Fróði - 24.01.1883, Side 2
93. M.
F R Ó Ð 1.
1883.
28
um rjett til að gera hverjar þær á-
kvarðanir að lögum , sem þeim sýnist;
og vjer höfum þar ekkert atkvæði um;
já, vjer höfum engan rjett til að kjósa
löggjafa vora, og verðum að sætta oss
við það, er þessir sjálfvöldu menn gera.
Má það víst ætla, að goðarnir hati haft full-
an hug á að styrkja sem mest sína stjett,
þótt það gengi nærri rjetti annara lands-
búa og eru nógsamleg dæmi þess í sög-
unum, að þeir gerðu svo. |>essi maður
á Eyrarlandi hefir enn fremur rjett til
að kalla oss til fýlgdar við sig, eigi að
eins til að verja hjerað vort fyrir árás-
um utan hjeraðs, heldur í hvert það
þras, sem hann á sjálfur í við annan
goða, hvar á landi sem er; verðum vjer
að búast við því að missa limi og jafn-
vel lífið í þessari ferð. Ekki er heldur
spurt að því, hvort vjer eigum heiman-
gengt eða ekki. Á sturlunga öldinni
voru goðar ólatir á að nota þennan rjett.
En einhver segir: Jeg segi mig þá úr
þingi við þennan goða, sem heimtar, að
jeg fylgi honum, þegar mjer er það svo
mjög skaðvænlegt. Ekki hjálpar það,
þvi að lögum var þung sekt við því
lögð að neita goða sínum fylgis. og mátti
enginn segja sig úr þingi með goða,
fyrr enn þeirri sekt var fullnægt. Enn-
fremur hefir þessi góði goði rjett til
þess að ákveða, með hvaða verði út-
lendir kaupmenn megi selja oss sínar
vörur, og hvað þeir skuli gefa fyrir vor-
ar ; já, meira að segja, þeir hafa og
rjett til að ákveða, með hvaða verði lands-
menn sjálfir skuli selja og kaupa sín á
milli; og geta jafnvel bannað alla verzl-
un við einhvern kaupmann, þótt lands-
mönnnm þyki gott að skipta við hann.
fessi rjettur goðanna gat af sjer síðar ein-
okunarverzlunina og taxtana. það var
alveg samkvæmt hugsunarhætti lands-
manna, að konungur hefði fullan rjett til
að skipa fyrir um verzlunina, þegar goð-
arnir voru búnir að gefa vald sitt upp
í hans hendur.
Mundum vjer nú kalla þetta fyrir-
komulag frjálslegt nú á dögum? Jeg
ætla ekki. Og jeg get ekki betur sjeð,
29
30
en vjer verðum að kannast við, að
það stjórnarfyrirkomulag, sem vjer nú
lifum undir, sje miklu frjálslegra í heild
sinni fyrir alla landsbúa, þar sem allur
almenningur á goðavaldstímunum hafði
ekkert atkvæði um lagasetning sína og
stjórnarfyrirkomulag; og því ver var al-
menningur farinn, sem goðavaldið dróst
saman í færri hendur, svo sem sjá má
á sturlunga öldinni.
En þrátt fyrir þennan ójöfnuð á
rjettindum manna, hefði þjóðveldi vort
getað staðið lengur en það gerði, ef
goðarnir og landsmenn hefði kunnað til
að gæta. |>ess eru ofmörg dæmi, að
goðar ljetu sjer of mjög umhugað um
að fá sínum vilja framgengt, hvað sem
lögunum leið. þeir vildu hafa „sóma
af málum sínum“, og það skildu þeir svo,
að þeir vildu bera hærra hlut, hvort sem
þeir höfðu á rjettu eða röngu að standa;
ef þeir gátu notað landslögin til að fá
sínu framgengt, þá fylgdu þeir þeim
fastlega fram; en kvæði lögin upp á
móti þeim, þá virtu þeir þau að engu
og gripu til vopna. það kemur of sjald-
an fram, einkum á síðari árum þjóðveld-
isins, að menn vildu brjóta odd af vilja
sínum eða valdi sínu til almennings
heilla; hver vildi af öðrum draga sjer
til eflingar. |>etta kemur hvervetna
fram í sögu vorri. Höfuðið vantaði á
landstjórn vora, er gæti neytt hina ein-
stöku einvalda til að hlýða lögunum.
Almenningur hafði heldur eigi samtök
til að neyða yfirmenn sína til að gæta
almennings heilla. J>að má heldur
kalla það undantekning en reglu, þegar
yfirburðamenn risu upp svo sem Gissur
biskup os Jón Loptsson, er höfðu svo
mikið álit hjá landsmönnum, að þeir
gátu fengið þá til að firrast vandræði.
f>etta virðingarleysi fyrir landslögunum
leiddi fyrst biskupana og síðan goðana til
að skjóta deilum sínum undir úrskurð
útlendra höfðingja, og það endaði svo
sem kunnugt er með því, að goðarnir
afsöluðu hið mikla vald sitt í hendur
Horegs konungi. Hann varð eingoði
yfir öllu landinu.
Enjjsvo sem öll ritning er skrifuð
oss til lærdóms, svo er og öll saga.
Erum vjer ekki rjettir afkomendur feðra
vorra í virðingarleysi fyrir lögum vor-
um? Segjum vjer ekki svo opt: f>ess-
um lögum hlýði jeg ekki, þau eru vit-
laus. f>ví er ver, að vjer verðum að
svara því játandi. f>að er almennur
galli hjá oss, að vjer þykjumst, hver
einstakur, vera rjettur dómari i því efni,
hvort vjer eigum að hlýða lögunum eð-
ur eigi. Tökum vjer þá forfeðrum vor-
um fram í því, að vjer í verkinu látum
oss umhugað um almennings velferð?
Leggjum vjer mikið í sölurnar af vor-
um eigin hagsmunum, af vorum eigin
vilja, af vorri eigin þrákelkni og deilu-
fýsn, til þess að almennings heill eflist?
Jeg vildi jeg gæti svarað því með jái;
en jeg er hræddur um, að sannleikurinn
liggi í aðra átt; en þvi slfvNi jeg verða
fegnastur manna að sannfærast um, að
ætlan mín væri röng. f>að fylgdi
drottnunargirnd og sjerplægni forfeðra
vorra, að þeir lögðu sóma sinn í það að
vera sjálfstæðir og sjálfbjarga , en sú
tilfinning hefir mjög rýrnað hjá oss ept-
irkomendum þeirra, og þarf eigi annað
því til sönnunar , enn hvað menn eru
ótregir á að segja sig til sveitar. Yð-
ur þykir nú, ef til vill, jeg lýsa sjálfum
ess með of svörtum litum. En það er
ekki nema til ills eins, að vjer teljum
sjálfum oss trú um, að vjer sjeum heil-
miklir menn. f>að er ekki nóg, að vjer
köllum upp með það á mannfundum og
í blöðum , að vjer sjeum framfaramenn
og frelsis vinir, en gerum ekkert sjálfir,
og ætlumst til, að einhverjir aðrir leggi
á sig þá fyrirhöfn og sjálfsafneitun, sem
til þess þarf, að koma á framförum og
frelsi. Nei, framfarirnar verða því að
eins, að hver og einn uppfylli trúlega
og dyggilega þær skyldur, sem á honum
liggja eptir stöðu hans og jafnfrarot
þær skyldur, sem á honum liggja svo
sem góðum borgara í því þjóðfjelagi,
sem hann lifir í. Almennings frelsi mun
fremur etíast með sjálfsafneitun hjá ein-
staklingnum en með því, að hver vilji
og auðsjáanlcga eigi sfjörnurannsókn-
ar-stöð sú, er sett er á mitt landabrjef.
|>ar að auki er kofinn hurðarlaus, jeg
ætla það sje sumarkofi, þótt tóuferill
sá, er hjer er, virðist benda til, að
hann sje líka notaður um annan tíma
árs. Á þessu er byggð öll vor von
um frelsi, því jeg sje að vjcr getum
nú ekkert framar. Undir eins og upp
rofar sepdi jeg Nindermann og cinhvern
annan til Ku-Mark-Sinka. Um mið-
aptans-bil snæddum vjer ] pd. af
hundakjöti og te, sem rennt var á í
annað ajnn; síðan lögðumst vjer tií
svefn?-
Fip) mtudagur 6. o k t. KI. 7
drukkum vjcr tc mcð 1 lóði af vín-
andí> í? t>að var rennt f l3rið.Ía sinn á
sömu tebJöðin og í gær. Veðrið held-
ur að yaegja, jeg sendi Alexia á vcið- i
ar, en Nindermann og Noros, cr í
ráði, að fari á stað um hádegi til Ku-
Mark-Sinka. Ericksen dó um dagmál.
Jeg talaði nokkur hughrevstingarorð
fyrir fjelögum mínum. Alexia lom
aptur tóinhentur, ófærð fjarska mikil
Hvernig ætli ljúki fyrir oss ? ein 14
pd. eptir af bundakjöti, en 25 mílur
til mannabyggða, sem þó er ekki víst
að sjeu þar. Ericksen verður eigi
grafinn fyrir klaka og svo vanta graf-
tól. í>að verður að hafa vök í ánni
fyrir gröf. Líkið var vafið í segli og
ilagg brcitt ofan á. .Jeg lpet gefa
hverjuin manni 2 lóð aí vínanda, því
að vjer erum allir mjög máttvana ; og
getum naumast gengið. Kl. 1 var
lesin andlátsbænin og líkið iátið síga í
vökina, sem höggvin var á ána; til
viiðingar við hinn látna var hleypt al
3 skotum og fjöl reist við vökina mcð
þessu áristnu: „Til roinningar um H.
fl. Ericksen 6. okt. 18*1 at Banda-
fylkjaskipinu Jeannette“. Klæðuin hans
var skipt inilli íjelaga hans; Ivarsen
fjekk biílíuna og hárlokk. Kvöldverð-
ur kl. 5, \ pd. af hundakjöti og te-
vatn.
Föstudagur 7. okt. Morg-
unverðurinn var síðasta hálfpuniiið af
hundakjötinu og tevatnsmynd. Vjer
ijetuin síðustu teblöðin í ketilinn í
morgun og eigum nú að hefja 25
mílna göugu með fáein áður notuð te-
blöð og örfáa potta af vínanda í nesti.
Jeg treysti Guði og trúi, að hairn,
sem svo lengi helir látið oss halda lííi,
muni nú eigi láta oss ileyja úr hungri.
Kl. 7 bjugguinst vjer til farar ; vjer
höfum með oss 2 Remmingtons-rifla