Fróði - 22.08.1882, Blaðsíða 2

Fróði - 22.08.1882, Blaðsíða 2
81. bl F R Ó Ð 1. 1882. 244 up Finnsson, um mannfækkun af hall- ærum; en af því pessi ágæta ritgjörð mun eigi vera nægilega kunnug búend- um á Islandi, þá vantar pá svo marga næga fyrirhyggju og undirbúning undir pá vetrar- og vorveðurátt, sem allt af má búast hjer við, ekki sízt á hinum 4. eða 5. síðasta hluta hverrar aldar. A eptir þessari ritgjörð setur Hannes biskup nokkrar athugasemdir, sem eru liklegar, en hann kallar pó eigi vissar, og vil jeg setja hjer pær helztu: „1. Island fær tíðum hallæri, en ekk- ert land í Norðurálfunni er svo fijótt að fjölga á ný manneskjum og bústofni sem pað, og er pví eigi óbyggjanda. 3. það hefir svo hitzt á, aðsvolangt sem sögur ná um landsins ástand, hefir seinasti fjórðungur hverrar aldar verið harðærasamur. 4. Yandi er að segja, hvort hallærin fari í vöxt á hverri öld eptir aðra eður eigi. J>au ganga upp og niður, og pað\ er víst, að eigi parf nærverandi öld (18. öldin) að álíta sig hina hörðustu. J>ó oss sviði pau harðindin, sem nú seinast yfir fjellu, er náttúrlegt, pví pau eru ný- lega um garð gengin, og öllum enn í fersku minni; par að auki er pað ann- marki manna á öllum öldum, að allt hafi betur og lukkulegar til gengið í fyrnd- inni enn á þeirra tíð. J>ó tel jeg eigi ólíklegt, að óskæðari og ótíðari hafi hall- æri verið fyrir 1280 enn eptir pá tíð, pegar kauphöndlun versnaði, vergangur var leyfður, jarðarrækt lagðist fyrir óð- al, landið gekk af sjer með skriðum, vindsuppblásningu, vikurs,- hrauna- og vatnaágangi, en landbúss- og hússstjórn slaknaði vegna opt áfallandi mannmissis af ymsuxn tilfellum. 5. Jafnvel í bezta ári, sem almenni- lega yfir landið gengur, getur í einu eða ölru hjeraði verið undir eins hallæri og raannfell; aptur á móti mun varla pað hallæri finnast að jafnt hafi gengið yfir allt landið í einu. 6. Opt getur verið hallæri á vissum stöðum, einkum á útkjálkum landsins, en pó eigi neitt almennt hallæri. 7. Mestur mannfellir vei'ður við sjáv- arsíðu í hallærum, par næst í þeim sveit- um, sem mikinn part lifa á sauðfje og ætla uppá útigang, og líka í mýrlendis- sveitum, en minnstur par sem kjarna- gott fóður til nautpenings fellur. 8. Svo sem pær sýslur. er hafa mest bjargræði af sjó, og parnæst sauðfje, falla fljótast, svo reisa pær sig fyrst apt- ur á fætur, þegar í ári batnar. Af sveita plázum liðu Mýra- og Hnappa- dalssýslur, einnig aðrar fjársveitir, t. d. Noi'ðurárdalur í Mýrasýslu, J>ingvalla- sveit í Amessýslu og fl. í seinustu hai'ð- indum (-ptir 1780) mest. 9. Harðindi byi’jast opt 1 eða 2 ár- um fyrr norðaustan á landinu enn ann- arstaðar, og enda par fyrr. 10. Norðaustan á landinu er sauð- 245 fje mestur bústofn, og par mest ætlað uppá útigang. J>ar koma optast harð- indi. Á Vestfjörðum er minnst ætlað uppá útigang, þar koma harðindi sjaldn- ast. 11. Enginn partur landsins hefir fleiri purrabúðamenn enn Snæfellsness- og Gí-ullbringusýslur, hverjir engan bústofn hafa nema sjávarafla; par fellur og opt- ast flest fólk í harðindum. 12. Opt hefir bærilegur eður góður fiskiafli verið, og pó hallæri með mann- dauða. Aldrei manndauði af hallæri með bærilegum heyskap og hans góðri nýtingu. 13. Heyskaparleysi er sú bráðasta og óumflýjanlegasta orsök til hallæris, ef harður vetur kemur á eptir; pó er nýtingarleysi heys miklu háskalegra enn grasleysi. 14. Hollur er haustskurður. 15. Blotavetur með óstöðugum skak- viðrum eru háskalegri enn frosta- og snjóavetrar; pó er lakast, þegar jörð er áfreðasöm og undir eins óhrein. Óhag- kvæmni veðráttunnar gerir oss pess vegna meiri skaða enn veðraharkan. 16. Fyrir eldsuppkomu og land- skjálfta eru opt blíðviðri með hitum; en með eldsútbrotum snýst veðrátta til fjúka og langvarandi kidda á vetrar- og vor- tímum, en til sífeldrar úrkomu og stór- rigninga á surnrum. J>ar af hafa stund- um óvenjulega góðir vetrar gengið und- an hallærum. 17. Eptir eldsuppkomur úr jörðu og peiri’a siðvanalega fylgendur, sandmistur og landskjálfta, er harðæra von, og pau haust varlega peningur á vetur setjandi. 18. J>ó eitt ár sje hart í senn, verð- ur trauðlega hallæri, nema mjög bágt ár hafi áður burttekið bústofninn. 3 ár hörð hafa hjer í landi opt fylgzt að, afhverj- um pað í miðið hefir verið linast, hið seinasta harðast. Stundum hafa stór harðæri varað 7 ár, pað seinasta mann- skæðast, en nokkur ár milli peirra 7 ára bærileg eða góð, pó þeirra viðkoma hafi eigi náð sjer til að verða bústofn og meðal til að mæta seinasta harðinda- kleppinum. 19. J>egar hallæri er, þykir af engu svo mikið um of sem manneskjum; pví pá er mönnum eigi neitt svo hugfast, sem eyðslan á fæðunni; en raunar er pó enginn skaðinn meiri enn mannfækk- Unin. 20. I harðindatíð, og að peim nýaf-' stöðnum er mjög bágt og stundum ó- mögulegt að fá málnytu keypta, hvar fyrir margir búendur verða á bjarni, og jarðir eyðileggjast, einkum ef lands- drottnar geta eigi sett innstæðu öreig- um til ibjargar og bústofns. Aptur á móti í liallærum hafa sumir landsdrottn- ar lagt jarðir sínar í eyði með því, að láta reka heim til sín kúgildin, hvar þeir hafa um stund haft rnikið meira gagn af peim, enn leigu peirra og land- skuldinni af jörðunni til samans svarar. 246 21. J>að er til lítils, að lækna á- fallna fátækt, nema undir eins sje kom- ið í veg fyrir pá áfallandi. Yið upp- sprettu skal á stemma, en eigi að ósi; svo kostar rniklu minna að hjálpa fá- tækum fyrst, pá þeir komast á knjen til falls, enn reisa pá á fætur eptir að þeir eru dottnir um koll. J>egar peir fyrst eru komnir á vergang verða peir úr pví sjaldan til nota, en draga marga aðra með sjer, og pá parf miklu meira þeim til bjargar enn áður. 22. J>eir sem hafa atorku, hirðusemi og sómatilfinningu, fara sjaldnast á ver- gang, en hinir výla pað eigi lengi fyrir sjer, — pegar landbústjórnin setur eigi skorður við pví, — sem álita pá sælu bezta að lifa á annara sveita; pó eykst hallæri og mannfall af engu meir, enn pá fátækum er leyft að fara að sjó e&ur á vergang eptir peirra eigin vild. |>eg- ar slíkurn pykir bústofninn orðinn kljen, selja peir pær kindur sem eptir eru, því þeir fá pær vel borgaðar, fara síðan með pann málsverð í þurrabúðir við sjó, og finna í húsmennskunni, pegar eigi fiskast pess betur, bráðan bana............Með jöfnu mataræði, sem fæst á sjálfs heim- ili, má lifa af litlu. J>ar af kernur, að hvergi og aldrei deyr fleira fólk í harð- indatíð enn við sjó, þegar nýfarið er að fiskast eptir langvarandi fiskiieysi, pví þá getur ekki soltinn magi tamið lyst sína eptir veikum meltingarkröptum . .“ Margar af pessum athugasemdum eru pess verðar, að þeim sje gaumur gefinn, pó sumar kunni nú að pykja miður við eigandi. J>ví verður varla með sanngirni neitað, að skepnuhöld og skepnufellir sjeu framsýni eða óframsýni eigandanna að pakka eða kenna. Setj- um svo, að þeir sem hefðu á seinast- liðnu hausti skorið Ve hluta afpví búfje, sem peir settu á vetur, en komust nú í heyprot fyrir páska, hversu sælli hefðu þeir verið utan bæjar og innan enn þeir nú eru? Eða hefðu hinir, sem komust í fóðurþrot um sumarmál slátrað 7io hluta pess, sem peir settu á, pá mundu peir hingað til, hvorki hafa purft að auka stórum verzlunarskuldir sínar , nje rnjög mikið eyða lífsbjargarundirstöðu hinna framsýnni manna, og látið pá pannig gjalda hjálpfýsi sinnar. J>að mun sjaldan vera um of hjer í Húnavatns- sýslu, pó 6 ám sje ætlaður heyfaðmur af meðal sígnu heyi óskemmdu, og við- líka mikið 8 lömbum og frá 12 til 15 eldri sauðum, en frá 5 til 10 hesta heys hverjum áburðarhesti, auk rekju og rnoða. Eiestir búendur munu bera skyn á, að ætla kúpeningi sínum nægilegt fóður, og að betra er að hafa kúnni færi'a og geta gert hinum svo vel til að pær geri svo mikið gagn, sem þeim er frekast lagið; pví að fóðra gagnslitla kú er átu- mein í búi, eins og góð kýr er hin mesta og bezta búbót. J>að ætti ætíð að vera föst regla allra þeirra. sem fjenað purfa að fóðra, að setja aldrei fleira á vetur>

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.