Skuld - 19.04.1882, Blaðsíða 3

Skuld - 19.04.1882, Blaðsíða 3
31 eigi hærri en 100 kr. Burðareyri skal átallt borga fyrir fram undir þær, og er hann fyrir hverjar 30 kr. eða minna.........................................20 — þó svo að hann verði undir enga ávísun hærri en ...............................80 — A. B r 1. 2. 3. 4. 5. B III. Milli íslands og utanríkislanda (sbr. Stjórnartíðindi 1876 B 8). efsendingar: .4/menu brjef'. fyrir hver 3 kvint eða minna ............................20 — Brjefspiöld..............................................................10 — Kro*sbandssendingar, fyrir hver 10 kvint eða minna.......................5 — þó eigi minna en 10 a. undir sending, sem sýnisvarningur er í, og eigi minna en 20 a. undir sending, sem viðsldptaskjöl eru í. Prentað mál og viðskiptaskjöl má vega allt að 4 pd. (sýnisvarningur 50 kv.). Meðmcelingargjald..........................................................16 — Verðbrjef. (Flytjast að eins til einstakra ríkja og ekki til Bretlands nje Bandaríkjanna í Norður-Ameríku). Mótaða peninga má eigi í brjef leggja nema til Noregs, Svíþjóðar og pjóðveijalands; um þau lönd gildir sú regla, að leggja má smá-upphæðir í brjef eins og innanlands. Til ann- ara landa má að eins leggja í brjefin brjefpeninga eða önnur verðskjöl. Burðareyrir undir þessi brjef er: 1. ofannefndur burðareyrir eptir vigt 20 a. (fyrir hver 3 kv.); 2. meðmælingargjald 16 a.; 3) ábyrgðar- gjald 18 a. fyrir hverjar 144 kr. Böggulsendingar. Pósthúsin í ReyTtjavik, á Akureyri, á ísafirði, á Stykkishólmi og á Seyðisfirdi geta skipzt böggulsendingum á við nokkur utan- ríkislönd, ef þær vega eigi yfir 6 pd. og fullnœgja skilyrðunum í Parísarsátt- málanum 3.nóvbr. 1880, sbr. Stjórnartíðindi 1881 B, nr. 132 og 143; slíkar sendingar verða að ganga í gegnum hendur dönsku póststjórnarinnar. Burð- areyrir er þessi: Til Noregs og Svíþjóðar: fyrir böggla er vega undir 3 pd., fyrir hvert pd. 30 aur. — — — — 3—6 —, alls fyrir böggul 1,20 — — pjóðverjalands, fyrir hvern böggul................................. 72 — — Austurríkis, Ungverjalands, Svisslands, Hollands, Belgíu, Frakklands, Luxembourgar, fyrir hvern böggul...................................1,08 — — Ítalíu, Montenegros, Rúmeníu, Serbíu, fyrir böggulinn.............1,62 — — Bolgaralands, fyrir böggulinn .........................................1,98 — — Tyrklands og Alexandríu í Egyptalandi, fyrir böggulinn............2,16 — — annara staða í Egiptalandi, fyrir böggulinn.......................2,34 — C. Póstávísunum skiptist pósthúsið í Reykjavík á við lönd þau, er nefnd eru hjer á eptir, fyrir milligöngu dönsku póststjórnarinnar, og er við hvert land tiltekin hæsta upphæð, sem ávísun má nema, og burðareyririnn, sem ávalt skal fyrirfram greiða. Noregur og Svíþjóð (hæst 360 kr.). Burðareyrir 18 a. fyrir hverjar 18 kr. eða minna, minnst.......................................36 — fjóðverjaland (hæst 400 mörk = 360 kr.). Burðareyrir 9 a. fyrir hverjar 18 kr. eða minna, minnst................................36 — (hæst 500 frankar = 365 kr.) ý Belgía Frakkland Italía Luxembourg Holland Portúgal Rúmenía Svissland Egiptaland (- - Burðareyrir: aur. fyrir hverjar 18 kr. minna, minnst . . eða 36 — ->/ (— 400 gyllini = 600kr.)l^ (— 90.000 reis =360—)/ 10 (— 500fraukar = 365 —) (—1800pjastrar= 360 —) Konstantinopel(— 400 mörk =360 Bretland hið mikla með írlandi og Austur-Indlandi (180 kr.); fyrir 50 kr. eða minna 25 a.; yfir 50 og til lOOkr., 50 a.; yfir 100 kr. 75 — Bandaríkin í Norður-Ameríku (hæst 50 dollars = 189 kr.): fyrir allt að 5 doll............... 50 a. — 5-10 —...................84 - — 10-20 —................... 156 - — 20—30 —................... 232 - — 30-40 —................... 308 - _ 40—50 —................. 373 - Landshöfðinginn yfir íslandi, 6. marz 1882. Hilmar Finsen. Jón Jóusson. Bjornson og krisindómiirinn. í 13.—14. nr. «Noröanfara» þetta ár sténd- ur brjef frá sjera Jóni Bjarnasyni, sem meðal ýmislegs annars innihalds gjörir og að umtals- efni æfisögu-ágrip tveggja Norðmanna, er jeg hefi samið fyrir Hjóðvinafjelagið og prentuð eru i Almanaki þess fyrir 1882. — Æfisögu-ágrip þessi hafa nú fengið svo góðan róm hvervetna meðal lesenda Almanaksins, að mjer stendur á sama, hvað blöð segja um þau, enda lýkur sjera Jón þvi lofsorði á þau, að þau sje «fróð- leg og skemtileg, snotur og lipurlega samin». «ísafold•> nefudi æfisögu Bjornsons í haust á þann hátt, sem þeim rithöfundi er laginn, sem rekur sannleik, æru og samvizku í skammar- krókinn, þegar hann sezt að penna; mjer datt ekki í hug að svara því einu orði, því að jeg vissi, að enginn vandaður maður mundi taka mark á því. Jeg tek þetta fram til þess að sýna, að jeg tek ekki til andmæla af hjegóma- girni sem höfundur, þvi að þá hefði jeg oft mikið að gjöra. En jeg tek til audmæla í þetta sinn, af því að það, sem jeg verð að álíta ranghermt og jafnvol gálauslega ógóðgjarnt í grein sjera Jóns, kemur einmitt frá honum, sem jeg met mikils eins og margir aðrir, og getur því orðið trúað af ýmsum, sem þekkja eigi sjálfir til, hvað rjett er í þessu máli. Sjera Jón ber mjer á brýn, að jeg hafi “breitt ofan á ina svörtu og sorglegu hlið á lifsstarfi þessa merkismanns, og enginn mundi síður þakka fyrir það, en Bjornson sjálfur, því að það er einn af hans góðu eiginlegleikum, að hann dregur aldrei dulur á skoðanir sínar, hversu öfugar og óvinsælar sem þær kunna að vera». Með öðrum orðum : sjera Jón ber mjer á brýn, að jeg hafi viljað gefa lesendum míu- um skakka hugmynd um Bjornson, með því að breiða yfir trúarskoðanir hans, sem jeg hafi ótt- azt að mundu baka honum óvinsældir. — Hvað hefi jeg svo sagt um trúarskoðanir Bjernsons? Jeg hefi sagt, að «haun var lengi framan af á- hangandi Grundtvigs-skoðana í trúarefnum, en berst nú at alefii fvrir frjálsri rannsókn í þeim efnum; er slíkt eöliieg þroska-framför einlægrar og sannleiks-þyrstrar sálar». Við þetta vil jeg nú bæta þeirri athugasemd, að Bjornson hvergi í neinni at bókum sínum hefir gjört trúarskoð- anir sínar að aða/umtalsofni sínu. Sú köllun, sem hann hefir helgað starf sitt, er, fyrir utan skáldskapinn, menning þjóðar sinnar í stjórn- málum og öllum hugsunarhætti og betrun hennar í siðferðislegu tiliiti; en hvað trúna snertir, lætur hann sjer, mjer vitanlega, nægja að prjedika umburðarlyndi og rjett hvers manns til að trúa því, sem hann vill. En þá þekki jeg sjera Jón Bjarnason ekki framar, ef hann ekki viðurkennir þennan rjett og álítur að hverj- um sannkristnum manni beri að viðurkenna þennan rjett, eins vel fyrir þá, sem ekki eru kristnir, sem fyrir hina, sem kalla sig kristna. Jeg þykist hafa sjeð það á ýmsu, að Bjornson muni sjálfur ekld trúa öllu því, sem kallað er kristindómur. £að gjöri jeg heldur ekki, og hvað margir gjöra það, ef þeir eiga að leggja hönd á hjárta og svara fyrir guði og samvizku sinni? Gjörir sjera Jón það i einu sem öltu?

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.