Fréttablaðið - 14.05.2002, Side 10
10
FRÉTTABLAÐIÐ
14. maí 2002 ÞRIÐJUDAGUR
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson
og Jónas Kristjánsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúi: Steinunn Stefánsdóttir
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þvérholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf.
Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á hofuð-
borgarsvæðinu. Einnig er hægt að fá blaðið á
pdf-formi á vísir.is. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins I stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Er illa við
vopnaðar
löggur
Lesandi í Vesturbænum skrifar:
Merkileg ónáttúra er það hjá
lítilli þjóð að þurfa að vera að
rembast við að halda stórfundi al-
þjóðlegra hernaðarbandalaga
með ærnum tilkostnaði og óþæg-
indum fyrir borgarana. Það vill til
að ég á bæði barn í Melaskóla og
annað á leikskólanum Hagaborg.
Báðar stofnanirnar standa við
Hagatorg sem er lokað vegna
NATO-fundarins. Af þessu eru
veruleg óþægindi því búið er að
loka öllum eðlilegum leiðum að
stofnunum báðum. Ótrúlegt þykir
mér að í raun hafi þurft að loka
torginu og bera öryggisráðstafan-
irnar hér keim af minnimáttar-
kennd lögregluliðsins. Ekki get-
um við tjaldað minnu til en ná-
grannaþjóðirnar. Þetta er eins og
að nota skriðdreka til að drepa
flugu.
Þá er mér líka meinilla við að
vita af vopnuðum lögreglumönn-
um vappandi þarna í nágrenni við
börnin. Taugaveiklunin virðist
vera slík að maður er dauðhrædd-
ur um að þeir skjóti einhvern sem
kann að slysast inn á svæðið. Það
er eins gott að ganga rólega í
grennd við Hagatorg þessa dag-
ana. ■
Langþráður draumur fjárfesta í Stoke
1999
Undir haustið fer að bera á
orðrómi um að hópur íslenskra
fjárfesta hyggist kaupa meiri-
hluta í enska knattspyrnufélaginu
Stoke City sem leikur í annarri
deild. Guðjón Þórðarson lands-
liðsþjálfari hefur hug á að gerast
þjálfari félagsins. Hópur fjár-
festa undir forystu Kaupþings
ræðir við forráðamenn félagsins.
Eigendur Stoke harma að orðróm-
ur um viðræður hafi borist til fjöl-
miðla. í byrjun október eru samn-
ingar við það að nást. Snurða
hleypur á þráðinn vegna kröfu
eigenda um að Megson, þjálfari
liðsins, haldi áfram hjá félaginu
og engir leikmenn verði seldir.
Megson var geysivinsæll meðal
stuðningsmanna Stoke. íslensku
fjárfestarnir vildu fá Guðjón sem
þjálfara. Hætt er við kaupin 27.
október, en viðræður hefjast að
nýju 31. október. Samningar nást
og íslendingar eru orðnir meiri-
hlutaeigendur í ensku fótboltaliði.
Liðið vinnur glæsilegan sigúr 4:0 í
fyrsta leik sínum undir stjórn
Guðjóns.
2000
Kaupþing býður út hluti í Stoke
Holding. Seldir eru 450 þúsund
hlutir á 70 milljónir. Kaupendur
eru 360 talsins. Viðskipti með
bréfin er á gráa markaðnum. Von-
ir fjárfestanna eru bundnar við
væntingar um að liðinu takist að
fara upp um deild. Hækkun um
......................,E.QXs,ag.a
íslendingar tóku sig til fyrir hálfu þriðja ári
og keyptu enska liðið Stoke City. Markmið
fjárfestanna var að koma liðinu upp um
deild og auka með því tekjumöguleika
þess. Markmiðið náðist um helgina.
deild eykur möguleika félagsins á
að afla tekna meðal annars með
sölu á rétti til sýningar frá leikj-
um. Árangur liðsins lætur á sér
standa.
2001
Óskráð verðbréf hafa lækkað
verulega í verði. Bréfin í Stoke
hafa ekki farið varhluta af þeirri
lækkun. Guðjón Þórðarson vill
meir fjármuni til að styrkja liðið.
Eigendur liðsins eru tregir til að
hætta meiru í jafn áhættusaman
rekstur. Óþolinmæði og vonbrigða
gætir í þeirra hópi. Menn vildu sjá
liði fara upp þetta vorið. Það gekk
ekki. Um haustið eru væringar
milli Guðjóns og eigendanna.
Guðjón selur tvo lykilleikmenn.
Liðið byrjar keppnistímabilið vel,
en svo hallar undan fæti um mið-
bikið. Vonirnar dvína, en vakna
svo á ný. ■
KVIÐDÓMUR
NATO fundar í Reykjavík
Miklar breytingar hafa orðið á alþjóðamálum frá því að NATO var stofnað. Utanríkisráð-
herrafundur bandalagsinns í Reykjavík undirbýr miklar breytingar á bandalaginu með auknu
samstarfi við Rússa. Menn deila um þýðingu fundarins í íslensku og alþjóðlegu samhengi.
JÓN HÁKON
MAGNÚSSON
VESTRÆNNI SAMVINNU
ÞÓRUNN
SVEINBJARNARDÓTTIR
SAMFVLKINGUNNI
STEFÁN PÁLSSON
SAMTÖKUM HERSTÖÐVA-
ANDSTÆÐINGA
SIGRÍÐUR ANNA
ÞÓRÐARDÓTTIR
SJÁLFSTÆÐISFLOKKI
ÖGMUNDUR
JÓNASSON
VINSTRI-GRÆNUM
Pólarnir
færast til
„Ég held að það sé mjög
mikilvægt fyrir okkur að
halda þennan fund. Við
r—- höfum ekki
rf' ^SÉT haldið svona
1987. Ástæðan
w J3hM er se að NATO
.4' líM er að stækka í
suður og austur. Þar með
fjarlægist það uppruna
sinn sem er Norður-Atl-
antshafið. Hættan á því að
við gleymumst eykst og
því er gott að fá þennan
fund hingað. Við þurfum
að hafa fyrir því að halda
okkur inni í umræðunni
þegar pólarnir eru að fær-
ast til. Hann er líka mikil-
vægur að því leyti að hann
er táknrænn. Upphaf
endaloka Kaldas tríðsins
var í Höfða 1986. Næsta
skref er að Rússarnir
koma inn í þetta nýja fyr-
irkomulag sem er Rúss-
lands-NATO ráðið. Það
gerist þá Iíka í Reykjavík,
þó það verði samþykkt í
Prag seinna á árinu. Þar
með er verið að Ioka því
sem hófst hér í Reykjavík
1986. Eðli NATO er að
breytast, úr því að vera
varnarbandalag, í það að
verða herlögregla heims-
ins. Rússarnir sækjast eft-
ir samstarfi við NATO og
það er í sjálfu sér mjög
merkilegt." ■
Ríkisstjórnin
er óundirbúin
„Fyrir liggur að á fundin-
um í Reykjavík á að setja
samskipti NATO og Rúss-
lands í fast
form. Takist
það, verða það
líklega mestu
tíðindi fundar-
ins. Annars er
þessi árlegi ráðherrafund-
ur upptaktur að veiga-
meiri fundi sem haldinn
verður í Prag í haust en
þar mun endanlega ákveð-
ið hvaða lönd verða tekin
með í næstu stækkun
NATO. Sú stækkun gæti
haft mikil áhrif á sam-
skipti ríkja í austanverðri
Evrópu. Hvað fsland varð-
ar, þá mun væntanlega
gefast tækifæri til þess að
inna utanríkisráðherra
Bandaríkjanna nánar eftir
þeim breytingum sem fyr-
irhugaðar eru á yfirher-
stjórn Bandaríkjaflota
innan NATO. Sem kunn-
ugt er, er löngu tímabært
að íslendingar endurmeti
öryggis- og varnamál
landsins í Ijósi breyttra
aðstæðna í heiminum. Það
hefur ríkisstjórn íslands
ekki gert og stendur því
óundirbúin andspænis
miklum breytingum á
stöðu sinni innan NATO.
Það verður fróðlegt að
fylgjast með því hvaða
áhrif þessar breytingar
hafa á stöðu íslands innan
NATO.“ ■
Afla sér fylgis
við stríð
„Hvað svo sem opinberri
dagskrá fundarins líður, er
Colin Powell fyrst og
fremst kom-
inn til NATO-
fundarins til
að afla fylgis
við stórfelldar
___________ loftárásir og
landhernað í írak. Stríð
sem mun bitna á saklaus-
um borgurum af sama
krafti og viðskiptabannið
sem drepið hefur hálfa
milljón barna.
Það er hins vegar engin
von til þess að NATO-ráð-
herrarnir muni nota tæki-
færið til að gagnrýna
Bandaríkjastjórn fyrir
stuðning hennar við ofríki
Ísraelsríkis í Palestínu,
fyrir að stefna í voða flest-
öllum gildandi afvopnun-
arsáttmálum og neita að
standa að stofnun alþjóð-
legs stríðsglæpadómstóls.
Ekki munu ráðherrarnir
heldur gagnrýna Rússa
fyrir hernaðinn í Tsétsén-
íu eða Tyrki fyrir ofsóknir
gegn Kúrdum. - Það verða
einungis íslenskir friðar-
sinnar sem verða munu til
þess að vekja athygli á
þessu. Og það munu þeir
gera kl. 17 á Hagatorgi.“ ■
Hefur mikla
þýðingu
„Mér finnst hann hafa
mikla þýðingu fyrir okkur
íslendinga. Þarna er verið
að undirbúa
miklar
ákvarðanir
um stækkun
NATO. Þær
ákvarðanir
verða svo væntanlega
staðfestar endanlega í
haust. Við erum búin að
vera í NATO frá byrjun.
Þessi fundur sýnir það að
við erum að taka fullan
þátt í samstarfinu til
jafns við allra aðra. Fund-
urinn vekur athygli á
landinu og mikilvægi þess
innan sambandsins. Það
er sérlega mikilvægt í
ljósi þeirra gríðarlegu
breytinga sem verða und-
irbúnar á fundinum.
Breyting sem er mjög
mikilvæg fyrir Vestur-
lönd í heild. Fundurinn
vekur líka athygli á land-
inu almennt. Velgengni
okkar og velmegun. At-
hyglin sem beinist að
landinu mun kynna landið
sem ferðamannaland og
koma ferðaþjónustunni til
góða.“ ■
Bandarískir
hagsmunir
„Ef við lítum þröngt á
málið, þá er það að gerast
í fyrsta skiptið að ís-
lenska lög-
reglan víg-
væðist til að
verja gesti
okkar. Það
eru reistar
víggirðingar um þennan
fund. Mörg hundruð
milljóna fjáraustur fer í
þetta og annað í tengslum
við þennan fund. Það
finnst mér dapurlegt fyr-
ir okkur. Þá var það nú
svo þegar NATO annars
vegar og Varsjárbanda-
Iagið hins vegar stóðu
andspænis hvort öðru,
grá fyrir járnum, þá var
tiltölulega auðvelt fyrir
áhangendur hernaðar-
bandalaga að sannfæra
sjálfa sig um tilverurétt
slíkra bandalaga. Nú er
Varsjárbandalagið úr sög-
unni og sú ógn sem menn
sögðu stafa af Sovétríkj-
unum ekki lengur fyrir
hendi. Bandarískir stór-
veldishagsmunir eru enn
til staðar. Nú ríður á fyrir
Bandaríkin að sannfæra
Evrópuríki NATO um for-
ræði Bandaríkjamanna á
heimsvísu. Fyrir Banda-
ríkjamenn snýst þessi
fundur fyrst og fremst
um að treysta raðirnar að
baki sér og kveða niður
evrópskar gagnrýnisradd-
ir.“ ■
Sumum er ætlað
saman!