Skuld - 31.03.1882, Blaðsíða 1

Skuld - 31.03.1882, Blaðsíða 1
Árg., 32 nr., kostar 3 kr.; borgist í sumar - kauptíð til Einarsprentara pórðarsonar. Eftir að V' árgangs eru út komnir, gildir eigi uppsögn á næsta árgangi. i I L B. 1882. Afgreiðslustofa í prent- smiðju Einars pðrðarsonar. Rit stjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Nr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. V. árg. Reykjavík, Föstndaginn Bl. marz. Nr. 147. Sprettur. Jeg 1 ierst á fáki fráura fram um veg, mót fjallalilíðum háum Meypi jeg, og golan kyssir kinn og á liarða, liarða spretti hendist áfram klárinn minn. pað er sem fjöllin fljúgi móti mjer; sem kólfur loftið kljúfi klárinn fer, og lund mín er svo ljett eins og gæti’ eg gjörvalt lífið :,: geysað fram í einum sprett. :,: Iive fjör í æðar færist fáknum með! Iive hiartað Ijettar hrærist! Hlær við geð — að finna fjörtök stinn. pú ert mesti gæðagammur, :,: góði Ljettir, klárinn minn! :,: Ifve hátt ’hann lyftir hnakka, Iivessir brá og hringar hreykinn makka — horfið á! Sko, faxið flaksast til! Grundin undir syngur sönga sljett við Ljettis hófaspil. :,: En læg nú sprettinn, Ljettir! líttú á, við eigum brekku ettir; hún er há. Nú ægjum við fyrst ögn, áður söng og hófahljóði :,: förum rjúfa fjallapögn. :,: Hannes Hafsteinn. (Aðsent). Meira um iniskrúkun á landsfje. Herra ritstjóri! — í síðasta númeri blaðs yðar var grein um "misbrúkun á landsfje», sem mjer og mörgum öðrum hefir fallið vel í geð j>ví að það er mál, sem víst var full þörf á að hreifa, en blöð vor hafa hingað til verið lielzt til spör á það, og get jeg þó með engu móti annað sjeð, en að slíkt sje almenning varðandi mál, og álít jeg alveg rangt að skoða það sem áleitni við einstaka menn, er í hlut eiga, að tala um slíkt, þegar það er gjört á sæmilegan hátt, eins og hjer befir átt sjer stað. En grein þessi vakti upp fyrir mjer mál sem mjer og líklega fleirum var fallið í gleymsku en sem jeg verð að ætla að rjettvístsje að draga nú fram í dagsbirtuna við þetta tækifæri. pað er í dag einmitt hálft 19. ár síðan að dómsmálastjórnin ritaði stiftisyfirvöldunum svo látandi brjef, dags. 27. október 1863 (prentað í "Tíðindum um stjórnarmálefni íslands», I. bd., bls. 773): »Halldór Friðriksson, kennari við inn lærða skóla í Reykjavík, hefir sent stjórnarráðinu bænarskrá um, annaðhvort að ið opinbera taki að sjer kostnaðinn við útgáfu innar yngri Eddu, sem hann hefir í hyggju að gefa út, þó svo að hann þá fái 100 rd. í ritlaun, eður að honum verði veittur 150 rd. styrkur til að standast kostnaðinn við útgáfu bókarinnar, sem hann þá að öðru leyti kostar sjálfur, Um þetta skal yður til vitundar gefið, herra stiftamtmaður, og yður, háæruverðugi herra, sjálfum yður til leiðbeiningar og til þess þjer kunngjörið það Halldóri skólakennara Frið rikssyni, að stjórnarráðið ekki getur tekið til greina ið fyrra af því, sem hann hefir um sótt, en þar á móti veitir þaðhonum 150 rd. styrk, til að gefa Út bókina á sinn eiginn kostnað. pess skal getið að landfógetanum á íslandi hefir í dag verið ritað um að greiða fje þetta úr jarðabóhars/óðnumn. Herra Halldór hefir því fengið út borgaðan 150 rd. (== 300 króna) styrk «t.il að gefa út á sinn eiginn kostnað« Snorra-Eddu. Nú er liðið 18 ‘/2 ár síðan. pessar 300 kr., sem kennarinn hefir vafalaust ekki borðað út, heldur geymir sjálfsagt vandlega, hafa náttúrlega ávaxtazt með 4 af hundraði, má gjöra ráð fyrir, og eru því með rentum og rentu rentum orðnar liðlega 600 krónur nú. Síðan hefir nú Snorra-Edda verið gefin út, og að því er þeir segja, er vit hafa á, verið gefin vel út alveg styrktarlaust, svo að nú er engin þörf lengur á útgáfu herra Halldórs. pað má því ganga að því vísu að vor árvakra landsstjórn gjöri gangskör að því nú loksins að heimta inn aftur að minsta kosti inn upprunalega höfuðstól (300 kr.), því að það, að hafa þennan höfuðstól rentulaust til afnota í 18'/a ár, sem má meta fullkomlega 300 króna virði, sýnist að vera nægileg borgun handa yf- irkennaranum fyrir það, að láta vera að gefa út Snorra-Eddu! Sá, sem þetta ritar, hefir heyrt, að dánar- bú Jóns Sigurðssonar hafi orðið að endurgjalda inu opinbera styrk, er hann hafði fengið út- borgaðan til bóka-útgáfu, er hann hafði eigi leyst af hendi. En af því er ljóst, að ið opin bera á fulla heimting á að fá slíkt styrktarfje endurgoldið, ef þau skilyrði, sem veitingin er bundin, eru eigi uppfylt. En jeg get ekki sjeð hvers vegna á að geyma að innheimta slíkt þar til maðurinn er dauður. Hjer er útsjeð um að Edda komi út, og pörfin á útgáfunni 25 sem átti sjer stað þegar fjeð var veitt, er nú horfin. pað er auðvitað, að nú getur ið opinbera fengið þetta endurborgað, þar sem hægt er að halda því eftir af launum hlutaðeiganda, en ó- víst er, hvað til verður upp í skuldir hans, þeg- ar hann fellur frá. Að ending skal jeg geta þess, að þótt styrk- ur þessi væri veittur áður enn fjárhagsaðskiln- aðurinn komst á milli íslands og Danmerkur, )á er það engum efa bundið, að það er lands- sjóður, sem nú á skuld þessa, samkvæmt 5. gr. stöðulaganna. 27. marz 1882. Reykvikingur. Dálítið um Níhílista-máliö (eftir Finn Jónsson). (Niðurlag). "En nú fyrst hófust sífeldar og óþrjót- andi ofsóknir móti mjer af hálfu þeirra, sem yfir mjer stóðu, og jeg neyddist til þess að skilja við flotann. Jeg fór heimleiðis gegnum Síberíu, og fjekk sýslu heima, en ofsóknunum linti ekkl, eigi móti mjer einum, heldur hófust )ær og móti móður minni og systur. Eftir nafn- lausri sakargift var in yngsta systir mín, sautj- án vetra, alt í einu flæmd til Síberíu, og rjett fyrir skömmu er hún aftur komin, og síðan uafa menn í hægðum sínum farið að rannsaka, tvort hún hefði gjört sig seka í nokkuru eða eigi. Eldri systur mirini, þungaðri, var kastað í fangelsi, og vissi enginn fyrri til; en skömmu eftir þó látin laus. En þetta fjekk henni þó svo mikils, að hún ól barnið fyrri en tími var til, og var nær dauða en lífi; barnunginn grjet sex daga og andaðist í örmum míuum. J>að lá við að jeg týndi mjer sjálfur af sorg og mót- drægni, en rjeð það af, að verja því sem eftir væri öðrum til heilla. Jeg var orðinn sann- færður um, að jafningjar í Rússlandi eru einir allra heiðarlegir menn, og jeg má fullyrða, að mörg hundruð þúsunda eru samþykkir skoðun- um níhílista, þótt það sjeu fæstir, sem hafi ver- ið riðnir við skelfiverk þeirra. petta kann að koma af því, að svo fáir hafa dugnað og þrek. Jeg er heldur enginn garpur, og var í öndverðu móti skelfingaverkunum; en á ferð minni um Síberíu hafði jeg sjeð, hversu ungir menn, svo þúsundum skipti, saklaus börn, flæmd án laga Og dóms í útlegð, voru hermilega haldin og svívirðilega misþyrmt, og þá sá jeg, að án skelfi- verka verður ekkert unnið í Rússlandi. pau eru ráðið til að ná markinu,en ekki markið, og markið er, eftir því, sem jeg veit bezt, sama frelsi, sem drotnar í Vestur-Evrópu. Við þekkjum ekki neitt til deilu um stjórnar-myndina. pað er ósatt að vjer \iljum brjóta niður allan eignar- rjett. Vjer erum fullkomlega ráðvandir og

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.