Skuld - 01.05.1882, Blaðsíða 2

Skuld - 01.05.1882, Blaðsíða 2
34 um, að þeir 20 nemendur, er sækja kynnu til Reykjavíkur, yrðu þeir sömu 20 nemendur, er sækja skólann á Bakkanum? Er höf. viss um að margur fátækur og umkomulaus unglingur, sem klýfur tvítugan hamarinn til að afla sjer innar minni fræðslu á Bakkanum, yrði ekki að gefa frá sjer að verða aðnjótandi innar meiri fræðslu í Reykjavík, en aftur yrði eitthvert efna- manns barn, er síður væri fært um að nema, eða sem mundi leita sjer náms á æðri skdla, hvort sem væri, til að fylla töluna í skarðið? J>að er einmitt það, sem sýsluskólarnir eiga að gjöra, það er að vera alpýðuskólar, sem gefa sem flestum, einkum af þeim efnaminni og um- komulitlu, færi á að afla sjer ýmsrar þeirr- ar þekkingar, er æskilegt væri, að sem allra flestir alþýðumenn geti náð. þeir geta jafn- framt orðið reynslu-skóli, sem sýnir, hverjir af nemendum hafi sjerlega hæfileika til frekara náms, og hverja því vert sje að styrkja lengra. J>að var tilgangur skólamáls-nefndarinnar, að sýsluskólarnir yrðu eins konar milliliðir ruilli barnaskólanna (eða barnafræðslunnar) og gagnfræða-skólans. Skilyrðið fyrir inntöku í sýsluskólana eða alpýðuskólána, sem vjer vild- um helzt kalla þá, er sú kunnátta í kristindómi, lestri, skrift og reikningi, sem nú er lögboðið að veita öllum börnum. þ>egar alþýðuskólarnir eru komnir á fót nokkurneginn víða, þá ætti vafalaust að hefja skilyrðin fyrir inntöku á gagnfræðaskólann á Möðruvöllum (eða aðra gagnfræðaskóla) þannig, að inntökuskilyrðið yrði viðunanleg kunnátta í öllum þeim greinum, sem kendar eru á alþýðuskólunum. £>egar þetta er þannig í lag komið, þá er í fyrsta skóla- skipun landsins orðin «organísk» heild. Kostnaðar-spurningin viðurkennum vjer fús- lega að er ávalt þýðingarmikil fyrir svo efna- litla þjóð, sem vjer erum íslendingarnir; en þó getum vjer engan veginn álitið hana þýðingar- mesta atriðið í pessu máli. I vorum augum er pað aðalatriðið um fram alla aðra hluti, að öllum, sem hafa einlægan vilja og löngun á að afla sjer þeirrar uppfræðslu, sem ætlazt er til að alþýðuskólarnir veiti, verði sem ljettastur og greiðastur aðgangur að þeim. Oss þykir nefnilega ekki eins mikið undir því komið að 2 til 3 hundruðum unglinga um alt land veitist k03tur á að afla sjer sem mestrar þarfrar og æskilegrar mentunar, eins og að 2 til 3 þús- undum unglinga veitist færi á að afia sjer peirrar mentunar (þótt skemur nái), sem sjer- hverjum upplýstum alpýðumanni er, ef rjett er skoðað, alveg nauðsynleg og ómissandi. par sem nokkurt stjórnfrelsi er í lög leitt. svo sem óneitanlega er hjá oss (hve miklu sem ábóta- vant kann að vera), þar er nauðsynleg mikil alpýðument\xn. Skilyrðið fyrir því, að stjórn- frelsi hverrar þjóðar sem er, verði annað og meira en pappírsfrelsi, er það, að þjóðin sje í andlegu tilliti því vaxin að taka þátt í stjórn sinni. En til þessa útheimtist ekki svo mjög, að ríkið eða landsstjórnin gefi einstökum mönn- um kost á sem fullkomnastri mentun; því að ; það bregst aldrei, að þeir verða ávalt nokkrir, er afla 'sjer hennar, hvort sem landsstjórnin j («ið opinbera») styður að því eða ekki. En hitt útheimtist miklu fremur, að landsstjórnin veiti sem fíestum kost á vissu mentunarstigi, þótt eigi sje svo afarhált; enda væri óhugsandi sú alþýða, að allir væru sprenglærðir. Aðalat- riðið er, að sem flestir nái því, að öðlast nokk- urs konar grundvöll nauð'synlegustu pekkingar og skymamlegrar hugsunar, að menn verði, ef vjer mættum svo segja, afheimskaðir með upp- eldinu. «Sapientia prima: caruisse stultitia«. Kostnaðurinn er þannig í vorum augum ekki fyrsta atriðið. Hitt er spurning fyrir sig, hvorteiun gagn- fræðaskóli hjer á landi (Möðruvallaskólinn) nægi þörf vorri. Um það þorum vjer ekkert enn að fullyrða. In mikla aðsókn að Möðruvallaskólan- um, þar sem helmingi fleiri beiðast inntöku, en fengið geta, mætti virðast benda á, að skólinn nægi ekki einn. En við þetta er að athuga, að af því að alla alþýðuskóla skortir enn, að kalla má (vjer þekkjum að eins einn slíkan enn hjer, alþýðuskóladeildina í Flensborg), þá sækir vafalaust að Möðruvallsskólanum mikill fjöldi, sem annars mundi heldur leita alþýðuskólanna, ef kostur væri. f>ykir oss því líklegt, að að- sóknin rjeni töluvert eftir því sem alþýðuskól- arnir komast á fót. Og fyrri getur Möðruvallaskólinn varla orðið rjettnefndur gagnfræðaskóli, því að eins og nú er, að þeir, sem í liann koma, þurfa ekki annað, en vera læsir og kunna að draga til stafs, getur eigi bjá því farið, að mikið a! kenslutímanum eyðist til að kenna piltunum það, sem ætti að kenna á lægri skólurn og sem þeir því ættu að kunna áður eu þeir fá inn- töku í gagnfrœðaskólann. f>annig mundi því einnig pessi skóli (gagnfræðaskólinn) stórkost- lega græöa á stofuun sýsluskólanna. [>á fyrst er þeir eru á fót komnir, getur von á verið, að hann geti náð tilgangi sínum og svarað til nafns síns. f>á liggur loks fyrir að svara spurningu þeirri: «Hefir þingið slegið þessu skólamáli föstu? Eða er það ekki enn að nokkru leyti hálfgjört eða ógjört?• — Til þess liggur það svar, að það fje, sem þingið veitti til eflingai skólastofnunum, það var veitt til þess, að því yrði varið samkvæmt áliti skólamálsnefndarinn- ar. Fjárlaganefud neðii deildar tók þetta munnlega fram við landshöfðíngja, er hann kom til viðtals við nefndina, og neðri deild gjörði þingsályktun í þá átt að skora á landsstjórnina að fylgja áliti nefndarinnar í fjárveitingum, og landshöfðingi hefir lofað að gjöra svo, og oss er það kunnugt, að hann mun álíta ályktunina bindandi fyrir sig, og vjer þorum að fullyrða að hann mun eigi ætla sjer að víkja frá .henni. þ>að fer því fjarri, að unt sje að álíta það «ó- gjört», sem þingið hefir gjört; og os3 virðist vera svo glögg og góð heildarhugsun í nefndar- álitinu, að engin ástæða geti verið til, að kalla það «hálfgjört». Málinu er því að vorri ætluri nú um sinn «slegið föstu» af þinginu. En auð- vitað er, að nýtt þing getur aftur breytt því, sem síðasta þing gjörði; en oss virðist engin ástæða til að ætla, að þingið fari til þess fyrst um sinn, að umturna því skipulagi, sem síðasta þing kom á mál þetta. Vjer vonum og ósk- um að það fái að standa. £>ví að það væri mjög óheppilegt í slíku máli, ef hvert nýtt þing vildi fara að breyta frá rótum öllu skipulagi á skólamáli voru. — Breytingar á smáatriðum má auðvitað gjöra að skaðlausu; eu vjer yrðum að telja það stór-sorglegt, ef grundvallarhugsun- inni í því skipulagi, sem «slegið» er «föstu» með skólanefndarálitinu, yrði raskað. J>að er einlæg trú vor og sannfæring, að álit skólamálsnefndarinnar og þingsályktun sú, sem á því var bygð, hafi verið eitthvert ið bezta og þarfasta verk, er unnið hefir verið síðan þjóð vor fjekk sjálfsforræði. Vjer vonum, þegar al- þýðuskólarnir eru komnir á fót, þá verði það smám saman berara ár frá ári, að þeir verði þjóð vorri til sannrar blessunar. (Aðsent). Uin liorfelli og ásetningu. Nú er manna á milli talað mest um harð- indi og fóðurskort, er gengur hjer víðsvegar um suðurland, og kveður svo mikið að því, að hross eru farin að falla úr hor og hungri, og einrdg er farið að skera annan fjenað af fóðurskorti á stöku stööum, bæði sauðfje og kýr, og hofði þó orðið miklu meiii brögð að fjenaðarfelli þessum, en út lítur fyrir hjer í nærsveitunum við Reykja- vík, hefðu ekki verzlanir þeirra Eggerts Gunn- arssonar og Geirs Zöega bætt úr þessu, með því bæði að selja og lána mönnurn, sem til liafa getað náð, ýmsar fóðurkorntegundir, og mun það nema þúsundum króna, og þar með forðað mörgum skepnum við hungursdauða; eiga þeir fyrir það inar mestu þakkir skilið, og að lánþiggjendur reyni af ýtrustu kröftum að standa í skilum við þá á rjettum tíma. Enn hverjar eru nú helztu orsakir til þessa almenna fóðurskorts? Hvað hefir gjört verið til að ráða bót á þessu í sveitunum ? Og hvern- ig hefði mátt ráða bót á því að einhverju leyti? Fyrstu spurningunni viljum vjer leitast við að svara á þessa leið: fyrstu orsökina álít- um vjer vera ið mikla grasleysi næstliðið sum- ar, afleiöing ins harða vetrar í fyrra; þar næst inn mikla hrossafjölda, sem víða gengnr hirð- ingar- og ráðstöfunarlaus manna á milli í slægjum og beitilandi alt sumarið og langt fram á vetur, og þriðja eftirlitsleysi sveitar- stjóranna með Iieyásetning hreppsbúa. Annari spurningunni svörum vjer þannig: Osserkunn- ugt, að sumar af sveitarstjórnum votum hafa ekki gjört neina ráðstöfun í tíma til þess að menn byggi sig betnr undir veturinn, en nú á sjer stað, hvorki moð lieyja-ásetning að haust- inu, eða með því að þeir, sem auðsjáanlega ekki voru færir um að mæta vetrinum annars, keyptu sjer fóður, og því síður gjört ráðstafanir til að hrosspening þeim, sem gengur hirðingar- laus bæja á milli, væri reglulega smalað og rjettað, eins og skylda þeirra er, og eigöndum þeirra (hrossanna) þar með geíin kostur á að hirða þessa eign sína, og fría þau við hor og húngur, einnig látið sjer óviðkomandi in óþektu hross, þar til þau eru komin að dauða og þær sveitarstjórnirnar — neyddar til að selja þau óhirt og ólýst, eða láta þau þvert á móti lög- um Guðs og manna deyja hjálparlaus úti á klakanum, landeigöndum þeim, sem skepnurnar þannig eru hjá, og sveitarfjelögum þeim, sem

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.