Skuld - 11.05.1882, Qupperneq 2

Skuld - 11.05.1882, Qupperneq 2
40 sje eigi ástæða til að undanþiggja skattgjaldi fje það, er embættismaðurinn verður að kaupa með lífeyri handa konu sinni eftir sinn dag- En ef ísafold finst nú þetta ósanngjarnt, að borga skatt af lögboðnum útgjöldum, því stingur hún þá eigi upp á því, að menn sjeu losaðir við svo ósanngjarnan skatt? Loksins segir ísafold, að það sje eigi nein ástæða til, að draga árgjaldið fyrir lífeyrinn undan skattgjaldi, að tekjuskattur aftur er gold- inn af lífeyrinum, og það getur verið, að þetta út af fyrir sig sje ekki næg ástæða til þess; en hennar þarf ekki með, því það er nóg önnur ástæða til þess, sem . jeg hefi sýnt, að draga þetta fje undan skattgjaldi; og þegar ísafold ætlar að sanna þessa sögu sína með því, að ef eigi væri goldinn skattur af fje því, er lífeyrir- inn er keyptur fyrir,þá kæmi ósamkvæmni inn í lögin, þar sem maður bæði verði að gjalda skatt af tekjum þeim, er varið sje til að kaupa jörð fyrir, og síðan aftur af afgjaldi jarðarinn- ar, þá er ekki raikið varið í slíka sönnun, því þegar bóndinn, sem ekki borgar neinn tekju- skatt af búi sínu, kaupir jörð með arði þeim, er hann hefir haft af búinu, þá hefir hann engan skatt goldið af fje því út af fyrir sig, er hann ver til að kaupa jörðina fyrir. Að síðustu endar ísafold grein sína með þessum orðum: «Með þessu vildum vjer koma «í veg fyrir, að mál þetta verði enn af nýju • borið upp á alþingi og tíma þingsins eytt til «þess að fjalla um það«. En jeg vil vona, að eins og inir merkustu menn á alþinginu voru, að sögn ísafoldar, hlyntir frumvarpinu, eins muni flestir hinna þingmannanna, þegar þeir gæta sín betur, gefa því atkvæði sitt, þegar það næst kemur inn á þingið. x+y- Kristmannsmálið1. Sunnudaginn í 16. viku sumars í fyrra um miðaftan kom Ólafur Árnason sæluhúsvörður á Kolviðarhóli ríðandi úr Marárdal heim til sín. f>egar hann var kominn fram hjá taglinu á Húsmúlanum tók hann eftir 2 hestum söðluð- um í mýrinni þar fyrir neðan, og um sama leyti sá hann 2 menn, karl og konu, S. og M., sem riðu hægt á móti honum veginn fyrir ofan mýr- ina, þar sem hestarnir voru; hann reið til þeirra og spurði þau um hestana; en þau þóttust ekk- ert vita um þá og vildu lítið tal hafa af hon- um, og þegar hann skoraði á þau að leita með sjer að mönnum þeim, er áttu hestana, þóttust þau ekki mega vera að því. Ólafur hjelt því einn áfram leið sinni heim, en þegar hann var kominnfram hjágömlusæluhústóftinni,sem erþar rjett hjá, kom hann auga á mann, sem lá ber- höfðaður og hallaðist upp að steini eða hraun- kletti. Hann ríður þangað og kallar til hans, en hinn lætur eins og hann sofi og svarar ekki nema ónotum. 1 sama mund tekur Ólafur eftir 1) pa8 hefír svo margt frjezt bæði satt og ósatt um inál þetta át um sveitir, aS oss hefir þótt skylt a5 verða við áskorunum ýmissa kaupenda „Skuldar" dt um land, að láta hana færa áreiðanlega skýrslu um mál þetta. Eitstj. öðrum manni, er liggur á grúfu með höfuðið ofan í polli í laut, sem var nær veginum. Ó-; lafur stekkur þvi af baki, hleypur til þessa manns, tekur hann upp úr pollinum, finnur andlitið á honum blóðugt og manninn all- an mjög forugan, og sjer ýmsa muni á þúfun- um þar í kring. |>ar á meðal flösku hálft'ulla af punchi, tvo hatta, hliðartösku, trefil og svipu. Hann veitír ekki munum þessum þá nákvæma eftirtekt, en hleypur upp á hólinn, sem sælu- húsið stendur á, til að skygnast eftir S. og M., en þau voru þá komin langt á leið ofan i Svína- braun, svo þau gátu ekki heyrt til Ólafs, og fór hann því aftur til hins mannsins, sem hann hafði íundið sofandi, að því að hann hjelt, og sem enn lá á sama stað og hann fyrst hafði fundið hann um 10 faðma frá inum dauöa. Maður þessi tekur fyrst ókunnuglega undir spurningar Ólafs, en segist síðan heita G., hinn heiti Kristmanu og sje gullsmiður og hafi ver- ið sjer samferða, en hvernig hann hafi dáið viti hann ekkert um. Hestana, sem voru þar nálægt um 150 faðma frá þeim stað, þar sem Kristmann fanst, — en hann var aftur um 20 faðma frá veginum og blasti hann við, þegar komið var veginn frá Kolviðarhóli, en sælu- hústóftin skygði á pollinn og þúfurnar, þar sem inir nefndu munir voru á dreif, þegar maður kom veginn frá Marárdal — sagðí G. aö þeir Krist- mann ættu. Ólafur skipaði nú svo fyrir, að G. skyldi sækja hestana og koma með þá heim að Kolviðarhóli, á meðan að Ólafur riði heim og undirbyggi reiðing til að leggja á annan hestinn og flytja líkið heim á. Meðan þetta fór fram hjá gömlu sæluhús- tóftinni kom stúd. Ól. Rósinkranz,aðstoðarmaður lögreglustjórans í Reykjavík, ríðandi austan úr Ölvesi úr kynnisferð með konu sinni heim á leið. Einn ættingi hans fylgdi þeim hjónum að Bolavöllum, sem eru fyrir neðan Koiviðarhól, og rjett eftir að þau hjóuin höfðu kvatt ættingja sinn, er reið heim að Kolviðarhóli, sáu þau annan mann koma ríðandi frá gamla sæluhús- inu og stefna upp að Kolviðarhóli og teyrndi hann hest söðlaðan. Hann mætti þeim hjón- um og spurði hann þau um, hvort Ólafur væri heima. Lögreglumaöurinn þekti nú Guðm. úr Reykjavík, og af því að honum þókti kynlegt ferðalag G. hafði hann orð um þetta við hann, en G. vildi ekkert tal eiga við lögreglumann- inn, og hjeldu þau hjónin þar eftir áfram ferð sinni beim. fegar G. kom að Kolviðarhóli, var Ólafur að búa út reiðinginn, og liafði sagt ráðskonu sinni og ættingja Ólafs Jögreglumanns frá dauða Kristmanns. G. talaði við þau, en vildi helzt forðast allt tal um Kristmann heit- inn; síðan var líkið flutt heim og munir þeir, er nálægt því höfðu fundizt, og ^agði G. aö Krisfmann ætti þá alla, nema annan hattinn, er væri sín eign. pegar búið var að leggja líkið til, bjó G. sig á stað heirn, og meðan á þessum undirbúningi stóð, gætti sæluhúsvörð- urinn betur að rnunum þeim, er fundizt höfðu hjá líkinu og verið fluttir heim með því, og tók hann þá eftir því, að svipan var blóðug á handarhaldshólknum, sem var með hvassri brún, og uppeftir skaftinu. Hann tekur því svipu þessa fram, sýnir hana G. og ráðskonu sinni og spyr G., hvernig á þessu blóði standi. þ>að koma þá vöflur á G. og svarar hann Ólafi ein- hverju á þá leið, að Kristmann líklega hefði purkað sig um nasirnar með henni. Samt lætur Ólafur G. taka með sjer ofaneftir svipuna, en annað dót ýmislegt, er Kristmann átti, skil- ur G. eftir, og fer síðan ofaneftir með báða hestana. Morguninn eftir fann G. sjálfur lögreglu- stjórann í Reykjavík, skýrði honum frá, að Kristmann hefði daginn áður orðið sjer, S., M. og 2 öðrum mönnum samferða á skemtireið upp í Marárdal, en að þeir Kristmann hefðu ekki komizt lengra en að Ivolviðarhóli; þar hefðu þeir orðið viðskila við samferðafólk sitt, þá hefðu þeir orðið samferða þaðan, en hvað síðan hefði við borið, vissi G. ekkett um, því hann hefði verið svo drukkinn, að hann ekkert myndi eftir sjer frá því hann fór frá Kolviðar- hóli. Lögreglustjórinn gjörði nú ráðstöfun til að lík Kristmanns þegar yrði flutt hingað ofan- eftir, en morgunin eftir að alt var komið, reið hann sjálfur með Ólafi aðstoðarmanni sínum og öðrum manni upp að Kolviðarhóli eftir að hann hafði látið afhenda dót Kristmanns kunn- ingja ins látna og gert ráðstöfun til að hjer- aðslæknirinn kryfði líkið. Við skoðun lögreglu- stjóra á vættvanginum fanst í polli þeim, er Kristmann hafði legið í, kvennmannsíleppur, í þúfunum þar nálægt fanst vindilsstubbur og hálslykkja («humbug») og skýrði Ólafur frá því, að hálslín Kriatmanns hefði verið rifið í sundur og hnappurinn, sem hálslykkjan * hafði verið hnept á, slitinn frá. þ>ar að auki skýrði Ólaf- ur frá, að við ve3ti Kristmanns hefði verið brot af úrfesti, en úrið fanst hvergi, hversu vel sem leitað var. Alt dót Kristmanns (þar á meðal voru föt þau, sem hann hafði veriö í, og hattur hans) var að ráðstöfun lögyeglustjóra selt á almennu uppboði án pess að rjettarskoðun fœri frum á pví-, en þegar kunningjar Kristmanns skoðuðu fötin, tóku þeir eftir því, að blóðdrefjar voru á fóðrinu í hattinum. J>egar lögreglustjórinn yfir- heyrði þá, er liöfðu verið samferða Kristmanni, þótti honum grunsamar skýrslur S. og M. og heimtaði af þeirn eið, og unnu pau hann. Sömuleiðis þótti honum grunsöm skýrsla G., tók samt ekki eið af hormm, en kvað fangelsis- úrskurð upp yfir honnm eftir að nokkrir menn, sem höfðu sama dag og Kristmann dó, riðið að gamni sínu upp að Kolviðarhóli, höfðu skýrt frá, að þeir hefðu nrætt þeim G. og Rrist- manni, þegar þeir riðu frá Kolviðarhóli, og að hvorugur þá hefði verið sýnilega ölvoður. Eftir að lögreglustjóri hafði haldið Guð- mundi nokkra daga í fangelsi og yfirheyrt hann fleirum sinnum án pess pó að eiðfesta nein vitni á móti honurn var honum slept aftur, og rannsóknin send amtmanni til álita. Amtmanni þókti ekki rannsóknin nógu ítarleg og skipaði lögreglustjóra að leita ítar- legra sannana og skýringa í málinu. Afleiðing- in af því varð, að hjeraðslækuirinn hjer um bil 6 vikum eftir að hann hafði krufið líkið, gaf ítarlega skýrslu í málinu og nú ljet í ljósi það álit, að orsökin að dauða Kristmanns hefði ver-

x

Skuld

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.