Fróði - 20.07.1882, Blaðsíða 1

Fróði - 20.07.1882, Blaðsíða 1
F r ó 5 i. \ III. Ár. 78. blað. AKUREYRI, FIMMTUDAGINK 20. JÚLÍ 1882. 205 206 | 207 Endurskoðuo jarðainatsins. J>að er eigi sjaldan, að umkvartanir heyrast um pað, að jarðamat pað, er nú gildir lijer á landi, sje í mörgum greinum ófullkomið og ónákvæmt, bæði fyrir pá sök, að ósamkvæmni bafi orðið meðal hinna einstöku sveita og sýslna, pá er jarðir voru síðast metnar um allt land (1848) og jarðabókin frá 1861 var undirbúin, og í annan stað vegna pess, að mjög margar jarðir breytast stórum með tímalengdinni, pannig að sumar spillast af ymsum orsökum, og aðrar aptur á móti batna. Enginn efi er á pvi, að allt petta, sem nú var á drepið á sjer meiri eða minni stað í flestum hjeruðum landsins, og veldur pað sum- staðar talsverðum ójöfnuði í skattgjaldi og tíundargjaldi ábúenda; pví jarðamat er með öllu pýðingarlaust, nema að eins til pess að vera mælikvarði fyrir niður- jöfnun peirra skatta og skyldugjalda, er lögð eru á jarðeign landsins, svo bæfi- lega stór hluti skattanna komi á tiltölu- lega jafnstóran bluta landsnytjanna. Ef t. a. m. einhver jörð í landinu befði í sjer fólginn 1000. bluta af öllum lands- nytjum landsins alls, pá væri rjett, að 1000. hluti peirra gjalda, sem jafnað er á jarðir landsins, kæmi á jörð þessa, en pá yrði einnig bundraðatal hennar að vera svo bátt, að pað væri 1000. hluti aí öllu hundraðatali jarðanna í landinu, með pví öllum pess konar gjöldum, sem bjer ræðir um, er skipt jafnt niður á hundruðin. í stuttu máli, jarðamatið er ekki annað enn skipting landsins í marga og smáa hluta, er hver sje öðrum jafn að gæðum, gjaldpoli og sannvirði. Ef gera ætti svo fullkomið og ná- kvæmt jarðamat, sem frekast má verða, pá pyrfti að mæla hvern nýtilegan blett í landeign hverrar jarðar, tún, engi og haga og rannsaka frjósemi jarðvegarins, auk margs annars er álíta og meta pyrfti. En petta væri svo mikið verk og svo kostnaðarsamt, að ekki er hugs- anda til að leggja út í pað, par sem landið er svo afar víðlent, en gæði pess lítil, pegar á allt er litið, eptir stærð- inni. Menn eru pví neyddir til, annað- hvort ekki að hafa neitt jarðamat, eður að gera matið mjög svo af handahófi, að sínu leyti eins og fiskimenn skipta í hluti afla, sem peir hafa fengið í róðri. J>annig hafa pví jarðir verið metnar hjer á landi að undanfórnu og pannig mun hljóta að meta pær hjer eptir, að minnsta kosti meðan framfarir landsins og landbúnaðarins eru eigi orðnar marg- fallt meiri heldur enn nú. J>egar skattalöginnýju voru í smíð- um á alpingi 1877, kom einnig til um- ræðu að leiðrjetta jarðabókina og jafna úr misfellum peim, sem á henni eru. Lagði stjórnin pá fyrir pingið frumvarp um petta efni, en pingmenn gátu pó eigi fallizt á pað. 1 fyrra, pegar 20 ár voru liðin frá löggilding jarðabókarinn- ar, var málinu einnig hreyft á pingi, pó pað næði þá enn eigi fram að ganga. í .petta síðara skipti var jarðamatsmál- ið tekið fyrir eptir ósk Rangæinga, sem fyrst og fremst munu hafa haft jarða- mat í hærra lagi í samanburði við mörg önnur hjeruð landsins, og svo í annan stað hafa á síðari árum orðið fyrir á- kaflega miklum landspjöllum affoksandi og uppblástri. Jarðamat pað sem nú gildir er pví víða orðið mjög ósanngjarnt í Rangárvallasýslu, og svo hlýtur pað einnig að vera í Skaptafellssýslu, jafnvel þó sú sýsla væri á árunum lágt metin í samanburði við margar aðrar sýslur. Nú hefir stjórninni sýnzt, að eigi mætti svo búið standa, og hefir ráð- gjafinn pví eptir undirlagi landshöfðingja lagt svo fyrir, að nú pegar í sumar verði saf'nað skýrslum, er hafa megi til hliðsjónar við endurskoðun og leiðrjett- ing jarðabókarinnar. Eiga hrepps- nefndir fyrst ásamt hreppstjórum að semja skýrslu um allar jarðir í hverjum hrepp fyrir sig og skal par nákvæmlega skýrt frá eptirgjaldi hverrar jarðar, eða hvað nefndirnar meti hæfilegt .eptirgjald eptir pær jarðir, sem eigendur búa á, eða aðrir, sem hafa jörð til leigulausra afnota. J>á skal og skýra frá skemmd- um er einstakar jarðir hafa orðið fyrir af náttúrunnar völdum, og frá verði jarða, sem seldar eða virtar hafa verið á 10 árabilmu frá fardögum 1871 til fardaga 1881. ]pyki hreppsnefnd og hreppstjóra mislellur á innbyrðis hlutfalli dýrleika pess, sem nú er á jörðunum innan hrepps, pá skulu pau semja tillögu um betri jöfnuð eða rjettara hlutfall, með pví að færa hið nú veranda hundraðatal upp og niður á víxl á jörðunum eptir beztu pekkingu, en láta að svo komnu hundr- aðatal alls hreppsins haldast óbreytt.— J>ví næst eíga sýslunefndimar að yfir- fara skýrslur pessar og tillögur úr hrepp- unum og gera við pær athugasemdir sínar. I annan stað eiga sýslunefndirn- ar að taka til íhugunar dýrleikahlutfall- ið milli hinna einstöku hreppa í sýsl- unni, eður álíta, hvort einn hreppurinn muni eigi vera hærra metinn eptir til- tölu enn annar, og ef peim sýnist að svo muni vera, pá skulu peir semja til- lögu um betra jöfnuð milli hreppanna, á sama hátt sem hreppsnefndirnar milli hinna einstöku jarða. Allar pessar skýrsl- ur eiga að vera komnar til landshöfð- ingja í nóvembermánuði, en hann undir- býr eptir peim lagafrumvarp um endur- skoðun jarðabókarinnar, svo næsta al- pingi geti fengið pað til meðferðar. Úr pví nauðsyn er á að fá meiri jöfnuð á jarðamat landsins sem undir- stöðu til skattgjalds , pá verður varla fundin önnur aðferð, enn pessi, sem sje jafn einföld, kostnaðarlítil og pó líkleg til að nálgast sanngirni. Enginn ætti að vera færari um enn hreppsnefndin að meta sanngjarnlega hlutfallið milli jarð- anna í hreppnum, eða peirra sanna gjald- pol hvorrar til móts við aðra. Aðskipta hundraðatali hreppsins alls niður á hin- ar einstöku jarðir, mun varla vera meiri nje minni vandi enn að jafna aukaút- svari til sveitar niður á hreppsbúa ept- ir efnum og ástæðum. Eins virðist að sýslunefndirnar, par sem kosinn er mað- ur úr hverjum hrepp, hljóti að vera allra færastar til að benda á pær mis- fellur, sem kunna að vera á matshæð eins hreppsins í samanburði við annan, hvort sem mismunurinn kann að hafa orðið á við síðasta jarðamat, eður hann er áorðinn síðan, annaðhvort fyrir pað, að einhver sveit hefir orðið fyrir eyði- leggingu af völdum náttúrunnar, eður á binn bóginn að par hafa opnazt nýj- ar auðsuppsprettur, er áður voru ó- pekktar. Að síðustu sýnist eins að sínu leyti alpingi sjálft færast um að hitta sem rjettastan jöfnuð milli sýslna lands- ins, eður ákveða með mestri rjettsýni, hve mikill hluti peirra alpjóðlegra gjalda, sem á jarðirnar er lagður, eigi að koma á hverja sýslu, en petta er sama sem að meta, hve mikill hluti af hundraðatali alls landsins sýslan eigi að vera, pví svo sem áður er sagt. er hundraðatal jarða pýðingarlaust, nema til að miða við skatta og skyldugjöld þau, er á jarð- eignina eru lögð.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.