Fróði - 06.01.1885, Blaðsíða 4

Fróði - 06.01.1885, Blaðsíða 4
145. bl. I R Ó Ð 1. 1885. 298 299 200 og hans flokkur er hinn öruggasti. |>eg- ar menn á Englandi sáu að Berlínar- blöðin urðu hamslaus útaf aðförum ensku stjórnarinnar á Egyptalandi, kom pegar annað hljóð í strokkinn og peir, er mest höfðu atyrt Gladstone og gert sjer fagr ar vonir um að petta mál myndi ríða honum og hans flokki að fullu, eru nú farnir að sjá, að hann er mun fastaii i sessi nú enn áður. — Hin nýju kosn- ingarlög Gladstone eru nú á hvers manns vörum. Yfirhúsið og allur flokkur Torýa gerir allt, sem hœgt er, til að varna þeim framgangs. En sjálfir vita peir þó að Gladstone muni hjer ná vilja sínum, — annars væri stjórnarbótarsagan peim ókunnugri heldur enn hún er; hún sýnir að frelsið og frelsishugmyndirnar ætíð hafa unnið sigur á fósturjörð þeirra. — Parla- menntið kom saman 23. september. í undirhúsinu lýsti Gladstone yfir því að stjórnin mundi fylgja fram kosningarlög- unum til hins ýtrasta. Granville hjelt uppi vörn fyrir hönd stjórnarinnar i húsi lávarða. Einlægt verða menn á Englandi ákafari og ákafari um afnám lávarða- hússins. I Lundúnaborg var fyrir rúmri viku síðan haldinn afarmikill lundur í Hyde-Park og voru þar um 100,000 manns saman komnir. Fundur þessi lýsti því yfir i einu hljóði að yfirhúsið væri með öllu óþarft eða jafnvel skað- legt og krafðist að það yrði afnumið. Síðan 1. júlí i sumar hafa verið haldnir 1512 opinberir fundir á Englandi, Skot- landi og Wales og á öllum þessum fund- um hefir því hátíðlega verið lýst yfir að takmarka þyrfti yfirhúsið eða afnema það með öllu. íhaldsflokkurinn hefir á sama tíma haldið að eins 195 fundi. Eptir þessu hafa menn reiknað að yfir- húsið ætti 1,500,000 óvini móti 300,000 vinum. pýzkáland. J>ar er verið að búa sig undir kosningar, en menn eru svo spakir að undrum sætir. Bismarck læt- ur lítið til sín heyra, en haldið er þó að hann mnni vilja sameina flokka þjóðfrels- is- og apturhaldsmanna. En frjettirnar um kosningarnar sjálfar til ríkisdagsins eru enn óáreiðanlegar; svo mikið þykir þó víst að jafnaðarmenn (social demo- kratar) hafi unnið fjölda atkvæða, en framfaraflokkurinn að því skapi tapað. Ætla sumir þeim það mátulegt, þarsem þeir hafa farið klaufalega að ráði sínu. Eptir því sem nú lítur út, munu þeir koma 29 af sínum mönnum að á ríkis- deginum, en hafa hingað til haft þar að eins 6. Noregur. Hægri menn hafa mynd- að fjelag mikið hjer í borginni, er standa á í sambandi við sams konar fjelög út um alit land og vinna að eining meðal hægrimanna. J>eir urðu hræddir við sig- ur vinstrimanna í Stockhólmi. En svo segja þeir menn, er fróðir eru i politisk- um málum, að heldur myndu þeir vilja að kólera kæmi hingað til Kristjanía, en að vinstrimenn ynnu við kosningar hjer í höfuðborginni. En einlægt eiga þeir örðugar og örðugar uppdráttar, enda þurfa þeir nú að leggja leið sína yfir Svíþjóð og alla leið til Rússlands, er þeir vilja sækja sannanir fyrir ótakmörkuðu neikvæðisvaldi konungs. — Prestafundur hefir verið haldinn hjer nýlega til að ræða um stöðu kirkjunnar gagnvart ríkinu og var gerð uppástunga um að haldinnyrði almennur kirkjufundur fyrir allt land einhvern tíma á árinu 1885 til að semja frumvarp til laga um stjórnarfyrirkomu- lag kirkjunnar. Á fundi þessum skyldu 72 menn hafa setu og einn þriðjungur af þeim vera prestar. Svíþjóð. Vinstrimenn unnu sigur við kosningarnar í Stockhólmi, en sumar voru kosningarnar vefengdar, þar þær þóttu hafa farið ólöglega fram og var því stofnað til nýrra, sem enn eru ekki um garð gengnar. August Strindberg, eitt hið helzta skáld Svía, hefir ritað skáldsögu eina, er hann kallar „Giftas“ og sem ný- lega er út komin. En er lögreglustjórnin komst að innihaldinu, var lagt bann fyr- ir sölu bókarinnar og höfðað mál á móti höfundinum fyrir að hafa gert gis að ;uðs orði og sakramentum kirkjunnar og stendur mál þetta nú yfir. Hefir margt verið rætt urn þetta og misjafnir dómar felldir eins og gengur. Ameríka. Eorsetakosningin nálgast meir og meir og þvi meir herða hvoru- tveggju fiokkarnir sig að safna mönnum saman og fylkja liði sínu, enda íara nu hvorirtveggju hamförum. Einkum eru kjördeilurnar harðar í New-York, þvi þar er nú í ár um 200,000 atkvæði að gera. J>eir ferðast báðir fram og aptur Blaine, torsetaefni repúblicana, og Cleve- land, kandídat demókrata. Ekki skul- um vjer leiða að því neinar spár, hvor þeirra muni kosinn verða, en að Blaine sje þeim kostum búinn að hann mundi íramarlega í forsetaröð fósturjarðar sinn- ar, ef hann á annað borð verður kosinn, það þykir oss óhætt að fullyrða. Beynt helir verið að sverta mannorð hans í augum kjósenda en vinir hans hafa fært rök íyrir sýknu hans í öllu því, er á hann hefir verið borið. Að hann sje mestur stjórnvitringur af öllum þeim er Amerícumenn hafa á að skipa, dettur ekki hinum áköfustu mótstöðumönnum hans í hug að neita. háskólann ab hann var f svörtum sokk á öörum fætinum, eins og vera átti, en á hinum fætinum var hann ( hvftum sokk af konu sinni. Einu sinni yrti hann á mann 6- kunnan á strætinu og bað hann aö vfsa sjer á, hvar hús kennarans væri og nefndi nafn sitt. „En, þjer eruð kenn- arinn“, sagði hinn ókunni maður. „Skipta þjer ekki af því“, svaraöi kennarinn, „jeg kæri mig ekki um að vita, hver jeg er, en jeg vil lá aö vita, hvar jeg á hcima“. — Um síöast liðin aldamót var uppi skozkur háskólakennari, er opt var ut- an við sig og gekk „í þönkum“. Var það opt hláturseíni íyrir aðra. Einu sinni kom hann útaf háskólan- um, og rak hann sig þá á kú, sein var rekin þar fram hjá. Tekur hann þá ofan hattinn, hneigir sig og segir: „Jeg bið yður iyrirgefningar, náðuga frú“. Rjett á eptir tók hann cptir, hver frúin hafði verið. flann haíði eigi gengið langt, þegar hann rak sig á konu eina. Man hann þú enn eptir kúnni og segir: „Ertu þarna aptur be- stían þín ?“ Á þcim dögum gengu menn á stutt- buxum, svo mikiö bar á sokkunum. Einu sinni kom hann svo búinn upp á VEÐ UR f descmbermánuöi.* Hitamælir (Cclsius); Mestur hiti hinn 2 . + 5,00 stig Minnstur hiti hinn 20. -f- 13,00— * Meðaltal allan mán. -f- 2,05 — Loptþyngdarmælir (Enskir þnmlungar); Hæstur hion 20. 30,10 Lægstur — 12. 28,21> Meðaltal ailan mánuöinn 29,22 Áttir: N. 3 d. NA. 7 d. A. 2 d. SA. 4 d. S. 12 d. SV. 3 d. Vindur: Hvassir d. 2. Uæglætisd. 14. Logndagar 15. Urkoma: Rigning 4 daga. Snjór 15 d. Urkoinulausird. 12. Lopt: Heiöríkisd. 2. f’ykkt meira eöa minna 29 d. Möðruv. í Hörgárdai 1. janúar 1885. Jóu A. Hjaltalín. LEIÐRJETTlNtíAR í ritgjörðinui: uiD trúbragöalrelsi hér á landi. 245. dálki 28. línu. að tilgangr þessi les að aðskilnaður þessi 246. — 3. línu þótt þær eigi les þótt þau eigi. 255. — 30. línu: 13. júní 1877 les 13. júní 1787. 258. — 65. línu: f viðögum sh les f viölögum sh. 259. — 13 línu: ágætismeunið les ágætmennið. 259. — 21. línu: mælikvaröi les mælikvaröa. 260. — 43. líuu: og flðttir les heldr fihttir. 269. — 56. 1. grundvaliarlaganna og les grundvallarlaganna. 270. — 8. línu: En þau gilda les En þær gilda. 271. — 64. línu: sú frábeit les sú þrábeit. 272. — 18. 1.: nokkur önnr trú- bragðalblög les nokkurt nnnaö trúbragðatélag. 272. — 22. 1. presta, skóiakenn- ara les prestaskólakennara. Ríinur af tícirarði og Elinborgu ný prentaðar eptir Símon Bjarnarson dalaskáld. Verö 40 aurar fást á Ak- ureyri hjá útg. „Fróöa*. *) Þennan mánuð og mestan hluta janúarinánaðar sjer eigi sól á Mööru- völlum. Utgefandi og prentari: Björn Jónsson.

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.