Fróði - 16.08.1884, Side 1

Fróði - 16.08.1884, Side 1
«*«. Iilad AKUEEYRI, LAUGARDAGINE 16. ÁGÚST 18S4 181 182 183 Uiu ásigkomulagið á íslaiuli. Eptir P. Feilberg (Niðurl.) Hirðing og meðferð á á- burði. 51 rgt má afsaka með því að tíma vanti, eða menn hafi enga vissu um ábatann af vinnunni, menn hafa eigi fólk til hennar, og fleira þess konar, en það er ómögu- legt að afsaka skeytingarleysi manna um mykju, tað, ösku og annað þess kouar, og það því fremur, sem túnin vaxa því betur, sem meira er á þau borið, ef það er hyggilega og lagiega gert. Af illa rækt- uðum túnum fæst varla meira enn frá hálfu hlassi af heyji til heils af einu tunnuiandi*, en af sljettu túni, vel hirtu má fá 3 eða4 hlöss. Munurinn er svo mikill, at) varla verður skilið, hvers vegna eins illa er hirt um áburðinn, og víða er gert; en þetta mun vera að kenna gömlum ó- vana og skeytingarleysi. Opt er aska höfð til vegabóta og sauðataði brennt (en eigi verður komizt hjá því, að brenna taði, þar sem engin mótaka er). Kúamykj- an er látin hvar sem vera vill, og eigi hirt um að hafa nokkurn hentugan stað handa henni. Hrossatað er nauðsynlegt, til að blanda annan áburð með, en því er lítið sem ekkert, haldið sarnan. þó er liestum opt geflð á vetrum, og mætti vel haga svo tii, að eigi spilltist allt taðið. í sjálfum sjer er áburðurinn mjög þýðingarmikill, einnig bætir hann upp töpun plöntufæðunnar á túnunum, er verö- ur á hverju ári við heyskapinu. Áburð- urinn bætir og nokkuð úr sumarkuldanum, og eykur þanuig grasvöxtinn. Allt þetta vita menn og eiga að vita, en þó er það undantekning, enn ætti að vera regla, að áburðurinn sje vel hirtur og notaöur svo sem skyldi, Búsmali og hús. það er varla hægt að gera ráð fyrir, að sauðfje standi inni meir enn þrjá eða fjóra mánuði af vetrinum. Allan hinn tímanu er því beitt úti í fjallahlíöum og annars staðar. Hest- ar eru einnig á fóðrum þrjá eða fjóra mánuði. Kúm er gefið inni því nær níu íhánuði, og eru þær fóðraðar á hinu *) Danskt heyhlass er talið (að sje um) 120 fjórðungar, og svarar það 6 hest- um af heyji, eptir því sem á íslandi er reiknað. Eitt tunnuland danskt = f: 1550 ferhyrnings faðmar, eða hjer um bil 1% úr íslenzkri dagsláttu. bezta úr heyinu. þannig kostar kýr- fóðrið hjer um bil 2 hundruð krónur, en hestfóðrið kostar tíu sinnum minna og kindarfóður allt að þrjátíu sinnum minna, því að bæði hestum og kindum, er gefið lakara hey. Af landbúnaðarvörum er lílið flntt út frá íslandi annað enn ull og sauðakjöt. Hin seinustu ár hafa og Eng- lendingar keypt íslenzka hesta, eigi all- fáa. Nú er svo, að sumarbagar fyrir sauðfje og aðrar skepnur eru því nær ó- þrjótandi, en bæði sauðfje og hestar eru Ijettari á fóðrum, enn kýr, og er það mik- iis vert eptir því, sem til hagar á Islandi. Af þessu, sem nú er sagt, má ætla, að sauðfjárrækt og hesta verði arðmeiri enn mjóikurkúarækt, því að kýrnar verða varla að miklum notum, meðan svo hagar til á bæjum að eigi er hugsandi til að búa til gott smjör, nema til þess að fæða landsbúa sjáifa. Höfuðbústofninn á ís- landi er sauðfje, og er því mest vert um sauðfjárræktina. J>að er æði almennt á íslandi, að hafa margt fje, og fóðra það illa á vetr- um, en eigi hilt að hafa það færra, og fóðra betur. Fjárhásin eru víða of rúm> lítil, loptlítil, og eigi mundum vjer telja slík hús holl fje voru. í slíkuin húsum er fjeð opt haft nokkra sólarhringa og verður þá mjög heitt í þeim o? illt lopt, en í annað skipti liggur það úti marga sólarhringa þegar veður leyfir, og leitar sjer fæðu í högunum, þó kalt sje. því er það eigi furða, þótt sýki komi upp í fjenu, og margt drepist af því. IIús fyrir menn og skepnur eru mjög ófullkomin, einkum á Suðurlandi. Reyndar er það að nokkru leyti því að kenna, að veðuráttan er svo óblíð, og að örðugt er að afla viðar, en þó mætti margt bæta, þótt litlu eða engu væri til kostað. Meðferð á vörunum er eigi öðru vísi eun hirðingin um hús og herbcrgi Má eigi vænta neinna verulegra framfaraj fyr enn menn eru farnir að taka sjer frarn um hýbýlagerð og reglulega vinnu. íslenzk ull er vanalega keypt dýrara enu hún er verð, og er hún bæði illa hreins- uð og illa skiiin. Kjöt það, er brúkað er í landinu sjálfu, er mjög gott og gómsætt, en það er ómögulegt að þekkja það salt- kjöt, er út er flutt, sem sama kjöt. Hinn eðlilegasti gróðavegur er að auka heyin, fjölga fjenu og auka vörurnar og bæta þær. því betur sem vatnið er notað, og áburðurinn, því meiri von er á framförum í öllum efnum, því að mikils má vænta, ef vatnsveitingar eru nógar og góðar og tún vel ræktuð. En til þess þarf peninga og vinnuafla, en ú báðum þessum framfara meðulum er mikill skort- ur í landinu. Er það mest af völdum náttúrunnar og mannanna, en þó er það sjálfsagt einnig að kenna leigumála jarð- anna. Leigumáli jarðanna. Eins og áður er sagt, er það alvenja á íslandi, að verja gróða þeim, er eigi þarf til hversdagslegra nota, til jarðakaupa og eru þá jarðirnar leigðar öðrum. Af þessu leiðir, að á mjög mörgum jörðnm á ís- landi búa leiguliðar. Allar jarðir á ísland eru metnar 86755 hundruð. en af þeim á landsjóbur 8000, og er eigi of mikið í lagt, þó sagt sje að leiguliðar búi á fjórða hlut allra jarða á íslandi. 5Ienn skyldu nú halda, að allt væri gert, sem auðið er til að setja sem fastastar reglur um leigu- málann, svo að leiguliði mætti eiga víst, að fá að búa á jörðinni um ákveðinn tíma, eða fengi einhverja þóknun fyrir umbætur, sem hann gerði á jörðinni, og að þær gætu þannig borgað sig fyrir hann. En þetta er ekki svo. Annaðhvort er leiguliða byggð jörðin um óákveðin tíma, eða hann fær byggingarbrjef fyrir jörðunni, svo lengi sem hann iifir, en er hans missir við, þá verður ekkja hans og börn, að flytja burtu af jörðunni, eða greiða hærri leigu af henni ef eiganda býður svo við að horfa. Á þjóðjörðunum er þessu nokkub öðru vísi háttað, því á að þeim má bygging leiguliða haldast, að honum látnum með- an ekkja hans lifir, og getur hún því átt von á að fá úgóðan af bótum þeim, er leiguliði hefir gjört á jörðunni Vanalega eru jarðirnar, einkum ein- stakra manna eignir, leigðar með þeim skilmálum. að leiguliði hafi þær til ábúð- ar um óákveðinn tíma, þó sýnir jarðeig- andi stunduin svo mikla sanngirni, að hann byggir jörð sína um ákveðinn tíma, ef hann þurfi eigíaðnota hana sjúlf- ur, þetta stendur öllum framförum fyrir þrifum, því að það er engin von, að leigu- liði vilji bæta ábúðarjörð sína, þegar það er mjög óvíst, að hann hafi nokkurt gagn •af því sjálfur. Enn er sá ókostur við leigumálann að það er mjög sjaldgæft að greidd sje

x

Fróði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.