Skuld - 19.07.1882, Blaðsíða 1

Skuld - 19.07.1882, Blaðsíða 1
Arg., 32 nr., kostar 3kr.; borgist í sumar - kauptíð til Einarsprentara pórðarsonar. Eftir að 3/« árgangs eru út komnir, gildir eigi uppsögn á næsta árgangi. kvid íi 1882. Afgreiðslustofa í prenf- smiðju Einars pórðarsonar. Ritstjórnar-skrifstofa: Aðalstræti Nr. 9, opin kl. 4—5 e.m. hvern virkan dag. V. árg. Reykjavík, Miðvikudaginn 19. júlí. Nr. 157. d^g=* Jeg leyfi mjer ;iö miima ina heiðruöu kaupendnr og útsölumenn „Skuldar“ p. á. á, að nú er g-jalddag’i árgangs þessa kominn, enda er og meir en hálf- ur árgangurinn nú út kominn. E i n a r þórðarson. Sj óferö. Jeg uni á iiughörðu fleyi við elskandi hót hjá inndælli snót. fótt hallist, þá hræðist hún eigi, en brosir svo dátt, er hrönn lyftist hátt. Og seglið er fult eins og svellandi barmur og særinn er kvikur sem ólgandi blóð, sem andblær í kossum er vindurinn varmur, og viðkvæmt í byrnum er skipið sem ósnortið, elskandi fljóð. Hæ hó! Lítt’ á sigluna svigna! Nú gengur það glatt, það segi jeg satt. Jeg vild’ að hann vild’ ekki iygna; hjer uni jeg mjer svo aleinn með þjer. Um stýrið jeg annari hendi vil halda, en hinni jeg sveifla um mittið á þjer og kyssi þig blítt meðan klýfst sundur alda; nú krafta jeg finn, sem jeg aldrei hef vitað að voru í mjer. Kom fast að mjer, barnið mitt blíða! Sjá bárur við gnoð — heyr byrinn í voð! Seg, finst þjer ei skipið mitt skríða og beita sjer við þótt blási á hlið? Sjá öldurnar hvítar á brjóstunum brotna og blíðmálar líða svo hliðunum með; þær hvísla, þær hossast, þær kjassa og þrotna, og kyssandi loksins þær hníga í sævarins blátæra beð. Kom, yndið mitt blíðasta, bezta! í faðmi mjer fel þú vanga þinn vel. Við hjer skulum heit okkar festa með barm upp að barm og arm inn’ í arm. Svo Ijúft eins og báran í báru fær runuið, eins blítt skulu hjörtu vor renna í eitt; sem morgunsins geislar á bárum fá brunnið, «r blævindur andar á sænum, eins kært skulum kyssast og heitt Nú skulum við leggja að landi, því lund veit jeg, mey, á laufgrænni ey; þar blaktir æ bliðvakinn andi og forsæla blíð, og foss er í hlið; og niðurinn lokkar og lækurinn svalar, í laufunum þýtur með hvíslandi óð, sem blítt eftir tilfinning hjartnanna hjalar; þar hvílum við ein, og þar sýng jeg þjer elskenda ljúfustu Ijóð. Haimes Hafsteinn. Frelsisflokkurinn á Rússlandi. Nýlega hefir prentuð verið bók nokkur á .talíu, sem heitir «Rússland í jarðhúsum», eftir mann, sem kallar sig Stepniak og var áður rit- stjóri blaðsins »Fjóð og þjóðfrelsi.» Ágrip af efni þessarar bókar er prentað í 150. blaði "Morgunblaðsins", og þaðan er tekið það, sem hjer kemur á eftir. f>að sýnir vel, hver fram- farastig frelsisflokkurinn hefir átt, og hvernig hann vinnur. »Nihílisminn» var upprunalega nafnið á tilraunum nokkurum, sem fjelög af mentuðum mönnum gerðu til þess að losast við ýmsar gamlar kreddur, er gengið höfðu í arf mann fram af manni. pað, semþeir rjeðust þá á allra fyrst, vóru trúarbrögðin; þeir þurftu ekki að hafa mikið fyrir þeim. Klerkarnir gátu ekki hindrað ,að inir mentuðu menn fleygðu trúnni frá sjer. »Nú á dögum er næsta sjaldgæft að nokkur mentaður maður sje eigi fylgismaður þeirra kenningar, er hreinlega kenna að náttúran sje in æðsta veral.» En það leið ekki á löngu, að <> nihílistarnir» tœki að skifta sjer af efnum °g bag þjóðarinnar og ríkisstjórn. Fyrst reyndu þeir að koma fram kvennfrelsismálinu, og svo fóru þeir að hugsa um, hvernig bezt væri að losa fátæklingana úr þeirri ánauð, sem þeir höfðu verið í hneptir. fannig breyttist stefna þeirra algjörlega. Áður höfðu þeir leitað að velsæld og hóglífi, nú steyptu þeir sjer út í langvinnt erfiði og þungar hættur, og hirtu eigi hót um þótt þeir ættu píslarvættis dauða í vændum; nú hurfu þeir, er með rjettu áttu skilið þetta nihíl- istanafn, og voru nú orðnir að stjórnbyltinga og þjóðfrelsismönnum. þ>að, er einkum olli þessari breytingu, var þjóðfrelsið á Frakklandi eftir að Napoleon var fallinn úr sögunni 1871. Undir lok árs þessa myndaðist fjelag í Moskvu og annað í Pjet- ursborg ári síðar; fjelagsmenn vóru «innan um þjóðina», eins og komizt er að orði, til þess að 1) Vjer bibjum lesarann minnast, að þetta eru orð • Stcpniaks, en eigi vor. pýð. 65 breiða út meðal hennar kenningar jafnaðarmanna. Ungir menn af göfugum ættum gerðust hópum saraan vinnumenn í verksmiðjum, til þess að koma þar inn þessum skoðunum hjá hinu vinnu- fólkinu, sem af lægra stigi vóru, og stjórnin komst svo að orði í umburðarbrjefi til sýslu- manna, að «23 sýslur væru sjúkar orðnar af jafn- aðarveiki.» Stundum tókst miður heppilega til tegar þeir vóru að revna til þess að fá bændur með sjer; þeir, sem það gjörðu, urðu sumir upp- vísir og handteknir og settir í fangelsi, og svo var þessari aðferð hætt. Um forvígismennina er í ritinu farið þessum orðum: «Trú þeirra var jöfnuður, guðþeirravar þjóðin. þ>eir gátu unnið hvað, sem vera skyldi, en þeir höfðu eigi þann óbilanda kjark eða brennanda áhuga, sem til þurfti. fegar frumvonir þeirraónýttust, örvæntu þeir umsigur; sóttust fremur eftir heiðurskransi píslardauðans en lárviðarhring þols og sigurs. F»eir gátu engan hatað, jafnvel ekki böðlasína.» Enn svo kom skálmöldin þar á eftir; nú var eigi lengur með orðum unnið einum, heldur verkum vegið. fetta var þriðja stigið og hófst með skotinu sem Vera Sassúlitsj hleypti af á Trepóv herforingja. Nú er það sprengiefnið, sem er einkenni frelsismanna; nú er það ætlunar- verk þeirra, að ógna og hefna og vega. peir, sem framkvæma verkin, eru eigi svo ýkjamargir. En aðrir hjálpa þeim og ryðja braut þeirra svo þúsundum, svo mörgum þúsundum skiftir; þeir veita þeim hæli og húsaskjól, þegar eftir þeim er leitað, og fje þegar á því þarf að halda. Fjeð fá þeir hjá allmegandi mönnum, stundum frá höfðingjum landsins, sem hata stjórnina og leggja því fram peninga. Stjórnin einangrast sjer, eins og harðstjóri, sem brotizt hefir til valda og á engan vin. í>ví ákafar sem hún ofsækir einhvern frelsismann, því vissari von á hann að hreppa hæli og vörn í landinu, og menn, sem á engan hátt líkar hryðjuverk þeirra, þykj- ast af að hafa hýst flóttamann. Stóll, sem Sjeljabof hefir setið á, er t. a. m. geymdur sem dýrindis minjagripur. Stepniak lýsir því næst ýmsum frelsismönn- um, er fremsta má telja, en búið er að lífláta fiesta þeirra. Jakob Stefanovitsj var ljótur á- sýndum, breiðmyntur og lá hátt nefið; hann hafði aldrei þol í sjer til þess að sitja undir rœðu; þegar neyða átti hann til þess, sofnaði hann og háhraut; hann var sonur sveitaprests. Annar er Dmitri Klemens, hann er mælskur vel, hann hefir hátt enni, augun dökk og eld- fjörug; nefið hefir náttúrunni gleymzt að gefa honum, hann er fjörugur maður og fyndinn vel; heíir það til að gera að gamni sínu, þótt í lífs- háska sje. Hann er djarfur vel, og er til marks um það haft, að einu sinni, er Felsíer nokkur sat í fangelsi, í bænum Petrósavaðsk, fór Klemens þangað og Ijezt vera vjelasmiður

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.