Skuld - 17.03.1879, Qupperneq 3
III. ár, nr. 7.|
S k l L D.
r 17/» 1897.
skapar síns, timbr í hús, er menn
endilega purfi að byggja o. s. frv.. og
þá verði menn að leita til kaup-
manna, pvi sjaldan sé annarstaðar lán
að fá, og þeir umlíði menn oft lengi
fyrir ekki neitt. Yér skulum fúslega
játa, að það oft geti verið nauðsynlegt
að fá lán, því með lánsfé má koma
miklu til leiðar, sem án þess eklci
yrði, og menn geta þó staðið jafnrétt-
ir eftir sem áðr, eða ef til vill betrað
kjör sín fyrir lánið. En hvað því líðr
að hvergi fáist lán nema hjá kaup-
mönnum, er það þó sem betr fer ekki
æcíð svo, en þegar það er, er það
einnig mikið að kenna verzlunarað-
ferð vorri og peningaleysinu, sem af
henni leiðir. Fyr en menn leita láns
hjá kaupmönnum, skyldu menn leita
þess annartaðar, því sjaldan umlíða
kaupmenn lengr en árið í senn, og þá
verða monn að borga skuldir, hvort
sem þeir geta það eða ekki, í staðinn
fyrir að meun annarstaðar mótirentu
gætu ef til vill fengið lengri borgun-
ar-frest. Og að menn borgi fulla
rentu af kaupstaðarskuldum sinum,
erum vér áðr búnir að sýna fram á.
Kaupstaðarskuldirnar eru án efa
eitt af inum verstu átumeinum
lands vors í búnaðarlegu og framfara-
legu tilliti, og pessu meini er einnig
svo varið, að það verðr ekki læknað
nema allir leðgist á eitt með að gjöra
það. Góð orð og ráðleggingar mega
sér hér því lítils; þau geta að vísu
stuðlað til að lækna mein þetta, en
eru enganveginn einhlít til þess. J>að
er v i 1 j i n n, eindreginn vilji hvers og
eins, er hér ræðr mestu; gæti hann
íengizt, yrði ekki ervitt að minka skuld-
irnar, og allar bendingar er lúta að,
hvernig fara skuli að því, eru
því í raun og veru óþarfar; í staðinn
fyrir að allar uppörvanir og bending-
ar, er miða til að koma mönnum á
þá skoðun, að þeir endilega þurfi
að losa sig við kaupstaðarskuldirnar,
eru öldungis ómissandi.
|>að dylst víst engum, að tilþess
menn geti staðið vel í stöðu sinni, og
verið skuldlausir, verða tekjurnar að
vega á móti útgjöldunum, eða að
minnsta kosti vera eins miklar og út-
gjöldin; og þegar menn taka lán,
sem ekki miðar til að auka bústofn
manna á einhvern hátt, heldr til viðr-
væris eða klæðnaðar handa sér og
sínum, þá er það fyrir það, að í óefni
er komið, og að tekjurnar eru minni en
útgjöldin. Fari svo — sem oft vill
verða hjá oss — að tekjurnar verði
minni enn útgjöldin, og menn vilji
skirrast við að skulda upp á bústofn
sinn, þá verða þeir að finna upp ráð
til að komast hjá því; ogþaðeru ein-
ungis tvö ráð, sem þar eru fyrir hendi.
Ið eina er, að spara við sig eða mínka
útgjöld sín, svo tekjurnar því heldr
geti vegið upp á móti þeim; og þó
vér segjum að óliætt væri að láta þetta
ganga út yfir munaðarvörukaupin hjá
oss oft og tíðum, þá höldum vér að
flestir verði oss samdóma í þvi. Ið
annað er að auka tekjur sínar með
öllu leyfilegu móti, og getr það orðið
á marga vegu. Til þess getr lán einn-
ig stuðlað, að því leyti sem peningar
eru afl lilutanna, sem gjöra skal, og
menn með láni geta komið til leiðar
ýmsum nytsömum fyrirtækjum, er svo
kunna að gefa af sér meira en svarar
kostnaðinum, og svoleiðis aukið með
þvíbústofn sinn og um leið telcjurnar.
Aftr á liinn bóginn er þess að gæta,
að með láni koma rentur, og þar að
auki lánið sjálft þarf að borgast ein-'
hverntíma. Lánið getr að visu orðið
til að bæta kjör manna, en það getr
líka orðið til að steypa mönnum alveg.
J>að er komið undir útsjónarsemi og
heppni þess, er lánið tekr, að liverju
lionuin verðr það. — I öðru lagi geta
menn aukið tekjur sínar með ýmsu, er
menn geta selt og fengið verð fyrir,
með því móti, að gjöra sem mest úr
því, vanda það sem bezt, og fá síðan
sem mest fyrir það. |>annig t. d. með
því að hirða og fóðra skepnur sínar vel,
svo þær gefi sem mesta ull, mjólk,
kjöt, o. s. frv. Vanda svo verkun á
ull sinni og vörum sínum öllum, svo
þær verði sem útgengilegastar, spara
við sig kjöt, smjör o. s. frv., til að
geta selt sem mest af því, og gjört
sér það að tekjum, og haft svo frjáls-
ar hendr í verzlunarsökum sínum, svo
menn geti fengið sem mest fyrir vör-
ur sínar og keypt sem ódýrast.
Eitt með öðru, er menn gætu
gjört sér meiri tekjur af, en menn
gjöra nú, er smjörið, er menn fá úr
mjólk sinni. ísland er vissulega s m j ör-
land, þó það sjáist lítið enn sem kom-
ið er, í því að menn vandi smjör sitt,
spari það og gjöri sér það að verzlun-
arvöru, eða auki með því tekjur sín-
ar. Ið lága verð, sem enn er á smjöri
hjá oss víðast hvar, kemrafþví, hvað
það er illa verkað og óútgengilegt.
Vérþorum að segja, að færumenn að
vanda verkun þess betr, yrði það ekki
lengi að hækka í verði, og að geta
selt töluvert af smjöri til annara landa
væri oss engin vorkunn á, enda er
vonandi að þeir tímar komi, að það
verði.
Til þess að b æ t a verzlun vora,
og minka kaupstaðarskuldirnar, gæti
góðr félagsskapr einnig gjört mik-
ið að verkum. Félagsskapr til þeirra
hluta getr verið með mörgu móti, og
vér skulum hér að eins drepa á, að
ef menn t. d. í hverjum hreppi eða
kyrkjusókn gengju í félag eða slægju
sér saman í eina heild, og verzluðu
sameiginlega á einum stað, eða við
einn kaupmann, þá hlytu menn að
geta fengið talsverðan afslátt, á því
sem menn lceyptu, og sömuleiðis eftil
vill hærra verð fyrir vörur þær, er þeir
47
vér bráðum komum að), hallast hann að þeirri skoðun,
að álíta alt mannkynið eina tegund í náttúrufræðislegu
tilliti; en uppruna mannkynsins frá einum fyrstu foreldr-
um nefnir hann ekki einu orði. |>vert á móti tilfærir hann
orð þau eftir Wilhelm Humboldt, sem vér áðrnefndum;
og þar á ofan tilfærir hann stað úr bók Jóhannesar
Múllers: „Physiologie des Menschen11, þar sem Múller
segir, að með því afkomendr ólíkra mannflokka sé frjó-
samir, þá verði að álíta mannkynið eina náttúrufræðislega
tegund, en telr hitt óvíst, hvort mannkynið sé komið af
einum fyrstu foreldrum eða fleirum.
Ef vér nú snúum oss að inum vísindalegu ástæðum
fyrir einingar-kenningunni, þá er það skjótséð, að það er
þýðingarlítið, að margir milliliðir eru á milli inna ólíkustu
mannflokka, því þeir geta liafa fram komið við blöndun
inna upprunalegu iiokka. Ólíkt þýðingarmeiri er sú sönn-
un, sem liggr í þvi, að afkvæmi hjóna, sem sitt eru af
hvorum flokki, er frjósamt.
Að vísu er sú setning, að einungis dýr af sömu teg-
und fái getið frjósamt afkvæmi, als eigi ómötmælt eða viðr-
48
kend af öllum; þannig er t. d. Carl Vogt mjög einbeittr
í að rífa hana niðr í kappriti sínu „Köhlerglaube und
Wissenschaft“, sem ritað þykir af mikilli snild og lær-
dómi. Hann bendir þannig á, að inar ýmislegu dýrategundir
standi mjög ólíkt að vígi í þessu efni. Skorkvikindi sitt
af hvorri tegund geta als eigi eðlað sig saman fyrir sköpu-
lags sakir. Aftr á móti geta spendýr sitt af hvorri tegund
oftast eðlað sig saman fyrir sköpulags sakir, einkum þeg-
ar bæði eru nokkuð áþekk að stærð; en samt er það
sjaldan að spendýr sitt af hvorri tegund eðli sig saman,
og kemr það af því, að eðlileg fýsn þeirra leiðir þau sjald-
an til þess, en þá sjaldan þau gjöraþað, er eðlunin venju-
lega frjósöm, þ. e. þau geta þá afkvæmi saman. Meðal
inna æðri dýra, einkum húsdýranna eru þó nokkrar ólík-
ar tegundir, sem eðla sig saman, (t. d. sauðfé og geitfé,
liestar og asnar), en afkvæmin eru þá oftast ófrjó (af-
kvæmi hests og ösnu er múlasni, og fá múlar þeir venju-
lega eigi getið afkvæmi saman, eða eru ófrjóvir).
[Framh.]