Fróði - 19.03.1883, Blaðsíða 1

Fróði - 19.03.1883, Blaðsíða 1
--------------------------------------------—--------------------— 98. blað. AKUKEYBI, MÁNUDAGUNN 19. MARZ 1883. 85 Herra ritstjóri! Viljið þjer vera svo góðir, að leyfa eptir fyIgjandi línum rúm í blaði yðar? J>ær eru ekki skrifaðar í öðru skyni enn að fá skynsemi urn yfirstandandi hag ís- lands opinberan málstað gegn skynleysi einstakra marrna. — Jeg heyrði rneira enn ávæning utn það á ferð rnirrni í haust, að það væri engin neyð á íslandi. þær raddir, er lýstu yflr þessu komu frá mönn- urn, er landið stríð elur á fátækt sirrrti; | sem einskis missa í við , þó landsmenn þeirra kynnu að falla úr hor og hungri þúsundum sarnan; sem taka laun sín „elegant og glaðir'*, hvað sem liður um efnahag þeirra er launin eiga að borga. Ekki voru þessir menn margir, sem við Jmátti búast; en merka telja þeir sjálfa sig, og merkir eru þeir skyldir til að vera, svo merkir, að minnsta kosti, að þeir megi teljast í röð menntaðra manna. En þar til heyrir, eins og flestir lesend- ur munu skilja, ekki ytri rnerki einhverr- ar lífsstöðu, heldur það, að hafa samið hjarta sitt og hugsunarhátt eptir þeim grundvallarreglum, er menntun mann- kynsins hvílir á. — |>enna þráð hugs- iunarinnar tek jeg upp bráðum aptur, en íhverf nú snöggvast að því atriði, hvernig Ihinn menntaði heimur hefir litið á hag líslands í ár og brugðizt við því, erhann vissi ekki betur, enn væri neyð landsins. Amtmaður Thorberg sendi merka skýrslu um ástand Vesturlands til lands- höfðingja, dagsetta 25. júní. þ. á., og sýndi þar fram á, að búast mætti við hungri, enda hungurdauða, vestra, nú í vetur, ef ekki yrði tekið til skjótra ráða. Landshöfðingi sendi stjórninni langa skýrslu dagsetta 26. sarua mánaðar, sem lýsti bag lands yfir hófuð, og sjer- staklega vesturlandsins. þar var niður- Staðan hin sama, sem í brjefi Thorbergs, en margt tekið fram, sem ekki snerti Vest- urlandið eitt. Siðari skýrslur hnfa stað- fest það fyllilega, að þessir embættismenn höfðu ekki farið með neinn hjegóma, held- ur með mál sannleikans og embættis- legrar mannúðar. þegar skýrslur þeirra voru skrásettar vissu menn enn lítið um ástandið fyrir norðan og austan, en síð- an eru menn búnir að fá fulláreiðanlegar skýrslur um það, hvernig pað var og er. Einn þeirra manna sem d æ m d i með mik- illi sannfæringarfestu um hag íslands í ár, en v i s s i ekkert, nje vildi vita, nje 86 vildi leyfa öðrum að. vita um hann satt, sagði við mig, að landshöfðingi vissi ekk- ert um hann — «hvað gæti hann vitað um slíkt?» — svo jeg lærði af samræðunni við hann, hvað mikið einum háum embættis- manni þykir varið í annan háan embætt- isbróðir, og fyrir hvaða Lhjegóma þ e i m m a n n i þykir landsins hæstu laun vera goldin, þegar hann er sannfærður um, að einmitt þeir, (eða sá) sem þau eru goldin viti ekkert um landsins alvarleg- uslu mál! en jeg fer ekki út í þessa ó- beinu sálma lengra; það, sem sagt er, liefir sína þýðingu, og hana ekki alls- kostar ómerkilega. Eptir skýrslum þeirra Thorbergs og landshöfðingja þóttist hin erlenda mannúð hafa ástæðu til að halda, að yfir Islandi vofði neyð, sem líknarlund albróðernis hins menutaða heims gæti ekki leitt hjá sjer, sem sjer alveg óviðkomanda mál. því að þó Islendingum sje það ekki kunnugt, þá er það þó satt mál, eigi að síður, að á hverju ári hleypur einhver hluti hins menntaða heims undir bölbyrði eiuhvers annars hluta hans. og á Eng- landi, sjerstaklega, er mörgum hjálpar- sjóðum safuað á hverju ári i því skyni 011 þau tuttugu ár, sem jeg hefi dvalið hjer hefir einhverjum hjálparsjóði verið safnað í Mansion House, á hverju ári, fyrir einhvern nauðlíðandi hluta mann- kyns. En úr engri átt hefir enn spurst að slík líknarathöfn hafi fengið þær við- tökur sem Mansion Ilouse hjálpin til ís- lands f ár hefir fengið. Guðbrandur Vig- fússon hefir lýst yfir því , að hún sje login út. Englendingar trúðu honum eins og nýju neti , því að gamlir vinir hans komu brjefi hans inn í Tímes, sem talið er blað, að treystanda sje, og tím- inn var valinn, þegar jeg var burtu og gat ekki borið hönd fyrir höfuð mjer. Samskotanefndin, og þó einkum jeg, hefir fengið hverja skammarskósuna á fætur annari og öll samskot eru náttúrlega á enda. Guðbrandur, sem ekkert veit hvað hann er að fara með, ber fyrir sögu sinni álit hins „gagn-sannsögula'* skólastjóra á Möðruvöllum. Honum á því nefndin að þakka það sem orðið er, að standa nidd frami fyrir bálreiðri þjóð sem íslending- ar sjálfir hafa orðið til að telja trú um að hafa verið rænd fje til að hjálpa loginni neyð. Jeg tel nú reyndar víst, að orð Jóns IJjaltalíns — ef þau eru hans — hafi Gnðbrandur og sá. er segir 87 að Jón hafi skrifað sjer þau, látið þýða æði mikið annað, enn Jón nokkurn tíma ætlaðist til. En það munar engu, sem stendur; á honum lendir fyrsta ábyrgð fyrir það, er Guðbrandur hefir áorkað, og a Jóni hvílir hún þangað til hann lætur opinberlega uppi, hvað hann ætlaðist til sjálfur að orð sín skyldu þýba. það mun eigi vera neitt leyndarmál, að Jón Hjaltalin, ásamt ymsum öðrum nyrðra og syðra, hafi talið það niðurlægingar mál fyrir Island, að menntaður heimur skyldi líta það líknar auga, og leggja því liknar hönd, sökum þess, aö hann komst sann- fróðiega að því, að yfir það hafa dunib harðindi, sem hverjum skynsömum manni hlaut að vera ljóst, að engin þjóð gæti staðist, án þsss, að komast í ýtrustu bág- indi, þó auðugri væri, enn Island er tal- ið. það er nú aldrei nema lofsvert, að vera vandurað virðingu sinni, og að kenna öðrum virðingar-vendni. En bezt er í því máli, eins og hverju öðru, að láta heilbrigða tilfinningu og heilbrigða skynsemi vera undirstöður vandlætisins. Mjer er nú sjálfum ekki kunnugt hvar á meDntuðu heimsbóli, það er talin skömm og niðurlæging að þiggja líkn í neyð. Ekki er mjer heldur kunnugthvar mennt- aðir menn líkoa í neyð í þ e i m t i 1 - g a n g i, eða með þeim ummælum að þiggjandi liknar skuli álíta hana sneypu innsigli sitt, og hvaða rjett hefir þiggj- andi þá til að telja sig lægðan eða lýtt- an? Hitt er mjer vel kunnugt, að mennt- aður heimur líknar í slíkri neyð, sem nú heimsækir ísland — til þess, að votta nauðlíðanda vir ð i ngarfu 1 la með- aumkun sína; — til þess að vottahon- uih hve gefandi sjálfur mundi fagnandi og þakklátur taka hass gjöf ef honum bærist líkt á í lífsins baráttu; — til þess, að firra þiggjanda því, ef unnt er, að að hungur og þurð knýi hann á vonar- völ, sem alla menn gerir óvanda að virð- ingu sinni; — til þess að firra þiggjanda þeim ósköpum, að spyrja alls ekki að virðingu sinní, er hungur og seyra knýja hann að ganga stelandi og rænandi um byggðir og býli, — til þess , að firra þiggjanda lífsins sárustu hörmung, að þurfa að sjá sína sálast út af í hungri og verða sjálfur, ef til vill að fara sama veg- inn; — til pess, loks, að Ijetta þeim byrðina, er bera þyngsli sveitarinnar, sem hvert hallæri margfaldar, eins og vísl I þarf engum íslendingi að segja. — Að

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.