Fróði - 20.02.1885, Síða 3

Fróði - 20.02.1885, Síða 3
1885. I B 6 Ð 1. 150. bl. 355 norður. Frost voru væg. Meðal hiti mánaðarins var -f- 2,05. Meöalhiti alls ársins var + 4,28. Heitasti dagur ársins var hinn 9. júlí og var meðalhiti þar.n dag + 20,03; cn þegar hitinn var mestur þann dag, var hann + 25 stig. Hinn kaldasti dagur var hinn 26. janúar; var meö- alhiti þann dag + 21,43; en þegar kaldast var þann dag, var hann + 22 stig. Á öllu árinu var norðanátt 19 daga, landnoröan átt 95 daga, austan- átt 15 daga, landsunnanátt 57 daga, sunnanátt 133 daga, útsunnanátt 35 daga, vestanátt 6 daga, útnorðanátt 6 daga. Hvassir dagar voru á árinu 44, hæglætisdagar 176, og logndagar 146. Þrisvar á árinu var ofviðri. Hinn 30. júní var ofviðri á útsunnan og skemmdi allmikið sáðgarða og fleira. Ilinn 11. september var ofviðri á sunnan; þá fórust skipin við Hrísey. Ilinn 27. desember var enn ofviðri á sunnan og útsunnan, en gerði ekki tjón. Rigningardagar á árinu voru 62, snjódagar 87 og úrkomulausirdagar 217. Rigningardagur eða snjódagur er hvor sá dagur talinn, setn einhvern tíma rignir eða snjóar á. Júlí og ágúst voru hinir einu mánuðir, er enginn snjór fjell. Heiöríkisdagar voru á árinu 32, en þykkviðri meira eða minna var 334 daga. Hver dagur er talinn þykkviðr- isdagur, er nokkurt ský sjezt á honum. Meðalloptþungi allt árið var 29,67 enskir þumlungar. Ilafís kom hjer aldrei þetta ár. Jarðskjálptakippur fannst hjer 2. nóv. kl. 7,45 f. m. Frumur heyrðust aldrei. Möðruvöllum í Ilörgárdal í janúar- mánuði 1885. Jón A. Hjaltalín. V E Ð U R í janúarmánuði.* Hiíamælir (Celsius); Mestur hiti hinn 16. + 8,00 Minnstur — — 6. + 8,00 Meðaltal allan mán. + 1,17 Loptþyngd (enskir þumlungar) : Hæst hinn 16. 30,22 Lægst — 4. 28,36 Meðaltal allan mánuðinn 29,40 Áttir: NA. 4 d. A. 1 d. SA. 5 d. S. 20 d. NV. 1 d. Vindur: Ilvassir d. 8. Hæglætisd. 7. Logndagar 16. Drkoma: Snjór 10 d. tírkomul. d. 21. Lopt: Heiðríkisd. 4. Fykkviðri meira eða minna 27 d. Möðruv. 'f Hörgárd. 1. febr. 1885. Jón A. Hjaltalín. *) Tveir jarðskjálpta kippir allharðir fundust hjer hinn 25. milli 10. og 11. f. m. 356 Skriíarinfl lians aia míns. (pýtt.) (Niðurl.) „Hvað gengur að yður, Berlingur, þurflð þjer á hverjum degi að hafa þessj fíílalæti/ „Fyrirgefið, herra jústisráð, en í þetta sinn hafið þjer ekki rjett, því, sjáið þjer, þegar pípan er full af óhreinindum, lýkst skráin varla upp.“ „Haldið þjer yður saman og hugsið um að ljúka upp skúffunni.“ Hægt og hægt dregur Berlingur frain skúffuna og tekur upp úr henni tvær hálfennar, allar blekug- ar, tíu gæsafjaðrir og pennahníf; raðar hann hlutum þessum vandlega upp á borðið, en allt í einu stekkur hann á fætur og skundar til dyranna. „Hvað gengur nú að yður?* spurði afi. „Og jeg ætlaði einungis að líta eptir, hvort Friðrika væri ekki komin. Fað var einhver, sem hringdi.“ „Ekki nema það þó, gerið svo vel að sitja kyrrir við skriptirnar.“ Berlingur sneri aptur við þessa áminning, og tekur nú aðra hálferm- ina og fer að fitla við dragbandið; á því var harður hnútur, svo það gat ekki runnið til. í fimm mínútur sat hann við að leysa hann, og gekk honum síðan þolanlega fljótt að fara í ermina. Við hina ermina þurfti minni áreynslu, og eptir þrjár mínútur sat hún föst á handlegg hans. Nú sló klukkan hálf 10. Berlingur neri saman höndunuin með mesta ánægjusvip, tók upp tóbaksdós- irnar og sló sex eða átta sinnum all- rösklega á lokið, Iauk þeim sfðan upp, hristi tóbakið frá einum enda til ann- ars og royndaði fingurnar til að taka tóbak. En í þessum svifum uppgötv- ar hann eitthvaö í tóbakinu, ler því með smettið ofan að dósunum, og at- hugar það nákværalega með sínum nærsýnu augum, og líður svo þvf nær ein mínúta, meðan hann er að rýna ofan í dósirnar, kinkar hann svo kollinurn og leggur dósirnar á borðið; hann haíði uppgötvað einhverja örðu eða smá kvik- indi í tóbakinu og hugsaði því nú þegj- andi þörfina, tekur hann þvf pennahníf- inn opinn, og, svo sem til að prófa fjaðurmagn hnííblaðsins, þrýsti hann þvf tvisvar eða þrisvar ofan á borðið, hrærir síðan nokkra stund í tóbak- inu með hnífblaðinu og kemur um síó- ir með dauða flugu á oddinum, og kastaði hann henni undir stólinn, þeg- ar hann var nákvæmlega búinn að skoða hana í krók og kring. Eptir þetta þótti Berlingi rnál koinið að fá sjer dug- lega í nefið, þó þurfti hann áöur að þurka vandlega pennahnífsblaðið á erminni. Dósunum var nú lokað og þær settar við hliðina á blekbyttunni. Berlingi varð nú litið út í gluggann og sá hann að þjett dögg var á rúðun- um, og fannst honum alveg nauðsynlegt að strjúka hana af raeð klút, er lá í ein- um gluggakarminum. Fað gekk honum allvel, en þó tók það upp nokkurn 357 tíina, og þá því var lokið, vantaði klukk- una ekki nema einn fjórðung í tfu. Eptir þetta fór Berlingur að hugsa um pennana sína, hann skoðaði allar fjaðrirnar vandlega og valdi sjer um síðir gráa fjöður fallega. Enn þurfti hann að reyna fjaðurmagnið í penna- hnífsblaðiuu, og sfðan byrjaði hann á að skera pennann. Jeg ætla ekki að segja frá öllum þeim erfiðleikum og um- svifum, sein það hafði í för með sjer, en læt nægja að geta þess, að, þegar pennaskurðinum var lokið, var klukkan orðin hálf ellefu. Eptir þetta fór Berlingur að velja handa sjer pappír, og leitaði og blað- aði um stund. Valið virtist ganga mjög treglega, hann lagði aptur augun á víxl, líkt og sumir gera, er þeirskoða raálverk, og þegar hann hafði í fimin mínútur blaðað í pappfrnum og strokið örkin upp og niöur fann hann loks pappír, erhann virtist vera ánægður með, braut hann síðan, eins og við átti og Iagði fyrir framan sig. Nú var farið mjög að kólna og afi fór að finna til þess. „Yður hefir þá tekizt að drepa í ofninum Bcrlingur*, sagði hann önuglega, „kallið á hana Friðriku. „Já herra jústisráð . . . . Friðrika, Friðrikal* Friðrika kom og flýtti sjer að kveykja upp eldinn, en Berlingur horfði á hana á meðan með andaktarsvip. „Á hvað eruð þjerað glápa? Jeg þykist sjá, að þjer ætlið ekki að koma af kæru fjandanum í dag. Þetta er nú þriðji dagurinn, sem þjer eruð að dunda við þessi tvö örk, því líkur slóðaskap- ur.“ „Fyrirgcfið herra jústisráð, jeg var bara að fullvissa mig um“ . . . „Setjist niður og haldið kjapti“, sagði afi. Stúlkan fór aptur út og Berling- ur settist niður; tekur hann nú fram uppkastið, sem hann var að afskrifa, og var hann tíinakorn aðfinna, hvar hann heíði hætt deginum áður, og lagði hann pennahnífinn, sem merki, við þá setn- ingu, þar sem hann átti nú að byrja. Nú mun þá Berlingur geta byrjað ( hatningjunnar nafni, segir hinn hugs- unarlitli iesari, en hann gleymir því, að gott blek er eitt af því nauðsynlega fyrir góðan skrifara, og Berlingur hlaut því að rannsaka innihaldið í blekbytt- unni, áður enn hann byrjaði. Það hafði nefnilega viljað til optar cnn einu sinni, að dóttursonur jústisráösins, mesti ó- spektar ormur, hafði sett sand, oflátur eða annað rusl ofan í blekbyttuna hans, og jafnvel deginum áður hafði hann gert honum þær breílur að hella blek- iuu úr byttunni, en fylla hana aptur með vatni. Til þess nú að gæta allr- ar varúðar tók Berlingur trjeflís litla og prófaði blekið með hcnni. Enginn sandur var í því eðatóbak, og Ijet Ber- lingur blekið drjúpa hægt og hægt niður af flísinni og sá sjer til mik- illar ánægju að blekið var vel hreint, en heldur þykkt virtist honum það vera. Hann tók nú til reynslu einn af hinum | nýskornu pennam sínum og skrifaði fáeiu

x

Fróði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.