Fróði - 31.03.1880, Blaðsíða 4
W . U 1 .
1 Ali V/ U
188U "
91
95
98
saína á helztu drykkjurtum, sem og
hvernig þær geymasf bezt og brúkast,
og loks drepa á nytsemi og verkun
einstöku helztu lækningagrasa.
Þegar brúka skal drykkjurtir eða
önnur grös til lækninga eða daglegs
drykkjar, þá rfður á að safna þeim á
rjetturn tíma, það er að skilja, þegar
þær eru kraptmestar, en það eru þær
yfir höfuð að tala áður enn og urn
það leyti, sem blómstrin spiinga út
(fyrir miðsumar). því næst skal
hreinsa jurtirnar frá öllum óhreinind-
um, breiða þær á þurklopt eða hengja
þær upp í smávöndum (rætur skerast
í strengsli), þar sem þær þorna í vindi
en ekki sólskini. — JÞegar jurtirnar
eru þannig vel þurrar, skal britja þær
niður, líkt og „kongothe“, og geyina í
þjettum ílátum, t. a. m. stórum krukk-
um, blikkkössum o s. frv., og hafa
góðar umbúðir, svo hvorki komist
vrmlingar að juriunum nje heldur aö
þær dofni, og má með þessu geyma
jurtirnar óskemmdar vetrarlangt eða
lengur.
Nú förum vjer að drekka af jurt-
unum — vort íslenzka kaffi — og
mun þá nær hófi að taka milli tveggja
fingra — líkt og af öðru tegrasi —
láta í luktan ketil og rúman bolla af
vatni, koma síðan upp suðu, láta svo
standa þangað til mátulega heitt er að
drekka það með rjóma og sikri út í.
En þó jeg til taki nú þennan skammt,
getur hver eptir velþóknun haft jurta-
drykkinn daufari eða sterkari, og þyki
manni drykkur þessi ekki nógu góm-
sætur lyr*t í stað, sökum óvana, þá
er innan handar að bæta smekkinn með
því að hafa kanelbörk, kúrnen eða eitt-
hvað þess konar með til smekkbætis;
en þurfi maður að drýgja fyrir sjer
jurtirnar, má láta helming þeirra í
ketilinn næsta sinn, og sjóða þá dá-
lítið lengur, til að nota kraptinn og
spara.
Hvað val og samblöndun drykk-
jurta sncrtir, þá er það við tekið, að
blóðbjörg, rjúpnalauf og
vallhumall — sinn þriðjungur af
hverju — sje lieilnæmast til daglegs
drykkjar, og er það byggt á því, að
blóðbjörgin (sem tekst f júní) er verm-
andi, taugastyrkjandi, tíðaörfandi, og
góð í kvefi; rjúpnalaufið (sem tekst
áður blómið springur út) styrkir maga,
bætir tormeltingu, læknar lífsýki og
blóðsótt; og vailhumallinn (sein tekst
líka áður enn blómstrar) er einhver
liin hollasta jurt, þar senr hann styrkir
allan líkamann, bætir hægðir, læknar
alls konar blóðlát, uppþembu og hósta
o 11 En þó nú þessar jurtir sjeu
helzt valdar til daglegs drykkjar, þá eru
auðvitað margar flei'ri drykkjurtir, sem
brúka má í stað kafíisins, t. a. m.
fjallagrösin við brjóst- og magaveiki;
nautatágin eða horblaðkan við vatns-:
sýki, bjúg, gikt, fótaveiki; baldursbrá-
in við innantökum, ormum, sinateygjum,
hjartveiki, höfuöverk; gula rnaðran við
gikt; fjólan (violatiicol) við svefnleysi;
æruprfsinn ■við ormum skyrbjúgi, nið-
uifallssýki o. s. frv., að ógleymdum
hinum ágætu lækningajurtuin heimulunni
og rótarblöðkunni, sem, með nautatág
til samans, hafa gefið hina beztu raun
við meinlætum, alls konar innvortis
bólguin, t. a. in. liírar- og miltis-
bólgu, skyrbjúgi, vatnssýki, kláða og
ymsum hörundskvillum.
Jeg gæti talið miklu fleiri jurtir,
sem miklu hollari eru til daglegs
drykkjar enn kaffið — hvað þá kaffi-
spillinn, — en af því jeg vil ekki taka
frá þjer, herra ritstjóri, meira rúm í
í blaði þínu að sinni; læt jeg hjer
staðar nema með þeirri ósk, að þessi
litla grasagrein miði til þess, að vjer
sein erum fátækir og skuldum vafðir,
i iti oss ekki þykja minnkun að brúka
þær jurtir, sem vjer höfum nóg af og
eru miklu heilnæinari enn hinir dýrari
útlendu drykkir.
Saurbæ í febrtíar 1880.
J ó n A u s t m a n n.
Kjalarnesþingi, i febrúar.
— — Hjeðan er helzt að frjetta
óhemju votviðri, sem heita má að stað-
ið hafi sífellt síðan viku fyrir rjettir ;
hafa hús og hey skeinmzt stóilega og
töluvert fallið af skriðum t. d. í Kjós.
Fiskaíli hefir verið óvanalega mikill
innan til í Faxailóa í haust einkum á
Nesjum og Strönd, en suður í Garði
aptur minni, en nú er farið að fiskast
þar síðan um jól. Einna bezt munu
Seltjerningar hafa allað; sumir þeirra
hafa fengið yíir 10 hundraða hluti og
mestmegnis ríggildan þorsk. Seltjern-
ingar eru líka hinir ötulustu sjóinenn
og sækja sjóinn talsvert betur enn
Reykvíkingar. I Hafnarfjörð kom um
jólinn rnikill upsafengur; var ups-
inn fluttur bæði sjóveg og land-
veg í allar nálægar sveitir, og jafnvel
komu menn austan úr Arnessýslu að
sækja hann Tunnan var seld á ‘2
krónur, og var þessi fengur almenningi
betri enn tíu hvalrekar.
Svo lítur út sem þiljuskipaeignin
við Faxaflóa sje á góðu framfarastigi;
þar eiga nú heima yfir 20 þiljuskip,
og eykst tala þeirra árlega. Ymsir
ungir og efnilegir menn stunda nám í
siglingafræði í Reykjavík. f*eir sem
kenna eru Hannes skipstjóri Hafliðason,
er tekið hefir próf í siglingafræði í
Kaupmannahöfn, og Markús skipstjóri
Bjarnason. Það væri líka sorglegt, ef
Sunnlendingar þyrítu að fá útlenda
skipstjóra fyrir fiskiskip sín fremur enn
Norðlendingar. — —
Miilasýslu 19. marz.
Veðurfar hefir verið hjer austan
lands einmuna gott, en fólk heldur
kvillasamt aí heiinakoinu, „gigtfeber“,
kverkabóigu og barnfararveiki; fáar
konur þó dáið úr henni, en margar
lagzt þungt. Veturinn hefir verið
svo frostalítill að Lagarfljót er enn
eigi meira enn manngengt, enda hefir
frost aldrei verið hjer meira enn ö til
6° C. að frá skilinni einni nótt., er
það náði -f- 15° C. f nóvember var
hlýjasta nótt á árinu er leið + 9 0 C,
en í sumar aldrei hlýrri enn +6° C.
Hestar gengu nú víða á heiðam uppi
til þorra, en það hefir eigi fyrri borið
við frá því er elztu menn muna eptir
sjer. Kvcnnaskóiadraumórar eru f sum-
um hjer á Hjeraðinu, hvað sem fram-
Iialdið verður. Uin búnaðarskóla er
enn eigi talað, enda vantar jörðina
neina Hallormstaður fengist.
— — Síðan um þorrakomu hefir
haldizt góð tíð optast, þó gerði nokk-
urn snjó og haglítið fyrri jiart góunn-
ar. Um miðgóu hlánaði aptur og sfð*.
an haldizt hláka og blíðviðri nótt og
dag.
15. dag þ. m. andaðist Þórunn
Pálsdóttir á Hallfreðarstöðum, kona
Páls umboðsmanns Ólafssonar, nálægt
70 ára. Hún var sonardóttir Guð-
mundar sýslumannns Pjeturssonar í
Krossavík og áður gipt Halldóri Sig- i
fússyni Árnasonar prófasts á Kirkjubæ.
Hún var hin mesta sómakona.
Engin skip eru enn komin svo
heyrzt hafi og engar nýungar aðrar
hjer eystra.
Eptir veturnælur í haust kom gufu-
skip hollenzkt að sækja hið síðasta af
síld Norðmanna. Á því var túlkur
Magnús Eyólfsson, ættaður hjeðan, en
orðinn skipstjóri í Noregi, og hafði áð-
ur í sumar komið með timburfarm til
sölu. Gufuskipið lagði út af Seyðis-
ilrði hlaðið síld og með því Abraham- \
sen, norskur skipstjóri, er hjer hafði j
komið f mörg ár til síldarveiða og >
flestum að góðu kunnur. Nú er skrif- i
að, að skipið hafi siglt á sker og
sokkið, allir skipstjórarnir drukknað og
margir aðrir af skipverjum, en nokkr-
ir þó getað bjargað sjer.
tírSkaptafellssýslu erað
frjetta sömu öndvegistíð, nema nokkuð
rigningasamt. í vesturhlutanum einkum
Mýrdal og ^kaptártungu snjómeira seint
f febrúar enn í austurhlutanum. Heil- i
brigði manna og skepna. Aflalaust, og
hafði þó nokkrum sinnum verið róið,
en ekki orðið fiskvart. Reki nokkur,
bjálkar og plankar. Brot af skipi rak j
á Síðufjörur.
Aknreyri, 31. marz.
Allt af er hin mesta árgæzka, SHnnanvindur
og hiti daglega. 1 þessnm mánubi hefir tölnvert
veri?) starfaíi ab vegabót á Oddeyri. Höfbhverf-
ingar ero aí) byggja 6jer þinghós af timbri, 12
álna iángt, grnndvöllnrinn heflr veri?) hla?)inn í
vetor og búib er aí) reisa husi?). Fiskiafli er komiiiH
hjer á fjörbinn, og hjer á Akureyrl heflr aflast
nokkuí) af stórri síld. 2 hákarla6kip (frá Látruui
og Hellu) hafa nýlega farib 2 ferbir til hákarla-
veiba, heflr annaí) fengib nm 60 kúta til hlotar
en hitt 40. Jmbja skipib (frá Sanbanesi) heflr í
einni ferb fengib 40 ktita hínt. Hákarlaskip Beni-
dikts sýslumanns Sveinssonar á Hjebinshöfba er
mælt ab aflab hafl 50 kúta í hlut.
Austanpóstur kom hingab 27. þ. m.; meb
honum komu 8 blöb af „Skoldu.
22 þ. m, andabist Ólafur bóndi Gnbmundá-
son í Hvammi í Hrafnagilshrepp.
Útgefandi og prentari: BJörn Jónssoa.