Fróði - 24.10.1882, Page 3
1882.
F R Ó Ð 1.
86. bl.
307
308
309
friðsæla heimilislíf lians , ætti hennar
mest að vera getið í þessum kafla, og
æfisaga hennar. að svo miklu leyti sem
hún eigi væri sögð í ættartölukaflanum,
innifelast í honum. |>ætti mjer vel við
eiga, að andlitsmynd hennar fylgdi pess-
um kafla. f>að er hverjum íslendingi
ljóst, hversu margir kynntust Jóni Sig-
urðssyni, hversu margir nutu gleði og
góðgjörða á heimili hans, og hversu
margir páðu af honum holl ráð og ó-
brigðula liðveizlu í vandræðum sínum;
en samt sem áður verður þessi kafli, ef
til vill, einna erfiðastur fyrir semjendur
æfisögunnar, ef hann er samin á viðun-
anlegan hátt, með pví að mörg atriði
hans felast að eins í minni manna. Að
lýsa prívatlifi og heimilislífi Jóns Sig-
urðssonar, bæði í heild sinni og í ein-
stökum atriðum sem greinilegast, er mjög
áríðandi, ]iví pótt hann væri hvorki mik-
ill auðmaður, nje „hálaunaður11 embætt-
ismaður, pá getur eigi meiri höfðingja
og göfugmenni enn hann var, eins og
allir peir fúslega játa, er einhverju sinni
hafa notið peirrar ánægju, að vera gest-
ir á heimili hans; og hinir mörgu land-
ar hans, sem lifðu honum samtíða, bera
órækt vitni um pað, að heimili hans var
sannkallaður friðarlundur, par sem all-
ir peir áttu athvarf til. Samhliða hinni
dæmafáu rausn, er jafnan ríkti á heim-
ili hans, sáust par mannrjettindin í Ijósi
elskunnar , á hinu hæsta stigi, pví hjá
honum átti aldrei neitt manngreinarálit
sjer stað. Fátæklingurinn, sem kominn
var frá fjarlægu landi, og sem villuráf-
andi og ráðvana leitaði hælisí húsi Jóns
Sigurðssonar, átti par sömu viðtökum að
fagna, sem hinn tignasti gestur hans.
Um leið og pessi rausnarlega góðgjörða-
semi kom almennast fram á meðal landa
hans, er daglega fylltu hans hús , pá
var hann og, eins og útlendur maður
rjettilega kemst að orði um hann: „sí-
búinn liðsinnandi og ráðgjafi hvers ein-
staks af löndum sínum".* J>á er pað
eitt meðal annars, sem einkennir hið
sögulega líf Jóns Sigurðssonar, og pað
er, hversu mörg heilla-kvæði honum voru
flutt; má óhætt fullyrða, að engum ís-
lendingi hafa verið flutt jafnmörg sam-
sætis-kvæði; ber pað ljósan vott um,
hversu mjög hann var elskaður og virt-
ur af löndum sínum. Skýra ætti frá
hverju einstöku tækifæri, er kvæðin voru
fiutt við, og prenta pau öll í pessum
kafla, sem og geta um höfunda peirra.
Væri pað mögulegt, að fá aðalefniságrip
úr ræðum peim, er hann hjelt við yms
tækifæri, svo sem pá er hann talaði
fyrir minni í samsætum, pá ættu slíkar
ræður að heyra undir pennan kafla.
I pessum kafla ætti að geta um gjöf pá,
er frú Ingibjörg, kona hans, gaf íslandi
á dánardægri sinu, og prenta testa-
mentið** í honum. Síðast í pessum
*) Sbr. æfiágripið í þióðólfi. eptir dr.
K. M.
**) Sbr. Norðling V. 37.-38.
kafla skyldi getið um banalegu peirra
hjóna og andlát.
6. Kaflinn (útfararkaflinn) ætti að
hljóða um útför Jóns Sigurðssonar og
konu hans, og pætti mjer tilhlýðilegt, að
bæklingur sá um útför peirra hjóna, er
Sigurður sýslumaður Jónsson, systurson
Jóns Sigurðssonar, Ijet prenta, væri tekinn
upp í pennan kafla, ásamt ymsu fleiru,
er heyrt gæti honum til.
7. Kaflinn (minningarkaflinn) ætti
að skýra frá samskotunum til minnis-
varðans á leiði Jóns Sigurðssonar, og
um allan undirbúning til hans; par ætti
og að skýra frá hátíðarathöfn peirri, sem
fram fór við aflijúpun minnisvarðans,
og lýsa honum nákvæmlega, sem og
prenta kvæði pau, er par voru sungin,
og ræðu pá, er par var haldin. J>á
ætti að vera í pví skrá yfir muni pá,
er alpingismaður Tryggvi Gfunnarsson
keypti úr dánarbúi Jóns Sigurðssonar
og gaf íslandi, og pess getið, hvernig
landið geymir pá. J>ess ætti og að vera
getið , hvernig hið síðasta alpingi ráð-
stafaði „Gjöf Jóns Sigurðssonar“ (testa-
menti frú Ingibjargar). J>að mætti og
virðast tilhlýðilegt, að minnast með lít-
illi skýrslu í pessum kafla á hið mikla
og dýrmæta bókasafn Jóns Sigurðsson-
ar. Kæmi pað fyrir, áður enn æfisag-
an yrði fullprentuð, að nokkur tilraun
væri gerð til pess, að reisa líkneski
Jóns Sigurðssonar, eða fengi slíkt fyrir-
tæki framgang, pá ætti pessa atriðis ná-
kvæmlega að vera getið hjer. Alls pess,
sem gert hefir verið og gert verður til
að heiðra minningu pessa pjóðelskaða
mikilmennis ætti að vera getið í pessum
síðasta kafla æfisögunnar.
J>ótt jeg nú pannig hafi hjer að
framan leitast við, af vanmætti mínum,
að sýna pað fyrirkomulag á æfisögunni,
sem einfeldni minni pykir aðgengilegast,
pá má jeg eigi gleyma, að taka enn
fram nokkur atriði, er snerta æfisöguna:
Af öllum lífsatriðum Jóns Sigurðs-
sonar má sannfærast um, að afar-mörg
brjef hafa farið milli hans og annara,
sem í sjer hafa fólgin mörg markverð og
pýðingarmikil efni; vil jeg pví fastlega
ráða til, að öll hin pýðingarmestu peirra
verði prentuð í æfisögunni, og með pví
pau hljóta að snerta flesta (eða alla)
kafla sögunnar, vil jeg, samkvæmt grund-
vallarhugsun minni á tilhöguninni, að
peim verði flokkað niður eptir efnisinni-
haldi hvers kafla, og látin pannig felast
innan takmarka peirra.
Fyrir utan kvæði pau, sem jeg tal-
aði um hjer að framan, bæði sem flutt
hafa verið Jóni Sigurðssyni í lifanda lífi
við yms fagnaðar-tækifæri og kveðin við
útför hans og minningu, munu til vera
yms önnur kvæði og stef, sem að ein-
hverju leyti snerta lífspráð hans, og sem
kveðin hafa verið eptir lát hans*, og
*) Jeg man að eins í svipinn eptir
slíkum kvæðum á pessum stöðum:
í Norðlingi (Y. 17—18), „söngvum
pykir mjer hlýða, að öllum slíkum kvæð-
um væri safnað til æfisögunnar, og rað-
að niður í henni samkvæmt kaflaskipun-
inni.
J>au tvö atriði skal jeg enn taka
fram, sem eigi mega gleymast við æfi-
sögu-útgáfuna, að jeg álít pað hvort-
tveggja sjálfsagt, að andlitsmynd Jóns
Sigurðssonar verði látin'fylgja æfisögunni,
og sýnishorn af rithendi hans.
Garibalclí.
Einn hinna nafnkenndustu manna,
sem uppi hafa vcrið á þessari öld,
hershöfðinginn og hetjan Giuseppe
(Jósep) Garibaldi andaðist, sem áður
er getið í blaði þessu, 2. dag júnímán-
aðar í vor á eynni Caprera, þar sem
hann hefir haft aðsetur all-mörg síðustu
ár æfi sinnar. Æfisaga þessa manns
er líkari æfintýri enn æfisögu, og eru
miklar líkur til, að um margar ókoinn-
ar aldir gangi manna f milli þjóðsög-
ur um svo einkennilcgan mann, eigi
að eins á ættjörð hans Ítalíu, heldur
jafnvel um öll lönd.
Garibaldi var fæddur í Nizza árið
1807* og varð á ungum aldri foringi
f skipaliði Piemontskonungs, en varð
að ílýja úr landi 1834 fyrir það að
hann hafði tekið þátt í samsæri nokkru.
Hann gekk þá um hríð í herþjónustu
í Tunis, en 1836 fór hann til Suður-
ameríku, þá er ófriðurinn var milli
lýðveldanna Buenos Ayres og Uruguay.
Gekk hann í lið með Uruguay-mönnum
og varð brátt höfðingi yfir skipaliði
þeirra. Vann hann þar mörg afreks-
verk í orustum á herskipum og sfðar
á landi, er hann varð fyrirliði hersveit-
ar einnar. 12 ár dvaldi hann í suð-
urhluta Vesturheiins, þar til hann spurði
þau tíðindi austan uin haf 1848, að
Ítalía hefði íisið upp gegn Aosturrík-
ismönnum og Burbonunum. Bjó hann
sig þá hið hvatlegasta og hjelt tafar-
laust heim á Icið með hundrað ítalskra
manna, er honum fylgdu, á skipi er
„Speranza® hjet. f júnímánuði þá um
vorið kom hann á fund Piemontskon-
ungs, Karls Alberts, en fjekk fremur
þurlegar viötökur. Fór hann þá til
bráðabyrgðastjórnarinnar í Milano, sem
leyfði honum að stofna flokk af sjálf-
boðaliði, og söfnuðust honum þá þeg-
ar margir liðsmenn. Átti hann með
þessu liði sfnu allmargar orustur við
Austuiríkismcnn sunnanvert f Tyrol
og á norðanverðu Langbarðalandi. fá
er Piemontsherinn hafði beðið ósigur
fyrir Radetzky, varð Garibaldi að
hörfa á brott af þessum siöðvum. Áir
ið eptir hófst Iýðveldi um stundarsak
*)
og kvæðum“ eptir J. Ól.,
lingi (8. 37.-38.), Fróða (I.
Skuld (IV. 120.)
Norð-
13) og
Menn segja hann ættaðan af Lang-
barðalandi og af Germönsku kyni
fratn í ættir, nafnið þykir og benda
til þess, Guaribaldi = Geirbaldr
eða Geirvaldr.