Skuld - 15.06.1882, Blaðsíða 2

Skuld - 15.06.1882, Blaðsíða 2
54 skylda hann til þess, en þessi skoðun er þó engan veginn á nægum rökum bygð. ]?að verð- ur að skylda menn til svo margs með lögum (t. a. m. efna orð sín, loforð sín, borga skuldir sínar o. s. frv.) er margur hver eigi getur efnt sökum fátæktar, en það færi í sannleika eigi vel, ef lögin eigi mættu skylda menn til neins annars en þess, er fátæklingar gætu af hendi leyst. Auk þessa ber að geta þess, að eftir lögum vorum er það víst eigandi, en ekki á- búandi, lands þess, er að liggur, er skyldaður verður til að leggja garðinn, en kostnaðurinn, er gengur til að leggja hálfan garðinn getur aldrei numið því, sem jörðin kostar. Höfundur greinarinnar í Isafold álítur, eins og fyr var getið, að menn hafi hætt að leggja landamerkjagarða hjer á landi vegna kostnaðar- ins, og heldur að menn eigi muni taka upp á því aftur, því það sje svo kostnaðarsamt. ]>að er nú án efa satt, að þegar allt fjör í þjóðinni og framkvæmdarsemi var því nær útdáið, munu menn hjer hafa hætt að hlaða landamerkja- garða, án efa meðfram af þvf, að þeim heíir þá þótt það of kostnaðarsamt, en það er þó von- andi, að þjóð vor bráðum fari að rakna við aftur, og að landsmenn hætti að sýta í hvern kostnaðinn, þegar um nytsöm fyrirtæki er að ræða. Jeg held, það sje með öllu nauðsynlegt’ ef maður yill gjöra einhverja jarðabót, að friöa þaðland, er maður vill bæta, fyrir ágangibæði af sínum peningi og annara, með góðum girð- iogum. Að friða jörð sína fyrir ágangi af ann- ara peningi, verða menn að gjöra með landa- merkjagörðum, og það er með öllu rjett, að þeir, sem eiga lönd saman, hjálpist að því, að gjöra girðinguna, og það er því með öllu rjett, að lögin bjóði, að þegar einhver vill hafa landa- merkjagarð millum sín og nágranna síns, skuli nágranninn taka þátt í því, að léggja garðinn móti honum. fetta hafa verið lög frá alda öðli hjer á landi og eins í Noregi, og eru nú orðin lög í flestum löndum; það væri því hrein mink- un fyrir oss, að svipta nú þær ákvarðanir í lög- um vorum gildi, er hljóða um landamerkjagarða; annað er að laga þær, ef þyrfti; þetta væri inn sterkasti vottur um hreina afturför þjóð- ar vorrar, er vjer eigi getum verið þekktir að. Og hvað hefðist nú gott af því, að svipta lög þessi gildi? Ekkert, en þar af leiddi beinlínis, að ef einhver vildi leggja landamerkjagarö mill- um sín og nágranna síns, yrði hann að vera svo góður, að gjöra það einn, og við halda garðinum einn, án tilstyrks af nágrannanum, og þó væri garðurinn jafnt fyrir þá báða, og auk þessa yrði hann að leggja garðinn á sínu landi. Að fáir hjer á landi mundu verða til að leggja landamerkjagarð, getur vel verið, en þar fyrir er engin ástæða til að svipta þau lög gildi, er um þá hljóða; sje og þjóð vor á nokkr- um framfaravegi, munu einhverjir bráðum verða til, að vilja fara að leggja þá, einkum þar sem garðurinn eigi þyrfti að vera mjög langur. Meðal annars góðs, er leiðir af landamerkja- görðum, er það, að maður getur halt málnytu- pening sinn í fullkomnum friði og næði, er allir vita, hvað gott er fyrir hann, og svo er líka • garðurgranna sættir», eins og stendur í lögum vorum, og afstýrir úlfbúð þeirri, er oft er fmilli nágranna út af því, að annar þykist verða yrir ágangi af skepnum hins. [Niðurlag síðar]. Bending til sálmabokarnefndarinnar. “Nii eru líka níu menn, sem nóttina eiga að stytta, pó varla nobkur viti enn hve vænleg ráð þeir hitta“. Jónas Hallgrímsson. [>essu líkt má kveða um sálmabókarnefnd- ina. [>au sjö sálmaskáld. er nú vinna að samn- ingu nýrrar sálmabókar, eiga að kveykja ný ijós og bjartari en áður. |>eim mönnum er og til þess trúandi; þeir munu allir mjög vel bæfir til þessa starfa ; að vísu mun einn þeirra eigi eiginlegur guðfræðingur eða sálm aská ld, en eigi að síður mun hann eigi síztur liðsmaður í nefndinni. Engar fregnir fara af því, hve nær bókarsmíðinni muni lokið verð'a. Mjer dettur eitt í hug. Hvernig ætli sálma- bókarnefndin fari með gamla frumkveðna sálma íslenzka, er eigi eru í þeim búningi, að þeim megi sæti skipa með iuum nýju sálmum nefnd- arinnar? Breytir nefndin kveðandi þeirra, svo að allstaðar verði rjett áherzla? f>á þarf að yrkja þá alveg upp af nýju, að miusta kosti aila þá sálma, sem eru með jambiskum háttum. [>etta álít jeg alveg ógjörlegt, enda mun það jafnan verða óvinsælt, að breyta mjög gömlum sálmum góðkunnum. J>á er sálmabókin kom út um aldamótin síðustu, urðu margir gamlir menn gramir yfir þeim breytingum, er gjörðar voru á gömlum sálmum, einkum innien'dum frumkveðn- um sálmum, svo sem Hallgríms Pjeturssonar. [>að er og víst, að iðulegar breytingar á helgi- bókum, hvort heldur það er sálmabókin, post- illan eða biflían, deyfir og dregur úr trúrækni manna. Jeg hefi heyrt gamla konu segja, aö nú kæmi hún svo sjaldan til kyrkju af því að hún kynni svo illa við, hve orðfærið á guð- spjöllunum og pistlunum o. s. frv., væri allt af að breytast. Hjer af sjest, hve áríðandi er að eiga góða biflíuþýðing, er standa megi óbreytt. Aðrar þjóðir láta sjer mjög um slíkt hugað, og forðast þessar sífeldu orðabreytingar í helgi- bókum sínurn. Æskiiegt væri, að sálmabókarnefndin skifti sjer eigi af gömlum frumkveðnum sálmum iun- lendum. In gömlu sálmaskáld vor vildu eigi láta breyta sálmum sinum. í formála fyrir Samúelssálmum óskar 3jera Hallgrímur Pjeturs- son, að sálmum sínum verði eigi breytt, en að þeir yrki aðra sálma «er betur kunna»,en láti sálma hans <<óbrjáIaða standa». Viíji sálmabókarnefndin endilega nota gamla sálma, þá hefir hún nógar þýðingar úr að velja. Helzt ætti nefndin að yrkja nýja sálmabók1 að öllu, og beina þannig sálmakveð- skapnum í nýja stefnu. Gamall meðhjálpari. 1) Virðist höf. ætla að það þurfi hvorki andagift nje innri hvöt til að yrkja sálma? Ætlast hann til, að af því einhver er kosin af biskupi í nefnd. þá skuli hann setjast niður og yrkja heilan flokk sálma (hversu sem á hann kann að falla eftir hlutkesti), rjett eins og þegarSímon Dalask.... yrkir rímna-flokk? Ritstj. Brjefaskrína „Skuldar“. Ad Nr. 2. — Hr. ritstjóri! — í blaðinu «Skuld», sem út kom 31. maí, Nr. 153 stend- ur grein með yfirsrift, «Brjefaskrína Skuldar» og undirskrifuð Iv, þar sem þannig er að orði komizt um mig: «Hann ritaði gjörðabók sátta- nefndarinnar, og tók fram í sáttaumræðurnar; þegar honum þótti sáttatilraunin fara í.aðra átt, en honum þótti æskilegt, varð hann óþolin- móður og hafði orð um, að hann hefði ekki tíma til að sitja undir þessu, og mundi fara heim ef ekki yrði bráðum hætt». pessi orð eru miðlungi góðgjarnlega rituð og auk þess ósönn. Inn 23. f. m. mætti útgefandi og ábyrgð- armaður «jþjóðólfs» bóksali Kristján forgríms- son hjer í bænum, sem jeg verð að álíta sje sami maðurinn, er nefnir sig K undir ofan- nefndri grein, sem stefndur fyrir sáttanefnd Reykjavíkur í meiðyrða-máli, og mætti jeg þar og samkvæmt embættisskyldu sem skrifari sáttanefndaiinnar. pegar mjer fannst að hlut- aðeigandi málspartar vera faruir að ræða um annað málefni en kæruskjalið til sáttanefndar- innar hljóðaði um, ávarpaði jeg formanninn í nefndinni á þá leið, að jeg sæi ekki að það mál, er partarnir nú væru að ræða, væri kæru- efnið, og gat þess um leið, að enn frernur ætti að taka fyrir eun þennan sama dag 2 mál önn- ur í nefndinni, og bað hann því að sjá til að málspartarnir hjeldu sjer við efnið, með því jeg hefði mjög annríkt og þess vegna ekki gæti verið í nefndinni lengri tíma en nauðsynlegt væri. petta geta nú allir góðir menn skilið að er allt annað en það, sem K ber á borð fyrir almenniog í blaðiuu «Skuld» í áður nefndri greiu. Keykjavík h. 1. júní 1882. E. Th. Jónassen. Að það, sem herra bæjarfógeti E. Th. Jónassen tilfærir hjer að ofan um ummæli sín í sáttanefndinni sje rjett hermt, vottura við undirskrifaðir sáttanefndarmenn hjer með. Hallgi'ímur Sveiussou. H. St. Johuseu. Nr. 3. — Hr. ritstjóri! Miðvikudaginn 7. þ. ra. kom póstskipið «Arcturus» hingað vestan af ísafirði og öðrum vestanlands-höfnum. Hjeð- an ætlaði skipið svo til Hatnar og átti að leggja á stað nóttina milli föstudags og laug- ardags, en það fórst þó fyrir sakir þess, að eigi var þá búið að taka úr skipinu vörur þær allar, er úr því voru teknar hjer. Komst skipið því ekki af stað hjeðan fyrri en á laug- ardag 10. þ. [>ann dag skömmu fyrir há- degi var jeg staddur niðri á pósthúsinu og kom þar þá háseti frá borði með póstinn af fsafirði!' Ijannig hafði skipstjóri haldið póst- inum bjá sjer án þess að skila honum frá 7. til 10. þ. m. og lá þó alla þá tíð hjer á höfn’- inni. Hefði nú svo fljótt gengið að afferma skipið hjer, að það hefði komizt á stað, eins og til var ætlazt, nóttina milli föstudags og laugardags, þá hefði það farið með póstinn, sem hingað átti að fara af Ísafirðí, til Hafnar. En eins og til tókst, var póstbrjefunum þó að

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.