Fróði - 20.03.1885, Blaðsíða 3
1885.
B R Ó Ð 1.
153. bl.
31
32
33
er talað urn skaðabótasjóð. Hvorki
14. gr. laganna, sem ræðir um ábyrgðar-
gjöldin, nje greinar pær er standa í sam-
bandi við hana, gera mcð einu orði ráð
fyrir að pví fje sje varið á pann hátt;
enda gæti það ekki staðist eptir fjelags-
fyrirkomulaginu.
Árið 1883 purfti fjelagið að bæta 2
skipskaða, gekk skaðabótasjóðn.rinn til
pess, og hrökk ekki til, eins, og ekki var
heldur von. Sjóður possi var pvi algjör-
lega protinn á næstliðnu sumri. pegar
fjelagið aptur purfti að bæta 2 skipskaða.
Af pessu leiddi að fjelagsstjórnín hlant
að jafna pví niður á fjelagsmenn, sem
tilvantaði að árstekjurnar hrykkju fyrir
skaðanum, eins og 19. greinin mælir
fyrir. þessari viðbót jafnaði fjelagsstjórn-
in nú eins og að undanförnu niður á
alla fjelagsmenn að rjettri tiltölu
við pað verð, sem peir áttu í ábyrgð
fjelagsins. Að pví hafi að eins verið
jafnað niður á „suma“, eins og hinn
heiðraði höfundur virðist gefa í skyn, er
tilhæfulaust ranghermi hjá honum, sem
oss furðar á að hann skuli hafa leyft
sjer að bera fram, jafn vandaður maður,
sem vjer pekkjum að hann er í hvívetna.
Yjer skulum nú athuga hvernig fyr-
irkomulag pað er, sem hinn heiðraði
höfundur vill koma á í fjelaginu, og til
hvers pað mundi leiða ef pví yrði fram-
gengt.
Höfundurinn vill gera fjelagið að
einskonar hlutafjelagi, og á inngöngueyrir
hvers fjelagsraanns, ekki einasta að veita
honum rjett til tiltölulegrar ábyrgðar í
fjelaginu, heldur á hann einnig að veita
nýjum fjelagsmönnum hlutdeild í innstæðu-
sjóði hinna eldri fjelagsmanna.
Fyrir pessari tilhögun er hvergi með
einu orði gert ráð í fjelagslögunum.
sem ekki er heldur von. Eptir honni
væru fyrst og fremst allir reikningar fje-
lagsins nú ramvitlausir. í annan stað
kæmi skaðabótagreiðslan mjög ranglát-
lega niður, og eptir allt öðrum hlut-
föllum enn fjelagslögin gera ráð fyrir,
og í priðja máta mælir hvorki rjettur
nje sanngirni með pví að nýjum fjelags-
mönnum, veitist hlutdeild í fje pví, sem
hinir eldri hafa safnað í sjóð með margra
ára gjaldi á umliðnum tíma, fyrir ábyrgð
á skipseign, er hinir nýju fjelagsmenn
engan pátt tóku í. Hin fyrsta af pessum
ályktunum er Ijós af pví að tilhögun og
reikningsfærsla fjelagsins í pau 17 ár,
sem fjelagið er búið að standa hefir verið
allt önnur enn höfundurinn fer fram á, og
parf eigi aðra sönnun fyrir henni; hinar
aðrar ályktanir vorar skulum vjer leyfa
oss að sanna með einföldu dæmi. Yjer
setjum pá að Árni hafi gengið í fjelagið,
pegar pað var stofnað, nmð skipseign,
sem tekinn var í 8.000 kr. ábyrgð ; pessa
skipseign hefir hann haft óbreytta í fje-
laginu par til í fyrra, og pví svarað gjöld-
um af henni til fjelagsins í 16 ár, pá
selur hann mestalla skipseignina, svo síð-
astliðið ár á hann að eins J/e í skipi í
500 kr. ábyrgð í fjelaginu. og eru árs-
gjöldin af peim 25 kr. Auk hinnar til-
tölulegu bluttöku hans í skaðabótum og
Öðrum útgjöldum fjelagsins pessi árin,
sem hann hefir verið í pví, hafa ábyrgð-
argjöld hans hlaupið 3,000 kr., eða með
öðrum orðum hann átti, við byrjun sið-
asta vertíðarárs 3,000 kr. innstæðu í fje-
laginu. Bjarni gengur hið síðasta ár í
fjeiagið með skipseign, sem tekin ^er í
8,000 kr. ábyrgð, eins og skipseign Árna
var upphaflega, hafa peir pví báðir svar-
að jafnmiklum inngönguaurum til fje-
lagsins.
Gjöld Bjarna af ábyrgðarupphæð pessari
eru: 2’A °io inngöngueyrir í eitt skipti
íyrir öll 200 kr. Ábyrgðargjöld 5°!o 400
kr., samtals 600 kr. J>etta ár verður
fjelagið fyrir stórkostlegum skipskaða, og
parf að bæta fyrir hann 10,000 kr. Árs-
tekjur fjelagsins eru alls 4.000 kr., svo
6.000 kr. þarf að bæta við af innstæðu-
sjóði fjelagsmanna; gerum vjer að hann
sje 24,000 kr. Yerbur pá hluttaka Á rna
í skaðabötunuia : 1° ársgjald hans 25 kr.
2ft 'is af peim 6.000 sem bæta parf við
áí'Stekjurnar af innstæðufjenu í fjelags-
sjóði 750 kr. samtals 775 kr.
Bjarni er, sem sagt, nýr fjelagsmað-
ur og hefir engan eyrir lagt í innstæðu-
sjóð fjelagsins. Hlnttaka hans í skaða-
bótum petta ár, verður pví að eins árs-
gjald hans, eða 600 kr. Uluttaka Árna
í skaðabótunum af 500 kr. ábyrgðarverði
verður pannig 175 kr. meiri en Bjarna
af 8,000 kr. ábyrgðarverði, með öðrum
orðum, Arni ber meir en tuttugu-
falda byrgði af skaðanum móts
við Bjarna, eptir tiltölu við á-
byrgðarverð peirra.
Nú skulum vjer halda dæminu áfram
til að sanna hina priðju ályktun vora.
Setjum vjer pá að Árni og Bjarni segi
sig báðir úr fjelaginu. eptir pessa skaða-
bóta greiðslu í fyrra haust. Fjelagsmenn,
sem pá eru, hafa samtals greitt 1,000
kr. í inngönguaura, og er fjelagssjóðurinn
18,000 kr. Eiga nú Árni og Bjarni að
fá jafnt af honurn, eða sínar 3,600 krón-
urnar hvor, pví báðir hafa borgað jafna
inngönguaura, nefnilega 200 kr. hvor,
sem er Y» allrar inngönguauraupphæðar-
innar. Auk pess að Bjarni fær kostn-
aðarlausa ábyrgð á 8,000 kr. skipseign,
pað ár, sem stórkostlegur skipskaði verð-
ur á, græður hann pannig beinlín-
is prjúpúsund krónur á pví að
vera petta eina ár í fjelaginu.
Svona ernú „sáttmálinn“ í reynd-
inni, eptir kenningu bins heiðraða höf.
Hvernig lízt mönnum á? Er ekki jafn-
vel hinn heiðraði greinarhöfundur sjálf'ur
samdóma oss um, að tilhögun pessi sje
ósanngjörn, ranglát, og gagnstæð a.nda
og orðum fjelagslaganna? Vjer getum
ekki annað ætlað enn svo verði, að
minnsta kosii pegar hann er búinn
að skoða málið nógu rækilega.
f>etta er orðið svo langt mál, að
vjer viljum ekki preyta polinmæði lesend-
anna lengur, og skulnm pví leiða hjá
oss ymislegt, sem ekki snertir aðal-efnið
beinlínis, pó oss finnist pað ekki sem
rjettast hjá hinum heiðraða höfundi, t.
d. útskýring hans á fundarauglýsing vorri,
utn atkvæðagreiðslu á síðasta aukafundi
fjelagsins o, s. frv. Vjer vonum að al-
menningur geti samt sem áður dæmt um
hvort pað heldur erum vjer eða hinn
heiðraði höfundur „sem svo litur út að
hafi aldrei í fjelagslögin litið“
Akureyri' 14. marz 1885.
í stjórn ábyrgðarfjelagsins og fyrir hönd
meiri hluta hennar,
Eggert Laxdal.
Ástandið í Bandaríkjumm.
Dagblöðin í Bandaríkjunum í Vest-
urheimi láta mjög báglega af ástandinu
par. Gjaldprot eru mjög tíð og úr öll-
um áttum heyrist, að verksmiðjur neyð-
ist tíl að hætta vinnu. Af tölum peim,
er verzlunarfjelag nokkurt hefir safnað,
sjezt, að 350,000 verksmiðjumanna eru
atvinnulausir, en talið er, að í Banda-
ríkunum sje hjer um bil 2,500,000 verk-
smiðjumenn. Verða pá hjer um bil 15
af hverju hundraði verksiðjumanna at-
vinnulausir, og er pað fjarskalega mik-
ið. Verst er pó petta í vesturfylkjun-
um og einkum í Minnesota, pví að þar
eru 40 af hundraði hverju atvinnulausir;
7 eru taldir í Maryland og jafnmargirí
Massachusetts og 1 fylkjunum paríkrmg.
1 ríkinu New-York eru peir 18, í Pen-
sylvaníu 16, og 8 í New Jersey. Af
bæjum eru verst farnir Detroit; þar eru
63 af hundraði atvinnulausir; pá New-
York með 24 og Philadelphia með 21
af hundraði hverju. |>etta ástand í byrj-
un vetrar er mjög ískyggilegt og eru lít-
il líkindi til, að pað batni fyr enn vorar.
Akuryrkjumenn eru engu betur farn-
ir enn iðnaðrmenn. Alstaðar í vestur-
fylkjunum hafa safnst fjarska miklar
byrgðir af korni, sem eigi ganga út.
Uppskeran hefir verið svo mikil hin síð-
ustu ár, að korn hefir fallið svo mjög í_
verði, að akuryrkjumenn eru komnir í
mestu vandræði. f>eir eru bókstaflega
kæfðir í skuldum; og varla er ein eign
af hundraði, sem ekki er veðbundin
meira eða minna.
J>egar útflutningur kornsins fór að
minnka, fór að prengja að bændum; en
pá póttust þeir vissir um, að kornið
mundi bráðum hækka í verði. Tóku
peir pá lán, til þess að purfa eigi að
selja kornið með svo lágu verði. og settu
að veði allar eigur sínar bæði fastar og
lausar, korn uppskorið og óuppskorið,
verkfæri sín og fjárstofn. Með pessu
láni hafa þeir borgað skuldir, er mest
hertu að þeim, og fyrir vinnu og útsæði
til næsta sumars. En verðið á korninu
hefir heldur lækkað enn liækkað, og allt
af verður erfiðara og erfiðara að selja.
I stað pess að borga lánin, hafa
lántakendur orðið að fá lengri umlíðun
með því að borga afarháa vexti. Marg-
ir þeirra neyðast til að borga í vexti 3
af hundraði um mánuð hvern eða 36
um árið. þannig er það alveg óumflýj-
anlegt, að peir verði gjaldþrota. J>ví að
korn hefir aldrei nokkru sinni verið í
eins lágu verði og nú. í korahjeruðun-
um í Kansas selst korntunnan uú að
meðaltali fyrir 3 kr. 50 a., eóa bjer uin
bil 1 kr. 80 a. minna enn kostnaðurinn
við að afia hennar. Og engin von er
til að það hækki bráðlega, pví að korn-
markaðir Norðurálfunnar eru vel byrgðir.
ALMANÖK.
Almanak segja menn, að sje
austurlenzkt orð. A1 hefir sömu þýð-
ingu og greinirinn lijá oss. Manak
eða manach er dregið af sögninni
inanah, sem þýðir að reikna, og af
því verður þýðingin í rnanak reikn-
ingur eða tímataisreiknjngur. Til eru
og aðrar skýringar orðsins, en þcssi
þykir líklegust. Ritningin segir oss,
að við hirð Egiptaland.-konunga og
Nebúkadnesars í Babýlon haíi verið
stjörnufræðingar, sem kaliaðir voru
vitringar eða töframenn, og var það
almennt hjá austurlanda konungum. IJeir
rannsökuðu gang himintungla og sögðu
fyrir sólmyrkva og tungimyrkva og aðra
þá atburði, er verða á himiutungla