistaratitillinn
í handbolta kvenna kemur annað
hvort í hlut Stjörnunnar eða
Hauka.
Stjarnan sigraði í gær Gróttu
KR með 26 mörkum gegn 22 í und;
anúrslitum á Seltjarnarnesi. í
hálfleik var staðan jöfn, bæði lið-
in höfðu skorað tólf mörk.
í Víkinni sigruðu Haukar svo
Víking með 31 marki gegn 23. í
hálfleik hafði Grótta KR yfirburði
með 17 mörk gegn 13, en það sner-
ist við í seinni leikhluta.B
KOMNIR I ÚRSLIT
Eiður Smári og félagar keppa um bikarinn
í úrslitaleiknum
Enska bikarkeppnin:
Arsenal og
Chelsie í úrslit
fótbolti Eiður Smári Guðjohnsen
og félagar hans í Chelsea komust í
úrslit ensku bikarkeppninnar í gær,
þegar lið þeirra sigraði Fulham
með einu marki gegn engu. John
Terry skoraði markið á fertugustu
mínútu leiksins.
Þá vann Arsenal sigur í gær á
Middlesboro með einu marki gegn
engu. Það var Gianluca Festa, vara-
maður hjá Middlesboro, sem skor-
aði sjálfsmark á 39. mínútu leiksins
eftir hornspyrnu frá Thierry
Henry. Festa var nýkominn inn á
þegar hann skoraði sjálfsmarkið. ■
.........—♦—
Atta liða úrslit
Esso-deildarinnar:
FHog
Haukar
mætast
HANDBOLTi Haukar mæta FH-ingum
í átta liða úrslitum Esso-deildarinn-
ar í handknattleik. Haukar urðu
efstir í deildinni en FH í áttunda
sæti. Fyrri umferð átta liða úrslit-
anna verður 17. apríl en sú síðari
19. apríl. Ef til oddaleikja kemur
verða þeir 21. apríl. Valur, sem lenti
í öðru sæti mætir Þór, sem hélt í
sjöunda sæti, Afturelding, sem var
í þriðja sæti leikur gegn ÍR, sem
var í sjötta sæti. Loks munu eigast
við Grótta KR og ÍR. ■
ÍPRÓTTIR í DAC
15.05 Stöð 2
Ensku mörkin.
16.40 RÚV
Helgarsportið endurtekið.
18.00 Sýn
Ensku mörkin.
19.00 Fótbolti
ÍA og Þróttur Reykjavík
mætast í Deildarbikar kvenna
í Reykjaneshöllinni.
19.00 Sýn
itölsku mörkin.
19.30 Skjár 1
Mótor.
20.00 Sýn
Toppleikir
(Liverpool - Newcastle).
21.00 Fótbolti
Stjarnan og RKV mætast í
Deildarbikar kvenna í
Reykjaneshöllinni.
22.00 Sýn
Gillette-sportpakkinn
HM2002.
22.50 Sýn
Heklusport.
23.00 RÚV
Landsmót á skiðum.