Fróði - 27.08.1881, Side 1
51. blað.
1881.
F r ó
II. ÁR.
Akureyri, laugardaginn 27- ágúst
245
Þegar menn lesa lögin frá 27.
febr. 1880 um eptirlaun presta getur
þaö ekki dulizt neinum, sem skoðar
hlutdrægnislaust, að þingið vill með
þeirn koma í veg fyrir vandræði þau,
sem opt hafa hlotizt af því, þegar
prestar hafa orðið að „resignera“ á fá-
tækum brauðurn, og svo hefir orðið
að skerða þær litlu tckjur, sem fylgja
brauðinu, með því að veita þeim <
eptirlaun frá } til § hluta af föstum
tekjum þess til líísframdráttar æfi-
langt, svo að brauðið hefir orðið óað-
gengilegt með þeim litlu tekjum, sem
eptir urðu. Menn geta ekki heldur
látið sjer annað til hugar koma,
enn að það hafi verið vilji þingsins,
að þetta næði eins til þeirra brauða,
sem prestar voru þegar búnir að fá
eptirlaun af áður en lög þessi öðluð-
ust gildi, því þörfin var og er eins
mikil þar. Hefði þetta ekki verið, þá
verður það ekki rjettlætt með því, að
prestar, sem hafi fengið þessi brauð,
sem uppgjafaprestar eru í og njóta
hluta af tekjunum, hafi vitað, aö hverju
þeir gengu, meðal annars vegna þess,
að þeir hafa rjett til að sækja í burtu
um önnur brauð, og þá er komið i
sama horfið. Ekki virðist heldur neitt
roeira í því, að svipta uppgjafapresta,
sem eptir eldri löguin og venju hafa
fengið sjer áskilin eptirlaun af ein-
hverjum hluta af tekjum brauðsins,
og greiða þeim jafn mikil laun af lands-
sjóði, heldur enn að svipta sýslumenn,
sem veittar hafa verið tekjur sýsl-
unnar að ljeni, tekjum þessum, og
og veita þeim laun sín beinlínis af
landssjóði, og hefir þetta þó verið gert
246
og hefir engum fyrir það þótt lögin
vera látin hafa „tilbaka verkandi krapt“
eða vera órjettlát, sem gerðu þessa
breytingu.
iJað er þess vegna ekki hægt að
sjá, að neitt sje á móti því, að lögin
um eptirlaun presta nái einnig, að
svo miklu leyti, sem þau geta náð þar
til, til þeirra uppgjafapresta, sem þegar
hafa fengið lausn frá embætti og eptir-
laun af tekjum biauðanna, og að
minnsta kosti mun varla nokkrum manni
koma til hugar, að þeir sjeu undan
þegnir ákvörðunum þeim, sem standa
í 5 grein. Sumum kynni heldur að
þykja umtalsmál um, hvort 2. og 6.
gr. laganna geti náð til þeirra, og það
hefði mátt gera það vafasamt, ef þessir
uppgjafaprestar væru hvergi nefndir
í iögunum, en um þann vafa þarf ekki
að ræða hjer, því að þeir eru nefndir
þar í fyrri málsgrein 8. greinar:
„Uppgjafaprestar þeir, er búnir eru að
fá hærri eptirlaun, en til eru tekin í
lögum þessum, skulu halda þeirn fyrir
sjálfa sig“. Nú eru sumir að líkind-
um búnir að fá hærri laun, en sundr
jöfn eða lægri, en til eru tekin lögum
þessum, eða að minnsta kosti gæti það
auðveldlega verið svo. En undan-
tekning írá hinni almennu reglu, sem
sett er í 2. grein laganna, er hjer
gerð við þá, sem íengið hafa hærri
eptirlaun, en til eru tekin í 2.
grein laganna, til þess að þeir skuli
einkis í missa við ákvörðunina í þessari
grein, og er með því allurefi burttekinn
um það, að þeir uppgjafaprestar, sem
búnir eru að fá hærri eptirlaun áður
en lögin öðlast gildi, en til eru tekin
247
í þeim, hlýöa undir lögin í öllum
öðrum greinum, að svo miklu leyti,
sem þær geta við þá átt. En fyrst
annar parturinn hlýðir undir lögin
með undantekningu, en engiu andan-
tekning cr gerð við hinn partinn o: þá,
sem búuir eru að fá jöfn eða lægri
eptirlaun, en til eru tekin í löguin
þessuin, áður enn þau öðluðust gildi,
þá hljóta þeir að hlýða undir lögiu
undantekningarlaust í öllum þeiin
greinum, sem við þá geta átt. — I
seinni málsgrein 8. gr. er gerð undan-
tekning viö þá presta, sem nú sitja
í embættum, frá ákvörðuninni í annari
grein, ef þeir hafa rjett til hærri eptir-
launa eptir þvf, sem hingað til hafa
lög og venja verið til, en þar er til-
| tekin, en þar er skýrt ákveðið, að þeir
hlýði undir 6. grein undantekningar-
laust, með þessum orðum: „og greiðist
upphæð eptirlaunanna samkvæmt 6.
gr.“ f’etta ákvæði ura greiðslu eptir-
launanna er tengt við málsgreinina með
samtengjandi samtengingarorði 9og“,
eins og einnig seinni málsgrein við
hina fyrri með „svo — og“, og sýnir
það ljóst, að svo á að skiljast, að bæði
ákvæðið í seinni málsgreininni um upp-
hæðina á eptirlaununura og eins í
viðaukanutn er í fullkominni samhljóöan
við málsgreinina á undan, því annars,
hefði viöaukinn um greiðsluna átt ein-
ungis að skiijast um seinni málsgreinina,
þá hefði hann átt að tengjast við ináls-
greinina sjálfa með andstæöilegu sain-
tengingar orði „en“. En þegar menn
þess utan skoða fyrri inálsgreinina:
„uppgjafuprestar þeir, er búnir eru að
fá hærri eptirlaun, en til eru tekin f
Jóuas sjervizkusegg’iir.
1. kafli.
Árið 1594 kom einusinni skrítinn gest-
ur að heimsækja bæjarfógetann i Nyrðrabæ.
Einn góðan veðurdag kom inn á skrifstof-
una ókunnur maður, sem leit út fyrir að
vera um tvítugt. liann var heljarrnenui
að vexti, en töturlega og sóðalega lil fara.
Hann nam staðar frammi fyrir fógetanum,
starði á hann, en þagði eins og steinn.
Fógetinn mælti snöggt og snúðuglega:
<'hvað viltþú?« komumaðursvaraði í sama
róm «snöru». Fógeti mælti: «þú hefir far-
ið húsavillt, góðurinn minn, kaðlarinn á
heima í næsta húsi». «Jeg á ekkert er-
indi við kaðlarann», sagðikomumaður«held-
ur böðulinn». Hann kvaðst vilja láta
hengja sig. Bæjarfógetanum fannst sjer
renna kalt vatn milli skinns og körunds.
Hann hjelt að maðurinn væri vitlaus.
Honum þótti því vissara að kalla á efldan
karlmann, áður enn hann talaði meir við
þenna pilt.
Komumaður kvaðst nú vera lands-
hornamaður, sem hvergi ætti heima. Hjá
stalibræðrum sínum kvaðst hann vera kallað-
urJónas sjervizkuseggur. í máli hans voru
jafnmargar sveitamállýzkur og bætur voru
á treyjunni hans. Hvorki hafði hann
prestsseðil nje sýslupassa, og urðu menu
því að trúa því, að svo væri sem hann
sagði, að hann ætti heima allstaðar og
hvergi.
Hann sagði síðan svo frá vífilengju-
laust, að hann heífci fyrir nokkrum vikum
myrt varningsmann einn skammt fráNyrðra-
bæ,ogaukþess kvaðsthann hafa komiðfyrir
Gyðingi einum frá Sljettumannalandi milli
Kaupbæjar og Ágsborgar. Nú sagðist hann
engan frið hafa nótt nje dag fyrir aðsókn
varningsmannsins og Gyðingsins. því
kvaðst hann vilja láta hengja sig. Nú
hefði hann unnið seinnavígið í Nyðrabæjar
landareign og því mundu yfirvöldin þar
eigi geta skorazt undan að láta hengja
sig í Nyrðrabæjar gálga.
Bæjarfógetinn skalf og titraði. Svona
gæti komið hver af öðrum, hugsaði hann
með sjer. Bærinn hefði reist gálga sinn
til handa sínurn eigin borguruin, en ekki
allskonar aðkomanda óþjóðalýð. þó Ijet
hann stinga Jónasi inn og ieggja málið
fyrir bæjarstjórnina.
Nú var haldinn bæjarstórnarfuudur.
Bæjarstjórunum gat ekki orðið það Ijóst,
hvort kumpán þessi væri vitlaus maður
eður örvinglaður glæpamaður. En það
gerði ekki svo mikið til. í þá tíð var
venja að fleygja vitlausum mönnum í sömu
kompu og þjófum og bófum. Jónas var
nú vel geymdur í dýflizunni. Málið var
þannig byrjað, en enginn vissi enn,hvern-
ig því mundi Ijúka.
Böðullinn, presturinn og læknirinn
fóru nú hver af öðrum að heimsækja hann,
til þess að kynna sjer ástand hans, hver
upp á sinn hátt. þeim kom ölium saman
um, að hann væri maður harla ósiðaður
og illa fræddur, en góðar gáfur sögðu þeir
að hanu mundi liafa, og fast stæöi hann