Fróði - 22.08.1882, Blaðsíða 4
81. bl.
F E Ó Ð 1.
1882.
250
251
252
Vopnafirði 27. maí.
Ekki hefir batnað tíðarfarið þenn-
an mánað, sem liðinn er síðan jeg
skrifaði næst. Fimm síðustu daga apríl-
mánaðar var grimmasta kafaldshríð og
birti eigi npp fyrri eim 2. þ. m.; var
hjer þá ailt komið í kaf. 7. þ m.
varð fyrst hleypt út á litla hnjóta.
14.— 22. var góðar bati og tók upp
mest allan snjó, en hafísinn rak frá í
bráð. Þá gekk aptur í snjóhríð er
hjelzt þangað til í fyrra dag, og keyrði
hjer niður inikinn snjó. Utlitið er nú
mjög voðalegt. Geldfje, sein orðið
var dregið eptir harðindin í apríl og
fyrri hluta þ m., var komið víðs veg-
ar í batanum, og er hætt við að það
tíni tölunni, einnig ær hjá sumum, sem
strálausir voru orðnir áður enn í þetta
illviðri gekk. Hafísinn kom nú apt-
ur fljótlega og fyflti allt inn í fjarð-
arbotn.
Akureyri, 21. ágúst.
Alltaf heldur áfram sömu ótíðinni
og verið hefir i sumar; ,og leyfum vjer
oss að vísa til brjefs úr þúngeyjarsýslu
hjer að framan er sýnir ljóslega hið bága
ástand og útlít almennings. Síðan það
brjef var skrifað hafa verið stöðugir norð-
ankuldar og votviðri og enginn þurkur á
heyjum eðaeldivið; þann 18. var dimm-
viður með krapahríð svo hvítnaði ofan í sjó.
XJtlitið með heyaila á þessu sumri er hið
hryggilegasta. _
Quf'uskipin „Camoens“ og annað
strandferðaskipið, komu inn að Hrísey
17. þ. m. lengra inu fjörðinn var eigi
fært fyrir ísnum. í Hrísey var fluttur
á land varningur sá er skipin höfðu
meðferðis hingað á Akureyri, sem mun
hafa verið æðimikið, og hjeldu þau svo
leiðar sinnar. Camoens ætlaði að taka
hjer vesturíara, en af því gat ekki orðið,
gert var ráð fyrir að það taki þá í
haust, ef það kemst hingað síðast í
september.
í nótt kom inn að Hrísey mörgnorsk
síldarveiðaskip., og þessi kaupskip :
„Manna“ til Möllers og Laxdals, með
ymiskonar vörur ; „ftóta“ með ymis-
konar vörur, „Emanuel“ með timbur,
„Naiaden“ með kol, öll þessi til Gránu-
fjelags. Við Hrísey liggur og saltskip
til fjelagsins nýlega komið.
Uiaa s/niupr,
I aprílmánuði næstliðnum var sýn-
ing í Edinborg á Skotlandi yfir allt það,
er laut að sjávarútveg, ásamt ýmsu sem
í sjó lifir. Nokkrir hiutir voru þar frá
íslandi en allt offáir, því undirbúnings-
tíminn var of stuttur. þ>essir fáu hlut-
ir fengu þó hrós, og er von um að
verðlaun verði veitt fyrir suma þeirra
Kaupmaður Hjálmar Jónsson frá
Onundarfirði var Islands vegna á sýn-
ingunni. Hann keypti þar lítil sýnis-
horn af þilskipi, þremur opnum bátum
og nokkrum smáhlutum öðrum fyrir fje,
sem landstjórnin veitti til þess af landsfje.
Sýnishorn þessi hafa verið sýnd á Ak-
ureyri, og xerða síðan sýnd í ítvik og
geymd þar. Víða hjer á landi er báta-
lagi mjög ábóta vant og full þörf' á að
það breytist til batnaðar. Oskandi væri
að bátasmiðir tækju þessi sýnishorn til
fyrirmyndar; og að landshöfðinginn sendi
þau næstkomanda sumar með gufuskip-
unum til ýmsra staða í landinu þar sem
sjávarútvegur er í meiralagi, eða báta-
lagið er mest óf'ullkomið, svo sem flestir
gætu lagað báta sína eptir þeim.
Jeg veit, að það er fiestum fu.ll-
komlega ljóst, hve gagnlegt það er fyr-
ir menn í hverju landi, að gera land
sitt og vörur sínar kunnar í öðrum lönd-
um, einnig að sjá verkfæri og notkun
þeirra, frá þeim löndum, sem eru kom-
in langt um lengra i öllum framförum.
Hver þjóð kostar kapps um, að sýna
sem mest frá sjer og að sjá sem mest
frá öðrum, einkum þegar einhver af
stórþjóðunum hefir sýning hjá sjer.
Næsta vor verður haldin stór sýn-
ing í Lundúnaborg á Englandi yfii' allt,
sem í sjó er og við sjó ernotað. |>essa
sýningu ættum vjer íslendingar að nota,
bæði til þess að sýna þar ymislegt frá
oss og til að sjá þaðan ymislegt, sem til
gagns gæti orðíð fyrir landið. — |>að
sem sent verður þarf að líta hreinlega
út, svo landsmönnum verði það eigi
til minnkunar, en hversu lítilfjörlegt
sem það verður af hverri tegund, þá
verður það meðtekið með þakklæti.
Menn geta ekki ímyndað sjer hjer, hve
sumt, sem oss þykir lítilsvert getur orð-
iá mikils metið af ymsum þeim er á
sýninguna koma, margt það sem er al-
mennt hjer getur verið sjaldgæft og fá-
sjeð þar. J>ar koma saman allskonar
menn frá mörgum löndum iðnaðarmenn,
verzlunarmenn og fræðimenn o s. frv.
|>eim getur þótt það mikilsvert að sjá
hjeðan frá norðurlöndum og norðurhöf-
um margt það er vjer álítum einkisvirði.
J>að sem vjer ættum helztað senda
eru vörutegundir þær, er úr sjó fást
hjer við land, en þær þurfa að vera
góðar og velverkaðar, t. d. alls konar
íiskur saltaður, hertur þorskur og rikl-
ingur, lýsi, sundmagar, hrogn, æðardúnn
og fuíglafiður m. fl. Ymisleg veiðar-
færi, finustokkar, haukalóð, hákarlavað-
ir með sókn, hlekkjum og steini eða
lóði, silunganet og fleira er við veiðar
er notað, allt með því lagiog útliti sem
hjer á landi er álitið bezt. Allan fatn-
að sjómannsins ætti að sýna: skinnfót
öll, ullarsokka óg vethnga, hið síðast-
nefnda ætti að vera eins og það sem
bezt er almennt brúkað hjer, en þó ekki
öðruvísi en svo, að menn geti almennt
unnið það hjer og selt samkynja vörur
til verzlananna, ef svo heppilega tækist
til, að þetta fengi álit á sýningunni, svo
beðið væri um talsvert af líkri vöru til
útlanda fyrir framtiðina.
Einnig ætti að senda hami afmargs-
konar sjófuglum og flest annað af þvi er
við sjó íinnst, þurkuð fjörugrös.* Kuðunga,
skeljar, krabba, krossfiska, óskabirni og
yms önnur smádýr, sem í sjó lifa, m. m.
Eptir því sem hlutirnir verða fleiri, því
fjölskrúðugri verður sýningin fyrir ísland,
og því meiri eptirtekt verður henni veitt
af þeim, er á sýninguna koma.
|>að er bæði óskandi og líklegt, að
landsstjórnin hlutist til um, að maður
verði sendnr á sýninguna Islands vegna,
og að hún fái honum fje í hendur, til
þess að kaupa þar ýmislegt, sem lands-
mönnum gæti orðið til gagns eða fyrir-
myndar.
ísland er eitt af beztu fiskistöðvum
í heími, ef kunnátta, áhöld og fje, væri
til þess að nota sjer þá auðsuppsprettu.
|>að væri því sorglegt, ef menn ekki gerðu
sitt til að bæta þann útveg og sleptu
tækifærinu þegar þab býðst.
uAlit er að varast nema orð og
gjörðir» sagði kellingin. það er ef til
vill varlegra fyrir mig — þegar jeg lít til
þess, sem sunnan blöðin segja — að
lýsa því yfir, að jeg vek ekki máls á
þessu, mjer til gagns eða ágætis. þann
’) Smáplöntur verður að leggja milli
pappírs, breiða þær vandlega svo
blöðin ekki kriplist, og hafa svo farg
á, þar sem þurkur nær til.
tíma, sem sýningin verður haldin, þarf
jeg að kaupa vörur og hlaða skip Gránu-
fjelagsins, svo jeg kemst ekki til að fara
á sýninguna, en jeg er fús til, að taka
við hlutum þeim, sem sendir verða til
sýningarinnar, koma þeim þangað, og yfir
höfuð styðja þetta mál það sem jeg get.
Ritað 19. ágúst 1882
Tr. Gunnarsson.
Anglýsingar.
Jeg býðst til, að taka á rnóti hlut-
um þeim, sem menn vilja senda til
sýningar þeirrar, er haldin verður næst-
komanda vor í Lundúnaborg og senda
þá þangað, án borgunar fyrir ómök
mfn. Allir verzlunarstjórar Gránufje-
lagsins veita hlutunum móttöku mía
vegna, hjer norðan- og austanlands,
og sjá um seuding þeirra til Kpmh.
Hlutir þeir, er verða seudir frá Norð-
ur- og Austurlandi, verða að vera
komnir, áður haustskip fara, því of-
dýrt er aö senda nema sera minnst með
póstum yfir land. Listi þarf að fylgja
frá hverjum, sem sendir eitthvað, yfir
hiutina, og hvað þeir, sem á að selja,
eiga að kosta. Verðið ætti ekki að
vera svo hátt, að frágangssök verði að
kaupa þá. það sem ekki selzt verð-
ur sent aptur næsta sumar til eiganda,
Akurevri 19. ágúst 1882.
Tryggvi Gunnarsson.
Sökrnn hinnar geysandi mislinga-
sýki og fyrir margar örðugar kiingum-
stæður, er af henui leiða, og með sam-
þykki aintsins verður drátturiun í
lukkuspilinu til hagsmuna fyrir
Lundarbre kkukirkj u frestað. Og
er nú ákveðið að drættirnir skuli fara
iram að Stóruvöiluin f Bárðardai
laugarilagiiiii 30. sept«
ember f>. á.
Stóruvollum tí. ágúst 1882.
Forstöðuucfndin.
Jeg undirskrifaður, sem samfleytt
í fjölda ára hefi slept mjer langt um
of við drykkjuskap og með því ollað
mörgum óþægða og jafuvel spillt vel-
ferð minni, hefi nú fastráðið aö hætta
uú þegar alveg við nautn áfengra
drykkja til æíiloka. — Þessu lýsi jeg
hjer með yfir, um leið og jeg bið alla
mjer velviljaða, aö gera sitt til, að
styrkja mig í þessu fyrirtæki.
Staddur á Húsavfk 12. júlí 1882
Jón Pálsson
frá Breiðumýri
(handsalað)
Tilkvaddir vottar:
t*. Guðjohnsen,
Kjartan Einarsson.
Fjármark Jóhanns V. Þórarins-
sonar á Steinkirkju í Fnjóskadal: gagn-
bitað hægra, hvatt biti aptan vinstra.
Útgefandi og prentari: Björn Jónsson.