Skuld - 30.01.1880, Síða 2

Skuld - 30.01.1880, Síða 2
III. ár, nr. 34.] S K U LI). [3% 1880. 406 syo sem 3 tíma eða svo tvo daga í viku í búðinni. Arsumsetningin var þó stærri þar en við sumar pær verzl- anir hér á landi, er halda verða fact- or og eina 3 fasta verzlunarpjóna. Öll bókfærslan yfir heila árið nam þar ekki yfir svo sem 50 blaðsíðumí mjóu broti. Allir sjá, hver óendanlegr kostn- aðarmunr er því á vöruskifta- og láns- verzlun á eina hlið, og verzlun móti borgun í peningum á hina. En allr slíkr kostnaðr legst nú á vör- urnar. Frá kaupmannanna hálfu mun það fljótt tilfundið móti frumvarpi vorn, að kostnaðrinn aukist aftr óhóflega fyrir kaupmenn við pað, að innflutn-^ ings-kaupmenn hafi ekkert að ferma skip sín með út aftr, og að útflutn- ings-kaupmenn hafi ekkert upp að flytja í sínum skipum, er til útflutnings purfa. En vér svörum því, að sum- part geta útflutnings- og innflutnings- kaupmenn notað sömu skipin, pannig. að annar leigir skipið upp, en liinn legir paðút; og sumpart gætipaðver- ið, að petta drægi til pess, að pað kæmist á, sem fyrir löngu ætti að vera á komið, að t. d. 3, 4 eða 5 kaup- menn á nálægum kauptúnum slægju sér saman um, að leigja í s a m e i n- ingu gufuskip til að flytja sér vörur (og utflutnings-kaupm. af sama svæði leigðu pað út aftr). |>etta hlyti að verða bæði vissara og að vér ætlum ódýrra, en in mörgu smáu seglskip með þeim mannfjölda og kostnaði, er pau hafa í för með sér. J>etta kynni að herða á kaupmönnum um slíkan gagnlegan félagsskap; og væri sá skaði eigi stór! J>á murulu sumir kaupmenn telja til pann kostnað, er pví fylgdi, að senda peninga sífelt út og inn, par sem útflutningskaupmenn pyrftu jafnan að senda peninga út og borga ábyrgð þeirra, en útflutningskaupmenn yrðu ávalt að flytja peninga inn. IJr pess- ari viðbáru gjörnm vér harla lítið. Kaupmenn vita vel sjálfir, aðkaumaðr í Khöfn, sem kaupir farm frá Eng- landi, sendir sjaldnast peninga fyrir. Hann fer og kaupir víxlbréf upp á kaupmann i Englandi og borgar með pvi. |>egar nú utflutningskaupmaðr hér parf að fá peninga fráKhöfn, pá getr hann borgað pá til pess manns par, er á að fá peninga héðan frá inn- flutnings-kaupmanni, og fær svo víxl- bréf upp á innflutsingskaupmanninn hér, seru þannig borgar honum pen- ingana og sleppr við að senda pá út. Auðvitað pyrfti samt sem áðr eitthvað af p e n i n g u m að flytjast út og inn, en pað yrði að eins 1 i t i 11 hluti af umsetrringunni. |>að er að eins fyrsta árið, meðan skipulagið væri að kom- ast á, sem peninga pyrfti að flytja inn. En hjá pví verðr nú einu sinni ekki komizt. 407 Yér viljum svo eigi orðlengja um petta að sinni, en bíða útásetninganna. |>að má vel vera, að þá hængi megi marga hér við finna, er oss dyljast nú, eða sem oss hafa eigi pótt svo veru- legir, að oss pætti vert að fara út í pá að sinni. Má og vera að sýna megi og sanna, að petta sé alt ótil- tækilegt. Yér fáum eigi séð pað, fyrr en fram kemr, og pótti oss pó vert að láta nú loks í ljósi árangrinn af langri umhugsun vorri um málið. J>að getr aldrei verið skaði að tillaga vor komi fram, svo hún geti orðið rædd. Oss pætti mjög æskilegt að þeir, er skyn bera á, sér í lagi greindirog reyndir kaupmenn, vildu láta álit sitt í ljósi — pví frá þeim búumst vér við glöggvustum augastað á göllum tillögu vorrar. En pess biðjum vér pá að gæta, að tillaga vorhefir gagn þjóðarinnar íheild sinni fyrir augum, og að eigi tjáir að líta á pað eingöngu frá hagsmuna-sjónarmiði kaupmannastéttarinnar. „Skuld“ hefir nú fært oss margar góðar ritgjörðir um ýmis mikilsvarð- andi málefni, svo sem kyrkjumálið, skólamálið, um landbúnað og gras- rækt o. fl., ekki að gleyma víndjöfl- inum hans M. J., pví petta mun höf. sjálfsagt telja eitt ið fyrsta og mest áríðandi mál pjóðar vorrar, (— ljótr bagi að hans merkilega lagafrumvarp varð ekki fullrætt á síðsta alþingi!—) En hefir „Skuld“ pá haft eins vakandi auga á sjó og landi ? Hún er pó víst ekki sjóhrædd! Nei, það er húneklri; og hún veit pó að útlendar fiskiduggur fiska árlega og óhindrað upp í land- steinum hjá okkr, og liggja hópum saman á innfjörðuin vorum, eða senda bát út af og til, til að ræna og gjöra spellvirki hér og par. En til hvers er að kvarta undan slíku? J>ó sýslu- menn vorir hafi inn bezta vilja, já, pó peir gæti breytt sér í höfrungs- líki, mundi þeim samt veita örðugt að smala öllum peim Flandra-fanz og hegna að verðleikum. Og hvað gjörir yfirstjórn vor við þessu? Jú, hún hlutast til að danskt herskip heilsi upp á okkr einu sinni á ári, þegar vel lætr. |>etta finst henni líklega næg trygging fypir að útlendir fiski- menn brjóti ekki rétt vorn og skemmi veiðarfæri vor og fiskiveiðar m. fl. — f>ó nú stjórnin sé svona vanmegnug eða framtakslítil í að vernda réttindi vor, pá megum vér pó engan veginn láta hugfallast og leggja árar í bát, heldr verðum vér með áhuga og elju að leitast við að bæta kjör vor sjálfir. Eins og áðr er sagt, hefir „Skuld“ fært oss margar góðar ritgjörðir, er miða til endrbóta á land-atvinnu vorri, en ekki minnist ég neinnar ritgjörðar ________________403 hjá henni, er miði til eflingar og endr- bóta á fiskiveiðum vorum. Sjórinner pó, eða getr óneitanlega verið oss ís- lendingum in ríkasta auðs-uppspretta, ef vér að eins leggjum næga ástundun á að nota hann á réttan hátt; en oss, austfjarða-búum væri ekki hvað sízt pörf á að íliuga þetta; pví pó fiski- veiðar hinna landsfjórðunganna söu hvergi nærri í svo góðu lagi, sem ósk- andi væri og verða mætti, pá stöndum vér austfirðingar pó langt á baki peim, að minsta kosti hvað pilskipa-útgjörð áhrærir. Æskilegt finnst mér pví að blöðin vektu máls á, og hvettu menn til verulegra endrbóta í pessu tilliti; pau ættu að vekja menn og uppörfa til félagsskapar, til að koma sér upp þilskipum og góðum veiðarfærum, einnig að útvega duglega, reynda for- menn fyrir skipin, ef peir hafa pá ekki sjálfir. — Er pað ekki harmlegt að vita til, hve lítið vér öflum oft, peg- ar við viðhöfum okkar gömlu vanalegu fiskiaðferð, oftast 2 eða 3 á smábáti, þegar útlendingar, t. d. Færeyingar, hafa fisk þvínær á hverjum gogg, og hlaða pilskip sín oft á stuttum tíma, jafnvel tví- eða príhlaða pau á sumri, þegar vel gcngr, og petta oft rét.t fyrir framan hendr vorar. En hver er pá helzta orsökin til pess, hve lítill vor afli er, í samanburði við t. d. Færey- inga? Eg held pað sé mest eða ein- göngu þekkingarskortr og vöntun nægra og góðra skipa og veiðarfæra. Islend- ingar eru af náttúrunni til alt eins góðir sjómenn eins og aðrar pjóðir, sem moka upp aflanum víðsvegar kring um land vort; en, eins og áðr sagt, vér höfum ekki næga þekking, okkr vantar skipin og voiðarfærin. Yæri nú ekki reynandi að stofna hlutafélag til að koma upp fáum þil- skipum til hákarla og fiskiveiða? Eg held sjálísagt það launaði sig vel, ef skynsamlega væri að farið. það, sem einatt er örðugast, er byrjunin, og pví pyrfti hér duglega menn til forgöngu; fé mundi ekki skorta ef viljinn væri góðr, pví liluti gætu tekið bæði sjávar- bændr og sveita. |>á er enn ein veiðin. sem kalla má að sé alveg ónotuð lijá oss, en sem pó er einhver in arðmesta, pegar allvel hepnast; pað er síldarveiðin sem ég á hér við. Ætli pað borgaði sig ekki að styrkja nokkra unga, efnilega menn til að nema pá veiði af Norð- mönnum, og síðan færa sér kunnáttu þeirra í nyt; eða pá kaupa á leigu duglega formenn frá Noregi, ogleggja peim til öll veiðarfæri? Jú, ég held sjálfsagt það borgaði sig. Hvað skyldi annars Norðmönnum ganga til að veiða síldina í fjörðum vorum? Ef peir hefðu ekki haft hag af pví, pá væru þeir sjálfsagt fyrir löngu hættir; en nú par á móti eru mynduð og eru að

x

Skuld

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.