Skuld - 13.05.1882, Blaðsíða 2
44
J
dagsanna, og það höfum vjer oft fram tekið, bæði
á þingi í sumar, er leið, og á síldarveiðafund-
unum hjer í Rvík í vetur. Að eins með því,
að síldveiði-útgerðin sje svo stór, að menn geti
haft fólk og veiðigögn í ýmsum landsfjórðung-
um í einu, eru töluverðar líkur fyrir að ávinn-
ingur sje nokkurn veginn vís.
En hvað leiðir svo af þessu ?
Frá íslenzlcu sjónarmiði skoðað verður af-
leiðingin sú, að þá er vjer myndum síldveiði-
fjelag og höfum t,. d. 30000 kr. höfuðstól, þá er
oss hollara að slá oss saman við Norðmenn og fá
þá til að leggja fram aðrar 30000 kr. á móti
oss, svo vjer getum rekið veiðina t. d. á Aust-
fjörðum, Eyjafirði og ísafirði í einu, heldur en
að vera einir að burðast með hálfu minna fje-
lag og geta ekki stundað veiðina nema á ein-
um stað. Með öðrum orðum : í því stærri stíl
sem hægt er að reka veiðina, því minna er á
hættu lagt. — En það virðist einsætt fyrir oss
íslendinga, að halda okkur í þessu efni til Norð-
manna, sem kunna manna bezt að veiðinni og
eru fúsir á samlög við oss og hafa ekkert á
móti að fjelagsstjórnin sje búsett hjer og skip-
uð íslenzkum mönnum. Hinsvegar er eigi ráð-
legt fyrir oss að leggja saman við Dani, sem
ekkert kunna að þessari veiði og — með þeim
alkunna hroka, sem helzt til mörgum þeirra, er
leita hingað upp til viðskifta við oss í gróða-
skyni, er svo hætt til að sýna oss í öllum við-
skiftum1,— mundu vilja hafa ráð öll í hendi sjer
og stjórn alla í Kaupmannahöfn, enda má vera
að sumir þykist hvektir á þessum danska fje-
lagsskap. Menn eru ekki búnir að gleyma
fiskiveiða-fjelaginu sáluga.
Rjett! En frá dönsku sjónarmiði?
Nú þegar hr. Trolle er búinn að útverka
ið fræga ráðgjafabrjef, sein hann vonar að verði
«verulegur þröskuldur» (en vœsenhg anstods-
sten) fyrir Norömenn, þykir honum ekki leng-
ur ísjárvert að láta í Ijósi «að ekki sje óhugs-
andi, að íslendingar kunni að óska, að burt-
rýma tjeðum hindrunum fyrir Norðmenn, pvi
nð lándið hefir haft meir en litlar tckjur af
sUdveiðinni, og óskar naumast að missa pœr».
— Nú er hljóðið svona. í brjefinu til ráð-
gjafans var það íslands hagur, sem hr. Trolle
hafði fyrir augum, er hann barmaði sjer yfir,
að útlendingar tækju brauðið frá munninnm á
nlandsins börnum«. Nú eru það ekki hags-
munir íslendinga lengur, sem herra Trolle er
um að gjöra — nei, nú er það annað, sern liann
ber fyrir brjóstinu.
Hvað er það?
|>að kvað veramjög áríðandi fyrir Danmörku
að «verzlunarstjett vor [o: DanaJ og skipsút-
gjörðarmenn» (vor handehstand og skibsrhe-
derea) slái sjer saman í eitt. stórt fjelag, sem
1) pett.a er ekkert einkennilegt fyrir Dani, heldur
að eina fyrir þá tegund manna, sem helzt leitar at-
vinnu frá þeim hingað. J. St. M i 11 segir um landa
sína (Engla), að það sje oftast „fákunnandi, ómentaðir
menn, oft af lágum stigum, oftast hrokafullir gagnvart
inum innlendu mönnum, sem leit.i sjer atvinnu í ný-
lendunum, meðan þær hafi enn eigi kraft til fengið, að
reka sjálfar verzlun sína“. — Auðvitað á þetta bæði
hjer og annarsstaðar sínar heiðarlegu undantekningar,
og munu þær hjer á landi einmitt heldur fara fjölg-
andi síðari árin. — En in danska þjóð er oft hjer á
landi ómaklega dæmd eftir þessum fáu mönnum.
geti spent um alt ísland og verið eitt um hit-
una að veiða. [>að mundi mynda tlokk af
reyndum fiskimönnum, _sem gætu oröið oss (o:
Dönum) að miklu liði, er vjer fáum höfn við
Norðursjóinn, svo að vjor (o: Danir) getum þá
kept par við aðrar þjóðir.
Náttúilega á öll veiðin þannig að veröa
rekin af Dönura. Um íslendinga er ekki að
tala. [>aö er sama hvoru megin hryggjar peir
liggja!
Já, mikilla ávaxta má vænta af slíku
dönsku gróssjera-fjelagi, ekki sízt undir dug-
legri og vel launaðri stjórn, t,. d. hr. Trolle.
«Da liegt der hund begraben'D segja j>jóð-
verjar. j>ar er líklega kjarnin í öllura afskift-
um hr. Trolles af þessu máli. Hann langar til
að verða «grunder», stofna stórt hlutafjelag,
verða sjálfur framkvæmdarstjóri þess, og fá
góð laun fyrir.
Skaði, að hr. Trolle hafði eigi kastað grím-
unni þegar í brjefi sínu til ráðgjafans. [>á ef-
umst vjer ekki um, er ráðgjafi vor hefði sjeð,
hvað undir bjó, að hann hefði látið veiðimál
vort ganga þann gang, sem það hefir nú geng-
ið í 14 ár, lagt, skýrslu hr. Trolles á hylluna,
brosað í kampinn og livíslað að sjálfum sjer í
hljóði:
ii Da liegt der hund begraben!»
Leiðrjetting.
I neðanmálsgrein við skýrslu um Krist-
mansmálið í síðasta blaði Skuldar liafið Jijor,
herra ritstjóri, farið nokkrum orðum um, að
bæjarfógetinri hatí fært 2 föngum undir tjeðri
ransóknn boð frá ættingjum þeirra og vanda-
mönnum. Með því að þetta er ekki alveg rjett
hermt, vil jeg skýra yður frá inu sanna í þessu.
Inn 12. febr. þ. á. skýrði bæjarfógetinn
frá, að orðrómur sá gengi um bæinn, að hann
«heimti lyklana að fangakompum þeim, sern
«fangarnir S., G. og M. eru í og loki mig (sigj
«þar inni hjá föngunum til þess að stappa í
«þá stálinu ekki að meðganga í þessu máli, sem
«þau eru sett löst fyrir, og að jeg (bæjarfóget-
«inn) hafi skipað fangaverðinnm ekki að koma
«inn í kompurnar meðan, jeg (bæjarfógetinn)
«væri þar inni». [>egar jeg samkvæmt skipun
amtsins yfirheyrði fangavörð urn þetta, kom ekk-
ert, frarn, sem staðfesti þessa sögusögn. [>ar á
móti skýrði fangavörður frá, að bæjarfógetinn
væri þá nýbúinn að heimta aðgang að einnin
fanganum, til þess sem notaríus publieus að
færa honum boð frá þriðja manni fyrir utan
fangelsið, og að fangavfn'ður liefði leyft þetta,
af því að sjer hefði ekki verið þaöí svipinn Ijóst,
að bæjarfógetinn hefði sem notaríus publicus
ekkort yfir fangaverðinum að sogja. Sökum
þessa og af því, að það boð, er fangavörðurinn
hafði loíað notaríus publicirs að færa fanganura,
að eins snerti áfrýjun fangelsisúrskurðar, lagði
jeg það til við amt.ið, að fangavörður yrði ekki
látinn sæta ábyrgð fyrir þessa yfirsjón. Mjer
er ekki kunnugt, að nein önnur boð hafi kom-
ið til fanganna frá ættingjum þcirra eða vanda-
mönnum, meðan þau sátu i fangelsi, enda heföi
1) Á (slenzku: „I>ar liggur fisliur undir steini!“
slíkt, verið raikill ábyrgðarhlnti fyrir þá, er fang-
anna áttu að geyma.
Reykjavík, 11 maf 1882.
Jón Jónsson.
Frjettir innleiidar.
— Hafísinn. Enskt hvalveiða-gufuskip kom
hingað í fyrradag lekt, til að fá gjört að'.sjer;
það kom að austan sunnan ura land; sagði það
að ís hefði legið fyrir austurlandi suður að Fá-
skrúðsfirði (suður fyrir Reyðarfjörð). ísjaka á
stangli hafði það hitt allt suðnr að Ingólfs-
höfða.
— Að vestan. ÍJr Dalasýslu er skrifað 24.
Apríl: «Hjer eru mikil harðindi af tíðarfarinu.
Á pálmasunnudag stillti til (þangað til voru
jarðbönn af útsynnings-hríðum) og alla þá viku
til páska var bezta tíð og leysti mikið, on síð-
an á páskadagsmorgun hefir mátt heita sífeldur
norðanbylur, og eru allflestir komnir að þrot-
um með hey og margir heylausir hjer ura bygð-
ir. Ilafísinn var kominn, er síðast frjettist,
inn á Húnaflóa. í dag er norðanbylur úli með
miklu frosti. J>rjú skip moð vörur oru komin
á Stykkishólm, eitt í Flatey».
Elliöáll-inálin. Hæstarjettarmálinu gegn
H. Th. A. Thomsen um vciðiaðferð hans í Ell-
iðaám kvað hafa frestað verið, til þess að leita
ýtarlegri skýringa í noálinu, rneðal annars um
það atriði, hvort Thomsen á einn alla veiði í
ánum. Nú kvað sýslumaðurinn í Kjósar- og
Gullbringu-sýslu hafa sent hæstarjettartnálfærsl-
umanni þeim (Levinsen), er sækir málið á
hendur H. Th. A. Th., áreið þá, er Jón ritari
hjelt haustið 1880 og sem prentuð er í alþ.
tíð 1881, I. bls. 611 — 617 og eftir—skrift eftir
uppdrætti þeim, er fram var lagður við þessa
áreið og samþyktur af öllum þeim landeigend-
ii m, er mættu við þessa áreið.
— Eftir því, sem vjer Iiöfum frjett, œun
«kommissións»-dómur vcrða kveðinn upp í
kistubrotamálinu priðjudaginn ‘23. p. m. um
hádegi á bæjarþingsstofunni. [>að var tekið
undir dóm fyrir rúmum 4 vikum, en var höfðað
10. jan. þ. á.
Komin skip.
4. maí «He]ga» 59 tons, skiþstj. C. L. Madsen,
með alskonar vörur frá Bergon til M.
Johannesen.
8. — «Rap» 62 tons, skipstj. A. Dahl, norskt
fiskiskip.
8. — «8tjernen» 121 tons, skipstj. Gver-
gaard, með timburfarm frá Norcgi til-
heyrandi kaupm. Endresen.
8. — «Mauritius» 79 tons, skipstj. H. A.
Möller, með alskonar vörur iil Thom-
sens verzlunar.
8. — «Island» 73 t.ons, skipstj. Nielsen;
fiskiskip frá Elmshorn.
9. — «Salome Catharine» 46 tons, skipstj.
Jensen; á fiskiveiðum fyrir kaupmann
Bryde.
Auk þess hafa-komið hingað40—öOfrakk-
nesk liskiskip; hæstur afli nm 30 þúsund.
Næsta blaö ura næstu belgi-
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
.1 ó n Ólafsson, alþingismaður.
Prentuð bjá Einari pórðarsyni á hans kostnað.