Fréttablaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.05.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTABLAÐIÐ KJÖRKASSINN Nokkur meirihluti les- enda visis.is er sáttur við að lögreglumenn séu vopnaðir vegna NATÓ-fundarins. Ertu sátt/ur við að lögreglu- menn verði vopnaðir vegna NATÓ-fundarins? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Spurning dagsins í dag: Hefurðu farið eða ætlarður að fara á lístahátíð í ár? Farðu inn á visi.is og segðu þina skoðun ______________________________ Kristinn H. Gunnarsson: Vísar um- mælum á bug byccðastofnun Kristinn H. Gunn- arsson, stjórnarformaður Byggða- stofnunar, vísar á bug ummælum Theodórs Agnar Bjarnasonar, for- stjóra stofnunarinnar, um að skort- ur sé á faglegri meðferð lánsum- sókna hjá Byggðastofnun. Að öðru leyti vildi hann lítið tjá sig um mál- ið. í síðustu viku gekk Theodór Agnar út af stjórnarfundi vegna ósættis við Kristinn H. Theodór Agnar vildi fá að taka ársreikninga stofnunarinnar til umræðu en Kristinn H. neitaði því. Kristinn H. sagði að reikningarnir hefðu ekki verið á dagskrá fundarins og því hefðu þeir ekki verið ræddir. Næsti stjórnarfundur yrði í lok mánaðar- ins og þá yrðu reikningarnir líklega ræddir. ■ ERLENT Jasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, sagðist í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina CNN ekki trúa því að A1 Aksa herdeild- irnar hefðu hryðjuverk á samvisk- unni. „Gefðu mér eitt dæmi,“ sagði hann. Hann segist vera stoltur af því að hafa veitt þeim fé. Arafat heimsótti Betlehem og fleiri borgir á Vesturbakkanum í gær og skoðaði eyðilegginguna þar eftir hernað ísraelsmanna. Þetta var í fyrsta sinn sem hann EFNAHAGUR | Kröftug verðhækkun undir lok viðskipta leiddi til umtals- verðrar hækkunar hlutabréfa í New York í gær. Dow Jones vísital- an fór upp fyrir 10.000 stig. Tap á rekstri deCODE nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tímabili á síðasta ári var tapið 16,1 milljón dollara. 2 14. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR Þrjátíu BMW bifreiðar á rauðum númerum: Fyrirmenni í reynsluakstri? BfLAFLOTINN Lögreglan á að hafa eftirlit með notkun á rauðum númerum úti á götu, en hún ekur þeim bílum sem hingað hafa verið fluttir í tengslum við fundinn. nató Þrjátíu BMW bifreiðar sem notaðar verða til að ferja fyrir- menni á fundi Atlantshafsbanda- lagsins á milli staða eru á rauðum númerum. Slík númer eru fyrst og fremst notuð til reynsluaksturs. Karl Ragnars, forstjóri Skráningar- stofunnar, sagði að auðvitað hefði átt skrá bílana bráðabirgðaskrán- ingu á venjulegan hátt og svo af- skrá þá að verkefninu loknu. Þá hefðu þeir ekið um göturnar á venjulegum númerum. „Þeir eru kannski ekki beint ólöglegir," sagði Karl. „En rauðu númerin eru náttúrlega til annarra þarfa. Þau eru fyrst og fremst til reynsluaksturs og eru notuð þegar umboðin eru að sýna bfla og keyra þá frá tollsvæðum í umboðin. Engu að síður eru þessir bflar skráðir og tryggðir." Lögreglan á að hafa eftir- lit með notkun á rauðum númerum úti á götu, en hún ekur þeim bflum sem hingað hafa verið fluttir í tengslum við fundinn. Karl sagði að lögreglan hefði oft gert athuga- semdir þegar umboðin hefðu verið að teygja sig full langt í notkun á rauðum númerum, t.d. þegar bíla- blöðin hefðu verið að prófa bíla á rauðum númerum. ■ Kærir kynferðislega áreitni í sjúkrabíl Kona hefur kært sjúkraflutningamann fyrir að hafa beitt sig kynferðis- legu ofbeldi í sjúkrabíl. Maðurinn neitar sök en rannsókn sýnir að lífsýni sem tekið var af brjóstum konunnar var úr manninum. Hann var sendur í leyfi þegar sú niðurstaða lá fyrir. Maðurinn neitar sök en var sendur í leyfi I kjölfar DNA-rann- sóknar. lögreglumál Sjúkraflutningamað- ur í Reykjavík hefur verið kærður fyrir að hafa leitað á konu sem hann flutti á spítala í sjúkrabíl í fyrra. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins leiddi rannsókn lögregl- unnar í Reykjavík m.a. í Ijós að munnvatn úr sjúkraflutninga- manninum var á líkama konunnar. Konan mun segja manninn bæði hafa þuklað á sér og sleikt brjóst sín. ^ Sjúkraflutn- ingamaðurinn hef- ur verið í starfi í 13 ár. Hin meinta kynferðislega áreitni á að hafa átt sér stað í lok síðasta árs. Maðurinn hefur ávallt neitað sök. Hann var sendur í leyfi í mars þegar DNA- rannsókn leiddi í ljós að lífsýni úr honum voru á líkama konunnar. Málið mun hafa vakið upp heit- ar tilfinngar í liði sjúkraflutning- manna. Innan hópsins mun hafa komið upp sú hugmynd að fram- vegis verði ávallt tveir starfs- menn aftur í hjá sjúkliningi eða jafnvel myndavél. Þannig verði tekin af allur vafi um það sem fram fer í bílnum. Birgir Finnsson, deildarstjóri útkallsdeildar hjá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins, segir slík kærumál vera erfið fyrir alla að- ila. Hann segist ekki vita til þess að álíka ásakanir um meinta kyn- ferðisráreitni sjúkraflutninga- « I | 1 sM SJÚKRABÍLL Sjúkraflutningamaður neitar ásökunum konu sem telur hann hafa beitt sig kynferðislegu ofbeldi í sjúkrabll. manna hafi komið upp áður hér- lendis. „Starfsmaður hefur verið leystur undan starfsskyldum vegna kæru um meinta kynferðis- lega áreitni,“ staðfestir Birgir. Hann segist ekki vilja tjá sig um málið að öðru leyti á meðan það sé til rannsóknar hjá lögreglu. Engar upplýsingar eru gefnar um þetta mál hjá lögreglunni í Reykjavík. Eins og áður segir er rannsókn lögreglunnar lokið. Mál- ið er komið til lögfræðideildar embættisins. Þar ræðst hvort gef- in verður út ákæra og málið sent áfram til dómstóla. Búist er ákvörðun um það í lok mánaðar- ins. gar@frettabladid.is Innbrot í Firðinum: Stálu um tveimur millj- ónum króna lögrecla Brotist var inn í verslun- ina 10-11 í Firðinum í Hafnarfirði í fyrrinótt. Að sögn lögreglu er talið að um tveimur milljónum króna hafi verið stolið. Á eftirlits- myndavélum sáust tveir menn en ekki sást í andlitið á þeim. Mennirnir brutu upp hurð og stálu fjármununum úr peninga- skáp verslunarinnar. Þjófavarnar- kerfi fór í gang en mennirnir voru á bak og burt þegar lögreglan kom á staðin. Enginn hefur verið hand- tekinn vegna málsins, sem er í rannsókn. ■ Heilbrigðismál í Japan: Fyrirfór sér vegna kúariðu kúariða Japönsk heilbrigðisyfir- völd hafa greint frá því að fjórða tilfelli kúariðu hafi greinst þar í landi. Tilkynningin kemur í kjöl- far ítrekaðra yfirlýsinga þar- lendra yfirvalda um að sjúkdóm- urinn hafi verið upprættur og allt kjöt og mjólk í landinu sé í lagi. Netútgáfa Aftenposten segir frá því að japönsk heilbrigðisyfirvöld hafi tengt sjálfsmorð talsmanns heilbrigðisyfirvalda við uppgötv- unina. Tilkynningin þykir nokkuð áfall fyrir japanskan matvælaiðn- að sem hingað til hefur haft á sér ímynd öryggis. Eins þykir upp- götvunin koma á slæmum tíma þar sem þúsundir fótboltaunn- enda komi til með að heimsækja landið í tengslum við HM í knatt- spyrnu. ■ —*— U mhverfisráðherra: Staðfesti úr- skurð Skipu- lagsstofnunar umhverfismál Umhverfisráðherra hefur staðfest úrskurð Skipulags- stofnunar frá 17. október sl. varð- andi umhverfisáhrif jarðgangna og vegagerðar á norðanverðum Tröllaskaga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Þó er bætt við skil- yrði um að endurheimta skuli vot- lendi til jafns við það sem raskast eða verður fyrir áhrifum vegna framkvæmdanna. Úrskurður um- hverfisráðherra nú er vegna kæru Guðjóns Jónssonar og Trausta Sveinssonar sem þeir lögðu fram í kjölfar úrskurðar Skipulagsstofnunar. ■ Taktu þátt í skemmtilegri og líflegri kosninga- baráttu. Skráning liðsmanna fer fram í kosninga- miðstöðinni að Túngötu 6, í síma 512-7000 og ínetfanginuxrixr.is. www.xr.is -xr@xr.is reykjavikurlistinn Stefnt að fjölgun hjúkmnarrýma í Reykjavík um 284 fyrir árið 2007: Kostnaður borgarinnar er um 1,4 milljarður framkvæmdir Reykjavíkurborg og ríkið hyggjast fjölga hjúkrunar- rýmum í borginni um 284 fyrir árið 2007. Stofnkostnaður við framkvæmdirnar eru á fimmta milljarð króna. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra undirrituðu í gær viljayfirlýsingu þessa efnis. í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í dag sé 201 Reykvíkingur í brýnni þörf fyrir rými. Samkvæmt viljayfirlýsingunni er gert ráð fyrir að 326 ný hjúkr- unarrými verði tekin í notkun á árunum 2003 til 2007. Á sama tíma verður 42 rýmum ýmist lokað eða breytt í sérbýli og því verður nettófjölgun um 284 rými. Áætl- aður kostnaður Reykjavíkurborg- ar vegna framkvæmdanna er um 1,4 milljarður króna. Ríkið mun standa straum af 70% kostnaðar- ins við nýbyggingar. Ráðgert er að reisa nýtt hjúk- runarheimili með 100 nýjum rým- um í Sogamýri austan við Mörk- ina í janúar árið 2005. Ennfremur er stefnt að því að ljúka við stækkun hjúkrunarheimilanna Eir, Hrafnistu og Droplaugar- staða fyrir árið 2005. Árið 2007 er síðan áætlað að taka í notkun nýtt hjúkrunarheimili með 100 nýjum hjúkrunarrýmum. Ákvörðun um staðsetningu liggur ekki fyrir en á meðal þeirra staða sem koma til SÓLTÚN Sóltún, nýjasta hjúkrunarheimilið I Reykja- vik, var tekið í notkun í janúar. Þar eru 92 rými. greina eru fyrirhuguð landfylling við Ánanaust, Grafarholt og Norð- lingaholt. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.