Fróði - 20.03.1885, Blaðsíða 2

Fróði - 20.03.1885, Blaðsíða 2
153. bl. 1 R ó Ð 1. 1885. 28 29 30 og reyna að skýra málið frá voru sjón- armiði. Hinn heiðraði höfundur byrjar grein sína með því að lýsa hvernig á sjávarút- haldi hjer stóð, þegar fjelagið var stofn- að ; þar næst fer hann að rekja þráð’nn í fyrsta þætti fjelagslaganna „ísemfæst- um orðum“ þannig: „Skipseigendur, sem í fjelagið ganga, takast á hendur að ábyrgjast allir í sameiningu skip fjelassmanna og stofna fastan sjóð til að borga áfall- inn skaða á þeim. Sjóðurinn er stofnaður með samlagshlutum (inn- gönguaurum) sem vera skulu frá hverjum fjelagsmanni jaf'nir við fert- ugasta hluta þeirrar verðhæðar, sem fjelagsmaðurinn fær ábyrgð á“, o. s. frv. J>etta sem vjer hjer höfum tekið upp úr grein hins heiðraða höfundar á að vera aðalinntak þriggja hinna fyrstu greina fjelagslaganna, en oss finnst að hann, því miður, hafi hjer verið of fáorður þar sem hann hefir alveg sleppt niðurlagssetningu hinnar fyrstu greinar, sem inniheldur á- kvæði þess, hvernig þessari sameiginlegu ábyrgð sje varið. |>essi setning mátti því síður missast úr, sem það einmitt er út af mismunandi skilningi á henni og þvi sambandi er hinar aðrar greinar fjelags- laganna standa í við hana, að ágrein- ingur sá er risinn í fjelaginu, sem hjer er um að ræða*. 011 greinin hljóð- ar þannig orðrjett: „Allir eigendur þilskipa, þeir er í íjelagið ganga, takast á hendur að á- byrgjast í sameiningu avert það skip, sem fjelagsmenn eiga og fá ábyrgð á, ef það er svo vel útbúið, sem fyrir er mælt í erindisbrjefi virðingarmanna. Ábyrgðarskylda þessi liggur jafnt á hverjum fjelagsmanni e p t i r þ e i r r i t i 11 ö 1 u s e m h a n n á mikið eða lítið í ábyrgð fjelagsins". Jrnssa grein, og einkum niðurlags- setningu hennar, álítum vjer undirstöðu allrar fjelagsskipunarinnar, sem allar aðrar greinar fjelagslaganna eigi að vera í fullu samræmi við, en sem hljóti að vera miður vel hugsaðar, ef þær ekki eru það, eða koma í bága við þá meg- insetningu, sem hún inniheldur. Sam- kvæmt þeim skilningi á henni, er vjer viljum framfylgja, hefir fjelaginu verið stjórnað frá því það L var stofnað og fyr- irkomulagi þess hagað á þá leið, er vjer í stuttu máli viljum leyfa oss að skýra i 'frá. — Hvert vertíðarár hefir verið j ^ skoðað sem sjerstakt og aflokið tímabil, i hafi enginn skaði orðið á því í fjelag- inu hafa ábyrgðargjöld (premíur) hvers einstaks fjelagsmanns, að frádregnum til- tölulegum hluta hans af hinum lítilfjör- legu föstu ársútgjöldum (fyrir ritföng virðing skipanna) o. s. frv., verið færð honum til inntektar í fjelaginu. Hver fjelagsmaður hefir þannig eignast sjer- *) Um síðari hluta 1. greinar laganna er þó talað í greinni, er það í 4. dálki. 1.—10. og 25.—28. línu að ofan. Sömu- lt-iðis neðst í 6. og efst í 7. dálki, þar sem greinarpartur þessi er, tekin upp orð* íjettur. Útgef. staka ákveðna innstæðu í fjelaginu, eins og í sparisjóði væri. Nú í hin siðusta 11 ár hafa fjelagsmönnum verið goldnir vextir af þeirri upphæð, sem þeir á þennan hátt hafa safnað sjer í fjelaginu, og eins hefir þeim, sem ann- aðhvort hafa gengið úr fjelaginu eða byggt skip sín að nýju verið greidd inn- j stæða þeirra eptir þessari reikningsfærslu. í f>egar skipskaða hefir borið að höndum, hefir hann verið bættur með sjóði þeim, I er myndast hefir af inngönguaurunum og j þess árs ábyrgðargjöldum, en hafi það ekki hrokkið, hefir því sem til brast; verið jafnað niður á fjelagsmenn að tiltölu j við það, sem hver átti í ábyrgð það ár, sem skaðinn varð á. Hjá þeim er áttu | innstæðu í fjelaginu frá umliðnum árum, hefir þessi viðbót verið tekin af henni, en nýir fjelagsmenn, sem enga innstæðu áttu, hafa verið látnir greiða hana á annan liátt. Hvert að nokkrir fjelags- menn gjalda hlutdeild sínaískaðabótunum af fje því, er þeir á umliðnurn tíma hafa safnað sjer saman í fjelaginu, eða þeir greiða hana af annari eign sinni, álítum vjer að komi í sama stað niður; hitt er þýðingnarmeira að viðbótinni sje jafnað rjettilega niður, svo hver einstakur greiði það af henni, sem honum ber, nefni- lega í hlutfalli við þá upphæð, sem hann á í ábyrgð fjelagsins, þegar skaðann ber að höndum, Slíkt verður að eins íueð hinu hjer greinda fyrirkomulagi, því skip- eignir manna breytast árlega mikið. Sumir þeir er upphaflega áttu mikinn skipastól í ábyrgð fjelagsins, eiga opt að eins lítinn part í skipi, það ár, sem skaði verður á, en aptur á móti mikla innstæðu í fjelaginu, sem þeim hefir safnast undanfarin ár. Hjettlát greiðsla á skaðabótunum álítum vjer að fáistekki með annari tilhögun, en þessari, ervjer höfum skýrt frá, og finnst oss hún vera alveg samkvæm anda og orðum fje- lagslaganna. Á þenna eina hátt njóta fjelagsmenn fullkomins jafnrjettis. jpeir eignast inntæðu í fjelaginu eptir því hlutfalli. sem þeir greiða mikið eða lítið móts við aðra í fjelagssjóð, og taka þátt í skaðabótunum og öðrum gjöldum fje lagsins að tiltölu við ábyrgð þá ei þeir eiga í fjelaginu, þegar þau ber að höndum. Nokkrir kunna nú að segja, eins og hinn heiðraði höfundur tók fram í „Áliti“ sínu í vetur, „að með þessu fyrirkomulagi eigi fastur fjelagssjóður, inngöngueyrir og ábyrgðargjald. ekki við, helduraðeins niðurjöfnun hvert ár, þegar skaða ber að höndum og til annars smávegis kostn- aðar“. Yjer álítum að hvorutveggja til högunin geti átt við. Orsökin til þess að þeirri aðferðinni var fylgt, að fjelags- menn voru látnir greiða árleg gjöld til fjelagsins, og sjóður stofnaður, ætlum vjer að hafi verið sú, að það hafi vakað fýrir hinum hyggnu löggjöfum þess, að örðugt mundi opt verða að ná inn skaða- bótum hjá fátækum og skuldugum skips- eigendum, sem i tilbót kynni að hafa brugðist afli; svo yrði það og tilfinnan- legt fyrir flesta að svara út í einu stórri upphæð. Aptur á móti sáu þeir að með föstum árlegum gjöldum, gæti það fyrir- byggst að allur afli skipseigenda yrði strax eyðslufje, eins og því miður hafði sýnt sig að hannvarð hjá mörgum. Yæri heppni með, og skaði kæmi ekki bráð- lega fyrir, sáu þeir, að fljótt gæti mynd- ast sjóður af gjöldum þessum, sem þeir, er hlutdeild ætti í honum gætu ekki ein- asta greitt sinn hluta úr af skaðabótun- um, þegar að því kæmi, að þeim þyrfti að svara, heldur gætu fjelagsmenn lfka f'engið lán úr honum þegar þeim lægi á, og svo yrði þeim; er lengi væru í fjelag- inu, drjúgur styrkur að því fje, sem þeim safnaðist saman á þennan hátt, og sem þoir fá útborgaðan, er þeir byggja skip sín að nýju eða ganga úr fjelaginu. Fyrir því settu þeir gjöldin eins há og þeir gerðu, nefnilega 27» % inngöngueyrir í eitt skipti fyrir öll, 47» % árlegt ábyrgðargjald og l’A % aukagjald, ef skipin eru höfð tií veiða eptir 1. ágúst. Gjald þetta væri vissulega ótilhlýðilega hátt, ef hver ætti ekki að mega búa að sínu. Fjelagið hefir því frá upphafi verið skoðað, ekki einasta sem ábyi-gðarfjelag, heldur líka sem sparisjóður og styrktar- fjelag fyrir skipseigendur. Hefir það fullkomlega í reyndinni svarað til þessa þrefalda ætlunarverks, því frá því það var stofnað hefir það bætt 11 algerða skipskaða, og greitt í skaðabætur fyrir þá um.......................... 40,000 kr., fjelagsmönnum, sem byggt hafa skip sín að nýju, eða gengið úr fjelaginu, hefir það borgað innstæðu þeirra með ........................ 30,000 kr.} þau 12 ár. sem vextir hafa verið greiddir af innstæðu fjelagsmanna, hefir sú upp- hæð numið................. 11,500 kr. og enn eiga fjelagsmenn inn- stæðu er nemur nálægt . 20,000 kr. Auk þessa er sjóðurinn stöðugt lánaður út. og hefir sú upphæð í mörg ár verið milli 20 og 30,000 kr. Af hinu framangreinda mun mönn- um nú orðið það ljóst, að vjer framfylgj- uin þeirri skoðun, að fjelagsmenn hafi að eins „samlagsbú“, eins og hinn heiðraði höfundur mjög heppilega kallar það í grein sinni, enn ekki „fjelagsbú í algengum skilningi“. Byggjum yjer þá skoðun vora, eins og vjer höfum sýnt, fyrst og fremst, á fjelagslögunum, eink- um fyrstu grein þeirra, þar næst á því, að eptir þessum skilningi hefir fjelaginu frá stofnun þess, nú í 17 ár, verið stjórn- að, allt fyrirkomulag og öll reiknings- færsla ávallt verið sniðin þar eptir, og engin mótmæli nokkurn tíma komið fram gegn tilhögun þessari, en gjörðir og reikn- ingsfærzla fjelagsstjórnarinnar stöðugt samþj’kkt á hverjum aðalfundi. Á hverju byggir nú hinn heiðraði höfundur og hans sinnar það, að skiln- ingur vor, og þá um leið skilningur allra undangenginna stjórnarmanna og með- lima fjelagsins, á lögum þess, sje og hafi verið rangur ? J>eir byggja það eink- um á 19. gr. fjelagslaganna er þannig hljóðar: „Ef eigi hrökkur sjóður fjelagsins til að bæta áfallinn skaða eitthvert ár, þá skal því sem til vantar jafnað nið- ur á fjelagsmenn að rjettri tiltölu við það, sem þeir eiga í ábyrgð fje- lagsins“. Vilja þeir skilja grein þessa þannig, að hjer sje meintur samlagssjóður fjelags- manna, eða innstæðufje þeirra í fjelag- inu. Ef sú væri meining greinar þessar- ar, væri hún alveg öndverð við grund- vallarsetningu fjelagsskipunarinnar í fyrstu grein laganna. En þetta er ekki svo. Grein þessi er í fullu samræmi við fjelagslögin og þann skilning er hingað til hefir verið lagður í þau. Lögin á- kveða, nefnilega að af inngönguaurunum skuli stofna sjerstakan skaðabótasjóð, og það er sjöður sá, er 19. gr. á við. |>etta er skýrt og ljóslega tekið fram í 2. gr. fjelagslaganna. er þannig hljóðar: „Fjelagið hefir fastan sjóð til skaða- bóta. í þann sjóð geldur hver skips- eigandi i fjelaginu sjerstaklega hið fyrsta ár 27» % af því verði, sem hann fær ábyrgð á. þettn, fje heitir inngöngueyrir og skal það greitt í sjóð fjelagsins fyrir næsta aðalfund“. Hvergi annarstaðar í fjelagslögunum

x

Fróði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fróði
https://timarit.is/publication/115

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.