Máni - 23.07.1880, Qupperneq 3
93
94
menn eigi hafa gætt, og látið steinolíutunn-
ur víða vera í saltbúsum sínum. En hverju
sem þessi suða er að kenna, þá er víst að
einhver er orsökin, og eigi hefir hennar að
mun orðið vart fyrri en nú á seinni árum.
Sá fiskur sem soðnar, þornar eigi til hlýtar;
á roðið er hann dökkur og eins og fitu-
kenndur, en auðvelt að strjúka það af með
gómunum, og getur fiskur sá er þannig er,
aldrei orðið góð vara og aldrei fengið jafn-
góðan smekk sem annar saltfiskur. Salt-
fiskur er víst einhver besta björg á heimili
og miklu drýgri en iéttur rúgmatur en sár-
lítið verð á honum nú, þegar frá er allur
kostnaður, sem er e.ptir lægsta reikningi 9 kr. af
skippundi, (6 kr. fyrir salt og 3 kr. fyrir verk-
unarlaun), svo kaupmaðurinn borgar skip-
pundið af fiskinum, er vegur sig upp með
130—140 fiskum, að eins með 31 kr. og ef
bóndi tekur út á það rúg, fær hann einung-
is 295 pd.; pund af rúgi fyrir pund af salt-
fiski getur hann ómögulega fengið, hvað góð-
ur sem fiskurinn er, en um rúginn talar
enginn hvort hann er góður eða slæmur,
hann er eins og hann kemur fyrir úr korn-
hlöðu kaupmannsius. En hvort mundi bænd-
um betra að eiga fisk sinn sjálfir og flytja
heim, en láta kaupmenn neyta rúgsins sjálfa
og geyma hann í kornloptinu þangað til
hann fellur, eða leggja fiskinn inn hjá þeim
fyrir þetta verð? pví ættu bændur að geta
svarað sjálfir. fað eru sumir menn, er lá
bændum, að þeir leggi inn fisk sinn hjá
kaupmönnum á vorin upp á óvíst verð, en
margar eru orsakir til þess að bændur eru
neyddir til þess. Fyrst eru margir sem
skulda kaupmönnum, og gjöra sig með því
að taka lán hjá þeim á haustin og veturna
að ánauðum þrælum þeirra; annað er það
að bændur hafa eigi nógu góð hús fyrir
vörur sínar, að þeim sé borgið, þó þeir vilji
draga að leggja þær inn, en einkum er þó
samtakaleysi bænda, er ollir þessu, og það
að hinir efnaðri styðja eigi hina vanefnaðri
svo að þeir eigi þurfi að neyðast til að leggja
inn vörur fyrir jafnvel minna verð en hinir
efnaðri, og það þótt vara þeirra sé vönduð,
sem opt á sér stað.
Y m i s 1 e g t.
Talgátur eru líkar öðrum gátum að því
leyti, að þær eru hafðar um einhvern hlut
en ráðnar eptir vissum tölum; fyrstu töl-
urnar 1, 2, 3, 4 o. s. frv. benda á að jafn-
margir stafir séu í nafninu eða orðinu, er
gátan er um t. d. nafnorðið hármey hefir
fyrst tölurnar 1, 2, 3, 4, 5, 6, því 6 stafir
eru í orðinu, og eru fyrstu hendingarnar
myrk gáta um það orð, síðan eru dregin
svo mörg nafnorð út af aðalnafninu sem
hægt er, og vanalega haft eitt vísuorð um
hvert þeirra nafna en fyrir ofan þær tölur
er merkja stafina í aðalorðinu sem gátan er
l, 2,8,4,5,6.
um t. d. af orðinu h á r m e y má mynda
1,2,3. 1,5,3. 4,5,6, 5,6. 4,2,3. 3,2.
þessi orð: h á r, h e r, m e y, e y, m á r, r á.
Hár erþannig orð er 1.2. og3.stafur orðsins
sem leitað er að myndar, her af 1. 5. 3.
staf þess, er hármey er hér það orð sem
gátuna skal ráða um.
TALGÁTA.
1, 2, 3, 4, 5, 6.
Sit eg æ í sama stað
sæfuglar mér hlynna að
skeljum jöðruð öll eg er
Atlantsbárur lúta mér.
1, 4.
Sólin að eins sýnir mig,
2, 1, 4.
seð eg Ijúfum miði þig,
5, 6, 4, 1.
fyrir mig þú heyrir hljóð,
1, 2, 3, 4.
húsbóndans eg fylli sjóð.
4, 6, 2.
kári mig of byggðir ber,
4, 5, 2, 1.
braut á vetrum ryð eg þér,
5, 6, 2.
mæn’ eg krýnd til himins hátt,