Skuld - 01.05.1882, Side 4

Skuld - 01.05.1882, Side 4
36 in nefna sig friðunarlög; þau innihatda nálega tdmar friðunar-ákvarðanir, og þau taka paiI berum orðum fram í 6. gr. að friðunin sje sín , ,grundvallarr egla1 ‘. Og þrátt ofan í þetta getur ráðgjafinn verið að segja oss, að viðaukalögin «um friðun á laxi sje ekki friöunar-lög! Og þrátt ofan í þetta kemst landsyfirrjetturinn að sömu niðurstöðu sem ráðgjafinn! Undarlegur er «skarpleikinn» á stundum! — Mikil og merkileg mega þau á- hrif vera, sem lögfróðleikur og æfing í laga- skýringum hlýtur að hafa á skarpleik manna og hugsun, og varla er það mót von, þótt þau á- hrif verði torskilin oss vesalings leikmönnunum, sem ekkert höfum við að styðjast nema heil- brigða skynsemi. — Heilbrigð skynsemi! Jú, vjer þökkum hjartanlega — nei, hún nær skamt til að semja lög og skilja. £>ví að enginn getur móti því borið, að öll alþýða manna á íslandi', svo að kalla allir þingmenn, og þar á meðal allir inir skynsömustu og sem mest traust hafa á sjer, jafnvel og dómendur og aðrir lögfróðir menn skilja lögin á einn veg, en landsyfirrjett- ur, landshöfðingi og ráðgjafi á annan. Hvorki oss nje öðrum, sem sömu skoðun- ar eru, hefir dottið í hug að láta í ljósi neinn efa um vilja þessara háu yfirvalda til að skilja rjett lögin; eigi heldur efar neinn skarpleik þeirra og lögkænsku. En þó er það víst ekkert leyndarmál þeim nje öðrum, að það er sann- færing svo að segja hvers manns á landinu, að skilningur þeirra á nefndum lögum eigi ekki við gild rök að styðjast. Hvernig slíkt geti verið? Já, vjer minnumst að eins á málshátt- inn: «skýzt þótt skýrt sje». Jafnvel skarpvitr- um mönnum og lærðum getur yfirsjezt. J>eir geta, sjálfum sjer óafvitandi, leiðzt af fordóm- um; jafnvel hlutdrægni getur verkað ámanninn án þess honum sje það meðvitanlegt. Vjer á- fellum engan af þessum fáu mönnum, sem hjer standa einir uppi með sína skoðun. En vjer viljum þvert á móti gjöra oss skiljanlegt, hvern- ig þeir, með skarpleik sínum, lærdómi og óef- aðri samvizkusemi hafi getað komizt að niður- stöðu, sem oss virðis't íVo fjarstæð. Til slíkrar rannsóknar þykjumst vjer hafa fylsta rjett; og slíku ætti þeim sjálfum ekki að geta þótt að. pað, sem að vorri ætlun hefir haft áhrif á skoðun landsyfirrjettar, landshöfðingja og ráð- gjafa í þessu máli, er titlitið til Elliðaánna. þ>að má sjá á allri meðferð frá stjórnarvald- anna hálfu, að Elliða-árnar hafa jafnan leikið þeim í huga. pau hafa ekkert á mdti því í sjálfu sjer, að lax sje friðaður, sje hann að eins eigi friðaður í Elliða-ánum.2 — I>etta kemur meðal annars fram ljóslega í ræðu landshöfð- ingja í neðri deild 4. ágúst 1879 (Alþ.tíð 1879, II, 789. bls.), og minnist hann þar «Elliða-á- anna, þar sem einn maður á alla veiðina, og þessi eignarrjettur hans, samkv. hæstarjettar- dómi 16. febr. 1875, veitti honum heimitd ti! að þvergirða þe9sar ár, þrátt fyrir ákvarðanir Jónsbókar landsleigabálks #56. kapítula, en við 1) Bænarskrár um petta efni og áskoranir í fundar- gjörBum hafa komið til þingsins úr öllum áttum, jafn- vel úr fjarlægustu sýslum (t. d. síðasta þing úr báðum Múlasýslum og víðar að). 2) Sbr. neðanmálsgr. á næstu síðu. þessa ákvörðun eru lögin 11. maí 1876 við- aukalög». — Við þetta er nú reyndar að at- huga: 1. hæstirjettur hefir aldrei dæmt um það, hvort Thomsen kaupmaður eigi einn alla veiðina í Elliða-ám eða ekki. — 2. Jónsbókar landsleigubálkur, 56. kapítuli, talar að eins um ár, þar sem fleiri en einn eigi veiði í, og með því að mál það, er hæstirjettur dæmdi í 16 febr. 1875, var einkamál milli einstaks jarðeig- anda á aðra hlið, en Thomsens á hina, þá var málið ekki um það, hvort Thomsen í sjálfu sjer hefði rjett til að þvergirða árnar, og því hefir hæstarjettardómurinn engin áhrif á þá spurn- ingu; heldur var hitt þá þrætuefnið, hvort sá maður, sem þá var í máli við hann, hefði rjett til að fá þvergirðingar Thomsens bannaðar, og eftir því, sem fyrir hendi lá, komst hæstirjettur að þeirri niðurstöðu að svo væri ekki. — En Jónsbók skipaði að eins fyrir um rjett veiði- eiganda hvors gagnvart öðrum. Einmitt þess vegna er það hugsanlegt, að þvergirðingar Elliðaánna hafi ekki komið í bága við Jónsbók (svo framt það sannast — sem enn er ekki orðið — að enginn eigi veiði í ánum utan Thomsen), en komi pó nú í bága við friðunar- lögin 11. maí 1876. f>ví bágt er á að gizka, hvers vegna eignarrjettur Thomsens er það rjetthærri, en eignarrjettur allra annara, sem laxveiði eiga, að hann einn skuli ekki vera bundinn af friðunarlögum, sem út koma. Vjer segjum með vilja: eignarrjett allra, sem lax eiga, því þó þvergirðingabann friðanlaganna breyti einkum rjetti þeirra, sem einir eiga alla veiði í á (og þeir munu geta aðrir verið en Thomsen), þá takmarka þó aðrar friðanar-ákvarð- anir önnur rjettindi laxveiði-eigenda. Ef mál hefði verið höfðað móti — segjum Jóni laxveiði- eiganda fyrir 1875 fyrir það, að hann hefði net til veiða, er tækju smærri lax, en þann, sem væri 9 þuml. ummáls, þá hefði hæstirjettur vafalaust sýknað Jón, með því að honum vœri heimilt eftir Jdnsbók að veiða svo smáan lax, seæ hann vilfii. Ef' svo friðanlög kæmu síðar út, er bönnuðu að veiða smærri lax, en 9 þuml. ummáls, vill landshöfðingi þá í fullri alvöru fara því fram, að slík lög geti ekki náð til Jdns, þv^að hæstirjettur hafi dæmt honum heimilt að veiða smálax, og þessi heimild sje partur af eignarrjetti hans1? Efá að skilja eignarrjett á pennan hátt, þá eru eigi að eins öll friðan- lög skerðing á eignarrjetti allra þeirra, er ein- hverja veiði eiga, heldur verða og öll þau lög, er gera einhverja þá nýja skipun á atvinnuveg- um, að hún þrengir þann rjett, er einhver áð- 1) Landshöfð.: segir ncfnil. í sömu ræðunni (1879); „En pegar pessi rjettindi (c: að þvergirða) eru inni- falin í eignarrjetti þeim, er nú á sjer stað með tilliti til Elliðaánna þá er auðsjeð að löggjafarvaldið geti ekisi gripið fram yfir þessar ár, nema . . .50. gr. stjórn- skrárinnar verði tekin t.il greina. Eftir þessari grein stj.skrárinnar „„ereignarrjetturinn friðhelgur; engan má skylda til, að láta af hendi eign sína, nema almenn- ings þörf' krefji; þarf til þess Iagaboð og komi fullt verð fyrir““. Og eftir orðum greinarinnar mun út- heimtast annaðhvort sjerlegt lagaboð um Expropriatfún Elliða-ánna, ef þingið vill banna á þeim þvergirðingar þær, scm heimilaðar eru með hæstarjettardómi, eða að minsta kosti að sjerleg ákvörðun verði tekin inn í lagafrumvarp það, er hjer ræðir um“. ur hefir haft, brot á eignarrjettinum. J>etta mun þó varla vera meining landshöfðingjans. Nei, sannleikinn er, að landsböfðinginn hefir tekið eignarrjett hjer í annari merkingu, en orðið er í haft í stjórnarskránni. Setning hans mundi leiða of langt. «Qui nimium probat, nil pro- bat». (Sá, sem sannar of mikið, sannar eklt- ert). (Niðurlag næst). — Úr Múlasýslum er oss skrifað í brjefum 15.—17. f. m. að frjetzt hafi til hafíssins að hann væri kominn að Langanesi. — Gripahöld er oss skrifað sje í betra lagi, þó hafi stungið sjer niður bráðafár (pest) hjer og hvar. — þ>að er óvanaleg nýlunda fyrir austurland, sem aldrei er vant að hafa af afla að segja fyrri en á sumrin, að fá fiskigengd í janúar- og febrúar- mánuðum; mun slíkt, að því er oss er kunnugt varla hafa við borið í manna rainnum. Nú höfðu sumir í Reyðarfirði verið búnir að fá 2 til hálft þriðja þúsund af þorski (á fjögramanna- far) Brjefaskrína „Skuldar“.‘ — þaö var árið 1880 að borgari einn í Reykjavík bygði sjer hús, og var það virt til brunabóta um haust- ið sama ár, og eftir vanda var virðingin send til bæj- arstjórnarinnar og sendi þáverandi slökkvitólastjóri at- hugasemd um það, sem honum þótti áfátt við bygging- una, að þvf er tryggingu gegn eldsvoða snerti. Eig- andi hússins bætti undir eins úr því, scm slökkvitóla- stjóri fann að. En sakir þessarar athugasemdar, sem slökkvitólastjóri hafði sent, samþykti bœjarstjórnin ekki virðinguna, og hvorki viðkomandi yfirvald nje slöýkvi- tólastjóri skeyttu neitt um þetta fyrri en haustið 1881, og fyrirfanst þá við skoðunargjörð, að endurbótin hafði gjörð verið árið áður og allt var í forsvaranlegu á- standi. Bæjarstjórnin samþykkti því virðingargjörðina. Mú vil jeg spyrja: 1. ) Var viðkomandi húseigandi skyldur að borga af húsinu þinggjald og önnur gjöld, scm miðuð cru við upphæð virðingarinnar, fyrri en virðingin var samþykt? 2. ) Hefði húsið brunniðá umræddu tímabili, frá því það var virt og þangað til bæjarstjórnin samþykt virð- inguna, hefði þá eigandinn fengið brunabætur? Svar: 1.) Með þvf að 3. gr. laga 14. desbr. 1877 (Stjtíð. A, 22) og 3. gr. laga 19. septbr. 1879 (A, 13) vísa bæði til 4. gr. og 5. grcinar tilsk. 14. febr. 1874, virðist sama regla, að því er húseignir í Reykjavík snertir, að vera f gildi um húsaskatt og kyrkjugjald af húsi, eins og um vágjald af húsi, er bæjarstjórnin ekki hefir samþykt virðinguna á. — 2) Samkv. 5. gr. tilsk. 14. febr. 1874 verður ekkert hús tekið í ábyrgð fyrri en bæjarstjórnin er búin að segja álit sitt um virðinguna, Brenni húsið fyrri en samþykt bæjarstjórnarinnar fæst, getur því húseigandi varla haft aðgang að skaðabótum og það er vitaskuld, að hann þarf ekki að grciða vá- gjald meðan á sainþykki bæjarstjórnarinnar stendur. 1) Spurningum kaupenda Skuldar um hvað eina, som haft getur almenna þýðingu, viljum vjer leitast við að svara eftir föngnm. Ritstj. DÖNSK LESBÓK með málfræðiságripi og orðasafni, allt 5 arkir, fyrir ekki meira en 50 aura fæst í ísafoldar-prentsmiðju og bjá öllum bóka- sölumönnum landsins. Næsta blað í næstu viku. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: .J ó n Ólafsson, alþingismaður. Prentuð bjá Einari pórðarsyni á hans kostnað.

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.