Fróði - 25.10.1884, Blaðsíða 4
139. bl.
F R Ó Ð I:
18S4-
126
hjer 7 þ. m. til að sækja sauði til þeirra
Jakobs Hálfdánarsonar og Jóns Vídalíns.
f>að kom með nokkuð af vörum til pönt-
unarfjelags f>ingeyinga er Jakob Hálfdán-
arson stendur fyrir, og fór hjeðan til
Húsavíkur til að leggja þar upp vörur, en
meiri parturinn var þá fluttur hjer íland.
Skipið fór hjeðan 11. þ. m. ineð 1840
sauði og 30 hesta. Jón Vídalín stóð fyrir
kaupum á sauðunum fyrir hönd kaup-
manna í Newcastle í Englandi, var helm-
ingur þeirra borgaður nú, en hitt skyldi
borgast, er sauðirnir væru seldir í Eng-
landi og skyldi verð sauðanna fara eptir
■ því verði, er fengist fyrir þá erlendis.
Consuli J. V. Havsteen á Oddeyri tók
sjer far með «Minsk», og dvelur erlendis
i vetur, verzlaninni á Oddeyri veitir for-
stöðu í fjarveru hans Jakob Bjarnarson.
— Verð á kjöti er hjer í haustlð—22
aura, á mör 32 a., á gærum 1,50—3 kr
— Fiskiafli því nær enginn á íirðinum
og síldarafli enginn, og búast nú Norð-
menn til heimferðar að mestu tómhentir.
Á Möðruvöllum eru 24 skólapiltar.
1 Laugalandsskóla eru 24 skólameyj-
ar, af þeim eru
úr Múlasýslum................ 6
— Norður-þingeyjarsýslu . . 2
— Suður-f>ingeyjarsýslu . . 14
— Eyjafjarðarsýslu............2
Á Akureyri verður haldinn alþýðuskóli
j vetur og byrjar um næstu mánaðarmót,
verða á honum allt að 30 pillar,
kennari er Guðmundur Hjaltason. í
fyrstu var ákveðið að skóli þessi yrði í
þingeyjarsýslu eins og í fyrra, en bæjar-
stjórnin fjekk forsiöðumann skólans til
að gefa eptir að hann yrði haldinn í vet-
ur á Akureyri.
Brauðaveitingar:
Presthólar veittir cand. theol. Hall-
dóri Bjarnarsyni, Sandar í Dýrafirði cand.
theol. Kristinn Danielssyni og Staður í
Steingrímsfirði cand. theol. Pjetri f>or-
steinssyni.
127
18. þ. m. andaðist á Oddeyri J ó n
Sigurðsson j'rá Möðrudal, 22 ára
gamall. Jón lieitinn byrjaði angur að
lœra undir slwla, og hafði hann ágcetar
námsgáfur, en varð að hœtta við skóla-
lærdómi fyrir augnveiki. Nœstliðinn
vetur var hann barnakennari á Oddeyri
og þýddi þá ágrip af landafrœði fyrir
barnaskóla, sem prentað var í sumar.
Hann var mesta Ijúfmenni, og allir sem
kynntust honum munu hafa borið hlýjan
hug til hans.
Alvarleg áskorun tíl íslendmga.
í*ar sem sú tíð fer í hönd, að
sauðkindum er slátrað. jþá vil jeg
alvarlega skora á alla að gæta þess
vandlega, að hundar nái eigi í sulli
eða sollm innýili. Ilver, sem af hirðu-
leysi kastar sullum fyrir hunda, gerir
sig ef til vill sekan í dauða annars.
Enginn ætti að líöa að hundar sjeu viö,
þegar slátrað er.
2 9—84 J. Jónassen. Dr.
áiglýsiiigar.
Hjer með lœt jeg liina heiðr-
uðu skiptavini mina vita, að jeg fer til
útlanda þann 11. þessa mánaðar og verð
erlendis vetrarlangt.
I fjærveru minni veitir lierra Jakob
Bjarnarson verzluninni forstöðu og bið
jeg menn því að snúa sjer til hans í
þeim erindum.
Jeg óska yður öllum góðs vetrar og
vona að'fá cið sjá yður heila á hófi að
vori.
Oddeyri, 8. októbermán. 1884.
J. V. Havsteen.
128
JLiiíi lanflaíræði
fyrir barnaskóla, 4 arkir á stærð. Kost-
ar innbundin 75 aura. Misprentað í
síðasta blaði 60 fyrir 75.
C'öiigiiliróafsriiuur
eptir Hjálmar Jónsson, kosta í kápu
1 krónu.
Stafrofskver
eptir Yaldimar Ásmundsson, prentað i
Reykjavík 1883. Bráðum útseld 1. út-
gáfa.
Ofantalin fjögur kver fást hjá útg .
Eróða, þeir sem kaupa 4 eða fleiri
fá 20% afslátt.
Yegna þess að jeg verð erlendis
næsta vetur, bið jeg alla þá, sem skulda
rnjer, að borga það til herra Páls Jóns-
sonar barnakennara á Akureyri., ekki
síðar enn um næstkomandi nýár.
Akureyri 23. september 1884.
Magnús Jónssoa
(gullsmiður).
SKIP TIL SÖLU.
— Nýtt og vandað þilskip, hent-
ugt til liákailaveiða, Ca. 20 tons á
stærð, með seglurn, rá og reiða, er til
sölu, liggnr á Seiðisfirði. Frekari
upplýsingar hjá ÁSgeirí ÍMgUrðsSJ'DÍ á
Oddeyri.
VEÐ UR
í septembermánuði.
Hitamælir (Celsius): Mestur hiti hinn
14. -f- 19,00 stig
Minnstur hinn 27. 0,00 —
Meðaltal allan mánnðinn -j- 8,13 —
Loptþyngdarmælir (Enskir þuml.j: Hæstur
hinn 14. 30, 24
Lægstur — 26. 28, 06
Meðaltal allan mánuðinn 29, 54
Áttir: N. 2 daga, NA. 7 d., A. 3 d., SA.
4 d , S. 8. d., SV. ,5 d., NV. 1 d
Vindur: Kvassir dagar 7*. flæglætisd. 15.
Lognd. 8.
Lrkoma: Rigning 8 daga. Snjór 7 d.
Úrkomulausir 15 d.
Lopt: Heiðríkisdagur 1. þykkviðri meira
eða minna 29 daga.
Sól: Sólardagar 20 Sólarlausir d. 10.
Möðruvölium í Hörgárdal 1. október 1884.
Jön A. Hjaltalín.
— Þtíir sem hafa eignast lækn-
ingabók mína eru beðnir að leiðrjetla
þessar villur, bls. 459 og 467: Króu-
tonolia les Krotonolia; bls. 4 72: (í
„hösapótekinu") Hydratocarb. magncs.
les Bicarb. natric; bls. 4 73: Bals,
terebinth. coinm. les ætherol. there-
binthin; bls. 456: 3 lóð af muldum
saitpjetri les | lóð o. s. frv.
Rvík a 84 j. Jögsasseia.
íi'ý lækMiiag’akék
eptir Dr. J. Jónassen 30 arkir að stærð
kostar 3 krónur í kápu. Fæst á Akur-
eyri bjá útg. „Fróða.
Mýjar Eii&aíusög’m*
með korti. |>ýddar af Jöhanni por-
steinssyni biskupsskrifara, 107* örk.
Kosta i bandi 1 kr. og 50 a.
— Fjármark Baldvins Magnússonar
Sörlastöðum : Ilvatt hægra stúrifað og
biti aftan vinstra.
— Rósa til Gránufjelags kom 23. þ.
m., var 26 daga frá Höfn ; en er von
tveggja verzlunarskipa. 011 norsk skip
sem heim ætla. á þessu hausti, eru á
förum, þó er en von á gufuskipinu „Alf“
frá Noregi snöggva ferð. |>ó ekkert
hafi aflast af síld, hafa menn orðið varir
við að hún er á firðinum, en heldur sig
í djúpinu. Eigi er ólíklegt að þetta
aflaíeysi dragi úr aðsókn Norðmanna
hingað á fjörðinn, sem keyrt hefir fram
úr hóíi bin síðustu sumur.
Útgefandi og prentari: Björn Jónsson•
*) Hinn 11. var ofviðri á suðvestan.