Skuld - 11.05.1882, Side 1

Skuld - 11.05.1882, Side 1
Árg., 32 nr., kostar 3kr.; borgist í sumar - kauptfð til EinarsprentaraþúrSarsonar. Eftir að ’/i árgangs eru út komnir, gildir eigi uppsögn á næsta árgangi. f L 1882. AfgreiBslustofa í prent- smiðju Einars pórðarsonar. Rit stjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Nr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. V. árff. Reykjavík, Fimtndagiim 11. maí. Nr. 151 a. (Aðsent,). Um tekjuskatt af lífeyri'. í því blaði ísafoklar, er út kom 7. febrúar þ. á., er sagt, að á alþingi 1879 hafi komið fram lagafrumvarp um að breyta skattalögunum svo, að eigi skyldi greiða skatt af embættistekjum fyrri en búið væri að draga frá þeim gjald það, er embættismenn verða að greiða til þess, svo seru lög ákveða, að útvega konu sinni fjárstyrk eftir sinn dag; þetta frumvarp hafi komizt gegnum efri deildina, en hafi eigi náð fram- gangi í neðri deildinni. 1881 hafi samskonar frumvarp komið fram í neðri deildinni frá nokkrum inum helztu þingmönnum hennar, en áður hafi í efri deildinni verið borið upp yfir- gripsmeira frumvarp, er farið hafi inn sama fram. pannig hafi á tveim seinustu þingum verið gjörðar þrjár tilraunir til að fá greinda breytingu samþykta, og þótt málið eigi hafi komizt fram, þá hafi þó mjög margir af inum merkustu þingmönnum verið þvi fylgjandi, af því þeim þykji þessi ákvörðun laganna óeðlileg, og að hún leggi mjög ósanngjarna byrði á ein- staka menn’; en þetta sje ekki nema misskiln- ingur úr þessum mönnum, því í samanburði við ákvarðanir laganna um tekjuskatt yfir höf- að, sje það eigi ósanngjarnt, að tekjuskattur sje goldinn af því fje, er embættismenn verja fyrir lífeyri handa konum sínum eftir sinn dag, og að breyting á þessu mundi raska þeim grund- velli, sem lögin um tekjuskatt yfir höfuð eru bygð á. — þ>að er mjög slæmt, að ísafold hefir láðst að fræða lesendur sína á því, hver væri grundvöllurinn fyrir tekjuskattinum, eða hvers vegna hann hefði raskazt allur, ef áður- nefnd frumvörp hefðu náð lagagildi. £-*að virð- ist annars helzt að hafa vakað fyrir höfundin- um sú hugsun, að þótt það væri ósanngjarnt, að láta embættismanninn lúka skatt af fje því, er lögin gjöra honum að skyldu að kaupa líf- eyri fyrir handa konu sinni eftir sinn dag, þá sjeu ýmsar aðrar greinir í skattalögunum ekki sanngjarnari, og meðan þeim eigi væri öllum breytt, væri óþarfi að breyta þessari einu, það væri til að koma ósamkvæmni inn í lögin. En ef þessi skoðun væri rjett, þá leiddi hún bein- línis til þess, að ef menn hefðu ósanngjörn og óeðlileg lög, en einstaka ákvörðun í þeim væri þó sanngjörn og eðlileg, ættu menn að breyta þeim ákvörðunum, svo þær yrðu óeðlilegar og ósanngjarnar, og gætu þar við komizt í sam- ræmi við lögin yfir höfuð; en jeg verð í þessu að vera á gagnstæðri meiningu við inn hátt- virta höfund, því jeg held, að þótt maður ekki 1) Eins og sjá má af alþingistíðindunum 1881, II, bls. 928.-34., er ritstjóri „Skuldar" gagnstæðrar skoð- unar við inn heiðraða höfund þessarar greinar. alt í einu geti kipt í burtu úr lögum sínum öllu því, er kann að vera óeðlilegt eður ósann- gjarnt í þeim, þá eigi menn að reyna til að kosta kapps að laga þau smám saman svo, að þau með tímanum geti orðið sem sanngjörnust og eðlilegust. Greinin í Isafold gengur nú mestmegnis út á það, að telja upp fáein tilfelli, þar sem menn eftir skattalögunum verði að borga skatt, þar sem eigi sje raeiri ástæða til að láta menn borga hann, en að tekinn sje skattur af því fje, er embættismanninum er boðið að kaupa líf- eyri fyrir handa konu sinni eítir sinn dag; en þótt þessi tilfelli væru vel valin, sem þó engan veginn gildir um þau öll, eins og jeg skal seinna skýra frá, þá leiddi ekki annað af því en það, að menn með tímanum ættu að laga lögin svo, að eftir þeim væri eigi heldur tekinn skattur í þessum tilfellum. Jeg vil nú fyrst skýra frá frumvörpunum, og síðan lítilfjörlega hlaupa í gegnum greinina í ísafold; frumvörpin hljóða þá þannig (þau voru bæði aldeilis eins orðuð); «£>egar embættáslaun, biðlaun og eftirlaun «eru talin til skattgjalds, samkvæmt 7. grein í «lögum um tekjuskatt 14. desember 1877, skal «draga frá árgjald það, sem embættismaður «greiðir til að útvega konu sinni fjárstyrk eftir «sinn dag samkvæmt fyrirmælum opins brjefs «31. maí 1855, og skatturinn að eins lúkast af «þeirri upphæð, sem eftir verður». En í 1. grein í tjeðu lagaboði frá 31. maí er embættismönnum, er laun hafa úr ríkissjóði (landssjóði), gjört að skyldu, að leggja árlega fje í dönsku lífsfjár- og framfærslustofnunina, til þess að útvega konu sinni árlegan fjárstyrk frá stofnuninni eftir sinn dag, eða þegar þeirra missir vid. Deyi nú konan á undan manninum, fær hvorki embættismaðurinn nje nokkrir hans, eöa nokkrir þeir, er standa að konu hans, einn einasta eyri af því fje aftur, svo þetta verða þeim þá með öllu tapaðir peningar, og stofn- unin uppber þá alla endurgjaldslaust. pað verða nú allir að sjá það, að það er engin sann- girni í þessu, að láta embættismanninnn gjalda skatt af þessu fje, sem eftir fyrirmælum lag- anna er tekið af launum hans, og goldið mönn- um bonum vandalausum, og sem enginn dauð- legur maðttr getur fyrir fram vitað, að nokkurn tíma komi konu hans að nokkru haldr, eða verði annað en tapað fje fyrir hann og hans? En hvernig fer nú ísafold að rjettlæta þetta? Jú, hún byrjar á því, að segja mönn- ura, að lögin ákveði, að embættismaðurinn skuli gefa fulla vissu fyrir því, að konu hans sje borgið með fjárstyrk eftir hans dag og að hann geti gjört það á ýmsan hátt, t. d. með því, að ákveða vissar eignir, er konan geti eftir hans dag haft uppeldi af, eða með því að safna sjóði, 39 er á dánardegi hans sje orðinn svo mikill, að hún geti framvagis á honum lifað, og það sje þetta, er sá gjöri, sem kaupi handa henni lífs- ábyrgð fyrir sig, eða lífeyri fyrir hana eftir sinn dag. f>etta er nú að vísu að því leyti satt, að þeir eru í 2. gr. fyrnefnds lagaboð frá 1855 undanþegnir skyldunni, að kaupa lífeyri handa konu sinni eftir sinn dag, er sanna fyr- ir ríkisfjárstjórninni (ráðherranum), að ekkjum reirra sje á annan hátt sjeð borgið æfilangt með ekki minni árlegum styrk, en til tekinn er í lagaboðsins 1. grein. En þótt nú einstakir efnagóðir embættis- menn geti þannig losað sig við þá skyldu, að leggja samkvæmt 1. gr. í optnefndu lagaboði 1855 árlega fje í dönsku lífsfjár- og framfærslu- stofnunina, þá getur víst enginn maður, mjer lá við að segja, með óbrjálaðri skynsemi, dreg- ið út af því þá ályktun, að þá sje það líka sanngjarnt, að af þeim embættismönnum, er ekki geti losað sig við þessa skyldu, sje heimt- aður skattur af því fje, er lögin gjöra þeim að skyldu að greiða árlega til stofnunarinnar, þó engin vissa sje fyrir því, að það fje komi konu hans að nokkru haldi. — Enn fremur segir ísafold, að sú ákvörðun laganna, að embættismaðurinn skuli vera skyldur til að ieggja árlega fje til lífsfjár- og framfærslu- stofnunarinnar, til að útvega konu sinni árleg- an fjárstyrk frá stofnuninni þegar hans missi við, svifti ið opinbera fjelagsbú hjónanna engu, því fjelagsbú þeirra fái fullt iðgjald hvers þess eyris, sem á þennan hátt sje borgaður út ú* því, sem sje vissuna fyrir lífeyrinum. Já, það fær í sannleika fallegt iðgjald hvers eyris, sem á fyrtjeðan hátt hefir verið gefinn út úr því, þegar konan deyr á undan manninnm! I>á segir Isafold, eftir því sem mjer skilst, að eins og sá er tryggi hús sitt fyrir eldsvoða verði eftir skattalögunum að lúka skatt af fje því, er hann ver til þess árlega, eins hljóti em- bættismaðurinn að vera skyldur til að greiða skatt af árgjaldi því, er honum er skipað að leggja í lífsfjár- og framfærslustofnunina til að útvega konu sinni fjárstyrk eftir sinn dag. En þessi samlíking er als eigi heppin, og sannar ekki það, er hún á að sanna. Hús, sem eigi eru trygð gegn eldsvoða, eru í litlu verði, þó mikið hafi kostað að byggja þau, en þegar hús- ið er trygt gegn eldsvoða, rex það í verði; svo það er eðlilegt, þótt eigandinn við það verði að borga meiri skatt af því, væri það ekki trygt; þar á móti vex fjelagsbú embættismannsins og konu hans ekkert í verði við það, þótt honum sJe gjört að skyldu að útvega konu sinni fjár- styrk eftir sinn dag. Enn fremur fin3t ísafold, að úr því skatt- ur sje tekinn af því fje manns, er til opinberra gjalda gengur eða til framfæris skylduómaga, þá

x

Skuld

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.