Fróði - 16.08.1884, Blaðsíða 3
1084
t E ö Ð 1.
136. bl.
187
írá tilraunuin sfnum til að lækna barna-
veiki á þessa leið :
Þau eru einkenni barnaveikinnar, að
skinn eður himna sezt innan á andardrátt-
argöngin, svo sem á barkann og stund-
um á lungnapípurnar sjálfar. Læknirinn
tók eptir þvf, að þessar himnur bráðn-
uðu eða losnuðu á stuttum tíma við
gufu af tjöru og terpintfnu. Með
þessu móti hcfir honum tekizt að bjarga
börnum, sem voru talin af, höfðu
fengið hrygglu og voru nálega dauð.
Jafnvel eptir að barkaskurður var
gerður, var nóg að kveikja á blöndu
af tjöru og terpintínu hjá rúminu';
fyltizt þá herbergið svörtum og þykk-
um reyk, svo aö ekki sá handa skil,
en þeir, sem í herberginu voru, höfðu
þó engin óþægindi af reyknum. Barnið
andar sterkt og þægilega þetta harpix
lopt og lff færist f þið; himnurnar
detta bráðum frá, og barnið hóstar
þeim upp; og ef þær eru þá látnar
í bolla, má sjá, að þær halda áfram
að uppleysazt. Læknirinn hefir jafn-
framt látið barnið skola kokið með
koltjöru vatni og kalkvatni, Með þessu
móti hafa börn orðið heilbrigð á tveiin
eðaþrem döguin þeir sem hafa verið
í kringnm sjúklingana hafa ekki sýkzt,
og ekki þóít börn hafi verið. Að
öðru leyti er það góð vörn móti ymsu
sóttnæmi að brenna þessari blöndu,
tjöru og terpintínu.
Meðal þetta cr svo einíalt, að
hver maður getur haft það um hönd,
og væri það þvf vel reynandi.
VEÐUR
í júlfmánuði.
Hitamælir (Celsius) Mestur hiti hinn
9. + 25 stig.
Minnstur hitihinnl8. + 3,50 —
Meðaltal allan mán. + 13,24 —
Loptþyngdarmælir (Enskir þumlungar)
Hæstur hinn 19. 30,25.
Lægstur — 8. 29,63.
Meðaltal allan mánuðinn 29,99.
Áttir: N. 6 dagar. NA. 13 d. A. 1
d. SA. 1 d. S. 9 d. SV. 1 d.
Vindur: Ilvassir dagar 3. Ilæglætisd.
19, Logndagar 9.
tírkoma: Rigning 6 daga. tírkomu-
lausir 25 dagar.
Lopt: Heiðríkis dagar 5. Þykkviðri
meira eða minna 26 daga.
Sól: Sólardagar 25. Sólarlausir d. 6.
Möðruv. í Hörgárdal 1. ágúst 1884.
Jón A. Iljaitalín.
Verðlag á fslenzkrivöru við
verzlanirnar hjer
Ilvítull 1 pd. kr. 0,64 a.
mislitull 1 pd. — 0,46 -
Saltf. stór 1 skpd. — 44,80 -
— smár — — 32,00 -
— ísa — — 24,00 -
Hákarlsl. 1 tunna — 44,00 -
Porskal. — — 33,00 -
Æðardúnn 1 pd. — 16,00 -
Smjör 1 — — 0,60 -
188
Lausakaupmaður Fog borgar 1
eyri meira ullarpundið, 1 krónu meira
skpd. af saltfiski, og 2 krónum lýsis-
tunnuna, enn með peningum borgar
hann þó ekki lýsi meira enn 40 krónur.
ílann selur og kornvöru að minnsta kosti
1 krónu ódýrar hverja tunnu, og kaffi
og sikur 5 aurum hvert pund en föstu
verzlanirnar hjer.
Akurcyri 9. ágúst 1884.
Veðrátta hefir verið hagstæð
það af er sumri. Grasspretta góð
yfir höfuð. Tún og harðvelli einkum
sprottið vel. Mýrar lakar. Ilákarls-
afii á Eyjafiröi er orðin í meðallagi
þó minni en f fyrra. Flest skipin
eru enn við veiðar. Tvö hákarlaskip
hafa týnst í vor er nefndust „Úlfur'1
og BIIerrnann“ Formenn á þeim voru
Valves Finnbogason bóndi frá Þórustöð-
uin á Svalbarðsströnd og Guðmundur
frá Iláinundastöðura á Árskógsströnd.
Fiskiafli hefir verið með minna móti á
íirðinum.
f I sumar andaðist óðalsbóndi
§á§-iia*ður Ciiiduasoei
á Ljósavatni. Hann var sómamaður
og þjóðkunnur fyrir gestristni.
SKIPAKOMUR.
22 júlí wRomanche“ franska herskipið.
22. — „Axel“ gufuskip frá Stafangri.
22. — sAffair“ norskt skip til síldarv.
26. — „Róta“ frá Skagafirði.
30. — „Rósa“ frá Granton raeð kol
og karbólsýru til Gránuf.
í. ág. „Nikoline“ til síldarveiðafjelags
Tr. Gunnarssonar.
7. — „Thyra“ póstskip, með henni
var iandshöíðinginn.
27. júlí Gufuskip „Ingeborg“ til síld.v.
30. — „Elizabeth* —---------
31. — „Ansgarius8 —---------
I. ág. „Riga“ ----------
1. — „Lagos“ ----------
2. — „Chrisíine* ----------
2. — Barkskip „Gange Rolf“ til Odd-
eyrarsíldarfjelags.
2. — „Mars“ til síldarv.
2. — „Einanuel“ —------
4. — „Iram“ —------
6. — „Gefion“ ----------
6. — „Mönstre“ —------
7. — „Skjöld“ ----------
8. — „Gothfred“ —------
8. — „Marie“ —------
8, — „Skjöld* ----------
8. — „Strilen* —------
9. — „Svanen* --------------------
9. — „Haabet“ frá Bornhólm til
lausakaupsverzlunar.
Af fiskiskipum þeim, sem þetta
sumar ganga frá Frakklandi til þorsk-
veiða við ísiand, eru rjett 100 frá
hinuin eina bæ Dunkerqne og þar
að auki 8 frá Gravelines, sem er
við sömu höfnina. Á skipaflota þess-
189
uin eru samtals 1756 menn, það er
16—17 að jafnaðartali á hverju skipi.
í raun og veru eru 18 manns á 73 af
þcssum 108 skipurn hverju fyrir sig,
en 7 til 17 á hverju hinna 35. Lesta-
tal (smálestarúm) allra þessara skipa
samanlagt er 1 1,399 smálestir, eður
stæð hvers skips að meðaltali 105f
smálest. Hið stærsta rúmar 155 og
hið minsta 28 smálestir.
Auglýsingar,
4 minn kostnað er verið að prenta
Pjeturs-postillu.
Bókin verður vönduð að öllum frá-
gangi. Áskrifendur fá hana fyrir 3.
k r. 5 0 f kápu, bundna í gyllt alskinn
5 k r. 5 0 a .
Reykjavík 30. júlí
Sigurður Kristjánsson
prentari.
Á minn kostnað er út komið
Bænakver dr. P. Pjeturssonar í bandi
0, 50.
Bjiflfusögur Tangs í bandi 1, 50
F ö s t u h u g v e k j u r dr. P. Pjeturssonar
eru bráðum alprentaðar.
Reykjavík 20. júlí 1884.
Sigurður Kristjánsson.
Þar eð jeg hcfi sjálfur
kynnt mjer ail mörg fornskjöl, er Iúta
að landamerkjum, og fengið lfka hjer
að Iútandi upplýsingar hjá öðrum, bæði
innanlands og utan, og að öðru leyti
mun hafa fengist enn þá sem komið er
einna mest manna hjer á landi við
landamerkjamál eptir hinum nýju landa-
inerkjalögnm, — þá býð jeg mönnum
að útvega þcira þess konar skjöl, svo
fraraarlega sem unnt er, fyrir sann-
gjarna borgun. f*ví lík skjöl slíta opt
allri þrætu og taka af allan vafa.
B'rá þeim 20. þ. m. til miðs sept-
embcrs verður mig að hitta að Eyjólf-
stöðum í Vatnsdal.
Akurcyri 8. ágúst 1884.
Skapti Jóscpssou.
§kip fii söhi
„Sköten Fiskeren* 24 tons netto,
er til sölu. Skipið er smíðað í Nor-
egi síðast liðinn vetur úr góðri furu.
2 bátar geta fengist með því ef viib
og er annar smíðaður handa því.
Listhafendur geta sjeð skipið í septem-
bermánuði við Hrísey. það á að
kosta 6500 krónur. Pað siglir vel
og er gott í sjó, vel lagað til hákarla-
veiða eða þorskveiða. Listhafendur
snúi sjer til mín eða Consuls J. V.
Havsteen.
Hrísey 7 ágúst 1884
Jóhannes Larssen