Skuld - 11.05.1882, Blaðsíða 4
42
— Fra Útlöndum er sárfátt að frjetta
með síðustu ferð.
— / DanmörTtu var það auðsætt á öllum
lotum, að landsþingið ætlaði enn á ný að neita
fjárlögunum, og var búið að leggja fyrir ríkis-
þingið frumvarp til millibils-fjárlaga (forelobig
Finanlslov) fyrir fjárhagsárið 1882/s3, gekk það
umræðulaust í gegn um þjóðþingið, en tvísýni var
þó á forlögum þess, með því sumir hægri menn
iandsþingsins sögðu blátt áfram, að þeir vildi
ekki gefa þessum lögum heldur atkvæði sitt,
enda þótt þjóðþingið befði samþykt þau orð-
rjett eins og stjórnin lagði þau fram. Peir
kváðust heldur kjósa, að konungur gæfi bráða-
byrgða-fjárlög upp á sitt eindœmi. £>ykir það
auðsætt, að þessir inir áköfustu hægri menn
vilji eigi horfa í það, sem flestir munu álíta
sama, sem að kollvarpa stjórnarskránni. Er
ofsi þess flokks nú svo úr hófi keyrður, að
vart mun langt að bíða, áður en þeir falli á
sjálfs síns bragði. Enda eru nú nokkrir inna gætn-
ustu og hygnustu, oss er eins vel óhætt að segja
mikilhæfustu og beztu manna í hægra flokki farnir
að hefja raddir sínar móti slíkum ofstækisráðum.
Má þar til sjer í lagi nefna hr. Kriegex (í landsþ.),
einnig hr. Klein (í fólksþ.). Eru báðir stjórnvitrir
menn og hafa áður verið í ráðaneyti konungs.
Monrad biskup er og einn inn vitrasti og bezti
maður Dana, hefir verið ráðherra áður fleirum
sinnum, og eitt sinn forsætisráðherra rikisins.
Hann hefir jafnan verið í flokki þjóðfrelsismanna,
en þó síðari árin nokkuð sjer á bandi, Hann
hefir nú ritað afbragðsvel skrifaðan ritling, er
hann nefnir «Ið kyrra vald» («Den stille Magt«)
og er það ið 19. talsins af hans ••pólitísku brjef-
ohu. J>að er þjóðar-meðvitundin (almennings-
meðvitundin), sem hann táknar með nafninu
«ið kyrra vald». Er ritið í rauninni in beizk-
asta ádeila til Estrúps-ráðaneytisins og lands-
þingsins þó einkanlega, en snildarlega hógvær í
formi.
— í Noregi gengur á sama stappi sem fyrr
milli þings og stjórnar. 16. marz sampykkti
stórþingið með miklum atkvæða-fjölda að hætta
að hafa orðtækið «allra náðugasti konungur»,
er það ávarpaði konung ; komust sumir svo að
orði á þinginu, að meira ætti konungur undir
þingsins náð, en þingið undir konungs náð, og
væri því ótilhlýðlegt að þingið kallaði konung-
inn «allra-náðugasta», nær stæði að hann á-
varpaði þingið «allra-náðugasta stórþing». J>ótt
slíkt hafi auðvitað ekki stórpólitiska þýðingu,
þá er það þó einkennilegt, og sýnir, hveru þjóð-
veldisandinn ryður sjer til rúms. Nú hafa
Norðmenn vakið máls á því, að konungur ætti
að greiða skatt af tekjum sínum og eignum
sem hver annar borgari. Mun Norðmönnum
auðvelt að koma því máli fram, ef þeim er ant
um, þvf að þingið á als úrkosta við konung í
fjármálum. Er það einkennilegt í Noregi, að
konungur á enga heimting nje vissu á öðrum
tekjum, en þeim, er hvert þing veitir honum.
Getu hverrt stórþing því fært niður lífeyri hans
eftir geðþekni, ef það vill, enda hafa frumvörp í
þá átt komið fram, þótt eigi hafi því framkvæmt
orðið enn.
— 6. marz gaf þing Serba («skupchtina«)
Milan fursta konungsnafn. Tók hann sjer það
nafn, enda hafði hann áður í kyrrþey fengið
samþykki flestra stórveldanna til þess, að gjöra
furstadæmi sitt að konungsríki. Nefnist hann
nú Milan Obrenovics I.
— Frá Ameríku frjettist lát H. W. Long-
fellows ins nafnkunna skálds. Henry Wads-
worth Longfellow var fæddur í Portland (Maine)
27. febr. 1807; fór hann margar íerðir til
Evrópu. 1835—54 var hann prófessor í nýju
málunum í Cambridge (Massachusets) við
Harward-háskólann, sem er elzti háskóli í Ame-
ríku (stofaður 1638), en lifði síðan sem prívat-
maður. Hann er nafnkunnur af mörgum verk-
um, t. d. «The Spanish student» (leikur), «Ev-
angeline» (ídyllisk. ljóðsaga), «The golden Le-
gend», en einkanlega «The song of Hiawatha»,
auk ljóðmæla («Voices of the night», «Ballads
and Poems», »Seaside and fireside») og skáld-
sagna («Hyperion», «Kavanagh»). Hann þýddi
«Divina commedia» eftir Dante á ensku. En
mesta þýðing af öllum hans verkum hefir ef til
vill haft bók hans: «Poets and poetry of Europe»,
sem hefir kynt öllum enskutalandi þjóðum margt
ið fegursta úr skáldskap Evrópu-þjóða. Hann
dó 24. marz.
— Uppreistin í Herzegowina og Dalmatíu er
nú niður bæld.
— Frá Englandi höfum vjer áður getið þess,
að byrjað væri bæði Englands og Frakklands
megin við sundið að graf'a undirgöng þau, sem
áttu að ganga undir sundið, svo að þar yrði
eimvögnum ekið á járnbraut landanna á
milli undir sæ. Nú hefir enska stjórnin eftir
áskorun parlamentsins bannað að halda fram
verkinu að sinni. þ>ykir þurfa að rannsaka
betur, hvort eigi sje Englandi sá voði af búinn,
að færa megi óvígan her á hendur þeim um
göngin, ef fyrst væri skotið á land litlum flokki,
er gæti á fám stundum tekið Dover (bæinn
Englands megin, sem mynni ganganna á að
hefjast í) og varðveitt svo útganginn, að her
þeim, er um göngin kæmi, yrði ekkert grand
sýnt eður tilræði
HEIMSKRINGLA.
— Loftslag Evrópu kvað, samkvæmt fjölda
rannsókna vera að breytast til betra. 26. marz
í vor var þetta atriði rætt í vísinda-fjelaginu (aca-
démie), einkum breytingarnar á loftslagi Frakk-
Iands. Veturinn er nú styttri, það vorar fyrri
og meðalhiti ársins hefir hækkað um nokkur
mælistig. Sumir eru á því, að þetta komi af
því, að Golf-straumurinn hafi breytt leið sinni,
færzt nær Evrópu. í Englandi er fyrir löngu
skipuð nefnd vísindamanna til að rannsaka
þessa loftslagsbreytingu og orsakir hennar, og
nú í vor skipaði vísindafjelagið í París aðra
slíka nefnd í saraa tilgangi. •
— Háskólinn og examensmenn. |>að er ef
til vill ekki öllum kunnugt, að í Danmörku
hefir um mörg ár verið til lagaákvörðun, er
svo hljóðar: «Aðgangur að kennara-embœttum
við háskólann skal ekki bundinn við nokkurt,
próf't. Ekkert embættis-próf, ekki einu sinni
stúdentspróf (ex. artium) er þannig nauðsynlegt
til að geta orðið háskólakennari við Kaupmanna-
hafnar-háskóla. Og ef vjer lítum á, hverjir nú
eru þar prófessórar, þá sjáum vjer að ofan-
nefnd laga-ákvörðun er enginn dauður bók-
stafur. J>að eru mikilsmetnir vísindamenn
meðal þeirra, svo sem Joh. Japetus Sm. Steen-
strup, Dr. med., prof. ord. í dýrafræði, Julius
Thomsen, Dr. med., próf. ord. í efnafræði.
Steenstrup hefir mikið álit á sjer bæði í, Dan-
mörku og víðar um lönd sem vísindamaður;
hann er stúdent, en hefir ekkert embættispróf.
Sama er að segja um landa vorn, próf. Konr.
Gíslason, Dr. phil. Thomsen hefir polyteknískt
próf, en ekkert stúdenta-próf, og kvað ekki
skilja latínu, D. F. Didriksen, prof. ord. í gras-
fræði, hefir tekið próf viö gamla kirúrgiska aka-
demíið, eu ekkert stúdents-próf. J. 0. Schjodte,
prof. extr. í dýrafræði er ekki stúdent og hefir
aldrei undir nokkurt próf gengið á æfi sinni,
og er hann þó nafnkunnur vísindamaður bæði
í Danmörku og víðar. — Til gamans og fróð-
leiks skulum vjer geta þess, að þegar stjórn
einnar merkilegrar vísindastofnunar hjer á landi,
sem nefnist «ó«rna-skólinn á ísafirði», auglýsti
að laus væri kennara-staða við þann skóla, þá
var aðgangurinn til að sækja um þá stöðu
bundinn ekki að eins við stúdents-próf, heldur
við embættis-próf (í guðfiæði!). — Hátt má
þvílík stofnun standa yfir Kaupmannahafnar-
háskóla.
EMBÆTTA-SKIFUN.
13. d. marz-mán. er kand. í lögfræch
G u ð 1 a u g u r G u ð m u n d a r s o n (fra Ás-
garði) settur til að gegna sýslumannssturf-
um í Dalasýslu frá 1. júní þ. á.
Landlæknis-embættið var óveitt, • er
póstskip fór frá Hðfn. Var það í mæli
að með veitinguna væri beðið, sakir pess
að hr. S c h i e r b e c k, sem talið var víst
að mundi fá það, liafði eigi lokið síðara
(munnlega) hlut prófsins í íslenzkri tungu.
En 20. apríl er oss ritað frá Skotlandi:
„N ú er landlæknis-embættið veitt Schier-
beck. J>að er alveg víst og áreið-
a n 1 e g t.“ Hvort svo sje. eða ekki, vitum
vjer ekki annað um, en petta.
23. marz var sjera Bjarni Sigvalda-
son á stað í Steingrímsfirði kvaddur til að
vera prófastur í Stranda-prófastdæmi.
Komin skip til Reykjavíkur síðan 18. apríl.
18. apríl «Sprite» 77 tons, skipstj Haraldsen,
fiskiskip frá Færeyjum.
21. apríl «Emma » 259 tons, skipstj. L. Larsen,
kom frá Newcastle með kol til Smiths-
verzlunar.
26. — »Delphinen» 85 tons, skipstj. J. Sí-
monsen; fiskiskip frá Færeyum.
26. — «Nordlyset» 82 tons, skipstj. H. Mohr.,
fiskis. frá Færeyjum.
2. maí "Yaldemar», 592 tons, skipstj. V. E.
Kihl póstgufuskip.
2. — «Active» 237 tons, skipstj. John Taylor,
hvalveiðaskip.
3. — «Skuld» 61 tons, skipstj. I. Knudsen,
norskt fiskiskip. (Framh. næst).
Næsta blað á laugard. 13. p. m.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
J ð n Ó 1 a f s s o n, alþingismaður.
Prentub bjá Einari pórðarsyni á hans kostnað.