Skuld - 12.03.1881, Qupperneq 3

Skuld - 12.03.1881, Qupperneq 3
IV., 136.] SKULD. [ll,s 1881. V 337 Pegasus. Ef við viljum skoða stuðla og höfuðstafi sein skafiaför Pegasi á gljánni, þá sjáum við bezt, hve víxlaðr asninn er; því sporin eru einatt al- staðar annarstaðar en þar, sem þau ættu að finnast að eðlilegum gangi ; sumstaðar vantar stuðla eða höfuðstafi, og þar má segja að Pegasus hafi verið gigthaltr, og valhoppað á þrem fótum. hefir aumingja dýrið tekið spretti á góðum vegi, t. d. á Glæsisvöllum, sem sýna, að það hefir verið til gangr og ferð í skepnunni einhvern tíma, sem enn eldir eftir af, og sem hefði getað haldizt, hefði skaplega verið með hana farið og maðr setið á henni, sem kunni að' ríða. En það má ef til vill líka skilja það svo, að það sé Bessastaða-Grímr, sem talar til lesandans. £»á verðr nú reyndar líka nærri hvert orð ósannindi, sem í kvæðinu stendr; en þá verðr slíkt ekki svo mikil furða, ef það er Grímr, sem talar. J>að er miklu skiljanlegra, heldr en að Bragi sé að Ijúga, gorta og misskiíja sjálfan sig. Að Pegasus Bessastaða - Gríms þoli ekki að láta tvímenna á sér, það sést á i'útleggingunumn í kverinu, f>að er hörmung að sjá, hvernig bykkjan eys og gengr aftr á bak, hvernig sem Grímr lemr hana, ekki sízt þegar Byron er kominn upp á hana fyrir aftan Grím; dýrið, sem þegar cr orðið máttfarið af austrinum Og hýðingunni, ber ekki slíkt heljar- tröll sem Byron, en sligast með byrðina, svo Grímr verðr að stíga af baki og hálftoga, hálfdraga færleikinn haltan og sligaðan eftir sér, en vaða sjálfr í kvið gegn um leirinn. Útleggingarnar, sem taka upp 20 af þessum 75 smáu síðum (og meira þó, ef með væri talin þau kvæði úr frumkvæða-tiokkinum, sem stolið er frá útlendum höfundum og sem því eru útleggingar) — já, útleggingarnar, segi ég, eru það bágbornasta í allri bókinni. Við skulum líta snöggvast á þær. 1. Sólarljóð eftir Ossian. Út- leggingin er hér undir hætti svo léttum, að hvert barn getr gjört, annað eins, ef það á annað borð hefir orðgnótt í móðurmáli sínu og dálítinn smekk. Annars er útl. þessi dágóð í saman- burði við það, sem verra er. 2. Lethe eftir Milton. Bezta útlegging höfundarins, enda hefir hann valið fornyrðalag, af því hann hefir ekki treyst sór að halda frumhætt- inum. 3. Jiafið eftir Byron. Orðavalið smokkleysislegt, svo sem að láta storminn «skríða» yfir hafið. «Ofw- beldi» er vandræða-orðskrípi, af því höf. hefir engan annan hortitt haft 338 en þetta ur, sem hvergi á heima, til að troðafí gættina, svo vísuorðið yrði rétt. þetta «en » (sed) á undan «mikilfeldi» kemr eins og and- skotinn úr sauðarleggnu m , meinlega meiningarlaust og meini ngarspillandi. Um kveðandina er ek ki að tala. Stuðlar og höfuðstafir ýmist engir til, eða ofsettir, eða þar sem þeir eiga ekki að vera. A einum þrem stöðum í öllu kvæðinu standa stuð lar og höfuð- stafir rétt, nl. í 3. og 4. vísuorði 1. erindis og í 1. og 2. og enn í 3. og 4. vísuorði 3. erin dis. — Ef á að lesa kvæðið með réttri áherzlu eftir því, sem bragarháttrinn segir til, þá verðr maðr að leggja móðurmál vort á hjól og steglur, svo öfugt fellr áherzlan á orðin. Ég tek rétt til dæmis1): «En hvort þú æðir fram í ofurbeldi (!), eða þú þú bærist ekki kyrr og rór, ertw þó ávalt eins, en (!) mikilfeldi almáttugs drottins spegill, blái sjór hæfir þér einnig... o. s. frv. eða: «Búinn dauðlegu holdi sífelt er». 4. Fall Senakeribs eftir Byron. Höf. hafði verið svo heppinn, að setja ekki nafn sitt undir þýðing þessa, er hún var prentuð fyrsta sinni (í «|>jóð- ólfi»), svo að honum var gefið, að útskúfaþessubarni, sem maðr skyldi hafa ætlað hann hefði hjarta til. Síðar hefir séra Matthías svo snildarlega þýtt þetta kvæði, að það er óskiljanlegt, að Bessastaða-Grímr skyldi ekki hylja blygðan sína, er hann sá þýðing séra. Mattíasar, og útskúfa þessum vesala leirburði úr safni sínu. Ég neuni ekki að vera að plága menn með að til- færa dæmi til þess, hver leirburðr þessi þýðing er. Eg læt mér nægja rétt þetta eina sýnishorn: »Dauðans sveif andkaldur engill um grund ög fest inum söfandi hermönnum blund« jþað verðr að iegja áherzluna á »og« og lesa »ög festi«. Ef menn vildu gjöra sér það ómak að lesa þýðing séra Mattíasar (og svo frum- kvæðið þeir, sem þess eiga kost), þá vona ég sá lestr verði nægr dauðadómr yfir þýðing Gríms. Synd er að segja það vanti stuðla í byrjun kvæðisins: »Ofan kom Assúr með óvígan her«, o. s. frv.; en hitt verðr betr hagorðum mönnum stundum, en Grírnr er, að hafa sl og st. að stuðlum saman, t. d. »síokknaði auga og síirðnaði brá.« En það œttu þó allir, sem við ljóðagjörð fást, að vita, að ef s með samhljóðanda næst >) Aherzla á samkvæmt hættinum at liggja á þeim atkvæbum, þar sem hlóþstafrinn cr prentabr mefi . skáletri 339 á eftir er stuðull, þá verðr næsti stuðul og höfuðstafrinn að vera s með sama samhljóðanda á eftir sér, sem í fyrra stuðli. 5. Aljjaskyttan eftir Schiller, er ein beð beztu þýðingum Gríms, en orð leikr á, hvort sem satt er eða ekki, að annars snjallari manns liandbragð sé á þýðingunni, en Gríms. Ég vil ekki finna að því þótt Gríms grammatík hafi »fífidjörfustum boga-sveigir« (fyrir »boga-sveigi«). Hitt þykir mér ófyr- irgefanlegri »grímska«, aðrímasvona: »0g hans bak við greipar gildu geitin hrædda felur sig, en hann drynur: „Drengur vilút dauða’ og kvölum angra mig?“« Og þetta rímlýti er full-augljóst, án þess höf hefði þurft að vekja sérstaklega athygli lesandans á því, með því að stafsetja »vi/(tu« (fyrir »viltu«). 6. Stef h'órpuleikarans eftir Oethe. Braglýti í síðara erindinu. Uýðingin öll skelfilega þunglammaleg. 7. Fislámaðrinn eftir sama. I 5. vísuorði 2. erindis er of stutt milli stuðla (því vissirðu, Ave Tíumrum er«). þ>ýð. hefir getið þess í athgr, að skothenda sú (réttara væri nú »rímleysa«, því »skothenda« er alt aunað, þó Grímr viti það ekki), sem er í næstsíðasta vísuorði síðasta erindis, »finnist« einnig í frumkvæðinu; það er nú gott og gilt. En hvar vill hann »finna« því stað, er hann hefir ekki færri en 6 (segi og skrifa sex) stuðla í þessu vísu-orði, auk höfuðstafs, ins sjöunda, í næsta vísu- orði? — Vísuorðið er svona: nllálfdró Mn /?ann, Mlf-Éné Mnn fram og Avarf á samri stund.« Eftir kreddu Gríms, sem álítr á sama standa, á hvaða stað í vísu- orðunum stuðlum er slengt eða stráð eins og pipar á plokkfisk, hljóta öll þessi sex h að vera jafnborin tit stuðla- tignar, og því jafn-réttræð sem stuðlar. þ>annig verða sex stuðlar í vísuorðinu. Minna má nú gagn gera. Sumstaðar er einn stuðull eða enginn í kveðskap haus. Væri nú ekki betra minna og jafnara ? — J>ví sex — nei, það er þó hreinasta óhóf! Höf. »ljóðmæla« þess- ara er þíngmaðr eins og ég, og honum er eins og mér ant um að efla tekjur landsjóðsins á hagkvæman hátt; hann er enn fremr tolla-vinr mikill, meiri en ég; mundi eigi mega vænta fylgis hans með frumvarpi, ef það yrði upp borið, um að leggja toll nokkurn tals- verðan á óþaifa stuðla (fleiii en tvo í vísuorði) og höfuðstafi (fleiri en einn í vísuorði) ? — Ég' heiti þvílíku frumvarpi eindregnu fylgi mínu. [Niðrl. sffiarj.

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.