Fróði - 06.03.1880, Blaðsíða 1

Fróði - 06.03.1880, Blaðsíða 1
F R Ó Ð I I. AR. 6. blað. Akureyri, Laugardaginn 6. marz- 1880. 61 62 63 (A?)ff>ngin grein.) jió vjer íslendingar sjeum lútækir af mörgu, pá eigum vjer allmikið safn af lögum og tilskipunum. f>að er synd að segja að löggjafarþingið hafi verið latt við lagasmíðið síðan það tók til starfa, og var þó áður ærið fyrir af lögum. En hvað er svo gert ineð þessi mörgu lög og lilskipanir? Lögin eru send út um landið til sýslumanna, presta, sýslunefnda og hreppsnefnda, og hreppstjórum boðið að lesa þau við kirkjufundi í hreppunum. Að þessu búnu eru þau gjarna lögð á hilluna, og sjaldan lúð af manna hönduin, enda eru þau eigi greið aðgöngu, þar sem þau koma út í sundurlausum blöðum og í molum innan um yflrvaldabrjef og skýrslur. En eru þá engir menn í landi voru skipaðir til að gæta þess, að eptir lögunum sje breytt, og þau sjeu iðuglega brýnd fyrir mönnurn til eptirbreytni, því eigi er að vænta þess, að meun hlýði því, sem menn þekkja ekki? Jeg vænti mjer verði svarað því, að sýslumennirnir eigi að gera þetta. En hvernig eiga sýslumennirnir að sjá um þetta til hlítar í hinum víðlendu sýslurn, sem þeir jafu- -aðarlega eigi ferðast um nema einu sinni á ári til að heimta saman gjöld ? Nei, þó þeir væru allir af vilja gerðir, þá gætu þeir einir litlu orkað i þessn efiii, ef al- menningur eða einstakir menn vildu ó- hlýðnast einhverjum lögurn, eða breyttu á eiuhvern hátt gagnstætt lögurn, eins og stuudum mun eiga sjer stað. Mjer er nær að halda, að fyrir sýslumönnum geti næstum hver maður lifað og látið eins og hanu vill, enda er það ískyggilegt merki löggæzlunnar hjá oss, að æ koma sjaldnar fyrir opinber lögreglurnál og sakamál, þvi jeg er á þeirri skoðun, að það alis eigi komi af því, að siðaspilling og lestir fari að því skapi minukandi, heldur áiít jeg þetta hvorttveggja þsrfa meiii árvekni og aðga>zlu landsstjórnar- innar en nú á sjer stað. ■'Betur sjá augu en auga», ef einn maður helði á hendi löggæzluna í hverri sveit væri ef til vill öðru máli að gegna. þetta eiga uú lika hreppstjórarnir að starfa, munu menn segja, þeir eiga að vera lög- regluþjóuar í sveitunuin , þeir eiga að vaka vfir þvi, að lögunum sje vandlega hlýtt Svo er það I þarna koma þáþeir menn, er mest öll löggæzlan í landinu Inílir á, undir stjórn og uinsjón sýslu- manna. Er þá þessi starfl nokkurs verð- 111 i eða stendur ekki á sarna hvernig honuin er gengt? Ef lög eru nauðsyn- leg, sem allir munu verða að játa, þá eri engu síður nauðsynlegt að þeim sje hlýtt, og jeg vil segja, að betra væri að hafa engin lög, en þau lög, sem troðin eru undir fótum og að angu höfð. Jeg vona því, að öllum sje Ijóst, að duglegir löggæzlumenn þurfa að vera í sveitunum eins og i kaupstöðunum, og að þeir þurfa að vera meira en nafnið tómt. En hvernig gegna nú hreppstjórar vorir þessum starfa ? Jeg hygg það miklu miður vera en skyldi, og vil jeg nú reyna að leita að orsökum til þess. Enginn maður getur gengt skyldu sinni, nema hann þekki hana; en að hreppstjórar almennt þekki skyldu sína, tel jeg ekki líklegt. Skjala- söfn hreppanna bera það með sjer, hve ant landsstjórninni heflr stundum verið um að auka lagaþekking hreppstjóra, og þó þeir nú viti, að þeir eigi að sjá nm að lögnm sje hlýtt, þá hirða þeir eðlilega eigi um brot gegu þeim lögum, er þeir þekkja ekki. Og hvernig eiga hreppstjórar að vita hver störf þeim eru ætluð, síðan hið forna hreppstjórainstrúx, sem líka ef til vill vantar við sum hreppskjöl, var að nokkru feilt úr gildi? En nú vil jeg gera ráð fyrir, að hreppstjóri vissi skyldu sína að hann teldi sjálfsagt, að hann ætti að gegna öllum þeim störfum, er hrepp- stjórainstrúxið upp telur, að undanskildu því, er hreppsnefndinni er á herðar lagt, og þar að auki öllum skipunum yflrvald- anna; jafnvel þeim, er eigi eru byggðar á lögum ; mundi þó ómenntuðuin fátæk- um bónda eigi ofbjóða , og mundi hann eigi hugsa og segja : «þetta get jeg ekki, þetta er ofætlun fyrir mig». Ef nú mað- uiinu segir þetta satt, sem jeg ætla að margur muni gera, hvað verður þá úr embættisfærslunni? þekkingarleysi og fá- tækt er því önnur orsökin tfl þess, að hreppstjórar ekki nægilega gæta skyldu sinnar. Æfingarleysi tel jeg hina þriðju orsök; í hreppsljórnarstöðunni eru venju- lega viðvaningar, því allir vitja losast við byrðina þegar færi gefst. En fjórða og siðasta orsökin er enn ótalin. Hún er su, að hreppstjórarnir hafa i ngin laun. þeir hafa, sem aðrir menn, meðvitand um fielsi, og vilja vinna sem þjónar, en ekki sem þrælar, en »verður er verkamaðurinn launannac, enda er þeim ómögulegt að gegna köllun sinni viðunanlega án launa, því »auðurinn er afl þeirra hluta sem gera’ skal.. Ef fyrir launum væri að gangast, mundu og bráðum fást menntaðri og æfð- ari rnenn í hreppstjórnarstöðuna. í byrjun þessarar aldar voru lirepp- stjórum ákveðin laun nokkur, undaiiþág- ur fl'á skyldugjöldum og kvöðurn og komst embættismaður sá, er einna mestu rjeði 1 stjórn landsins á þeim árum, þannig að orði um hlunnindi þessi, að hreppstjórar yrðu að láta sjer þau lynda, «þangað tit betra ástand og hentugleikar leyfa, að útvega hreppstjórum saiingjörn ogverð- skulduð laun fyrir þá mæðu og miklu verka- og timatöf, sem þeirra embættis- annir orsaka þeim.» En í staðinn fyrir að lata von þá rætast, er þessi tilfærðu orð vöktu hjá hreppstjórum, heíir síðan verið smámsamari tálgað utan af hinum sárlitlu hlunnindum þeirra, þangað til loks að leifarnar voru alveg upp etnar með skattalögunum. Eitt hið fyrsta verk lög- gjafarþingsins var, að mig minnir, það að ákveða laun embæltismanna landsins, þetta liefl jeg ætíð álitið mesta þarfaverk, en jeg hygg þinginu hafi mjög svo yflr sjezt í því, að ákveða eigi um leið laun hreppstjóranna, eða hvers áttu þeir að gjalda? álítur þingið þá ekki að nokkru leyti embættismenn þjóðfjelagsins? og ef svo er, getur þá þjóðin verið þekkt fyrir að sníkja út vinnu og tíma þjóna sinna fyrir alls ekki neitt? Eða hverjir eru þeir embættismenn, er vinni fyrir þjóðfjelugjö launalaust aðrir en hreppstjórarnir? Að hreppstjórnarembættið eigi sje svo vandalauet eða umfangs lítið, ef því er samvizkusamlega gengt, að hver maður geti þjónuð því svo við megi sæma, sýnir in- strúxið gamla og yms lög og ráðstafanir seinni tíma, og þó nokkurri byrði hafl, í orði kveðnu, verið Ijett af hreppstjórum með sveitarstjórnarlögunum, þá heflr um 1 leið stækkað verksvið þeirra, þar sem nú er eigi nema einn i hrepp hverjum, enda mun opt bera við, að sveitaroddvitastörf- unum sje við þá bætt |>að liggur því í auguin uppi, að öðrum enn menntuðum, hyggnum og kjarkmiklum mönnum er naumast trúandi fyrir þessari stöðu, og þegar eigi er völ á nema svo sem 1 eða 2 mönnum í hrepp, er hafi þessa kosti a'la sameinaða öðrum þeiin kostum, er hvern mann þu.fa að prýða, svosemráð- vendni og lempni, reglusemi og dugnaði, sjezt bezt, hve nauðsynlegt það er, að hlynna svo að hreppstjórum, að þeir sjeu fastari í sessi en þeir hafa verið, og upp- örfa þá til árvekni og starfsemi i stöðu sinm> °g Þetta verður ekki gert með öðru en viðunanlegum launum. I>að sem jeg hjer hefi sagt bendir þa 1,1 Þess, að jeg ál/t það, að greiða eig. hreppstjórum hæfileg laun, vera ósann- gjarnt, ósæmilegt og óhyggflegt. ósann- gjarnt er það, að setja einn lið landstjórn-

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.