Skuld - 10.11.1882, Blaðsíða 2

Skuld - 10.11.1882, Blaðsíða 2
102 «Við treystum þjer manna bezt að gjöra á- «standið kunnugt á Englandi. Af því þjer fórst «svo drengilega að gangast fyrir samskotunum «1875 handa þeim, er urðu fyrir tjóninu af «öskufallinu, þá leyfum við okkur að biðja þig «að reyna nú að koma því til leiðar, að sam- «skot verði hafin til að bjarga þeim nauðstöddu «hjer á landi. 1 júlí 1882. P. F. Eggerz. D. A. Thorlacius». * * * Sigurður Jónsson, Jakob Guðmundsson, sem lundarstjóri. skrifari. Úr brjefi úr Eyjafírði, 21/io—’82. «Hjeðan er að frjetta ina beztu haustveðr- áttu; hlýir sunnanvindar hafa verið svo að segja stöðugt allan þennan mánuð. Heyja-afli varð með langminnsta móti, og urðu bændur því að farga sauðfjenaði, nautgripum og hrossum ó- vanalega mikið. — Síldaraflinn hefir mjög brugð- izt hjer á firðinura í sumar, og fæstir aflað nokkuð til muna allt til þessa; þó frjettist í gær, að einir myndu hafa kvíað í net sín um 1000 tunnursíldar. Margir Norðmenn hafa hjer úthald til síldarveiða, og síðan ísinn fór í sum- ar hafa allmörg gufuskip þeirra verið á ferð um fjörðinn. Síldarfjelag það, sem verzlunar- stjóri E. Laxdal ræður fyrir, mun ætla að halda menn til síldarveiða fram eftir vetri; og eru sumir ekki vonlausir um, að enn kunni að fást nokkur afli. — Fiskiafli hefir verið allgóður síðan ísinn fór, en ekki orðið stundaður svo sem skyldi vegna annara anna, sem hafa verið mjög miklar á þessu hausti. — «Norðanfari», sem ekki hefir sjezt hjer síðan í júlí, kom út í dag, og voru margir orðnir óþolinmóðir eftir honum, því jafnan þykir þar kenna margra grasa, og það grunar mig, að söngmönnunum í Rvík þyki fróðlegt að sjá all-langan ritdóm, er þetta blað flytur, um ina nýju «Söngkenslubók» fyrir börn og byrjendur eftir Jónas Helgason. Ritdómur- urinn er eftir Björn Kristjánsson söngfræðing og organleikara við Akureyrarkirkju, þann inn sama, er áður hefir dæmt rit Jónasar í Nf., og nefnt sig ýmist «Jón Jónsson» eða «J. J.» Ritdómarinn finnur margt að bæklingnum, en mikil málalenging er þó um, hvernig hann hafi farið að lesa bókina og fletta við blöðunum í henni(!!), og nöldrar á meðan við sjálfan sig um ónákvæmnina og vitleysurnar hjá Jónasi. Lýkur höf. máli sínu með því að segja: «En eins og hún (bókin) er nú, ætti helzt enginn að lesa söngkenslubókina fyrir börn og byrjendur, sem ekki getur lagfært hana um leið».— Mælt er, að hr. Björn Kristjánsson ætli sjer að fara utan í haust til að stunda söngfræði erlendis. Er mjög líklegt, að hann fljótlega muni gefa út söngkenslubækur handa alþýðu, þar eð honum þykja Jónasar með öllu óhæfar, og láti ekki lenda við það eingöngu, að «standa á hausnum» í «Norðanfara» og rífa niður bækur Jónasar. — Blaðið er annars fullt af ritdómum; þar er byrjun á ritdómi um «Verðandi», sem aldrei ætlar að verða úttalað um, eftir Guðm. Hjalta- son; það er sama staglið um «realisme» og «Idealisme», er maður hefir áður sjeð í sunnan- blöðunum. J>að væri líklegt, að fólk kæmist að lokum í skilning um, hvað þessi undra-orð þýða. — «Norðlingur» hefir eigi sjezt hjer síð- an í vor, og er það ætlun flestra, að hann muni nú loks eftir langvint dauðastríð alveg helsofnaður. — Fróði er ið eina blað, sem hefir komið út reglulega hjer nyrðra, enda kom kaup- stjóra Gránufjelagsins það betur, að öll blöð lágu ekki í dái, því meðan hann dvaldi hjer í sumar, var «Fróði•> uppfyltur af ritsmíði hansi svo margir voru farnir að hugsa, að kaupstjór- inn mundi vera búinn að taka við ritstjórn blaðsins að fullu og öllu». Kjötvero á Englandi. Verð á sauðakjöti hefir hækkað talsvert þetta síðasta ár á Englandi, og setjum vjer hjer eftir inu enska hagfræðisblaði «Economist» yfir- lit yfir verðið um september-október mánaða- mótin um nokkur ár á hverju „stone“ (= 8 pd ensk) af bezta og lakara sauðakjöti: 1 „stone“ af: bezta sauðakjöti, lakara sauðak.: kostaði 1872 1876 1880 1881 1882 6 sh. 2 d.1 6 — 1 — 5 — 8 — 5-6 — 7— » — 4 sh. 4 d. 3— 9 — 3— 6 — 3- 9 — 6- » - Um síðastliðin sept.-októb. mánaðamót kost- uðu þannig á Englandi 8 ensk pd. af lakara sauðakjöti (en það samsvarar 7 pd. 20 kv. á íslenzkri vog) 5 kr. 40 aur., eða hvert pund (til Englands komið) 76 au. Vjer Reykvíkingar virðumst því eigi að hafa ástæðu til að bera oss mjög aumlega, þó vjer höfum orðið að gefa 24 au. fyrir pundið af sauðakjöti; er vonandi, eftir því sem sanðaverzl- un landsmanna við Skota fer í vöxt, að verðið á sauðfje voru hækki heldur. Reyndar má varla við búast, að ið háa verð, sem nú er á sauða- kjöti á Englandi, haldist til lengdar. En þótt það lækki nokkuð, er auðsjeð að landið getur haft mikinn hag af sölunni. urunum — sem vissulega að tiltölu eru ekki nema fáir menn í stórum hóp, þótt þeir sjeu stórum of margir — gefur hún gagnlegt að- hald, að bæla niður illa fýsn sína, og gæta sóma sjálfs sín og embættis síns. Oss undirskrifend- um er sannarlega engin ánægja að sjá á prenti nöfn óvirðulegra stjettarbræðra vorra; oss er miklu fremur einlæg sorg að þeim; en þegar þjer spyrjið: «hví skora þeir á oss að nafn- greina þá? Hvað væri unnið?» þá svörum vjer: til þess að vernda heiður vorn og inannorð og allra heiðarlegra stjettarbrœðra vorra. Með þessu finnst oss mikið unnið. Ut af inum hörðu, en má ske sönnu um- mælum yðar síðast í greininni: um prestaskóla- menn, sem «liggi fyrir hunda og manna fótum hjer á götunum»,sje jeg ekki betur, en að þeir prestaskólamenn, sem vita sig saklausa af slíku framferði, hali ástæðu til að bera sig upp á líkan hátt og vjer prestar höfum gjört. Hvort þeir muni gjöra það, veitjeg að sjálfsögðu ekk- ert um, en biðji þeir um að nafngreina þann mann eða þá menn, er tilefni hafi gefið til um- mæla yðar, þá er auðsætt, að sú skylda verður að hvíla á yður, sem hafið látið prenta þessi ummæli sem yðar eigin orð, en ekki á mjer, sem með engu orði hefi gefið tilefni til þeirra; hvað sem jeg kann að hafa horft á í þá átt, er þjer bendið til, þá hefi jeg ekkert um það birt opinberlega; hefði jeg gjört það, og í almennum orðatiltækjum, »sem engan undanskilja og eng- an tilefna», var tilefni að skjóta því til mín, að kasta eigi skugga á prestaskólamenn alla jafnt, en nafngreina inn seka. Jeg þakka yður því með allri kurteisi fyrir boðið, en verð að senda yður skeytið aftur, og yfirláta yður sem máls- aðila rjettum að nefna nöfn, ef yður virðist þess þörf, eða aðrir krefjast þess. Reykjavík, 2. nóvember. 1882. Með virðingu Hallgrímur Sveinsson. * * Enn um slarkara-guðsinenn.1 2 Gjörið svo vel, herra ritstjóri, að ljá rúm í blaði yðar fáeinum línum út af athugasemd- um þeim, sem þjer hafið tengt við yfirlýsingu frá oss prestum í Kjalarnesþingi í síðasta blaði «Skuldar» (31. okt.), og út af nokkrum orðum, sem þjer þar hafið beint til mín sjerstaklega. Tilgangur vor með yfirlýsingunni er auð- sær og fullglöggt tekinn fram í honni: vjer þykjumst ekki verðskulda að eiga öslcilið niál með hneykslanlegum slörkurum í prestlegri stöðu og oss finnst að vjer eigum heimtingu á því, að þá er einstakir stjettarbræður vorir með ó- sæmilegu athæfi sínu gefa gilda ástæðu til að framferði þeirra sje gjört að opinberu blaðamáli, þá sje það gjört þannig, að ómaklegri óvirðingu sje ekki um leið varpað á alla stjettina eða þá menn í henni, sem saklausir eru í þessu efni, og til þess sjáum vjer enga leið beinni eða greiðari, en að nafngreina þá menn, sem við er átt; þeir hrinda þá óorðinu af sjer, sjeu þeir ómaklega víttir, en ella bítur sökin þá, og til þess hafa þeir unnið. fessi aðferð hefir þann kost, að hún gjörir blaðamenn varkára, svo þeir kæra eigi aðra en þá, sem þeir hafa gild rök til að víta, og inum mjög breyzku eða slörk- — Vjer höfum engu nýju að svara framan- ritaðri grein. Vjer höfum áður getið þess: að slarkaraprestarnir hafa verið nafngreindir á synödus; að undirskrifendurnir þelclcja þá og nöfn þeirra eins vel og vjer. Að nefna þá á helzt að vera í þeim tilgangi, að Jcnýja rjetta Jdutaðeigendur til afslcipta af þeim En það verðum vjer að álíta standi þeim stjettarbrœðr- um þeirra næst, sem vilja heita betri en þeir. Að skora á oss að gjöra slíkt, getum vjer að eins skoðað sem gildru til að lokka oss í meiðyrðamál. En vjer höfum enga lyst á því. Af sömu ástæðu viljum vjer ekki lieldur fara hjer út í að rannsaka, hvort engurn af sjálf- im undirskrifendum greinarinnar ( síðasta blaði (inura 8 guðsmönnum í Kjalarnesþingi) hefði ef til víll t'ariö fullteinsvel að þegja í þessu máli,einsog að gefa sjálfum sjer reglusemd- ar-vottorð. Bitstj. „Skiddar“. [pýtt úrensku: «The Times», Oct. 13th. 1882]. Uppgjörðar-liallærið á íslandi. Til útgefanda blaðsins «Times». 1) 1 sh. (,,shilling“) er 90 au. 7 72 au. 2) Fyrirsögnin er eftir oss. 1 d. (,,penny“) er Ritstj. Herra! — Nú hjaðnar óðum (guði sje lof!) hallæris-froðan íslenzka. Nú koma hingað þús- undum saman (7000 á einni viku) á skozkum

x

Skuld

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skuld
https://timarit.is/publication/109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.