Fróði - 02.03.1883, Blaðsíða 3
1883.
I R Ö Ð 1.
97. bl.
79
80
81
hey hafa fengizt víðazt hvar allt að
því í meðallagi, en lyrir það að heyið
hraktist víða töluvert, verður það ekki
eins drjúgt og afnotagott sem það
annars hefði getað orðið, þar ofan á
bætast skemmdir sem hey manna
hafa orðið fyrir í haustrigningun-
um. Ilausttíðin var mjög vot-
viðrasöm og erfið til allra athafna
bæði á sjó og landi. IIús og hlöður
hafa hrunið á nokkrura stöðum og hey
drepið, enda vatn komið upp í húsum
og hlöðum og þannig skemmt hey
sumstaðar. Með nóvembermánuði kom
norðanátt og þurviðri nokkra daga,
en eptir 20. s. m. gekk til snjóaáttar
og dreif mikinn snjó í logni, bleytti
síðan í honuin og hleypti í svell upp
til sveita, en við sjávarsíðuna varð
autt. Nú er síðustu dagana góður
bati kominn.
Afnot af sauðfje munu hafa orðið
í sumar liin minnstu, og skuröarfje í
haust reyndist einnig með rýrasta
móti. Verð á sláturfje var 15, 18
og 20 aura pundið af kjöti, 32 au.
af mör, og gærur írá 1,25 til 3 kr.
Kaupstaðarverðlag í sumar var
þetta : hvít ull 80 au., mislit 55 au.
—• 200 pd. af rúgi 21 kr., grjónum
27 kr., baunum 26 kr. og hrísgrjón-
um 28 kr. — 1 pd. af kaffi 65 au.,
hvítasikri 45 au., steinsikri 50 au.,
púðursikri 38 au. — 1 pd. af stein-
olíu 20 au.
Pó menn hafi nú almennt með
langfæsta móti fje á fóðri við það sem
í mörg ár hefir verið, þá eru menn í
mcsta voða staddir með skepnur sín-
ar, ef veturinn verður hjer eptir nokk-
uð að mun harður, því bæði var gefin
upp hver heytugga í vor, að kalla
mátti, og svo er fjenaður orðinn svo
beygjulegur og kvillasainur, að hann
þolir enga útbeit, þegar nokkur kuldi
er, ekki að tala um ef vorharðindi
koma önnur eins og í vor sem leið.
Fljótsdalshjeraði 26. janúar.
Iljeðan er allt bærilegt að frjetta.
Frá veturnóttum og fram yfir nýár
var tíðin fremur óstillt og umhleypinga-
»öm, en snjókomur fremur litlar. Þó
setti niður nokkurn snjó á jólaföstuuni,
en ekki tók svo fyrir jörð, að eigi
mætti beita fje og hestum. Um jólin
og fram yfir nýárið var lakast til haga,
ekki fyrir snjódýpi heldur fyrir svell
í rótinni. 4. þ. m. gekk í ofsa sunn-
an rigningu og hláku, svo jörð varð
auð að mestu, og síðan hefir að kaila
roá verið hláka nótt og dag, að eins
komið þrisvar frostdagar, 1 og 2 í
hvert skipti. Iiefir því lítið þurít að
gefa, og kemur þaö sjer vel, því hey-
föngin frá sumrinu voru fremur rýr
hjá flesturn og hey þar að auki ekki
vel verkuð sökum rigningamia, sem
hjer voru óvenjuiega tíðar.
Ilugir manna eru heldur að lifna
við aptur svo sem í búnaðarskólamál-
inu (á Eyðum), í þvf að halda út blaði,
sem í ráði er að byrji í vor, í sfldar-
veiðaútgerð f sambandi við Norðmenn,
og hafa þegar nokkrir bændur lagt
fje f það, hver hlutur er 1000 kr.
Enn eru menn að hugsa um að fá
eptirleiðis í löggilding til verzlunar á
Lagarfljótsós, ef aðgrynni bannar eigi
úti fyrir ósnum. Eptir sjálfu fljótinu
má fara fullum fetum með báta upp
að Brekku í Fljótsdal með því móti,
að aðrir flutningsbátar sjeu fyrir neðan
foss og aðrir fyrir ofan, Mundi slíkt
veröa hjeraðinu til ómetanlegs hagn-
aðar í einu sem öllu, er að landbúnaði
lýtur.
Frjetlir íítlendar.
(Eptir ísafold.)
Frjettir er bárust með síðasta póst-
skipi voru litlar, en hvervetna var frið
samlegt sem stendur. ’|>að sem mest
þótti tíðindum sæta var fráfall Gambetta
hins mikla þjóðskörungs Frakka; hann
dó eptir stutta legu á nýársnótt í blóma
aldurs síns 44 ára gamall; æfiágrip hans
er í almanaki J>jóðvinafjelagsins fyrir
þetta ár. I Egiptalandi voru Englend-
ingar að festa vald Kedivans, skipa mál-
um landsins og koma lagi á eptir ófrið-
inn, stóð Dufferin lávarður fyrir þeim
störfum. I byrjun desembermánaðar
fjell dómur í málum Arabis; var hann
og ymsir af fylgismönnum hans dæmdur
til útlegðar og er mælt að honum sje
bústaður ætlaður á eyjunni Ceylon við
Indland og allmikið fje til uppeldis; þyk-
ir norðurálfumönnum þeim, er eiga um
sárt að binda fyrir manndrápin og of-
sóknirnar í Egiptalandi, dómurinn ærið
vægur og segja hætt við, að slíkur dóm-
ur muni eigi fæla aðra frá að taka upp
lík ráð gagnvart norðurálfumönnum ef
svo ber undir. Við rannsókn málsins
hafði það komið fram að Arabi hafði
verið örfaður tii stórræða sinna úr yms-
um áttum og þar á meðal af mönnum
er standa í nánu sambandi við soldán-
inn í Miklagarði og jafnvel að soldán
sjálfur hafi verið í vitorði um ráð hans.
í írlandi þykir nú vera minna farið að
bera á óspektum heldur enn að undan-
förnu, enda hafa stóreignarmennirnir
ensku á margan veg sýnt tilslakanir við
leiguliða sína. í Noregi höfðu kosning-
ar til stórþingsins gengið svo að vinstri
menn hafa enn meiri atkvæðafjölda á
þinginu enn áður. I Danmörku hafði
það sem af var vetrinum verið kalt og
frostasamt. í Bandaríkjunum í Ame-
ríku hafa kosningar gengið mjög í vil
ríkjavaldsmönnum (demokrötum).
Embœttispyóf í lögum hefir hr. Hall-
dór Daníelsson (frá Hólmum Halldórs-
sonar) tekið með 1. einkunn.
Hr. Eiríkur Magnússon M. A. bóka-
vörður í C ambridge hefir verið sæmdur
riddarakrossi dannebrogsorðunnar.
Jón Jónsson, landritari og þiugmað-
ur Skagfirðinga audaðist snögglega 4.
janúar.
Akureyri 2. marz.
Veðurátta var mjög umhleypinga.
söm allan febr., ymist hlánaði eða fristi
eða snjóaði. Tvo næstliðna daga var
bezta hláka, svo snjó og klaka tók mjög.
Húsbruni.
20. dag f. m. brann í Nesi íHöfðu-
hverfi timhurhús, byggt fyrir þrem ár-
um. Eldurinn hafði kviknað í mæni
hússins af neistum úr ofnpípu, sem þó
var 9 álna löng frá ofninum og 4 hnje
á. Veður var ákaflega hvasst, og varð
ekki eldsins vart fyrri enn hann var
orðinn óslökkvandi í slíkum ofsastormi.
Öllu varð bjargað sem var niðri í hús-
inu og svo í kjallara undir því, en að
eins litlu af því sem var á loptinu.
Brann þar talsvert af ymsu tægi, svo
sem borðviður, ull, færi, rúmfatnaður og
bezti klæðnaður nokkurra heimamanna,
einnig nokkuð af matföngum, fiski, hangi-
kjöti, mjöli og ymislegt fieira.
Auglýsingar.
Embættaveitingar:
Landlœknisenibcettið er veitt settum
landlækni hr. G. Schierbeck.
Skaptafellssýsla er veitt settum sýslu-
manni hr. Sigurði Olafssyni.
Breiðabólstaðar prestakall á Skógar-
strönd er veitt kand. Magnúsi Hélgasyni
(frá Birtingaholti Magnússonar).
„Þess ber að geta, sem gert er“.
Fegar jeg árið 1881 varð fyrir
því tilíinnanlega tjóni að missa heils-
una, og þar af leiðandi heíði ekki
getað sjeð mjer og mínuin fyrir sóma-
samlegu uppeldi, án þess að þiggja
opinberan sveitarstyrk. En þá urðu
margir sveitungar mínir ásamt fleirum,
fyrir tilmæli herra hreppst. II. Ó.
Briem, til að styrkja mig ineð ríkuleg-
um gjöfum.
Björn Antoníusson bóndi á Flugu-
stöðuin 10 kr. , Sigurður Björnsson
bóndi á Þvottá 6 kr., Stefán Guðinunds-
sori yngism. á Sturmýri 8 kr., Guð-m.
Eyúlfsson samast. 6 kr., Jón Antoníus-
son Markúsarseli 6 kr., Antoníus Anto-
níusson Tunguhlíð 5 kr., Siguröur
Jónsson llærukollsnesi 4 kr., Gísli Sig-
uiðsson Múla 10 kr., Sæmundur Sig-
urðsson Múla 5 kr., Sigfús Jónsson
Hvannavöllum 4 kr, Sigurður Ás-
mundsson Geithellum 6 kr., Kristján
Jónsson Hnaukum 4 kr, Sigurður Jóns-
son samast. 4 kr., Brynjúlfur Jónsson
sainast. 6 kr., Guðmundur Halldórsson
samast. 1,50 a., Sigríður Þórðardóttir
samast. 2 kr., Þorsteinn Jónsson samast.
lamb og 6 kr., Guðinundur Jónsson
sainastaðar 6 kr. Jón Árnason Múla
10 kr., Árni Antoníusson samast. 8 kr.,
Lúðvík Ólafsson samast. 3 kr., Sigurður
Sæmuudsson samast. 6 kr., Kristín