Fréttablaðið - 14.05.2002, Side 4
4
FRÉTTABLAÐIÐ
14. maí 2002 ÞRIÐJUDACUR
SVONA ERUM VIÐ
Atvinnuleysi
minnst hér
Atvinnuleysi é Norðurlöndum á síðasta ári
mældist minnst á íslandi en mest á Finn-
landi þar sem nær tíundi hver vinnufær
landsmaður var atvinnulaus. Langtímaat-
vinnuleysi var minnst í Noregi (0,2%), litlu
minna en á Íslandí (0,3%). Mest var lang-
tímaatvinnuleysi í Finnlandi (2,8%).
Danmörk 4,7%
K**l
Finnland 9,7%
ísland 2,3%
Noregur 3,5%
m
Svíþjóð 5,9%
Heimild: OECD
Smyglaði 600 grömmum
af hassi:
Með hassið
í makkin-
tosdós
LÖGREGLUMÁL Maður var gripinn á
Keflavíkurflugvelli á sunnudag
þar sem hann reyndi að smygla
600 grömmum af hassi til lands-
ins. Búið hafði verið um efnið í
dollu sem annars hefði haft að
geyma makkintoskonfekt. Að
sögn lögregluyfirvalda á Kefla-
víkurflugvelli var plast utan um
dolluna eins og hún hefði aldrei
verið opnuð. Farangur mannsins
var skoðaður í kjölfar áhuga fíkni-
efnaleitarhunda tollvarða á mann-
inum. Áætlað söluverðmæti efnis-
ins nemur rúmri einni og hálfri
milljón króna. Málið er í höndum
fíkniefnadeildar lögreglunnar í
Reykjavík. ■
♦—
Breskar mæður:
Draga úr
brjóstagjöf
heilsa Aðeins eitt af hverjum
fimm börnum í Bretlandi nærist
eingöngu á brjóstamjólk fyrstu
sex mánuði ævi sinnar, að því er
kemur fram í nýjustu tölum frá
breska heilbrigðiskerfinu. Tals-
maður samtaka um barnsfæð-
ingar sem barist hafa fyrir auk-
inni brjóstagjöf, segir niðurstöð-
urnar valda miklum vonbrigð-
um. „Þrátt fyrir að fleiri breskar
konur byrji á að hafa barnið sitt
á brjósti heldur en árið 1995,
hefur lítil sem engin aukning
orðið á þeim fjölda kvenna sem
halda áfram brjóstagjöfinni,"
sagði talsmaðurinn. Tveir þriðju
hlutar breskra mæðra hafa
barnið sitt á brjósti fyrstu mán-
uðina. ■
Forsvarsmenn flugstöðvarinnar funduðu með GO:
GO hætt næturflugi
FLUG Lágfargjaldaflugfélagið GO
hefur hætt öllu næturflugi. Það er
meðal annars ástæðan fyrir því að
flugfélagið flýgur ekki lengur til
íslands. Ekki eingöngu há flug-
vallargjöld á flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar. Að sögn Björns Inga
Knútssonar, flugvallarstjóra,
komust stjórnendur flugstöðvar-
innar að þessu á fundi með for-
svarsmönnum GO á dögunum.
„Brotthvarf þeirra af markaði hér
á landi var ekki sérstaklega
snyrtilegt og því kölluðum við eft-
ir þessum fundi.“
Björn segir að nýir eigendur
GO, sem tóku við fyrirtækinu í
júní á síðasta ári, hafi farið yfir
stöðuna og komist að því að næt-
urflug væri ekki nægilega hag-
kvæmt.
GO var upphaflega sett á lagg-
irnar af British airways. Það seldi
fyrirtækið í fyrra. Samkvæmt
BBC eru í gangi viðræður á milli
lágfargjaldaflugfélagsins Easyjet
og GO um yfirtöku fyrrnefnda fyr-
irtækisins á því síðarnefnda. ■
FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Flá flugvallargjöld voru ekki eina ástæðan
fyrir því að CO hætti ferðum til islands.
SA um samkeppnislögin:
Inngrip
takmörkuð
atvinnulíf Samtök atvinnulífsins
leggja til að ákvæði, sem heimili
Samkeppnisstofnun að grípa inn í
samruna fyrirtækja, verði fellt
niður í samkeppnislögunum. Ef
ekki verður fallist á það er lagt til
að yfirvöld þurfi að sýna fram á
verulegan skaða af samrunanum
til að banna hann eða setja honum
skilyrði.
Þetta kom fram í skýrslu hóps
sem skoðaði samkeppnislögin.
Markmiðið með breytingunum
er að tryggja uppbyggingu fyrir-
tækja án afskipta stjórnvalda. ■
RRHmMHMmnnjwwM
Flokkur Fortuyns
orðin næst stærstur
Þingkosningar verða í Hollandi á morgun. Skoðanakannanir spá fylgishruni
stjórnarflokkanna. Enn óákveðið hver verður eftirmaður Fortuyns.
Annar maður
á lista flokks-
ins í kosning-
unum er Joao
Varla.
amsterdani. ap Listi Pims Fortuyns
verður næst stærsti stjórnmála-
flokkur Hollands að loknum þing-
kosningum, sem fram fara þar á
morgun. Svo verður í það minnsta
ef úrslit kosninganna verða lík
niðurstöðum skoðanakönnunar,
sem birtar voru í gær. Þetta er
fyrsta skoðanakönnunin sem birt
er eftir að Pim
Fortuyn, leiðtogi
flokksins, var
myrtur í síðustu
viku.
Fylgi flokksins
hefur aukist í kjöl-
far morðsins úr 17
prósentum í 18,5
prósent. Fylgi Verkamannaflokks-
ins, sem er flokkur Wims Koks
forsætisráðherra, hefur hins veg-
ar minnkað mikið og mælist nú
aðeins 16,5 prósent.
Aftur á móti hefur fylgi Banda-
lags kristilegra demókrata aukist
og er það orðið stærsti flokkur
landsins á ný. Sá flokkur sat í
hverri einustu ríkisstjórn
Hollands þangað til stjórn mið- og
vinstriflokka komst til valda árið
1994. Samkvæmt skoðanakönnun-
inni er hann með 20,5 prósenta
fylgi núna.
Ef úrslitin verða á þessa leið,
þá fær Bandalag kristilegra
demókrata 31 þingmann, Listi
Pims Fortuyns 28 þingmenn og
Verkamannaflokkurinn 25 þing-
menn. Verkamannaflokkurinn er
nú með 45 þingmenn, þannig að
tap hans er mikið.
Frjálslyndi flokkurinn, sem nú
Þingmenn nú Skoðanakönnun
Bandalag kristilegra demókrata 29 31
Listi Pims Fortuyns - 28
Verkamannaflokkurinn 45 25
Frjálslyndi flokkurinn 38 25
D-66 14 8
Aðrir flokkar 24 33
situr í stjórn með Verkamanna-
flokknum, fengi einnig 25 þing-
menn. Græningjar yrðu með 15
þingmenn. Þá fengi D-66, sem er
þriðji stjórnarflokkurinn, 8 þing-
menn. Afgangurinn af 150 þing-
sætum hollenska þingsins, sam-
tals 33 sæti, dreifðust á nokkra
smáflokka.
Rikisstjorn Verkamanna-
flokksins, Frjálslynda flokksins
og D-66 fengi því ekki nema 58
þingmenn af 150, en stjórnin er nú
með 97 þingmenn.
Listi Fortuyns hefur ekki enn
tekið ákvörðun um það, hver verð-
ur eftirmaður hans í leiðtoga-
stólnum. Endanleg ákvörðun
UNDIR SVÖRTU AUGLÝSINCASKILTI
Hollensk fjölskylda er þarna é ferð I bæn-
um Oegstgeest. Kosningaauglýsing frá
Lista Pims Fortuyns hefur verið hulin með
svörtu vegna morðsins á leiðtoga
flokksins.
verður ekki tekin fyrr en að lokn-
um kosningunum. Annar maður á
lista flokksins í kosningunum er
Joao Varla. Ilann er ættaður frá
Afríku og dökkur á hörund og
þótti fyrst sjálfkjörinn í leiðtoga-
embættið. Eitthvert hik er þó á
flokksfélögum hans, hvort sem
það stafar af hörundslit hans eða
lítilli reynslu hans af stjórnmál-
um. ■
: ..........-v""1"""............................................,, ,
ikið ÚT#al
:jjJJr _rJ /J£J V 3ljrJj--f-sEi_r13J
FRÁ
AEG
/fflasCopeo
JUlasCopco ■ BOSCH
PES-12T
Hleðsluborvél
kr. 32.900,-____
BRÆÐURNIR
ORMSSON
VERKFÆRI
Lágmúla 8 • Sími 530 2800
Ríkið leigir rekstur Hótels Valhallar í sumar:
Ræðst fljótlega hver
rekur Hótel Valhöll
HÓTEL VALHÖLL
Ríkið hefur óskað eftir tilboðum I veitingarekstur á Hótel Vallhöll í sumar.
þingvellir Frestur til að bjóða í
rekstur Hótels Valhallar á Þing-
völlum rann út síðdegis í gær.
Leigja á hótelið í sumar og út sept-
ember.
Ríkið keypti hótelió fyrir
skemmstu á 200 milljónir króna af
Jóni Ragnarssyni hótelhaldara.
Engin húsbúnaður fylgdi með í
kaupunum. Það bíður því ærið
verkefni nýs rekstraraðila.
Að sögn Sigurðar Oddssonar,
framkvæmdastjóra Þingvalla-
nefndar, er aðeins um að ræða
leigu á Hótel Valhöll þetta eina
sumar. Fyrst og fremst sé óskað
eftir veitingarekstri í hótelinu.
Ólíkiegt sé að nokkur sjái sér hag í
að búa herbergin nauðsynlegum
búnaði aðeins til að hægt sé að
selja þar gistingu í svo stuttan
tíma. Sigurður segir að þar sem
skammur tími sé til stefnu verði
ákvörðun um rektstraraóila hrað-
að. Ekki var ljóst við lokun hjá Rík-
iskaupum í gær hversu mörg til-
boð bárust. Hins vegar mun á
þriðja tug hafa sótt gögnin sem
gefin voru út við upphaf útboðsins.
Sigurður segir enn ekkert
liggja fyrir um framtíð hótelsins
að öðru leyti. ■