Fróði - 24.10.1882, Side 4

Fróði - 24.10.1882, Side 4
86. bl. I E Ó Ð 1. 1882. 310 311 312 f Eóm, og hjelt hann þá þangað með liði sínu. Vann hann sigur 30. dag apríhnánaðar á frakkneskri hersveit og og 9. maí á her Neapelsinanna. Her- lið, er sent hafði verið frá Frakklandi til að taka Eómaborg og setjast þar í borgina, hafði eigi búizt við öðru enn að það mundi komast þar inn fyrir- stöðulítið, en Garibaldi varði borgina hraustlega og neyddi Frakka til að gera reglulega umsát. Eptir mánað- arlanga hrausta vörn, þá er hann sá að borgin varð eigi lengur varin, rjeðst hann með 4 þúsundir manna gegnum her óvinanna, komst til sjávar og á skip út. Kona hans, Anita, dó á flóttanum af ofþreytu. Fessa konu hafði Garibaldi gengið að eiga, þá er hann var í Uruguay, og hafði hún fylgt honum í öllum hans herferðum og svaðilförum og barizt hraustlega með bónda sínum. Nú leit svo út um hríð á Italíu, sem öll von væri þrotin, að landið mundi geta kastað af sjer ánauðarok- inu. Fór þá Garibaldi enn til Vest- urheims og átti lengi heima í New York. Á þeim áruin fór hann ymsar langferðir, þar á meðal til Kína og til Peru. Pá fór hann enn heim til ætt- jarðar sinnar og gerðist skipstjóri í Genua. — Loksins kom frelsistími Ita- líu 1859. Óíriður liófst við Austur- rfkismenn, er hjeldu her sínum yfir Ticino. Var Garibaldi þá ekki seinn að safna að sjer mönnum, og dreif til hans lið úr öllum áttum. Petta var í öndverðum maímánuði og fyrir mán- aðarlokin hafði hann sigrast nokkrum sinnum á Austurríkismönnum norðan- vert á Langbarðalandi, enda varð Gari- baldi skjótari til heldur enn her Frakka og Piemontsmanna. Áður enn orust- urnar urðu við Magenta og Solferino, hafði hann tekið Como og Varese, og þegar Napoleon allt í einu gerði frið- arsamninginn, var Garibaldi orðinn frægur um alla Norðurálfu. Hann varð ákaflega reiður keisara fyrir að liætta í miðju kafi að styrkja málefni Italíu, einmitt þegar allt gekk sem bezt, og einkum gramdist honum, að fæðing- arstaður hans Nizza og fylkið, er þar til liggur, var látið af hendi við Frakka f launa skyni fyrir liðveizluna. Garibaldi var þá nær því óhemjandi, og það var með naumindum að Ca- vour stjórnarherra tókst að aptra hon- um frá að leggja út í heimskuleg stór- ræði þá þegar, þenna framúrskarandi hyggna og framsýna stjórnspeking virti Garibaldi Öllum meira, og ljet það að orðum hans að halda kyrru fyrir í bráð. En vorið eptir Ijet Cavour sem hann sæi ekki, að Garibaldi bjó út leiðang- ur í Genúa og að um öll hjeruð var safnað fje til þessa Stjórnin í Nea- pel fjekk Frakkastjórn til að mótmæla þessu broti á þjóðarjcttinum og heimta að Garibaidi yrði kyrsettur, en Cavour íiðraði það þóallt fram af sjer. Garibaldi lagði úr höfnum með þúsund liðsmanna á tveiin gufuskipum miklum, er hjetu „Piemonte“ og „Lomberdo“, og lenti 12. dag maí mánaöar við stað þann er Marsala heitir í Sikiley. í þessum litla her voru margir ungir og gálað- ir ltalir af ymsuin stjettum æðri og lægri. Meðal annara var þar Bene- detto Cairoli, er síðar varð ráðaneyt- isforseti. Svo sein kunnugt er tókst þessi herferð mjög giftusamlega. Úr öllum áttum dreif lið af Sikiley og meginlandi að Garibafdi, og varð það á skömmum tíma mikiill her, er hanu átti yfir að ráða. Hvervetna báru menn Neapelskonungs lægra hlut þar sem þeir áttu vopnaviöskipti við Gari- baldi. Hann tók borgina Palermo 27. dag maímán. og í öndverðum júlfmán. var öll Sikiley unnin undan konungi nema Messina, sem Bosco hershöföingi varði. í ágústmánuði hjelt Garibaldi liði sínu til meginlands, og tóku lands- inenn tnóti honum með miklum fögn- uði, en 7. dag septembermánaðar hjelt hann innreiða sfna í höfuðborgiua Nea- pel að eins með örfáum fylgdarmönn- uin og tóku borgarmenn móti honuin með slfkuin fagnaðarlátum, að varla er auðið að 1/sa þeira. Daginn fyrir hafði Franz konungur flúið úr borg- inni og haldið til Capua ineð því fáa liði, sem honuin fylgdi þá enn. Peg- ar Neapelsmenn hölðu nokkru síðar (21. okt.) kosið Viktor Emanúel til konungs, áleit Garibaldi ætlunarverki sínu Jokið og fór þegar í stað út í eyna Caprera, þar sem hann bjó síö- asta hlut æfi sinnar, meira enn 20 ár. (Niðurlag.) Amtsráðið lagði til á fundi síuum 15. september 1882 að búnaðarfjelögum veittist þessi styrkur: Búnaðarfjelög styrkur veittur 1. Grrýtubakkahrepps . . . 206 kr. 2. Hjaltabakka pinghár . . 30 — 3. Skútustaðahrepps . . 66 — 4. Ljósavatns — . . 117 — 5. V allahrepps í Nm.s. . . 40 — 6. Fellahrepps . . . . 35 — 7. Helgastaðahrepps . . 103 — 8. Bægisársóknar . . 101 — 9. Breiðdalshrepps . . . 23 — 10. Fjótsdæla . . . . . 94 11. Arnarnesshrepps . . . 30 — 12. Saurbæjarhrepps . . . 135 — 13. Öngulstaðahrepps . . 166 — 14 Svínavatnshrepps . . . 180 — 1326 kr. 9 til 10 fjelög munu eptir að senda skýrslur, að ætlun. Unaður vorsins. |>á Freyja vorsins sín fellir tár Á fjallablóma snækrystals-leiði, þá bimneskur fögnuður aptan og ár Á gullvængjum svífur til grundar frá skínanda heiði, Er fosslækirnir sinn frelsisóð Oss flytja með hlakkanda ómi, Er þrestir á björkunum lautkviku ljóð Með sólhýrri skóggyðju syngja með fjörglöðum rómi. Er dáfríð ungrós í dalnum hlær Við dagsólar vorgeislablænum, Er margbreyttust fegurð á foldinni grær, Á heiðfögrum tindum, í hlíðum, á völl- unum grænum. — Hver lifandi sál sjer lyptir pá Að ljóskonungs hásæti björtu, Til hans, sem öll gæðanna gnægð kem- ur frá, Sem vorljómann skapar úr vetrarins helmyrkri svörtu. i. n. Anglýsingar. tars Brekke & Co. 5 Minerva Terracc. Hull (England). Commissionsforretning i Fisk, Tran, Uld, Skind, Dun og alle islandske Pro- ducter. Eeferenter: Herr. Tr. Gunnarsson, Oddeyri — J. V. Havsteen,-------- — S. Pálsson, Siglefjord. UMBUEÐAEBEJEF og kort yfir Eauðárdalinn (á íslenzku og dönsku), verða send og borgað undir með póstum til íslands, hverjum, sem sendir utanáskrift til sín eða vina sinna til A. E. Johnon. Com. of Emgr., St. P., M & M. E. lt. St. Paul, Minn. America. Vegna pess að skip fjelagsins komu svo seint hingað í sumar, er margt ó- gert af því sem gera þarf, sjer í lagi hvað skriptir og reikninga áhrærir. Aug- lýsist pví hjer með að sölubúðin verður I vanalega ekki opin nema frá kl. 10 f. m. til kl. 3 e. m. hvern virkan dag, frá 22. p. m. til 10. desember næstkom- anda. Bið jeg pví skiptavini mína og aðra sem purfa að verzla hjer, að koma á ofangreindum tíma. Oddeyri 19. okt. 1882. J. V. Havsteen. Eauðblesóttur hestur með hvítan leist á vinstra apturfæti, mark: tvístýft fr. hægra, sneitt lr. biti apt. vinstra gam- all og tannlítill, aljárnaður, kom til mín fyrir þremur vikum, sem jeg vildi óska að eigandi vitjaði til mín það allra fyrsta, og um leið borga haga- göngu og auglýsing þessa. Hólshúsum í Eyjafirði 17. okt. 1882. Sigurbjörn Jónsson Útgefaudi og prentari: Bjðrn Jóussou.

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.