Fróði - 21.02.1884, Síða 4
124. bl.
I B Ó Ð 1.
1884.
46
En hvar bafa raenn nú peninga
og ávísanir til að borga með? Jó,
sjálfsagt þarf að athuga það. Fyrst
ætla jeg sje allmikið fje í landsjóði,
sem ætlað er til að lána sveitabændum
landsins til að auka bústofn sinn; ætla
jeg að þeir íái þaö ekki gert á hagan-
legri hátt enn þann, að fá peninga til
Lagfelldra vörukaupa, og losast fyrir
það við að láta sauðfje í verzlanskuldir
að hausti; munu fá einir sveitamenn
geta notað sjer þ tta ráð. Sparisjóður
er og í Höfðahverfi, Abyrgðarsjóður á
Akureyri og sparisjóður á Siglufirði,
munu einhverjir geta fengið vörusekks
verð úr þeim hvorum um sig. Nokkr-
ir Þingeyingar munu og eiga einhverj-
ar peningaleifar frá sauðasölutíð í
haust er var. Sjávarbændur út með
Eyjafirði veit jeg beinlínis um að eiga
margur hver svo hundruðum króna
skiptir inni í verzlanunum á Akureyri,
og geta þeir að vonum fengið peninga
nær sem þeir vilja cður þá ígildi
þeirra, ávísanir, upp á útlend verzl-
unarhús, sem hver kaupandi og selj-
andi getur notað. Veit jeg og til, aö
hinn norski kaupmaður í Hrísey hefir
haft við orð að byrja í vor að kaupa
fisk, jafnvel móti peningum eða ávís-
unum. Fengju Eyfirðingar peninga fyr-
ir saltfisk sinn í vor og sumar, myndi
ymsum þeirra ekki verða ráðfátt til
vörukaupa mót peningum. Það veit
nú annars hver bezt, hvað í sínum
garði gerist, og jeg ætla nú ekki að
gefa fleiri ávísanir upp á náungann,
með því þær munu ekki allar óbrigð
ular. Að eins vil jeg bæta því við,
að hvetja menn til að taka ráð í tíma,
slá sjer þegar saman í sveitunum til
að tala um og síðan að koma á stór-
kaupaverzlan, og að við hafa scm flest
Ieyfileg ráð til að gera sig færa um
að sæta þeim. Norðurþingeyingnm, eða
þeim, sem sækja verlan á Ilúsavík,
ætla jeg að ekki þurfi svo mjög hugar
að fríja í þessu efni, því þeir hafa
þegar reynt til muna að fá útlenda-
vöru mót frestlausri borgun, og hafa
jafnvel flestum fremur fengið vöru svo
að lftill kostnaður heíir áfallið, enda
eiga þeir nú hús, og hafa þegar feng-
ið æfing og reynslu í því að fá vöru
bæði frá Englandi og Danmörku, og
senda jafnframt vöru sína þangaö, og
munu þeir víst ekki hætta við svo
búið.
Ritað í janúar 1884.
Þingeyingur.
Frjettir isiiilendar.
Reykjavík 9. janúar.
Tíðin hjer á Suðurlandi hefir ver-
ið mjög umhleypingasöm í vetur, þó
hefir verið fremur frostalítið. Um jólin
voru hjer í bænum útsynningshryðjur
og bleytur, en þegar leið að nýárinu
gerði bezta veður, milt og hægt, og
svo viðraði einnig nokkra daga eptir
nýárið. En nú fyrir tveimur dögum
gerði hríð og frost, sem hefir haldizt
47
síðan. Bæöi í Suðurnesjum og Inn-
nesjura er alveg aflalaust af sjó. Dugn-
aðarmaður einn á Akranesi, Pjetur
Hoffmann, hefir ráðizt f hákarlalegur
og aflað vel.
Um hátíðirnar var haldinn hjer
samsöngur í dómkirkjunni, sem þeir
stóðu fyrir söngkennari Steingrímur
Johnsen og Björn Kristjánsson, sem
áður var organisti á Akureyri. Söng-
urinn íór hiö bezta fratn, einkum þótti
Steingrímur syngja prýðisvel og Björn
spila mætavel á orgel. — Engir gleði-
Ieikir hafa verið haldnir hjer í vetur
og verða ekki þenna veturinn, einungis
vegna þess, að ekkert húsnæði er að
fá til slíkrar skemmtunar nú sem stend-
ur í sjálfum höfuðstaðnum.
Hvað bókmenntir snertir, má geta
þess, að helgidagaprjedikanir Helga
biskups Thordersens eru komnar út að
tilhlutun Kristjáns ó. Þorgríinssonar.
Eins og kunnugt er, eru prjedikanir
Pjeturs biskups uppgengnar, og mun
Kristján einkum hafa viljað sæta því
lagi. En nú hafa menn fyrir satt, að
Pjetursprjedikanir verði prentaðar hið
skjótasta að tilhlutun Siginundar Guð-
mundssouar í hinni nýju afbragðs góöu
prentsmiðju hans, sem hefir oll tæki
til þess að gera bækur betur úr garði
enn aðrar prentsmiðjur á landinu. Það
er almælt, að svo bráðan bug eigi að
vinda að prentuninni, að prjedikanirn-
ar geti orðið fullbúnar á vori komanda.
svo þær geíi keppt við Helgapostillu
undir eins er ferðir og samgöngur liína.
11. janúar. Rjett í þessu berast
mjer skelfilegar frjettir. Um seinustu
lielgi lögðu 6 skip í hákarlalegu, 1 af
Seltjarnarnesi, 1 af Álptanesi, 1 úr
Leiru og 3 af Akranesi. Eptir hclgina
gerði hjer mesta voðaveður, fádæma
storin og hríð. Skipið hjeðan af Sel-
tjarnarnesinu náði landi áður enn of-
viðrið rak á, en hin urðu öll fyrir hríð-
inni og storininum. Vindur stóð al
suðvestri. Eitt skipið af Akranesi hefir
komizt af. Pað hleypti upp á líf og
dauða undan og náði með naumindum
landi í Melasveit við Borgarfjörð. Peg-
ar skipið kom í brimgarðinn við land-
ið, sáu skipverjar hvar þrjú skip fjelaga
þeirra voru að veltast á hvolfi og bylt-
ast í brimgarðinum. Er þá mælt, að
íormanninum hafi fallizt svo hugur, að
hann hafi hiaupið undan stýrinu, en það
orðið skipverjura til lífs, að einn háset-
inn stökk sem kólfi væri skotið undir
stýrið, og stýrði gegnum brimgarðinn,
og skipsleifar fjelaganna að landi. Pessi
3 skip, sem þyrluðust til og frá á hvolfi
í brimgarðinum voru 2 af Akranesi,
formenn Pjetur Hoffmann kaupmaður,
ungur dugnaðarmaður og Pórður bóndi
á Stóra-Háteigi, einnig mesta ötuhnenni.
Hið þriðja telja menn víst að verið
hafi Álptanesskipið; formaður þess var
Pórður bóndi á Hliði, sein er inesti
inannskaði að. Hásetar hans voru nær
allir ungir efnisbændur á nesinu. Um
Leiruskipið vita inenn ekkert enn, en
flestir telja það af.
48
Stokkeyri í Arnessýslu 1. janúar:
Hjeðan er ekki að frjetta neina
góða tíðina fram á jólaföstu, en síðan
hafa verið optast útsynningar, og um
jólin allmikil ofsaveður og allt til
þessa dags, þó ekki hafi oröið tjón að.
Fiskist ekki hjer því fyr í vetur,
verður víst hart manna á milli, því
fólki bregöur við skurðinn, þar sem
sumir við sjóinn, er ekki eiga fje, hafa
enga skepnu blóðgað, því allstaðar
heyjaðist vel og var svo sett á það,
sem hver þurfti ekki því nauðsynlegar
að skera handa heiraili sínu, en ef
einhver gat misst kind, ljet hann hana
á markað til útlendinga, og af því
fiskurinn var í háu verði í sumar, Ijetu
allir þá meira enn þeir máttu í kaup-
staðinn af honum. Ekki ofmötumst
við heldur af gjafa korninu, því sumir
hreppar fá lítið og sumir t. d. Stokk-
eyrarhreppur ekki neitt, og hafa þó
þeir sem ekkert gátu skorið, en þeir
eru helst í Stokkeyrarhrepp, þörf á að
fá einu sinni út á askinn sinn.
17. dag f. m. andsðist að Litla-
hrauni Jóhanna Andrea Guðmundsens,
kona kamineráðs Pórðar Guðmundsens,
fyrrum sýslumanns hjer f sýslu, hafði
hún Jegið rúmföst síðan í sláttarlok.
— J>ar eð pað virðist hafa vakið all-
mikið hneyxli hjá sumum bæjarbúum, að
tveim kvennmönnum hafi verið neituð
innganga í fjelagið „Good Templars11,
og þótt ekki sje skylda mín að gera öðr-
um grein fyrir gjörðum fjelagsins enn stór-
deild þeirri, sem deild vor stendur undir,
vil jeg þó lýsa hjer yfir, svo að rjettsýn-
ir menn geti sjeð, að ekkert ranglæti hafi
átt sjer stað :
1. Að öðrum kvennmanninum hafi alls
ekki verið neituð innganga. (Sá sem
gerast vill meðlimur deildarinnar, verður
6—8 dögum áður enn fundur er haldinn,
að biðja einhvern fjelagsmann að sækja
skrifiega um inngöngu fyrir sig á venju-
legum fundi samanber aðallög fjelagsins
Art. III, 52.)
2. Að hinn kvennmaðurinn var keypt-
ur, til að biðjast inngöngu, af manni
sem er illviljaður fjelagi voru.
3. Að aðallögum fjelagsins og auka-
ögum deildarinnar sje í engu tilliti raskað.
Akureyri 20. febr. 1884.
Asgeir p. Sigurðsson.
V. Æ. T:
— Jeg undirskrifaður hefi ásett mjer
að láta halda þiljuskipinu „Ægir“ á
þorskveiðar á næstkomanda vori frá þeim
tíma að veðrátta leyfir eða vertíð byrjar,
hjer um bil 1. apríl og þangað til 13
vikur af sumri.
þeir sem vilja ráða sig, sem háset-
ar á tjeðu skipi, geta snúið sjer til mín
hið allra fyrsta, eða til herra Sigurðar
Sigurðssonar (Húnvetnings) á Akureyri,
sem einnig getur samið við þá og gefið
nægilegar upplýsingar um með hvaða
kjörum menn verða ráðnir.
Oddeyri 12. febr. 1884.
J. V. Havsteen.
— Við Gránufjelags verzlan á Odd-
cyri fæst gott maismjöl.
100 pd. með poka, fyrir 9 kr. 50 a.
250 — — — — 22 — 50 -
ÚCgefandi og prentari : Björn Jónssou,