Fróði - 06.03.1880, Blaðsíða 4

Fróði - 06.03.1880, Blaðsíða 4
6. bl. F R Ó Ð I. 1880 70 71 72 ÍJtlendar frjettir. (Frá tíöinduntara vorum í Kmh ) (Framliald.) Á Frakklandi var sem kunnugt er Grevy kosinn til iorseta 30. jan. í fyrra. Skömmu sfðar varð Waddington forseti í ráðaneytinu,.er liafði staðið áður fyrir utan- ríkisstjórn, þegar Dúfaure var ráðaneytis forseti. Fyrir kirkju- og kennslumálum hjá Waddington stóð Jules Ferry. flann lagði ný kennslulög fyrir þingið, sem voru einkar frjálsleg, en mættu þó ákalri mótstöðu jafnvel hjá sumum þjóðveldis- mönuum, einkum út af einni (1.) grein þeirra, sem fór fram á að banna Jesúít- um að halda skóla til uppfræðingar ung- mennum Flestum af glæpamönuunum lir Parísaruppreistinni var geOð heimfarar- leyfi og mörgum einvaldssinnum vikið úr embættum. En svæsnustu vinstri flokk- unum þótti þetta sumpart ekki nóg og sumpart nokkurs konar hálfvelgja i öllu, sern Waddington gerði, svo að endirinn varð, að hann sagði af sjer og nokkrir aðrir af ráðaneytinu, sem honum stóðu iváuast. 29. des. var myndað nýtt ráða- neyti, og heitir sá Freycinet, sem fyrir því er. Hann var áður í ráðaneytj Waddingtons fyrir vega- og vinnumálum, og er aldavinur Gambetta. lláðaneyti það, sem hann nú stendur fyrir, er að mestu leyti tekið úr þeim tlokki, sem Gambetta, er nú er forseti þingsins, hefir að fylgdar- mönnum í öllu. Sá atburður ætti og lik- lega að teljast hjer með, að Napóleon, son Napoleons keisara þriðja, fjell suður í Alríku fyrir Zúlúum, ungur að aldri, er haun vildi vinna sjer til fjár og frama með Englendingum. Keisarasinnar á Frakklandi ákváðu þá Napóleon »keisara- frænda«, sem koin til Islands um árið, næstan til rikiserfða, en hann hafði áður verið svæsnasti þjóðveldismaður og eink- anlega andstæður kaþólskum, svo að margir af keisarasinnum vildu ekkert hala með hann að sýsla. Nú hefir hann snú- izt og lofað bót og betrun, ef þeir vildi halda lionum fram, en sagt er að stjórn- in frauska vilji svara með því að gera hann útlægan, sem aðra þá er steypa vilja stjórn og lögum, t. a. m. greifann af Chambord og fl. — Annars hafa Frakk- ar lítinn þátt tekið í málum annara þjóða, þó liafa þeir lagzt á eitt með Englend- ingum að koma lagi á fjárhagsstjóm Egypla. og komið þó fyrir lítið. Ismail jarl var sóari hinn mesti og svaliari, og rak því burtu þá Blignieres og Wilson, sem reyna áttu að koma lagi á fjárhag- inn af hendi Frakka og Engleudinga. Eudirinn varð sá, að hvorirtveggju lögð- ust á eitt, og fengu soldán til að setja ismail af, er hann vildi ekki fara með góðu og setja 'J'evvik son hans í stað hans. Ismail steig þá á skip með konur sínar og ærna fjármuni í gulli og silfri, og fór til Neapel á Ifalíu og lifir þar nú hinu mesta býlífi. England liefir haft mörgu að sinna arið sem leið. Fyrst í byrjun ársins áttu þeir í ófriði við Schir Ali I Afghauistan, en Afganar Diðu hvern ósigurinn á fætur öðrum, og Ali andaðist 21. febr , og varð þá engin mótstaða lengur. Siðan var friður gjör i Gandamak (25. mai), og Jakub khan, varð Emir eptir föður sinn látinn. Hlnglendingar skyldu mega hafa erindsreka sinn í Kabul, höfuðstað Afgana, og var til þess nefndur Cavagnari hers- höfðingi og fengin sveit manna til fylgd- ar. Allt gekk vel í fyrstu; Cavagnari var tekið með mestu virktum í Kabul, en bráðum fór þó að brydda á úlfbúð með Afgönum, og 3. sept rjeð fjöldi inanna á húsíð, sem Cavagnari bjó í með sveit sína, og drap hann og alla sveit hans eptir ágæta vörn. Einn af þjónmn Ca- vagriari komst þó nndan og sagði Eng- lendingum tiðindin. Jakub khan var þá í Kabul og annaðbvort gat ekki við raðið, eða hirti ekki. Englendingar sendu þeg- ar Boberts hershöfðingja með her manns á hendur Afgönum. [>eir gerðu rnótstöðu mikla, en Roberts vann ávallt sigur og náði að lokum Kabul. Cppreistarmenn voru margir drepnir og Jakub khansett- ur af og fluttur til Indlands, því það reyndist, að hann var sekur að miklu leyti. I byrjun desember risu Afganar upp að nýju undir forustu þess manns, er .Mohamed Jan hjet. Bann rjeð á Kabul með sveit sína, og Iloberts hafði ekki liðsafla við, einkum þar sem bæjarmenn voru mjög ótrúir, og Ijet því undan siga til rammgirtra víggirðinga í hjeraðinu Sherpur. Afganar skáru sundur alla raf- segulþræði, og Engleudingar ætluðu nú, að úti væri um Iloberts og her hans þeir sendu þá þann hershöfðingja, er Gough heitir, inn i landið, og rjett fyrir jól lagði Ruberts til orustu við Afgana og vann algerðan sigur. Síðan sameinuðu þeir Gough herflokka sína, og hefir síðan ekkert brytt á Afgönum. I Zúlúlandinu áttu og Englendingar í ólriði við konung þann, er Cetewayo hjet. Yfirherforingi Englendinga þar hjet Chelmsford lávarð- ur. Hann fór framan af halloka fyrir Zúlúum, en loks vann haun fullkomiun sigur á þeim við Dlundi, og litlu síðar var Cetewayo tekinn höndum af Wolseley hershöfðingja, sem settur var i stað Clielmsfords, og fiuttur til Caplandsins. Zúlúlandi var skipt í 13 smáríki, og skyldi innfæddur höfðingi stýra hverju þeirra; enskan erindsreka skyldi og hver höfðingi verða að hafa hjá sjer. — Nú sein stendur eru hollenzku bændnrnir (Boers) mjög óánægðir með yfirráb Eng- lendinga i Natal og Transwaal, og er buizt við uppreist af þeim á hverri stund- inni. — Nú er og mikið uppþot á Ir- landi gegn jarðeigendum. Sá heitir Parnell, sem fremstur er í uppþoti þessu. Allur þorri Ira, einkum hinna fátækari manna, er með í þessu, og gengur stjórninni ensku illa að bæla uppþotið niður. — Nú í byrjun þessa árs varð hræðilegt óhapp á Skotlandi. Brúin yfir Thay-flóann, sein var einhver lengsta brú í heiini og mesta meistaraverk, brast i miðjiinui, þar sem hún var úr járni, einmitt þegar járnbrautarvagnar fóru yfir 'hana; þetta var í ofsa-óveðri og týndist þar, menn og vagnar. Um 80 manns Ijezt þar. Á Spáni hefir lítið borið til tíðinda, nema helzt það, að Alfons konungur hefir kvænzt að nýju. Drottning hans heitir nú María Iíristín af keísaraættinni úr Austurríki. Brúðkaup þeirra fór fram í Madríd 29 nóv. — 30 des. voru þau hjón- in að aka í vagni um stræti borgarinnar, og var þá allt í einu hleypt á þau úr skammbissu hvað eptir annað, en hitti ekki. Sá heitir Otero Gonzales, og er bakarasveinn, sem þetta gerði. Á Italíu hafa einlæg ráðgjafaskipti orðið. Nú er þó líklegt að þeim fari að linna, þvt báðir foringjarnir fyrir vinatri- fiokkunum, Cairoli og Depretis, hafa sæzt og myndað ráðaneyti í sameiningn. Af Rússlandi hefir lítið verið aon- að frjetta en brennur og morð «Nihilista» og ofsóknir gegn þeim. Menn eru hrönn- um saman drepnir, eða reknir í þrældóm til Síberíu. En þó er ekki að sjá að Nihil- istar bili að heldur. 2 des. kom Rússa- keisari með fylgd sína til Moskau með járnbrautarvögnnm. Rjett í því að fyrstu vagriarnir vorn að nema staðar, vorti öpt- ustu vagnarnir sprengdir i lopt upp. Með þessum vögnum var keisari og fvlgd hans vön að aka, en nú í þetta skipti hafði verið breytt um og fluttur farangur í þess- um vögnum, svo að tílræðið skaðaði eng- an. Ekki er enn uppvíst, hverjir þetta liafi gert. í Danmörk hefir lítið til tiðinda orð- ið, nema helzt deilnr vinstriflokkanna á þingi og utanþings, en þar er fijótt yfir sögu að fara, því al|t stendur við sama enn. Veturinn hefir verið mjög harður framan af ineð megnuin frostum. Um jólin kom loks bloti nokkur, og liefir síð- an verið milt veður. — Um jólin og ný- arið byrjaði rimma mikil í blöðunum í bundnum og óbiindnum stýl milli eldri og yngri skálda og vísindamanna hjer í Danmörku. Af hinum eldri er Ploug rit- stjóri einna fremstur, en af hinum skáld- in dr Schandorph og Holger Drachmann, og eru hvorirtveggju næsta harðorðir. Khö/n, 16 janúar 1880. — Seldar óskila kindur í Öngulstaða- hrepp haustið 1879 : flvítur lamhrútur, mark: heilrifað vinstra. —-----------miðhlutað eða heilrif- að, bragð apt. hægra, sneitt apt. vinstra. Ilvít lambgimbur: háift af fr. hægra, sýlt biti apt. v. Hvit lambgimbur: stýft h., hvatt v. (soramarkað). 2 hvítir lambgeldingar: sneiðrifað fr. h., geirstýft v. Hvítur lambgeldingur: blaðstýft eða vagl- skorið fr. h., sama mark apt. v Svört ær tvævetur: hangfjöður apt. h., biti fr. v. Laugalandi 5 febr. 1880. Jóu Ólafssou. Misprentab í sdbasta bl. „FRÓÐA* 58. dáiki Helga Giibmuudsdóttir á afc vera Helga Gunnlögs- dúitir — Næsta blað 16. þ. m. Ótgefaudi og prentari: Björn Júosson.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.