Skuld - 19.04.1882, Blaðsíða 4

Skuld - 19.04.1882, Blaðsíða 4
32 En þetta er ekki aðalatriðið heldur. f>að eru svo mýmargir, sem eigi trúa öllu því, sem kyrkjan kallar kristindóm, að það er ekkert sjer- lega einkennilegt í því fyrir Bjornson. Hverju Bjornson trúir eða ekki trúir, það kemur æíi- söguritara hans að eins við að svo miklu ieyti, sem þetta lýsir sjer í verkuna hans og hefir á- hrif á þau eða skýrir rjettan skjlning þeirra. En nú vill svo til, að Bjornson hefir hvergi. mjer vitanlega, prjedikað fyrir mönnum, hverju þeir sky-ldu trúa eða ekki trúa ; en hann hefir brýnt fyrir mönnum, að þeir, sem trúa öðru en vjer eða ekki því, sem vjer trúum, hafi sama rjett til sinna skoðana, eins og vjer. Sjera Jón segir Bjornson hafi á síðari árum «gjorzt beinn fjandmaður kristindómsins-. Sjera Jón þekkir Bjornson hvorki persónuíe.ga nje af brjefa- skiptum við hann, svo að hann hiýtur að byggja dóm sinn á ritum Bjornsons eða þá að dómur hans er ekki sjálfstæður dómur, heidur endur- tekning á dómum einhverra annara. Jeg er nú að vísu eigi mjög ókunnugur ritum Bjornsons, en þó vil jeg eigi fortaka, að sjera Jón kunni að vera kunnugri þeim, enda iítur út .fyrir að svo sje, ef hann þekkir nokkuð það í þeim, er sýni að B.jornsón sje «beinn fjatidmaður krist- indómsins;'> því að jeg þekki ekkert slíkt í rit- um hans. Og í fullri alvöru get jeg eigi bund- izt þess, að gruna, að sjera Jón hafi ekki bygt þennan dóm á eiginni ranusókn. Ef hann getur fært sönnur á mál sitt úr ritum Bjornsons, þá skora jeg á hann að gjöra það1. Sú sakargift, sem hann'færir á hendur Bjornson hjer er svo þung, að það er skylda hans að færa rök- fyrir henni, svo framarlega sem hún er á rökum bygð. En sje hitt, sem mig grunar heldur sje, að sjera Jón hafi hjer farið eftir dómum ann- ara, eftir dómum óhlutvandra mótstöðumanna Bjbrnsöns, eftir steggjuddmum um haun, þá er það siðferðisleg skylda sjera Jóns að kannast berum orðum við það. f>að er skylda hans við Bjornson, s'ém hann hefir mest rangt gjört; og það er líka skylda hans við mig, sem hann héfir"og rangt' gjört með því, að drótta.að mjer að jeg <>breiði ofan á» sannleikann til að færa iésendur mína á tálar. Að mjer skjátli oft, af því að mjer er það ekki gefið að sjá alt rjett, það kannast jeg við. En að jeg vísvitandi «breiði ofan yfir-> nokkuð, sem segja bæri, það kannast jeg ekki við. — |>að er að síðustu skyfda sjera Jons við frelsið og framfarirnar, að kannast við það,’ að hann hafi folt hjer á- stæðulausan sleggjudóm, ef hann getur eigi fært rök fyrir dómi sínuro; því að ef það er satt, sem liann segir (og jeg er því fyllilega samdóma), að það sje «ekki rjett af þeim, sem viija kristindómslrfi þjóðar vorrar vei, að fræða alþýðu um slíka menn eins og Bjornson, en benda ekki með einu orði á það, sem er hættu- legt Og öfugt í stefnu þeirra» — þá er hitt ein3 V’ist, að það er hvorki rjett nje vel gjört af þeifh', sem vjlja vél frelsi og framförum, að varpa sandi i augu almennings með því að út- breiða ástæðulaust þær sögur um forvígismenn 1) En það or auðvitað, að það dugir eigi að sanna að Bjamson sje sjálfur eigi kristinn í ströngum skiln- ingi. það verður að sanna að b.ann í starfsemi sinni komi fram sem „beinn fjandmaður kristindómsins11. frelsis og framfara, er kasta rýrð á þá í almenn- ings-augum. Jeg vona, að sjera Jón hafi sið- ferðislegt þrek til að kannast við, að hann hafi hlaupið á sig, ef hann hefir felt dóm sinn að eins eftir ummælum annara, í stað þess að dæma Bjornson eftir verkum sínum. Höfundur æfi-ágripanna í þjóövinafjelags- Almanakinu 1882. Um Eyrarbakkaskólann og alpýðuskóla yfir liófuö. Vjer höfum fengið brjef úr Árnessýslu frá ýmsum merkum mönnum um skóla þeirra Ar- nesinga og stofnun hans og fyrirkomulag. Lýsa fiest þessi brjef því, að menn eru þar ekki nærri vel ánægðir með skólastofnunina og aðgjörðir sýslunefndarinnar í þessu máli. Sum lýsa líka óánægju yfir aðgjörðum skólamálsnefndarinnar á alþingi síðasta. Og með því að einn merkur maður þar í sýslunni hefir skorað á oss að ræða málið í blaði þessu, þá viljum vjer verða við þeim tilmælum, og leyfum vjer oss að prenta hjer kafla úr brjefi hans, er sýnir, í hverja átt að álit ýmsra þar gengur, og getur sá kafli þannig verið undirstaða fyrir því, er vjer ræð- um um málið. Hann skrifar meðal annars; «En þótt sýsluefndin hafi stofnað skólann með því að fá leigðar kenslustofur, áttu sýslubúar yfir höfuð engan þátt í þessu. — Allir finna að vísu nauðsyn mentunarinnar og nytsemi þá, sem bún hlýtur að færa. En þó um góðan hlut sje að tala, er þó mikið í það varið, hvernig honum er fram komið, og að setn mest not fáist með sem minstum kostnaði. Margir hjer í sýslu eru nú mótfallnir ályktun þingsins um skólahjeruð og yfir höiuð sýsiuskóla. Álíta betra og kostn- aðarminna að hafa skólana stærri og færri og með því hljóti þeir að svara betur tilgangi sín- um. Flestir bændur úr líangárvalia-, Árness-, Oullbringu- og Kjósar-, Borgarfjarðar og Mýra- sýslu hafa meiri eða minni verzlunar-viðskipti við Reykjavík, og skólakostnað pilta sinna verð- ur þeim flestum hægast að greiða gegn um verziunina. Með Eyrarbakka er alt öðru máli að gegna; þar verzla ekki nærri allir og þar er verzlunin í öllu örðugri landsmönnum, því að hægðin í viðskiftunum við Bakkan er tíðum dýrkeypt. jpað er nú búið að áætla kostnað við Eyrarbakkaskólann og verður hann árlega um 2500 kr., en skólinn rúmar í rnesta la»i 20 pilta; verður pví kenslukaup hvers einstaks, auk fæðis, húsnæðis, ijdss og hita, á annað hundrað krónur fyrir 7‘/» mánuð, sem skóla- tíminn er ætlaður, og er þó áætlun þessi lík- tega í lægra lagi í mörgu. — Væru aftur áður- nefndar sýslur sameinaðar um einn skólá, sem rúrnaði frá 60 til 80 pilta (meiri 'aðsókn gjöri jeg ekki ráð fyrir fyrst um sinn) og sem skipt væri í 3 deiidir, myndi kostnaðurinn langt um minni úr hverju sýslufjelagi, það er að segja ef búast mætti við líkum styrk til slíkrar skóla- stofnunar, sem gefin en von um úr landssjóði til sýsluskólanna, en að líkindum engum vafa bundið að kenslan yrði meiri og betri, hægra að fá góða kennara, hægra fyrir pilta, sem sköruðu fram úr, að afla sjer mentunar utan skólans. A það má líka líta, að í mörgum sýslum eru skólar ómögulegir, nema að fá skóla- jarðir keyptar eða leigðar, og skólastjóri eða sjerstakur maður sæi piltum fyrir fæði, en þetta mundi, þegar litið er á vegleysur okkar og þar af leiðandi afardýra aðdrætti verða fjarska dýrt bæði hvað snertir húsabyggingar og fæði — En spursmálið er nú: Hefir þingið slegið þessu skólamáli föstu? Eða er það ekki enn að nokkru leyti hálfgjört eða ógjört? þ>að er nú þetta, sem jeg vildi fræðast um af yður, og áliti jeg ið mesta þarfaverk ef þjer vilduð sem fyrst rita i blað yðar leiðbeinandi ritgjörð í þessa stefnu, því enginn efi er á því, að mögum er þetta á- ríðandi mál, en svo óljóst, að þeir vita ekki hvað segja skuli». (Niðurlag síðar). — Seinast liöinn hálfan mánuð kefir fiskazt sæmilega á Vatnsleysuströnd, Álftauesi,Reykjavík og nokkuö á Akranesi. — Gott kafli helir hjer nú verið selt á 58 a. pud. og iakara á 50 a. Kandissykur á 45. a. Korn- vara með líku verði og áður. — «Reykjavíkin» . kom nýlega inn hjer með um 70 tn. lii'rar. — Haraldsen skipstj. frá Færeyjum, sem hleypti hjer inn í gær, hefir afiað yfir 6000 af þorski. Komin skip, 7. apríl. IDA, 108 Tous, skipstjóri E. P. Bruhn með allskonar vörur til C. F. Siemsens verzlunar. 7.----AKNETTE MATTHILDE i 02 Tons, skipstjóri Lauritzen, með allskonar vörur til Knudtzons verzlunar. 7.---- ISLAND, 112 Tons, skipstjóri Christjansen írá Koregi, með.timb- urfarm til iausakaupa. 11------- LUCINDE, 102 Tons, skipstjóri Henrichseu, með ailskonar vörur til Knudtzons verzlunar. 14.------«DAGMAR», 99 Tons, skipstjóri Andersen, með alskonar vörur til Brydes-verzlunar. 16.------MAKIE CHRÍSTINE, 61 Tons, skipstjóri Bonnelykke, með alskonar vörur til Smiths-verzlunar, Geirs Zoega og Hlutafjelagsins. 18.------JOHANNE, 75 Tons, með vörur til Brydes-verzlunar. 18.------«SPKITE», færeyskt fiskiskip, skip- stjóri Haraldsen (að sækja vatn). Auk þessa eitthvað tvö frakknesk fiskiskip. A u g’ 1 ý s i n g a x* eru teknar upp' fyrir 50 au. hver þumlungur af lengd dálks. Minsta auglýsing 25 au. — Út- lendar augiýsingar 50°/o meira._________________ —•• Skrifpappír, brjefaumslög og penrrar fást með inu sama góða verði hjá Einari J>órðar- syni og áður. (féjjf* Næsta blað í næstu viku. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: J ó n Olafssou, alþingismaður. Prentuð bjá Einari pór[ðarsyni á hans kostnað.

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.